Morgunblaðið - 17.08.2008, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 17.08.2008, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 2008 11 notkun þess fyrir viðskiptavini sína. Það er því næsta víst að þegar virkni kerfisins er fullprófuð og nýting þess komin í gagnið þá muni fleiri aðilar nýta sér þessa tækni við sölu og þjónustu eða við aðgangsstýringu og greiningu á notkun.“ Tveimur árum og, þegar allt er talið, rúmlega 400 millj- ónum seinna fer lítið fyrir afrakstri verkefnisins. Að vísu var tilraunaverkefni um rafrænan aðgang að Laugardalslaug, sem byggist á snjallkortatækni, ýtt úr vör fyrir nokkrum vik- um. Kerfið virkar að sögn ágætlega, þótt enn eigi eftir að komast fyrir einhverja tæknilega örðugleika. Annað hefur ekki gengið eftir. Og þá má spyrja: Hvað gerðist? Hvernig geta háar fjár- hæðir og langt vinnuferli skilað svona litlu? Forsagan „Við vorum áfram um að koma á rafrænu aðgöngukerfi vegna þess að það er töluvert algengt að fólk svindli sér í sund og ÍTR tapar heilmiklu á því,“ segir Ómar Einarsson, fram- kvæmdastjóri ÍTR. Árið 2001 var þróun rafræns miðakerfis fyrir sundlaug- arnar því boðið út og Smartkort hlaut verkið. Smartkort og ÍTR sömdu um að Smartkort þróaði og gang- setti aðgöngukerfið fyrir ÍTR. Það átti að vera tilbúið til notk- unar í ársbyrjun 2002. Mönnum ber saman um að vel hafi gengið að leysa þetta verkefni. „Þetta kerfi virkaði fullkomlega,“ segir Þorsteinn, fyrrver- andi framkvæmdastjóri Smartkorta. Það var þó aldrei tekið í notkun. Kerfið þótti nefnilega lofa svo góðu að þegar ÍTR kynnti það fyrir borgarráði komu upp hugmyndir um að stækka það þannig að það nýttist fleiri borgarstofnunum og fyrirtækjum. Strætó um borð „Strætisvagnafyrirtækin á höfuðborgarsvæðinu voru sam- einuð árið 2001. Í eigendasamkomulagi nýja félagsins var kveðið á um að koma ætti á rafrænu greiðslukerfi í stræt- isvögnum,“ segir Ásgeir Eiríksson, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Strætó. „Ýmsir möguleikar voru kannaðir, en niðurstaðan var að kerfi sem eru notuð úti í heimi hentuðu ekki hér vegna þess að strætisvagnakerfið er svo lítið.“ Þegar kom á daginn að ÍTR hafði líka í huga að innleiða rafrænt kerfi þótti tilvalið að þróa eina heildstæða lausn. Í kjölfarið var stofnaður stýrihóp- ur á vegum Reykjavíkur sem hafði það að markmiði að kanna forsendur fyrir inn- leiðingu snjallkorta hjá öðr- um stofnunum borgarinnar. Anna Skúladóttir, þáver- andi fjármálastjóri borg- arinnar, var formaður stýri- hópsins en að auki sátu í honum fulltrúar Strætó, ÍTR, menning- arstofnana, Fræðslumiðstöðvar, Bílastæðasjóðs, Félagsþjónust- unnar og Upplýsingatækni- miðstöðvar. Almennt var mikill áhugi á þessari nýju tækni hjá stofnunum borg- arinnar. Árið 2003 gerðu Reykjavík- urborg og Strætó því nýja samninginn við Smartkort. Nýja verkefnið var ekki boðið út vegna þess að um svokallaðan þró- unarsamning var að ræða. Ólík afstaða Þegar hér er komið sögu fer fyrst að gæta ólíkrar afstöðu til verkefnisins hjá þeim sem að því komu. Fulltrúar Reykjavíkurborgar litu á verkefnið sem tækifæri til að þróa fjölþætta og nútímalega lausn sem þjónaði hags- munum borgarbúa. Þess vegna var ráðist í að greina mögu- leika á nýtingu kortatækninnar og skilgreina þarfir stofnana sem hugsanlega gætu komið að verkefninu. Stjórnendum Smartkorta fannst borgin hins vegar draga fæturna. „Það dróst mjög lengi að skrifa undir samninga. Þegar það var loksins gert höfðum við unnið tekjulaust að verkinu í ár og vorum komnir í mjög erfiða stöðu fjárhagslega,“ segir Þor- steinn. „Smartkort lagði fram viðskiptahugmyndina sem liggur til grundvallar samningnum. Þessi hugmynd var líka kjarninn sem fyrirtækið byggðist á. Hún var að búa til miðlægan gagnagrunn þar sem hægt væri að nálgast ýmiss konar þjón- ustu. Útbreiðslan sem fylgdi því að kortið og grunnurinn væru unnin í samstarfi við Reykjavíkurborg var grundvall- aratriði í því að hugmyndin gengi upp. Starfið með borginni færði Smartkortum hins vegar mjög litlar tekjur. Hugsunin var að þegar grunnurinn væri tilbúinn hefði Smartkort tekjur af því að selja öðrum fyrirtækjum aðgang að honum. Þannig vorum við að fjárfesta til framtíðar með þessu þróunarstarfi.“ Þorsteinn segir að Reykjavíkurborg hafa unnið mjög hægt og þannig leyft fyrirtækinu að blæða út. „Þegar loksins kom að því að undirrita samninga neitaði borgin að skrifa undir nema við ábyrgðumst hlutafjáraukn- ingu í félaginu. Ég þurfti persónulega að ábyrgjast að fyr- irtækið útvegaði tugi milljóna í hlutafé. Sem betur fer gekk það, en engu að síður kom borgin okkur í mikla klemmu og virtist ekki skeyta um afdrif lítils sprotafyrirtækis,“ segir hann. Kristbjörg Stephensen borgarlögmaður lítur öðruvísi á málið. „Þetta er lýsandi dæmi um það sem getur farið úrskeiðis þegar lítil fyrirtæki koma með góðar hugmyndir. Töluverður þrýstingur er alltaf á opinbera aðila að hleypa litlum aðilum að samningaborðinu til að auka samkeppni á markaði. Vand- inn er að stundum hafa lítil fyrirtæki einfaldlega ekki bol- magn eða kunnáttu til að hrinda verkefnum í framkvæmd. Þess eru mörg dæmi að þróunarverkefni með litlum fyr- irtækjum gangi vel. Því miður er sú ekki alltaf raunin.“ Róðurinn þyngist Fljótlega kom í ljós að nýja verkefnið var erfiðara úrlausn- ar en upphaflega var talið. „Það var lagt upp með tiltölulega einfalda sýn. Þegar kom að því að hrinda henni í framkvæmd reyndust útfærslur flóknari en nokkurn hafði órað fyrir,“ segir Ásgeir Eiríksson. Tæknilegar forsendur breyttust þegar Strætó kom að verk- efninu. Ákveðið var að skipta úr snertikortatækni í snertilaus kort, til þess að fólk gæti gengið hraðar um borð í stræt- isvagna. Björn Hermannsson, sem stjórnaði verkefninu fyrir hönd Reykjavíkurborgar og Strætó, segir fullkomlega eðlilegt að áherslur breytist meðan á vinnslu hugbúnaðarverkefna stend- ur, það sé eðli þeirra. Þorsteinn hjá Smartkortum er ósammála þessu. „Verkefnisstjórn borgarinnar breytti öllum tæknilegum forsendum án samráðs og að óþörfu. Ákvörðunin um að skipta yfir í snertilaus kort gerði alla úrvinnslu flóknari. Hún leiddi líka til þess að afskrifa þurfti búnað fyrir 20-30 milljónir,“ full- yrðir hann. Hitnar í kolunum Þegar hér var komið sögu var ljóst að verkefnið var vaxið Smartkortum yfir höfuð. Til að halda því gangandi leitaði Smartkort samstarfs við breska hugbúnaðarfyrirtækið Smart Transit. Það var lítið fyrirtæki sem sérhæfði sig í hugbúnaði fyrir almennings- samgöngur. Þótt Smartkort hafi haft upp á Smart Transit fór fljótlega að bera á samskiptaörðugleikum þeirra á milli. „Við komum fyrst að verkefninu árið 2003. Smartkort settu sig í samband við okkur vegna þess að þeir höfðu hvorki kunnáttu né reynslu til að leysa verkefni sem þeir höfðu samið um við Reykjavíkurborg. Raunar hafði Smartkort yfir höfuð sáralitla þekkingu á snjall- kortatækninni. Það kom okkur mjög á óvart,“ segir Nick Male, fyrrum framkvæmdastjóri Smart Transit. Smartkort bera Smart Transit heldur ekki vel söguna. „Smart Transit stakk upp á lausnum sem virkuðu ekki með öðrum einingum í kerfinu. Við vöruðum verkefnisstjórann við þessu. Engu að síður voru fest kaup á lesurum og öðrum tækjum sem Smart Transit mælti með. Tækin komu frá Bras- ilíu, þeim fylgdu engar leiðbeiningar og það tókst aldrei að koma þeim í gagnið. Það þurfti að bjóða verkið aftur út og kaupa ný tæki,“ segir Þorsteinn. Júlí 2008 - Tilrauna- verkefni; ÍTR tekur í notkun rafræn aðgöngu- hlið í Laugardalslaug 2007 - Strætó dreg- ur sig út út verkefninu Desember 2005 - júní 2006 - Tilraunaverkefni; nemendum er úthlutað skólakorti í strætó Janúar 2005 - Áformað að taka kerfið í notkun Ágúst 2004 - Borg- arráð samþykkir til- lögur að útliti og nafni borgarkorts Hvað fór úrskeiðis? Anna Skúladóttir, fyrrum formaður stýrinefndar og fjármálastjóri Reykjavíkur Staða fyrirtækjanna sem komu að verkinu var ekki nógu sterk. Það þarf þolinmótt fjármagn í verkefni af þessu tagi. Tæknileg úrlausnarefni flæktust líka fyrir fólki. Ásgeir Eiríksson, fyrrum framkvæmdastjóri Strætó Það var ekkert eitt sem fór úrskeiðis. Þetta var bara umfangsmeira en talið var í upphafi. Svo var samstarf þjónustuaðila á köflum stirt. Undir lokin misstu stjórnmálamennirnir auk þess trú á verkefninu því það hafði dregist svo lengi. Björn Hermannsson, verkefnisstjóri Reykjavíkurborgar og Strætó Þetta var mjög flókið verkefni sem margir hagsmunaaðilar komu að. Auk þess var tækn- in ný og ekki útséð um upp á hvaða möguleika hún hafði upp á að bjóða. Pólitísk ákvörðun um að gefa nemum ókeypis í strætó réð að lok- um úrslitum. 

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.