Morgunblaðið - 16.08.2008, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 16.08.2008, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 2008 39 AKRANESKIRKJA | Kvöldguðsþjónusta kl. 20. AKUREYRARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Svavar Alfreð Jónsson. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja, organisti er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir. Söng- og helgistund kl. 20.30. Sr. Jóna Lísa Þor- steinsdóttir. Feðginin Hafdís Þorbjörns- dóttir og Þorbjörn Haraldsson leiða söng og annast undirleik. ÁRBÆJARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Þór Hauksson þjónar fyrir altari. Kriszt- ina K. Szklenár organisti. Kirkjukórinn leiðir safnaðarsöng. Kaffi og meðlæti á eftir. ÁSKIRKJA | Messa kl. 11. Sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Mar- gréti Svavarsdóttur djákna. Kór Áskirkju syngur, organisti Magnús Ragnarsson. Molasopi eftir messu. BORGARPRESTAKALL | Messa í Borgar- kirkju kl. 14. Messa í Álftaneskirkju kl. 16. Helgistund í Borgarneskirkju kl. 20. BREIÐHOLTSKIRKJA | Messa kl. 11. Org- anisti Julian Isaacs. Prestur Gísli Jón- asson. Hressing í safnaðarheimilinu að messu lokinni. DIGRANESKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur sr. Gunnar Sigurjónsson. Organisti Reynir Jónasson. Kór Digraneskirkju. DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11 sr. Þorvald- ur Víðisson prédikar, sr. Hjálmar Jónsson og sr. Anna Sigríður Pálsdóttir þjóna fyrir altari. Sönghópur úr Dómkórnum syngur en einnig syngur kór frá Eistlandi sem hér er í heimsókn. Organisti er Marteinn Frið- riksson. Fermingarbörn næsta vors eru sérstaklega boðin í þessa messu ásamt fjölskyldum. Eftir messu verður rætt um fermingarfræðsluna. FELLA- OG HÓLAKIRKJA | Helgistund kl. 20. Þetta er síðasta samvera sr. Guð- mundar Karls Ágústssonar að sinni en hann er að fara í ársleyfi frá kirkjunni. Sig- ríður Rún Tryggvadóttir æskulýðsfulltrúi kirkjunnar les ritningarlestra og Jóhanna Freyja Björnsdóttir er meðhjálpari. Nem- endur Ólafs Elíassonar sjá um tónlistina en félagar úr kirkjukór kirkjunnar leiða al- mennan safnaðarsöng. FRÍKIRKJAN KEFAS | Almenn samkoma kl. 20 þar sem Bryndís Svavarsdóttir pré- dikar. Á samkomunni verður lofgjörð og boðið til fyrirbæna. Að samkomu lokinni verður kaffi og samfélag auk þess sem verslun kirkjunnar verður opin. FRÍKIRKJAN Reykjavík | Guðsþjónusta kl. 14. Börn borin til skírnar. Fermingarskól- inn hefst með guðsþjónustunni og stend- ur yfir alla næstu viku. Fermingarbörn og foreldrar eru hvött til þátttöku. Tónlist leiða tónlistarstjórarnir Anna Sigga og Carl Möller ásamt Fríkirkjukórnum. Hjörtur Magni Jóhannsson predikar og þjónar fyrir altari. GRAFARHOLTSSÓKN | Messa í Þórðar- sveig 3 kl. 11. Prestur séra Sigríður Guð- marsdóttir, organisti Hrönn Helgadóttir, kór Grafarholtssóknar syngur. GRAFARVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Séra Bjarni Þór Bjarnason prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Grafarvogskirkju syngjur. Organisti: Hákon Leifsson. Guðs- þjónusta á Hjúkrunarheimilinu Eir kl. 15.30. Séra Vigfús Þór Árnason prédikar og þjónar fyrir altari. Þorvaldur Halldórs- son syngur og spilar. GRENSÁSKIRKJA | Morgunmatur kl. 10, bænastund kl. 10.15. Messa kl. 11. Altarisganga. Samskot til Sambands ís- lenskra kristniboðsfélaga. Messuhópur þjónar. Kirkjukór Grensáskirkju leiðir söng, organisti Árni Arinbjarnarson. Prest- ur sr. Ólafur Jóhannsson. Molasopi eftir messu. GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili | Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Sigurpáll Óskars- son messar. Organisti Kjartan Ólafsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Morg- unsöngur, lesmessa kl. 11. Prestur sr. Gunnþór Þ. Ingason. HALLGRÍMSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. María Ágústsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson og félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju leiða sönginn. Sögustund fyrir börnin í umsjá Magneu Sverrisdóttur, djákna. Orgeltónleikar Mattias Wager kl. 20. HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11. Organisti Douglas Brotchie. Prestur sr. Helga Soffía Konráðsdóttir. HJALLAKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Sigfús Kristjánsson þjónar. Félagar úr kór kirkj- unnar syngja og leiða safnaðarsöng. Org- anisti Jón Ólafur Sigurðsson. Við minnum á bæna- og kyrrðarstund á þriðjudag kl. 18. Sjá einnig á www.hjallakirkja.is HJÁLPRÆÐISHERINN Reykjavík | Sam- koma sunnudag kl. 20. Umsjón: Elsabet Daníelsdóttir. Samkoma fyrir hermenn og samherja fimmtudag 21. ágúst kl. 20. Menningarnótt 23. ágúst: „Salvation Rid- ers“ bjóða upp á kaffi og vöfflur í Fógeta- garðinum frá kl. 16. Gospel- og lofgjörð- arkvöld á Hernum frá kl. 21 í umsjá Miriam Óskarsdóttur. HÓLADÓMKIRKJA | Hátíðarguðsþjónusta kl. 14. Dr. Einar Sigurbjörnsson prédikar. Jón Aðalsteinn Baldvinsson vígslubiskup þjónar fyrir altari ásamt sr. Ólafi Þ. Hall- grímssyni og sr. Sigríði Gunnarsdóttur. Organisti, Eyþór Ingi Jónsson. Hymnodia syngur. Tekin í notkun ný eftirgerð af kant- arakápu Jóns Arasonar. Hátíðarsamkoma kl. 16.30. Hátíðarræðu flytur Páll Skúla- son, fyrrverandi rektor Háskóla Íslands. Skáld Hólahátíðar er Matthías Johann- essen. Kórinn Hymnodia syngur undir stjórn Eyþórs Inga Jónssonar. ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN | Samkoma kl. 20 með lofgjörð og fyrirbænum. Friðrik Schram predikar. www.kristur.is KAÞÓLSKA KIRKJAN Péturskirkja, Akureyri | Messa kl. 11 og laugardag kl. 18. Kapúsínaklaustrið á Kollaleiru Reyðarf. | Messa kl. 11. Jósefskirkja, Hafnarfirði | Messa kl. 10.30 og virka daga kl. 18.30. Karmelklaustur, Hafnarfirði | Messa kl. 8.30 og virka daga kl. 8. Barbörukapella, Keflavík | Messa kl. 14. Kristskirkja, Landakoti | Messa kl. 10.30 og á ensku kl. 18. Virka daga er messa kl. 18. Mánudaga, miðvikudaga og föstu- daga er messa á latínu kl. 8.10. Laugar- daga er barnamessa kl. 14 að trúfræðslu lokinni. Stykkishólmur | Messa kl. 10 og virka daga kl. 18.30. Ísafjörður | Messa kl. 11. Flateyri | Messa 2. og 3. sunnudag í mán- uði kl. 16. Suðureyri | Messa 1. og 4. sunnudag í mánuði kl. 16. Maríukirkja við Raufarsel, Rvk | Messa kl. 11 og virka daga kl. 18.30. Laug- ardaga er messa á ensku kl. 18.30. Riftún í Ölfusi | Messa kl. 16, miðviku- daga kl. 20. KEFLAVÍKURKIRKJA | Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11. Fermingarbörn flytja helgi- leik og taka virkan þátt í guðsþjónustunni. Prestar og æskulýðsfulltrúar kirkjunnar þjóna. Organisti er Arnór Vilbergsson. KELDNAKIRKJA Rangárvöllum | Guðs- þjónusta kl. 14. Kór Álftaneskirkju heim- sækir söfnuðinn og syngur við guðsþjón- ustuna. KÓPAVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson predikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr kór Kópavogs- kirkju syngja og leiða safnaðarsöng. Org- anisti Guðmundur Ómar Óskarsson. Kaffi- sopi eftir messu. LANDSPÍTALI | Guðsþjónusta kl. 10.30 á Hringbraut, 3. hæð. Prestur Ingileif Malm- berg, organisti Helgi Bragason. LANGHOLTSKIRKJA | Messa kl. 11. Prest- ur sr. Jón Helgi Þórarinsson. Organisti Ólafur W. Finnsson. Einsöngur. Kaffisopi eftir messu. Skráning í kórastarf næsta vetrar er hafið. Sjá www.langholtskirkj.is. LAUGARNESKIRKJA | Helgistund kl. 20. Umsjón hafa hjónin Laufey Hrönn Þor- steinsdóttir og Ísleifur Árni Jakobsson. Nánari upplýsingar eru á www.laug- arneskirkja.is LINDASÓKN í Kópavogi | Sameiginlegt helgihald söfnuðanna í Kópavogi. Messa kl. 11 í Digraneskirkju. Sr. Gunnar Sigur- jónsson þjónar. NESKIRKJA | Messa kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Kaffi og spjall á Torginu eftir messu. Prestbakkakirkja Hrútafirði | Predikunar- guðsþjónusta kl. 20.30. Prestur sr. Guðni Þór Ólafsson, organisti Elinborg Sigur- geirsdóttir. SALT kristið samfélag | Háaleitisbraut 58- 60, 3. hæð. Samkoma kl. 17. ,,Hvað ert þú að gera hér?“ Ræðumaður: Hermann Bjarnason. SELFOSSKIRKJA | Messa kl. 11 sr. Guð- björg Jóhannesdóttir þjónar, kór kirkjunn- ar leiðir söng undir stjórn Jörg Sonder- mann organista. Léttur hádegisverður efir messu. SELJAKIRKJA | Guðsþjónusta með altaris- göngu kl. 20. Sr. Bolli Pétur Bollason pré- dikar. Kór Seljakirkju leiðir sönginn. Organisti Jón Bjarnason. SELTJARNARNESKIRKJA | Kyrrðarstund kl. 11. Ritningarlestur, altarisganga og bæn. Prestur er Sigurður Grétar Helga- son. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa kl. 14. Sr. Sigurður Sigurðarson, vígslubiskup, annast prestsþjónustuna. Nemendur úr kórstjóra- og organistanámskeiði í Skál- holti annast tónlistarflutning og leiða messusöng. STOKKSEYRARKIRKJA | Messa kl. 11. STRANDARKIRKJA | Maríudagur. Messa kl. 14, fyrirlestur og tónleikar. Pétur Pét- ursson prófessor predikar, séra Sigurður Árni Þórðarson og Hulda María Mikaels- dóttir djákni þjóna fyrir altari. Eftir messu flytur Ásdís Egilsdóttir dósent erindi sem hún nefnir Drottning dýrðar. Björg Þór- hallsdóttir sópransöngkona og Elísabet Waage hörpuleikari sjá um tónlistarflutn- inginn. TORFASTAÐAKIRKJA | Biskupstungum. Guðsþjónusta kl. 14. „Hestamanna- messa“. Prestur sr. Egill Hallgrímsson. Organisti Glúmur Gylfason. Hestamenn eru sérstaklega hvattir til að koma ríðandi til kirkju. Léttar veitingar í boði Hesta- mannafélagsins Loga að messu lokinni. VEGURINN kirkja fyrir þig | Samkoma kl. 19. Jón Sigurjónsson predikar. Lofgjörð, fyrirbæn og samfélag í kaffisal á eftir. www.vegurinn.is VÍDALÍNSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr Frið- rik J. Hjartar og Nanna Guðrún Zoëga djákni þjóna. Helguð verður fjórða alt- arismyndin sem sett hefur verið upp í kirkjunni í verkefninu „Breytileg altaris- tafla“. Kórfélagar úr Kór Vídalínskirkju leiða safnaðarsönginn undir stjórn org- anistans, Jóhanns Baldvinssonar. Mola- sopi að lokinni messu. Minnt er á að bæna- og kyrrðarstundir eru á fimmtudög- um kl. 22. Bænarefnum má koma til presta og djákna kirkjunnar, sjá www.gardasokn.is ÞINGEYRAKIRKJA Húnavatnsprófasts- dæmi | Messa kl. 14. Predikunarguðs- þjónusta. Organisti Elinborg Sigurgeirs- dóttir. Prestur sr. Guðni Þór Ólafsson, Melstað. ÞINGVALLAKIRKJA | Messa kl. 14. Organ- isti Guðmundur Vilhjálmsson. Prestur sr. Kristján Valur Ingólfsson. Kirkja Óháða safnaðarins við Háteigsveg. Orð dagsins: Miskunnsami samverjinn. (Lúk. 10) Elsku Fjóla. Við viljum með fáum orðum fá að minnast þín og þakka þér fyrir samveruna. Það var ekki hægt að hugsa sér betri frænku en þig og þín verður sárt saknað. Elsku Hinni, Baddý, Halli & fjöl- skylda og auðvitað amma Fedda, Dóra og Bjarni Þór við biðjum góðan Guð að styrkja ykkur á þessum erf- iðu tímum. Einnig langar okkur deila með ykkur nokkrum línum sem eiga von- andi eftir að styrkja ykkur í sorginni Ég aldrei hef lofað að brautin sé bein, né blómstígar gullskrýddir alla leið heim. Ég get ekki lofað þér gleði án sorgar, á göngu til himinsins helgu borgar. En eg hefi lofað þér aðstoð og styrk, og alltaf þér birtu þó leiðin sér myrk. Mitt ljúfasta barn ég lofað þér hef, að leiða þig sjálfur hvert einasta skref. (Staðf. Hjálmar Jónsson.) Við sjáumst svo, elsku Fjóla. Kveðja, Jóhannes Karl, Jófríður María, Ísak Bergmann, Jóel Þór og Daniel Ingi. Fjóla Veronika Bjarnadóttir ✝ Fjóla VeronikaBjarnadóttir fæddist á Akranesi 5. október 1944. Hún andaðist á Sjúkrahúsi Akra- ness 10. ágúst síð- astliðinn og fór út- för hennar fram frá Akraneskirkju 16. ágúst. Fjóla var ráðinn starfsmaður við mötu- neyti Fjölbrautaskóla Vesturlands í upphafi haustannar árið 2003. Hún ávann sér fljótt vinsældir og virðingu nemenda og starfs- manna skólans. Það er stundum sagt að ung- lingar séu matvandir og jafnvel einstaka fullorðinn líka. Þeir sem nutu brauðsins hennar Fjólu og mat- arins sem hún reiddi fram í mötuneytinu voru aldrei mat- vandir. Hið einstaka meðlæti sem fylgdi sá til þess. Fallegt bros, glað- værð, jákvæð framkoma og hlýja einkenndu veru hennar hér. Starfstími Fjólu við Fjölbrauta- skólann var alltof stuttur. Hún lét af störfum í lok vorannar 2005, var þá farin að kenna þeirra veikinda sem hún nú hefur látið í minni pokann fyrir. Nemendur og starfsmenn Fjölbrautaskóla Vesturlands minn- ast Fjólu með virðingu. Fyrir hönd okkar sendi ég fjölskyldu Fjólu inni- legar samúðarkveðjur. Hörður Ó. Helgason, skólameistari. Kveðja frá Sinawik Í dag kveðjum við elskulega sam- ferðakonu og vinkonu okkar Fjólu sem fallin er frá eftir langa en hetju- lega baráttu. Fjóla var ein af Sina- wiksystrum á Akranesi. Hún var ein af þessum manneskjum sem hægt er að segja um að hafi notalega nær- veru. Glaðlyndi hennar og mikil hlýja gerðu það að verkum að manni leið vel í návist hennar. Glæsileiki hennar var eftirtektarverður. Hún var alltaf vel til höfð og klædd í glað- lega liti og alltaf var hún flottust og fínust í hópnum, jafnvel eftir að veik- indin höfðu gert henni erfitt fyrir í mörg ár. Margt var brallað á þessum áratugum sem við áttum saman og margar góðar minningar um ferða- lög, fundi, afmæli og aðra viðburði og aldrei lét Fjóla á sér standa að taka þátt. Þessar minningar gleymast ekki og ylja okkur nú þegar komið er að kveðjustund. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð, hjartans þakkir fyrir liðna tíð, lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Hinna okkar og allri fjölskyldunni sendum við okkar innilegustu sam- úðarkveðjur og biðjum góðan Guð að styrkja þau í þeirra miklu sorg. F.h. Sinawiksystra á Akranesi, Sigurbjörg Ragnarsdóttir. Þegar ég var lítil fannst mér mamma bestu vinkonu minnar heita sérlega fallegu nafni. Hún hét Fjóla, samt hét hún líka Verónika – það var mjög sérstakt – mér komu í hug blóm, eitthvað fínlegt. Og það var ekkert tímabundið, Fjóla var alla tíð falleg og björt. Hún vann líka við að gera konurnar í bænum fínar. Á mik- ilvægum könnunarferðum okkar Baddýjar um bæinn var fastur póst- ur að koma við á hárgreiðslustofunni hjá Fjólu og á rakarastofunni hjá Hinna. Við hnusuðum af lagningar- vökvum, röðuðum rúllum, fengum kók í gleri, fengum að hringja – alltaf eitthvert bardús – svo var okkur sagt að passa okkur á leiðinni heim. Það var líka fastur póstur og enn við lýði síðast í vor á leið heim úr bæjum er- lendis. Við ólumst upp á sama blettinum, teppið heima hjá Baddý var alveg eins og teppið heima hjá mér, bara öðruvísi á litinn, við lögðum undir okkur eldhúsborð á víxl, heimasím- ana, ísskápa. Við urðum unglingar fyrir framan langa spegilinn heima hjá Baddý, við máttum ganga í allt sem okkur fannst þurfa, ég man ekki eftir að við værum skammaðar. Fjóla gerði sér hins vegar oft upp undrun og hneykslan, það var skemmtilegt, þegar við gleymdum okkur í leik birtist hún og sagði: Ji, ertu ekki búin að hringja heim – mamma þín er orðin sturluð að vita ekki hvar þú ert! Við skellihlógum, án þess að átta okkur á að undir skemmtiatriðinu leyndist eðlisávísun hennar sjálfrar, þörfin fyrir að vita af sínu fólki á öruggum stað. Kannski vandist hún því aldrei að Halli og Baddý færu milli landa, þau voru samt aldrei skömmuð fyrir það. Mamma vissi annars alveg hvar ég var þótt ég léti ekki vita, Fjóla ýkti bara til gamans, það var henni líkt, hún dramatíseraði oft – en aldrei þó veikindi sín þegar þar kom. Þá dró hún úr. Hún var blómstrandi og Fjóluleg lengur en nokkrum öðrum hefði tekist í þeim aðstæðum, hún var indæl og björt kona, besta vin- kona mömmu minnar og mamma bestu vinkonu minnar í hvítasta hús- inu í götunni þegar heimurinn var ennþá heill. Og hennar er saknað. Sigurbjörg Þrastardóttir. Hún Fjóla er farin. Eftir langa og harða baráttu við illvígan sjúkdóm hefur hún kvatt okkur. Ég er viss um að Guð hefur þurft konu eins og Fjólu til að hjálpa sér í efra, konu sem kenndi okkur sem unnum með henni í eldhúsinu í FVA að það er miklu betra að brosa, hlæja, gera grín að sjálfum sér og njóta hverrar stundar til hins ýtrasta. Það var alltaf gott þegar Fjóla mætti til vinnu, þá sagði hún HÆ, brosandi út að eyrum, það skipti ekki máli hvort hún væri að glíma við sjúkdóminn með aðgerðum eða öðru. Fjóla vann í nokkur ár með okkur í FVA og sá um kvöldmat fyrir um 20 krakka. Hún gerði það með þvílíkri natni sem gerði það að verkum að Fjóla eignaðist marga aðdáendur í þessum kvöldmatarhópum. Það kom fyrir að Fjóla gerði meira fyrir „krakkana sína“ en um hafði verið talað og þegar maður spurði af hverju þetta væri svona þá sagði hún og brosti: Æi, Egill, er þetta ekki allt í lagi? Fjóla var heimsfræg í FVA fyrir skúffukökurnar sem hún bakaði, ég vildi fá ákveðinn fjölda sneiða úr kökunni en hún vildi fá færri, ég sagði að við yrðum að fá fyrir kostn- aði, þá brosti hún og sagði að krakk- arnir yrðu að fá stórar sneiðar, þau væru að læra. Hvað er hægt að segja við konu sem hugsaði alltaf svona vel um aðra, hún bræddi mig alveg. Alltaf þegar maður hitti Fjólu, hvort sem það var í vinnu eða á götu, þá leit hún út eins og kvikmynda- leikkona, ekki gat maður ímyndað sér að þarna væri kona sem að ætti í baráttu við erfið veikindi; ef hún var spurð hvernig hún hefði það, þá brosti hún bara og sagði: „allt fínt“. Við sem unnum með henni og allir aðrir sem kynnntust henni getum lært heilmargt á því, hvernig hún tók á sínum veikindum og kom fram við aðra, alltaf brosandi. Geymum mynd af Fjólu brosandi, hlæjandi í huga okkar og munum að njóta lífsins eins og hún gerði. Kæri Hinni og fjölskylda, megi guð vera með ykkur. Fyrir hönd starfsfólksins í eldhúsi FVA, Guðmundur Egill. MESSUR Á MORGUN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.