Morgunblaðið - 17.08.2008, Page 1

Morgunblaðið - 17.08.2008, Page 1
S U N N U D A G U R 1 7. Á G Ú S T 2 0 0 8 STOFNAÐ 1913 223. tölublað 96. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er Eftir Oddnýju Helgadóttur oddnyh@mbl.is Fyrir fimm árum gerðu Reykjavíkurborg og Strætó samning við hugbúnaðarfyrirtækið Smartkort um þróun snjallkortakerfis. Kerfið átti að geta veitt aðgang að ýmiss konar þjón- ustu. Innleiðingu þess átti að fylgja sparn- aður og hagræðing og fyrirtækin sem komu að þróun kerfisins eygðu í því mikla gróða- von. Verkefnið hefur kostað ríflega 400 milljónir en afraksturinn hefur ekki verið eftir því. Flestir sem unnu að verkefninu eru mjög ósáttir við framvindu þess og sumir telja sig eiga harma að hefna. Fyrirtækin sem unnu að verkinu hafa orðið gjaldþrota eða verið yf- irtekin af öðrum fyrirtækjum. Anna Skúladóttur, fyrrum fjármálastjóri Reykjavíkurborgar, segir hugmyndina að baki verkefninu standa fyrir sínu þótt því hafi ekki lyktað eins og vonir stóðu til. „Staða fyrirtækjanna sem komu að verkinu var ekki nógu sterk og tæknin flæktist fyrir fólki. Þegar verið er að fást við svona stór og flókin verkefni verða þrætueplin mörg.“ Stjórnendur Smartkorta segja Reykjavík- urborg hins vegar hafa unnið mjög hægt og þannig látið fyrirtækinu að blæða út. Breska hugbúnaðarfyrirtækið Smart Tran- sit var fengið að verkefninu. Fljótlega sló í brýnu milli Smartkorta og Smart Transit og samskiptaörðugleikarnir voru á meðal þess sem stóð verkefninu fyrir þrifum. Það er þó ekki eina skýringin á því hvernig fór. Mönn- um ber ekki saman um hvað fór úrskeiðis; skýringarnar á því eru nærri jafn margar og mennirnir sem komu að verkinu. Smartkortakerfið klúðraðist  Mörgum árum og hundruðum milljóna var varið í þróun snjallkortakerfis fyrir Reykjavíkurborg og Strætó  Afrakstur verkefnisins er takmarkaður  Svona hverfa milljónir | 10 Í HNOTSKURN »Fimm ár eru liðin síðan gerður varsamningur um þróun snjallkorts. »Snjallkortakerfið átti að veita að-gang að ýmiss konar þjónustu. »Möguleiki átti að vera á að notakortin í strætó og sund. »Þau áttu að greiða aðgang að söfn-um og fyrir mat í skólamötu- neytum. » Innleiðingunni átti að fylgja sparn-aður og hagræðing. Sumarið hefur farið mildum höndum um lands- menn víðast hvar. Erlendir gestir hafa líka notið góðs af blíðunni. En rigningin lætur óhjákvæmi- lega á sér kræla á þessu eylandi og því fékk þessi ferðamaður í Námaskarði í Mývatnssveit að kynnast fyrr í vikunni. Ljósmynd/Haraldur Þór Stefánsson Skin og skúrir VIKUSPEGILL Fjölmiðlar og almenningur snerust gegn Lindy Chamberlain þegar dóttir hennar hvarf. Hún var talin kaldlynd móðir og fólk trúði að hún hefði myrt dóttur sína. Enn í dag hefur fólk þetta sorglega mál í flimtingum. Dingóinn tók barnið mitt! Frakkinn Philippe Petit sýndi ótrú- lega bíræfni þegar hann gekk á línu á milli Tvíburaturnanna í New York. Athæfi hans hefur stundum verið kallað „mesti listaglæpur ald- arinnar“. Í 400 metra hæð yfir New York Þótt ótrúlegt megi virðast vona Ku Klux Klan og önnur samtök hvítra þjóðernissinna að Barack Obama muni ná kjöri sem næsti forseti Bandaríkjanna. Þau telja að þá verði Bandaríkjamönnum loks nóg boðið. Kjör Obama gæti styrkt KKK ALVARLEGT flugatvik varð þegar fleki losnaði af bol TF-FIG í aðflugi að Kennedy-flugvelli í New York á fimmtudaginn var, hinn 14. ágúst. Flugvélin er vöruflutningaflugvél Icelandair af gerðinni Boeing 757- 200. Um borð voru tveir flugmenn og tveir farþegar. Þá sakaði ekki við óhappið. Rannsóknarnefnd flugslysa (RNF) var gert viðvart og hefur hún fengið gögn um málið frá banda- rískri systurstofnun sinni, NTSB. Bragi Baldursson, aðstoðarfor- stöðumaður RNF, sagði að um væri að ræða hlíf sem er hluti af ytra byrði flugvélarbolsins og því mynd- aðist ekki gat á flugvélina. Ekki er vitað hvernig hlífin losnaði en Bragi sagði að um þekkt vandamál væri að ræða í flugvélum af þessari gerð og hafa nokkur flugfélög lent í þessu. Framleiðandinn hefur m.a. gefið út leiðbeiningar um breytingar sem gera þarf á þessum stað á flugvél- arbolnum. Bragi taldi að atvikið hefði ekki skapað hættu fyrir flugvélina, þótt atvikið sé metið alvarlegt. Gert verð- ur við flugvélina í New York áður en hún flýgur á ný. gudni@mbl.is Fleki fór af í aðflugi Alvarlegt flugatvik varð skömmu fyrir lendingu íslenskrar vöruflutningaflugvélar á Kennedy-flugvelli á fimmtudaginn BRAGI Guðbrandsson, forstjóriBarnaverndarstofu, er síður en svo ánægður með dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra sem sýknaði nýlega mann af líkamsárásarákæru fyrir að hafa ítrekað flengt unga drengi í refsingarskyni. Bragi segir þennan dóm senda hörmuleg skilaboð út í samfélagið. „Þetta er afturhvarf til fortíðar. Það er meira en hálf öld síðan flengingar lögðust almennt séð af á Íslandi.“ | 4 „Hörmuleg skilaboð“ Leikúsin í landinu Komdu í leikhús Ástin er diskó, lífið er pönk >> ??„SUMIR SEGJA AÐ ÉG SÉ MEÐ KJAFT!“ VIÐ MANNINN MÆLT SYNGJANDI SÆLL OG GLAÐUR TOMMY STEELE

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.