Morgunblaðið - 16.08.2008, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 16.08.2008, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 2008 43 Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand HMMM... ÉG ER HRIFNARI AF ÞVÍ AÐ LEGGJAST NIÐUR ÁÐUR EN ÉG FER AÐ SOFA FYRIRGEFÐU, SNOOPY, EN ÞÚ ÞARFT AÐ SOFA ÚTI ANSANS OKKUR VANTAR ÞVÍ MIÐUR EKKI „INNI-HUND“ ÉG SEM HÉLT AÐ ÞAÐ HEFÐI OPNAST NÝ STAÐA ÞETTA ER ÞAÐ BESTA VIÐ VETURINN. MAÐUR KEMUR INN ÚR KULDANUM, KALDUR OG BLAUTUR... FER Í ÞURR FÖT, HLEYPUR SÍÐAN UPP Í HLÝTT ELDHÚSIÐ ÞAR SEM MAMMA BÍÐUR EFTIR MANNI MEÐ RJÚKANDI KAKÓBOLLA MAMMA? MAMMA? MAMMA! „KALVIN, ÉG FÓR Í HEIMSÓKN TIL NÁGRANNANNA. EKKI BORÐA NEITT ÞVÍ ÞAÐ ER MATUR KLUKKAN SEX“ ÞETTA Á EFTIR AÐ VERA LANGUR VETUR HELGA, VEISTU AF HVERJU ÞÚ ERT ALLTAF SVONA FÚL? JÁ... ÚT AF ÞÉR!! FYRIR UTAN ÞAÐ AUÐVITAÐ ÞETTA ER VINKONA MÍN, HÚN EMBLA. HÚN ER MIKIL KATTAMANNESKJA ÁTTU VIÐ AÐ HÚN SÉ SJÁLFSELSK OG MUNI KLÓRA ÚR ÞÉR AUGUN VIÐ FYRSTA TÆKIFÆRI? FANNST ÞÉR EKKI GOTT AÐ AKA HONUM? ALVEG FRÁBÆRT HEFUR ÞÚ ÁHUGA Á AÐ KAUPA HANN? NEI! ALLS EKKI! EKKI NÚNA! ÉG ÞYRFTI AÐ TALA VIÐ KONUNA MÍNA. AUK ÞESS ERUM VIÐ EKKI AÐ LEITA AÐ SVONA BÍL HVAÐ EF ÉG SEGÐI ÞÉR AÐ... ÞAÐ ER SAMÞYKKT! ÉG VERÐ AÐ KOMAST Í MYNDVERIÐ... OG SÝNA FRAM Á ÞAÐ AÐ DARA DORSET SÉ EKKI KONAN MÍN HVAÐ ER ÞETTA? ÞESSI BÍLL ER ALVEG STJÓRNLAUS! Velvakandi FÁTT er betra en að slappa af, halla sér aftur og láta hugann reika. Það virðist sem þessi kaffihússgestur sem situr hér með spenntar greipar sé að láta hann reika um heima og geima. Morgunblaðið/Ómar Hugleiðsla í góða veðrinu Hvar er Sæbjörn? EINS og mörgum finnst mér gaman að slappa af um helgar og horfa á góðar bíó- myndir í sjónvarpinu. Hins vegar er kvöldið ónýtt ef ég álpast til að horfa á einhverja öm- urlega vitleysu. Mér leiðast mynd- bandaleigur og tölvur. Fram að þessu hef ég verið yfir mig ánægð með umsagnir Sæ- björns Valdimarssonar um kvikmyndir helg- arinnar í Morg- unblaðinu. Þar er sannur fagmaður á ferðinni sem ég a.m.k. get treyst næstum 100% hvað varðar smekk á kvikmyndum. Undanfarið hafa bíó- kvöldin verið í tómu tjóni á fjarstýr- ingunni og hef ég eytt tíma í rugl- myndir og misst af góðum myndum. Allt vegna fjarveru Sæbjörns. Endi- lega fáið hann aftur eða einhverja sambærilega bíómanneskju til að gefa þó ekki væri nema stjörnur. Annars er ég ánægð með ,,nýja“ blaðið. Það er létt yfir útlitinu og gott að finna fréttir við hæfi. Ekki fara út í að stytta fréttir eins og Fréttablaðið gerir og vera með ósamstæða fréttabúta úti um allar trissur. Góðar og ýtarlegar frétta- skýringar eins og oft eru í blaðinu eru mjög gott mál. Eftir að Mogginn minnkaði að umfangi er hann aftur farinn að vera mitt fyrsta blað á morgnana. Svo má ég endilega nefna hinn tíma- lausa Ferdinand sem gefur fastan punkt í tilveruna og stjörnuspána ykkar sem einhverra hluta vegna er alltaf sérlega jákvæð fyrir mig, hún bætir, hressir og kætir. Bjarta framtíð, kveðja Dagblaðalesandi. Spurning til biskups VARÐANDI málefni séra Gunnar Björns- sonar, prests á Sel- fossi. Maðurinn er ódæmdur, málið hefur ekki verið tekið fyrir enn og um þessar mundir er hann í fríi frá prestsstörfum og er óheimilt að jarðsyngja þó að fólk óski eftir því persónulega, fullorðið fólk og sókn- arbörn, hann má hvorki skýra né gifta heldur. Þetta er nokkuð sem núverandi sóknarprestur er settur í í stað Gunnars. Hann segir að það sé óheimilt að setja störf Gunnars í kirkjubækur vegna skýrra fyr- irmæla frá biskupi. En samt er hann ódæmdur og þannig ósakhæf- ur á meðan málið er ekki tekið fyrir. Aðalspurningin er: Hvernig stendur á því að það gengur ekki jafnt yfir alla guðsmenn hér á landi? Mér finnst þetta ekki vera sanngjarnt á meðan maðurinn hefur ekki verið dæmdur og er enn með hempuna að fá ekki að sinna störfum sínum þeg- ar fólk hefur beðið hann sér- staklega. Einnig finnst mér óréttlátt að birta myndir af honum ódæmd- um í blöðunum eins og hann væri dæmdur. Er það ekki það sama og að dæma hann? Sunna Guðmundsdóttir.     Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Aflagrandi 40 | Kaffi og blöðin í Krókn- um kl. 11-12, matur. Ferðaklúbburinn Flækjufótur | Ferðakl. Flækjufótur í samvinnu við Bændaferðir fer í 8 daga ferð til Þýskalands þann 22- 29. sept. n.k. Eigum nokkur sæti laus. Alla uppl. í síma 898-2468. Allir vel- komnir í ferð með Flækjufæti. Félag eldri borgara í Kópavogi | Skrif- stofa FEBK í Gullsmára 9 er opin mánu- daga og miðvikudaga kl. 10-11.30 s. 554- 1226 og í Gjábakka á miðvikudögum kl. 15-16, s. 554-3438. Félagsvist er spiluð í Gullsmára á mánudögum kl. 20.30 og í Gjábakka á miðvikudögum kl.13 og á föstudögum kl. 20.30. Stjórn FEBK. Félagsheimilið Gjábakki | Krummakaffi kl. 9 og Hana-nú ganga kl. 10. Félagsstarf Gerðubergs | Alla virka daga er fjölbreytt dagskrá kl. 9 - 16.30, m.a. opnar vinnustofur, spilasalur, (vist, brids og skák), kórstarf, o.m.fl. Unnið er að gerð haust- og vetrardagskrár, óskað er eftir ábendingum um hvers konar frí- stundastarf. Uppl. á staðnum, s. 575- 7720 og gudrun.jonsd@reykjavik.is Hæðargarður 31 | Listasmiðjan er op- inn. Hugmyndabankinn opinn. Hvað er það besta við Hæðargarð? Hverju má breyta? Hvað má laga? Hvað ber að gera öðru vísi? Viltu kvarta yfir einhverju? Ertu með góða hugmynd sem þú vilt koma í framkvæmd í félagsstarfinu í vet- ur? Kíktu við í vikunni, s. 411-2790. Íþróttafélagið Glóð | Ringó og pútt á flötinni við Gerðarsafn kl. 13. Uppl. í síma 564-1490 og 554-5330. Vitatorg, félagsmiðstöð | Nú erum við byrjuð að skrá í námskeið vetrarins t.d. bútasaum, postulínsmálun, leirlist. gler- skurð og glerbræðslu, bókband. Allir vel- komnir óháð aldri eða búsetu. Komum saman í góðum félagsskap. Hringdu og kynntu þér málið uppl. í síma 411-9450. Kirkjustarf Háteigskirkja – starf eldri borgara | Mánudaga spiluð félagsvist kl. 13. Kaffi miðvikudaga „Stund“ í kirkjunni kl. 11. Súpa. og brids klukkan 13. Föstudaga spiluð „brids“, aðstoð fyrir dömur, kl. 13. Kaffiveitingar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.