Morgunblaðið - 16.08.2008, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 16.08.2008, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ dagbók Í dag er laugardagur 16. ágúst, 229. dagur ársins 2008 Orð dagsins: En hjálparinn, andinn heilagi, sem faðirinn mun senda í mínu nafni, mun kenna yður allt og minna yður á allt það, sem ég hef sagt yður. (Jóh. 14, 25.) Víkverji skilur ekki af hverju þaðer svona merkilegt að eiga mót- orhjól. Mótorhjólaeigendum upp til hópa þykir það, að því er virðist, afar merkilegt, svo merkilegt að þeir safnast saman á torgum til að skoða vélfáka hver annars, leðurklæddir frá hvirfli til ilja í steikjandi sum- arhita. Stundum með ís í brauðformi en oftar með rettu í munnviki. Mótorhjólaeigendur eiga það líka til að fara í „hjólatúra“ saman, mynda breiðfylkingar á götum og þjóðvegi með hávaða og látum. „Sjáiði, við eigum mótorhjól en ekki þið, liggaliggalá“ eru skilaboðin. Rándýrir vélfákar illa búnir til akst- urs í snjó og hálku og svo þarf sér- stakt ökuleyfi í ofanálag. Nei, takk. Víkverji nennir ekki að standa í svo- leiðis vitleysu. x x x Aftur á móti er vespa s.k. miklugáfulegra farartæki. Hún kost- ar lítið og þ.a.l. gerir ekkert til að geyma hana í bílskúrnum yfir hávet- urinn. Hún er hræódýr í rekstri, ekki þarf sérstakt ökuleyfi á hana og hún er svo kraftlaus að engin hætta er á að vespufólk fari í kappakstur á Miklubraut eða freistist til að kitla pinnann. Ekki safnast vespueigend- ur saman á Ingólfstorgi, að því er Víkverji best veit. x x x Hópamyndun mótorhjólaeigendaer merkilegt fyrirbæri og sjálf- sagt hefur þetta sérstaka hjarðeðli verið rannsakað af mannfræðingum. Víkverji á skutbíl eins og þúsundir annarra Íslendinga. Hann veltir þessa dagana fyrir sér hvort hann eigi að stofna samtök skutbílaeig- enda á Íslandi, efna til samkomna á torgum úti og hópferða út á land. Ímyndaðu þér bara, lesandi góður, hundruð skutbíla rúllandi niður Laugaveginn. Svo gætu skutbíla- eigendur hist á torgum, borðað ís og sparkað í felgur. Nú vantar bara nafn á klúbbinn. Skutur? Tillögur óskast. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Þýskaland Helena Björk fæddist í Bad Soden 5. júlí kl. 8.37. Hún vó 3.900 g og var 56 cm löng. Foreldrar henn- ar eru Þorbjörg Ragna og Marcel Höchsmann. Nýirborgarar Krossgáta Lárétt | 1 birki, 4 þrúga, 7 hörkufrosts, 8 fráleitt, 9 doka við, 11 tala, 13 drepa, 14 lygnir, 15 gort, 17 erfitt verk, 20 ílát, 22 jarðeign, 23 Gyðingar, 24 gyðja, 25 tarfi. Lóðrétt | 1 bugða, 2 dá- in, 3 fæði, 4 afbrota- mann, 5 sníkjudýr, 6 hindra, 10 hvetja,12 rödd, 13 augnhár, 15 málæði, 16 konu, 18 skjóðu, 19 sverð, 20 hafði upp á, 21 skaði. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 lostafull, 8 dílum, 9 líkna, 10 ill, 11 útför, 13 ansar, 15 linna, 18 strák, 21 lít, 22 blund, 23 annir, 24 linnulaus. Lóðrétt: 2 orlof, 3 tímir, 4 fella, 5 lokks, 6 edrú, 7 saur, 12 önn, 14 nýt, 15 labb, 16 nauði, 17 aldan, 18 stagl, 19 runnu, 20 kort. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3- reit birtist tölurnar 1-9. Það verð- ur að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Lausn síðustu Sudoki. www.sudoku.com © Puzzles by Pappocom Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Staðan kom upp á alþjóðlegu móti Taflfélagsins Hellis og Fiskmarkaðar Íslands sem lauk fyrir skömmu í Reykjavík. Magnús Örn Úlfarsson (2403) hafði svart gegn Hjörvari Steini Grétarssyni (2299). 26… Bxg3+! 27. Kh1 hvítur hefði tapað drottningunni eftir 27. Kxg3 Hxc3+. 27… Da7 28. d6 Ba6 29. Df5 g6 30. Df3 Be5 31. Ra4 Bxb2 32. Rxb2 He8 33. Red3 Re4 svartur hefur nú yf- irburðastöðu þar sem kóngsstaða hvíts er afar slæm. Framhaldið varð: 34. Df4 Dd4 35. b4 g5 36. Df3 Bb7 37. a4 He6 38. a5 Hf6 39. Dg4 He6 40. Hf1 Dxd6 41. b5 Rg3+ 42. Kg1 Bxg2 43. Kxg2 Rxf1 44. Kxf1 Dd5 45. b6 Rf6 46. Dg2 Re4 47. h4 Dxa5 48. b7 Da1+ 49. Re1 Da6+ 50. Kg1 Db6+ og hvítur gafst upp. Svartur á leik Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Síðara verkið. Norður ♠D3 ♥ÁK ♦ÁKDG2 ♣9643 Vestur Austur ♠542 ♠ÁG109 ♥G10987 ♥65 ♦54 ♦863 ♣Á82 ♣KG75 Suður ♠K876 ♥D432 ♦1097 ♣D10 Suður spilar 3G. Hjartagosinn kemur út og sagnhafi horfir framan í átta snögga slagi. Lauf- ið er viðkvæmt og því væri heppilegt ef hægt væri að stelast framhjá spaða- ásnum. Sagnhafi reynir það – spilar spaðaþristi úr blindum í öðrum slag – en það er eins og þjófnaður um há- bjartan dag: austur telur á fingrum beggja handa upp í sömu átta slagi og sagnhafi og rýkur upp með ásinn. En vörnin er rétt að byrja. Hvernig þarf framhaldið að vera? Ekki gengur að spila litlu laufi yfir á ás vesturs, því þá verður nía blinds síð- ar fyrirstaða gangvart austri. Tæknin felst í því að leggja niður laufkóng fyrst. Vestur fyrirbyggir stíflu með því að láta áttuna undir, hann fær síðan næsta slag á ♣Á og spilar svo í gegnum ♣96 í blindum þar sem austur liggur á eftir með ♣G7. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Haltu sambandi við fólkið sem skiptir þig máli. Ekki af því að þú ættir að gera það, heldur af því að þeir eru hluti af því sem þú ert. Svo er það gott fyrir sál- ina. (20. apríl - 20. maí)  Naut Hvers vegna ekki að fá sér ís í morg- unmat? Halda rokkpartí í kaffihléinu? Lífsins vanagangur gæti drepið fíl og það er kominn tími til að breyta til! (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Það sem gerist næstu 24 stund- irnar er hversdagslegt, en á besta mögu- lega veg. Venjuleg augnablik eru lista- verk. Þetta er fallegur, eðlilegur dagur. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Það er ótrúlegt hvernig þú siglir í gegnum eril dagsins án þess að missa þig. Leyndarmálið á bak við velgengni þína er að þú gerir alltaf þitt besta. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Það er eins og þú hafir ekki fram- kvæmt neitt af viti í langan tíma. Það breytist frá og með þessu augnabliki og þeim frábæru hugmyndum sem þú munt fá. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Þú hefur áhuga á því að hitta nýtt fólk, en á sama tíma ertu svo vandfýsinn að það er jafnvel erfitt fyrir þig að hleypa fólki inn í ystu hringi vinahópsins. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Þú ert stundvís, að vanda. Vanalega finnst þér það ókurteisi að láta bíða eftir þér. En kannski ætti viss aðili að bíða eft- ir þér til að gera þér hátt undir höfði. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Skrýtnar spurningar velkjast um í huga þínum, eins og: er einhver að hlusta á mig? Ekki hafa áhyggjur. Hver og einn veitir þér þá athygli sem hann getur. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Þegar þú ferð að heiman skaltu kippa með þér nokkrum góðum umræðuefnum. Þú hittir fólk sem er á sömu bylgjulengd og þú. Þá er gott að hafa nóg að spjalla. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Réttu fram hjálparhönd þegar þú tekur eftir að einhver er leiður eða ein- mana. Kannski verða viðbrögðin ekki þau sem þú bjóst við, en þú vilt vel. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Þú munt meta samböndin sem þú ert í og þarfir þínar tengdar þeim. Þú getur verið þú sjálfur. Það er það besta sem til er í innilegu sambandi. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Þér fer fram á sviðum sem hingað til hafa verið þér lokuð. Þú ert ekkert öðruvísi, andrúmloftið hefur breyst. Stjörnuspá Holiday Mathis 16. ágúst 1941 Winston Churchill forsætis- ráðherra Breta kom til Reykjavíkur í eins dags heim- sókn. Heimsóknin vakti mikla athygli, enda var hann þá orð- inn persónugervingur baráttu hins frjálsa heims. 16. ágúst 1944 Skýrt var frá því að „undralyf- ið penicillin“ hefði verið notað í fyrsta sinn hér á landi, á Landspítalanum, og reynst vel. Um var að ræða sjúkling sem hafði orðið fyrir slysi og fengið blóðeitrun. 16. ágúst 1956 Óvenjuleg sjón blasti við Reykvíkingum laust fyrir mið- nætti. Yfir Snæfellsnesi, sem var umvafið skærum kvöld- roða, „áttu sér stað svo miklar hillingar að eyjar Breiða- fjarðar stigu upp yfir fjall- garðinn,“ að sögn Morg- unblaðsins. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson Þetta gerðist þá … Þann 1. sept- ember verður Auður Ein- arsdóttir fimm- tug. Laugardag- inn 16. ágúst heldur hún upp á daginn með fjöl- skyldu og vinum. 50 ára Hjörtur Kristjánsson, læknir, og Lára Skæringsdóttir, kennari, voru gefin saman í Landakirkju Vest- mannaeyja af séra Guðmundi Erni Jónsyni þann 4. júlí síðastliðinn. Heimili þeirra er að Vallargötu 4a í Vestmannaeyjum. Brúðkaup RÓBERT Arnfinnsson stórleikari á 85 ára afmæli í dag, 16 ágúst. Vandfundinn er viðlíka leikferill og hjá afmælisbarni dagsins, en Róbert á að baki 50 ára feril hjá Þjóðleikhúsinu. Hann tók ákvörð- un um að setjast í helgan stein fyrir átta árum. Sviðshlutverk Róberts eru á þriðja hundrað talsins og kvikmyndahlutverkin á bilinu 30-40. Þá eru ótalin mörghundruð hlutverk í útvarpi og sjónvarpi. Á starfsferlinum hefur hann hlotið margvíslegar viðurkenningar, m.a. fálkaorðuna árið 1970 og gullmerki Félags íslenskra leikara 1971. „Ég hafði mikla ánægju af mínu starfi, alla tíð,“ segir hann og bætir við að hann hafi fundið sig betur á sviði en í kvikmyndunum. Róbert segist almennt lítið gefinn fyrir afmælishátíðahöld og hef- ur gjarnan verið á ferðalögum ásamt konu sinni Ólöfu Stellu Magn- úsdóttur þegar afmælisdaginn ber upp. „Við höfum gjarnan farið norður til Akureyrar eða Húsavíkur og stundum höfum við farið til Þýskalands,“ bendir hann á, en Róbert er fæddur í Leipzig árið 1923. Önnur viðfangsefni hans nú um stundir snúast um að dytta að húsi þeirra hjóna, fara á leiksýningar og iðka garðyrkju með eiginkon- unni. „Ég er sá fyrsti sem hún leitar til ef það vantar handverks- mann og ég kann vel við það,“ segir hann. orsi@mbl.is Róbert Arnfinnsson leikari er 85 ára í dag Á heimasviði í garðyrkjunni ;) Nýbakaðir foreldrar?Sendið mynd af nýja ríkisborgaranum ásamtupplýsingum um fæðingarstað og stund,þyngd, lengd og nöfn nýbakaðra foreldra,á netfangið barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.