Morgunblaðið - 16.08.2008, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 16.08.2008, Blaðsíða 34
Elsku afi minn, mig langaði að minn- ast þín í örfáum orð- um. Þú varst stór og mikill maður, hvernig sem á það er litið, og oft kallaði ég þig stóra afa til skilgreiningar. Ég hugsa að þú hafir verið svona stór til þess að hafa nóg pláss fyrir þitt stóra hjarta, því þú varst gjafmild- ur og vildir alltaf að fólkið þitt hefði það gott og gæti notið sín. Ég á margar ógleymanlegar minningar og flestar þeirra tengj- ast einmitt gjafmildi þinni og hlýju. Ég gleymi því aldrei þegar ég fór til Parísar fyrir nokkrum árum. Þá kallaðir þú á mig, gafst mér pening og sagðir mér að ég yrði að fara í Louvre-safnið, en þér var ekkert sérstaklega umhugað um að ég sæi listaverkin, heldur lagðirðu meg- ináherslu á að ég færi í kaffiter- íuna því hún væri einstök. Þið amma hafið oft verið svo góð að gefa mér jólakjól um jólin og þú sagðir alltaf við mig að ég ætti að velja mér fallegan kjól svo ég gæti verið „Lady of the night“. Þú varst alveg sérstaklega fyndinn, afi minn, og ég geymi í huga mér margar gullnar setningar og prakkarasvipinn sem kom á þig þegar þú varst að bulla eitthvað. En þú gast líka rokið upp til handa og fóta ef þér mislíkaði eitthvað og það gat í sjálfu sér verið stórkost- lega fyndið, sérstaklega þegar um- ræðuefnið var stjórnmál, því í sömu setningu gastu verið allt í senn harður kommúnisti og frjáls- lyndasti frjálshyggjumaður. Þrátt fyrir að hafa menntað mig sem stjórnmálafræðingur get ég ekki enn staðsett þig á „vinstri/hægri- skalanum“ og ég hugsa að þú hafir ekki getað það sjálfur. Það kann að vera að áhugi minn á stjórnmálum hafi kviknað við að hlusta á ykkur pabba fara yfir málin, því eldmóð- urinn, orðavalið og hitinn í sam- ræðunum var oft slíkur að mér þótti skemmtilegra að sitja og hlusta á en að leika mér með frændsystkinum mínum. Í síðasta sinn sem ég kom og heimsótti ykkur ömmu, áður en þú veiktist, kvaddir þú mig að vanda en óskaðir mér svo til hamingju; ég kunni ekki við annað en að taka við þessum hamingjuóskum þó að ég vissi ekki fyrir hvað þær voru. En þá bættir þú við og brostir prakk- aralega: „Nú getur þú boðið upp á rjóma í öll mál úr kristalsskál“ – amma hafði nefnilega gefið mér fallega rjómaskál í heimsókninni. Mér þykir vænt um þessa síðustu minningu mína um þig því hún er svo lýsandi, alltaf tilbúinn með hnyttin svör en umfram allt svo hlýr og góður og vildir öllum svo vel. Elsku afi minn, þakka þér fyrir allar góðu stundirnar, hlýjuna og kærleikann sem þú hefur sýnt mér um ævina og síðar Bigga mínum og Páll Haraldur Pálsson ✝ Páll HaraldurPálsson fæddist í Reykjavík 24. nóv- ember 1920. Hann lést á Landspítalan- um við Hringbraut 6. ágúst síðastliðinn og var jarðsunginn frá Háteigskirkju 14. ágúst. Bensa litla. Ég veit að þú ert á góðum stað og tel mjög lík- legt að himnaríkið þitt sé risavaxinn stórmarkaður með endalausu vöruúrvali, þar sem þú svífur um fisléttur, skoðar úr- valið og smakkar við og við á einhverju spennandi. Þín Heiða Kristín Helgadóttir. Afi Páll var einstakur maður. Það sem kemur upp í huga okkar, þegar við rifjum upp allar þær ótal minningar sem við eigum með hon- um, er hversu vel honum tókst að nýta allt sem lífið hafði upp á að bjóða. Afi Páll upplifði tímabil í sögu þjóðarinnar sem við sem yngri erum eigum eflaust ekki eftir að upplifa. Breytingar í þjóðfélag- inu voru miklar, tækifærin voru mörg og hann var duglegur að nýta þau. Hann var frumkvöðull á ýms- um sviðum og félagslyndur og tók þátt í hinum ýmsu félagsstörfum. Afi og amma ferðuðust mikið sem var ekki algengt á þessum tíma og fengum við að njóta þess að hlusta á hann segja okkur sögur frá öllum þessum ferðalögum. Afi og amma bjuggu í Mávahlíð- inni í yfir 30 ár, ásamt börnunum sínum fimm. Afi og amma undu sér vel í Hlíðunum. Seinna urðu barna- börnin alls ellefu og því alltaf gestagangur hjá ömmu og afa. En það var ekki vandamál því dyrnar voru alltaf ólæstar, þannig að fólk gat bara litið inn hvenær sem var. Matur átti stóran þátt í lífi afa og áhugi hans á mat var mikill. Þess vegna var alltaf tekið vel á móti fólki með dýrindis kræsingum. Efst í huga okkar barnabarnanna er vöfflukaffi, sunnudags-lamba- hryggur og súkkulaðiís í eftirrétt, langborðið á jólunum sem svignaði undan rjúpum og meðlæti, og síð- ast en ekki síst ananasfromage með möndlu. Við svona aðstæður var afi vanur að sitja brosandi við enda borðsins og segja: „Nú borð- um við hægt.“ Afi og amma áttu um skeið sum- arbústað í landi Kárastaða á Þing- völlum. Þar eyddum við heilu sumrunum við að veiða fisk, tína ber, rækta kartöflur og rabarbara með afa og ömmu. Afi gaf sér alltaf tíma fyrir okkur, kenndi okkur ól- sen ólsen, að leggja kapal, leyfði okkur að skríða í fangið sitt og sitja hjá sér og hlusta á sögur. Afi bjó yfir ótrúlegum drifkrafti sem einkenndi allt sem hann uppskar í lífinu. Hann hafði sterkar skoðanir og var ófeiminn við að láta þær í ljós. En hann sparaði heldur aldrei hrósið. Hann hrósaði manni og studdi mann í öllu sem við kom námi. Það var ekkert skemmti- legra en að koma heim til þeirra með góðar einkunnir úr skóla eða segja frá einhverju sem maður hafði gert vel. Þá fékk maður yf- irleitt einhvers konar verðlaun, hvort sem það var að kaupa snúð með kaffinu eða nýbakaða köku og þá sá hann alltaf um að segja öllum frá því hversu duglegur maður hafði verið. Hann hafði gott hjarta sem sló sterkt allt til dauðadags. Þín verður sárt saknað, elsku afi okkar. Með hinstu kveðju, Bryndís Helgadóttir, Pétur Helgason, Ingibjörg Birna Kjartansdóttir og Snorri Helgason. Nú er frændi minn og besti vin- ur fallinn frá eftir erfið veikindi sem hann bar með ótrúlegri þraut- seigju. Halli, eins og hann var kallaður í fjölskyldunni, var minn besti og nánasti vinur mestan hluta lífs okkar. Halli var föðurbróðir minn og áttum við og fjölskyldur okkar mikil samskipti og samstarf bæði í fjölskyldu– og félagslífi. Ég man fyrst eftir Halla, þegar við bjuggum í Hafnarfirði og Halli kom til okkar til að vinna í salt- fiskþurrkun, en hann bjó hjá móð- ur sinni og fóstra í Reykjavík. Það urðu síðar tíðar heimsóknir á milli okkar. Alltaf var líf og fjör þegar Halli kom, því að hann sýndi strax mikla framkvæmda- og for- ystuhæfileika, sem síðar urðu til þess að hann kom víða við í fé- lagsmálum. Hann gekk í skátafé- lagið Væringja 1934 og þá í hinn fræga „Svanaflokk“. Tveimur árum seinna var hann valinn til að gegna flokksforingjastarfi og naut ég þess að hefja minn skátaferil undir hans stjórn. Starfið okkar í Máva- flokknum gekk vel þrátt fyrir lé- legt húsnæði og þröngt. Halli þýddi úr ensku spennandi skáta- sögu, „Skátarnir á Robinsoneyju“, sem hann las á flokksfundum. Sag- an var síðan gefin út af skáta- flokknum Úlfljóti og varð vinsæl. Brátt var Halli gerður að sveit- arforingja, síðar deildarforingja og félagsforingja, starfsþrek og dugn- aður hans var ótrúlegur. Dreif hann upp skátastarfið og okkar deild skaraði fram úr í starfi með líflegum útilegum og skemmtilegu skátastarfi. Halli starfaði í stjórn Bandalags íslenskra skáta og var aðaldrif- kraftur í skátastarfinu, m.a. sem erindreki starfseminnar um land allt. Árið 1943 var haldið stærsta skátamót sem haldið hafði verið á Íslandi og stýrði hann því af því- líkum krafti og dugnaði. Það fór því ekki framhjá mönnum að hann var vel fallinn til félagsforystu. Hann var annar brautryðjenda Kiwanishreyfingarinnar og fékk marga skáta til liðs við sig á þeim vettvangi. Hin síðari ár höfum við, gamlir skátaforingjar í Reykjavík, starfað í skátaflokki sem kallast „Næturgalar“ og höfum við farið saman í leikhús og ferðir á haustin undir stjórn Halla. Nú er foringinn fallinn og liðið orðið þunnskipað. Strax á unglingsárum hafði Halli mikinn áhuga á að spila bridge og það varð til þess að hann ásamt öðrum góðum félögum stofnuðu spilaklúbb sem starfaði í meira en 40 ár. Spilað var í hverri viku og safnað í ferðasjóð sem nýttur var til ferðalaga innanlands sem utan með mökum okkar. Innan hópsins eru sterk vináttubönd og hélt Halli vel utan um hópinn alla tíð. En nú er foringinn fallinn og við minnumst hans sem forystumanns og vinar og ofarlega í huga okkar allra er þakklæti fyrir störf hans í okkar þágu. Góði vinur í meira en 70 ár, þín verður sárt saknað. Við færum Bryndísi og börnum innilegar samúðarkveðjur. Guð veri með ykkur öllum. Páll Gíslason Látinn er Páll H. Pálsson, félagi í Kiwanisklúbbnum Kötlu í Reykja- vík. Páll var fæddur 24. nóvember 1920 og var á 88. aldursári. Eftirlif- andi eiginkona Páls er Bryndís Guðmundsdóttir. Páll var einn af frumkvöðlum Kiwanishreyfingarinnar á Íslandi og einn stofnenda Kötlu árið 1966 og fyrsti forseti klúbbsins og gegndi Páll miklum ábyrgðarstöð- um innan Kiwanishreyfingarinnar, bæði hér heima og erlendis eins og hér má sjá: Páll varð Kiwanisfélagi í Heklu 1964, stofnandi og fyrsti forseti Kötlu 1966, svæðisstjóri Ís- lands 1969, annar varaforseti KI– EF (Evrópustjórnar Kiwanis) 1969–1970, fyrsti varaforseti KI– EF 1970–1971, forseti KI–EF 1971–1972, ritari heimsstjórnar KI 1971–1972, fráfarandi forseti KI– EF 1972–1973. Kiwanishreyfingin hefur átt því láni að fagna að hafa átt innan sinna vébanda ötula hugsjónamenn eins og Pál H. Pálsson til að byggja upp og hlúa að hreyfingu sem hefur að markmiði að „hjálpa börnum heimsins“ og byggja upp og efla félagsmenn í klúbbstarfi. Í lok samfylgdar drjúpum við Kiwanismenn höfði í virðingu og þökkum af heilum hug gott starf og mikla vináttu um leið og við vottum Bryndísi Guðmundsdóttur, eiginkonu Páls, börnum og fjöl- skyldum þeirra okkar dýpstu sam- úð. Hafðu þökk fyrir allt og allt. F. h. Kiwanisumdæmisins Ís- land–Færeyjar, Gylfi Ingvarsson, umdæmisstjóri. Þetta var vorið 1975 og ég var 19 ára og var að kaupa mitt eina hús fyrr og síðar, Grettisgötu 40b í gamla bænum. Þar vildi þá enginn búa og því voru íbúðir og gömul hús þar á spottprís. Nú er öldin önnur. Og enginn vildi skrifa upp á víxlana í húsakaupunum fyrir mig, 19 ára barnið, ekki einu sinni for- eldrar mínir, því ég átti þá bara 200 þúsund krónur gamlar í greiðslu við samning, sem þótti ekki mikið af ódýrri íbúð sem þá kostaði 3,2 milljónir gamlar. Allt annað var á víxlum. Ég gekk frá Heródesi til Pílat- usar í marga daga í þessum erinda- gjörðum og bað alla sem ég þekkti til að hjálpa mér í þessu, til að missa ekki kaupsamninginn niður sem í reynd var margrunninn út, – en allt kom fyrir ekki. Enginn treysti sér til þess að skrifa upp á fyrir þetta húsakaupabarn. Í ör- væntingu minni labbaði ég niður á skrifstofu Happdrættis Háskóla Ís- lands þar sem Páll H. Pálsson var forstjóri og hélt undir hendinni brúnu umslagi með þykkum bunka af víxlum og bað Pál, sem ég var rétt málkunnugur í gegnum for- eldra mína, að ábyrgjast þessi kaup og skrifa upp á víxlastaflann sem ég var með. Því ég ætlaði sko að borga þetta allt saman á gjald- daga. Páll horfði hissa á víxlabarn- ið andartak og sagði svo brosandi: Já, já, ertu með staflann með þér vinur? Ég var svo hissa og glaður að ég var allnokkra stund að átta mig á því að hann sagði já en ekki kannski og ekki nei og ekki komdu seinna, eins og flestir mínir ætt- ingjar og vinir höfðu fram að þessu sagt og gert við þessari bón minni. – Þessari stund gleymi ég aldrei í lífi mínu. Og þakklætið í huga mín- um dvínar aldrei til þessa örláta höfðingja sem ég hitti þarna í fyrsta skipti fyrir utan Kiwanis- fundi og ferðalög foreldra minna þar sem Páll var alltaf hrókur alls fagnaðar umfram aðra. Fyrir utan þessar persónulegu minningar mínar með Páli man ég alltaf eftir honum þegar við systkinin vorum ung í sumarferðalögum Kiwanis- klúbbanna Kötlu og Heklu sem þeir faðir minn og Páll ásamt fjölda annarra skátavina og ann- arra eldhressra Kiwanisfélaga héldu uppi fjörinu í. Þær stundir eru ógleymanlegar í einu orði sagt. Alltaf var Páll miðjan í gleðskapn- um, ásamt því að vera drifkraft- urinn í flestu sem tekið var sér fyr- ir hendur. Ég veit ekki af hverju en skýr- asta minning mín um Pál var þegar Kiwanisklúbburinn fór helgarferð upp í Húsafell, líklega sumarið 1967. Þar var sungið, hlegið og etið mikið. Páll stjórnaði og sneri lamb- asteikinni á snúningsteini og reytti af sér brandarana ásamt því að gefa öllum að eta af steikinni. Það var aldrei neinn meðalmaður í Páli H. Pálssyni athafnamanni og sam- kvæmisljóni, í neinum skilningi orðsins. Fyrir það og fyrir örlætið og hjálpsemina vorið 1975 skal hér þakkað nú þegar Páll er fluttur í Sumarlandið góða, þar sem þorri skátanna og Kiwanisfélaganna eru komnir fyrir. En eitt er víst. Úr því að Páll er kominn í íslenska Sumarlandið þá verður hlegið þar hátt og mikið og hent gaman að öllu í umhverfinu sem og félögunum sem þar eru mættir. Það er ákaflega líklegt, svo ekki sé nú meira sagt. Magnús H. Skarphéðinsson. Afi minn og nafni Páll H. Páls- son lést miðvikudaginn 6. ágúst síðastliðnn. Ég hitti hann síðast fyrir nokkrum vikum rétt áður en ég fór til Asíu og datt ekki í hug að ég myndi ekki fá að hitta hann aft- ur. Það er tregafull tilhugsun að svo skuli vera. Síðasta skiptið var þegar Kata frænka hélt óvænt pyslupartí 17. júní. Þetta var ekki fjölmennt partí en góðmennt, ég, Kata frænka, Gísli frændi og heið- ursgestirnir amma og afi. Við átum yfir okkur af pylsum og áttum góða stund saman. Ég hef átt margar álíka stundir með ömmu og afa, þar sem afi seg- ir skemmtilegar sögur, bæði af sjálfum sér og öðrum. Flestar áttu þær sér stað löngu fyrir mína tíð. Sögur voru oftast af uppvaxtarár- um hans í Reykjavík og frá stríðs- árunum. Svo kunni hann fjöldann allan af ferðasögum, hann hafði komið svo víða. Þegar afi sagði sögur þá ljómaði hann og mér fannst merkilegt hve vel hann mundi smáatriði og sagði skýrt frá atburðum sem höfðu gerst fyrir meira en hálfri öld. Þetta mundi hann allt eins og það hefði gerst í gær. Uppvaxtarárin mín eru samofin minningum af Páli afa. Þegar ég hóf skólagöngu mína í Ísaksskóla, þá var venjan að fara í Mávahlíðina til ömmu og afa eftir að skólanum lauk. Amma bauð upp á matarkex og mjólkurglas í kaffitímanum. Eftir kaffið fór afi oftast og lagði kapal við borðstofuborðið. Ég fylgdist með. Hann var svo yfir- vegaður og hugsi en alltaf vinaleg- ur og hafði tíma fyrir mig. Þegar hann var búinn að leggja einn eða tvo kapla tókum við oft olsen olsen og sátum saman og spjölluðum. Sumar af bestu æskuminingum mínum eru frá því að vera með hjá ömmu og afa í sumarbústaðnum þeirra á Þingvöllum. Við barna- börnin áttum öll okkar tré, afi hafði plantað tré fyrir hvert okkar þegar við fæddumst. Fyrri hluta sumarsins settum við alltaf niður kartöflur þar sem afi sá um að skipa hjálparsveinunum fyrir. Og eftir að ég hafði veitt murtur í vatninu smjörsteikti afi þær á pönnu með graslauk. Allt kemur þetta upp í hugann, minningar sem alltaf munu fylgja mér. Þó að ég sé hinum megin á hnettinum eins og er og nái ekki að vera viðstaddur útförina, þá hefur hugur minn ver- ið hjá fjölskyldu minni síðan ljóst var hvert stefndi. Ég sendi ömmu, systrunum og Gísla ástar- og sam- úðarkveðju frá Taílandi. Páll Arnar Steinarsson. 34 LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Elsku langafi, takk fyrir okkur. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti, sjáðu, blíði Jesús, að mér gáðu. geisli þinn á kalda hjarnið. (Ásmundur Eiríksson.) Embla Rún Pétursdóttir og Sölvi Hrafn Pétursson. Elsku Afi. Þakka þér fyrir allar ynd- islegu minningarnar og frá- bæru sögurnar sem þú gafst okkur. En nú er komið að okkur að geyma sögur í hjarta okk- ar til að segja þér þegar við hittumst aftur að leikslokum. Alma og Dagný. HINSTA KVEÐJA ✝ Elsku móðir okkar, amma, langamma og kær vinur, KRISTJANA M. JÓHANNESDÓTTIR, andaðist á Hrafnistu, Hafnarfirði, miðvikudaginn 13. ágúst. Útför fer fram frá Áskirkju föstudaginn 22. ágúst kl. 11:00. Sigurður Hávarðsson, Guðrún Jónsdóttir, Jens Kristján Jensson, Bang Orn Sibrunang, Manfreð Jóhannesson, Þorvaldur Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.