Morgunblaðið - 17.08.2008, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 17.08.2008, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 2008 15 Stjórnmál Eftir Guðnýju Hrafnkelsdóttur gudnyh@mbl.is O bama er stóri, dökki bletturinn á hand- leggnum þínum sem loksins fær þig til að fara til læknis til að fá alvöru hjálp. Obama er sársaukinn sem lætur líkama þinn vita að eitt- hvað hræðilegt er að.“ Þetta skrifar David Duke, fyrrverandi forseta- frambjóðandi og fyrrum leiðtogi The Knights, samtaka innan Ku Klux Klan, í grein sinni Svartur fáni fyrir hvíta Ameríku. Greinin, sem Duke birti á heimasíðu sinni í júní sl., fjallar um framboð Obama til forseta Bandaríkjanna. Fjórar milljónir í Ku Klux Klan Ku Klux Klan eru víðfræg samtök hvítra þjóðernissinna. Þeirra mark- mið er meðal annars að hvítir hafi al- ger völd yfir Bandaríkjunum og að aðeins fólk af hvítum kynstofni byggi landið. Því kemur það á óvart að þeir sem helst hafa haft sig í frammi og talað um málefni hvítra þjóðern- issinna, bindi margir vonir um að Obama nái kjöri í kosningunum um næsta forseta Bandaríkjanna. Í hugum almennings væri eðli- legra að ætla að þeir styddu McCain, enda er hann hvítur. En í augum Dukes og fleiri er McCain svikari sem aðeins er hvítur á yfirborðinu. Í grein sinni bendir Duke til að mynda á að McCain var einn flytjenda friðhelgifrumvarpsins. Í frumvarpinu var meðal annars boð- að að ólöglegir innflytjendur í Banda- ríkjunum, sem búið höfðu í landinu í talsverðan tíma, fengju tækifæri til að gerast löglegir innflytjendur í stað þess að þeir yrðu lögsóttir og þeim vísað úr landi. Duke bendir einnig á að meiri líkur séu á að McCain komist upp með að styðja áætlanir gegn hvítu fólki en Obama. Telur hann að það væri auð- veldara fyrir repúblikana eða íhalds- sama demókrata að andmæla slíkum tillögum frá Obama. Hins vegar væri erfiðara að andmæla McCain, þar sem repúblikarnir væru bundnir hollustu við hann og flokkinn. Richard Barrett leiðtogi hreyf- ingar þjóðernissinna, Nationalist Movement, bindur einnig vonir við að ef Obama verður næsti forseti Bandaríkjanna, muni hvítir þjóðern- issinnar láta meira í sér heyra. Í sam- tali við AP-fréttastofuna sagðist Bar- rett fullviss um að Obama myndi sigra í forsetakosningunum í nóv- ember. Vonast hann þá til þess að það fjölgi í félögum hvítra þjóðern- issinna, þar sem fólki verður það mis- boðið að það geti ekki annað en gripið til aðgerða og látið í sér heyra. Það er sérkennilegt að hvítir þjóð- ernissinnar sjái vonarglætu í Obama, en þeir hafa lengið beðið eftir ein- hverju sem geti eflt samtökin. Mun færri tilheyra slíkum félögum í dag, heldur en á blómatíma þeirra. Þekktustu samtök hvítra þjóðern- issinna eru án efa Ku Klux Klan. Erf- itt er að henda reiður á hversu marg- ir félagar samtakanna voru í upphafi eða hversu margir þeir eru nú. Saga samtakanna hefur þó verið rann- sökuð ítarlega og meðlimafjöldi áætl- aður eins vel og hægt er. Ku Klux Klan var stofnað árið 1865 og áttu samtökin að upphefja yfirburði hvíta kynstofnsins. Líftími samtakanna var þó stuttur, því þau hrundu þegar Grant, þáverandi Bandaríkjaforseti, sótti gegn þeim og þau lögðust af um 1870. Samtökin voru endurstofnuð 1915 og voru markmiðin svipuð og áður. Auk þess sem félagar vildu vernda hvíta kynstofninn, boðuðu þeir hatur á gyðingum, kaþólikkum og komm- únistum. Í seinni heimsstyrjöld fjölg- aði félögum samtakanna til muna og voru um fjórar milljónir manna þeg- ar fjöldinn var sem mestur.Vinsældir Ku Klux Klan féllu þó snarlega á kreppuárunum við lok seinni heims- styrjaldar. Í dag er Ku Klux Klan ekki ein samtök, heldur fjöldi minni deilda sem nota þó sama nafnið. Eru deild- irnar um hundrað og fimmtíu talsins um öll Bandaríkin. Fjöldi meðlima er talinn vera á bilinu fimm til átta þús- und. Áhrifamenn innan samtakanna hafa reynt að auka vinsældir þeirra með ýmsum leiðum. Reynt hefur ver- ið að bæta ímynd samtakanna með því að hamra á því að hvítir þjóðern- issinnar hati ekki fólk af öðrum kyn- stofni, hins vegar elski þeir einfald- lega hvítt fólk svo mikið. Gagnrýnendur á samtökin telja hins vegar að grundvallarhugmyndir samtakanna séu þær sömu og áður. Auk Ku Klux Klan eru um fjörutíu samtök hvítra þjóðernissinna starf- rækt í Bandaríkjunum og áætlað er að samanlagður meðlimafjöldi sam- takanna sé um tvöhundruð þúsund. Systur dansa um hakakross Á undanförnum árum hefur fé- lagafjöldinn aukist og er það m.a. rakið til hryðjuverkaárásanna í sept- ember 2001 og aukins fjölda ólög- legra innflytjenda í Bandaríkjunum. Á undanförnum árum hefur það einnig færst í vöxt að hin og þessi fé- lög hvítra þjóðernissinna vinni sam- an og styrki þannig stöðu sína. Einnig hefur verið reynt að höfða til ungs fólks og barna með áróðri. Ýmsar leiðir hafa verið farnar í þeim efnum og hefur reynst áhrifaríkt að ná til yngri hópa í gegnum popp- tónlist. Hljómsveitin Prussian Blue hefur til að mynda átt nokkrum vin- sældum að fagna undanfarið. Hljóm- sveitina skipa fjórtán ára tvíbura- systurnar Lynx og Lamb Gaede. Systurnar hafa verið aldar upp sem hvítir þjóðernissinnar og eru ómyrk- ar í máli þegar þær viðra skoðanir sínar. Sumir textar þeirra eru venju- legir popplagatextar en flestir þeirra eru óvenjulegri og fjalla um yfirburði hvíta kynstofnsins. Það hneykslaði marga þegar myndbrot var sýnt af þeim í bandaríska þættinum Good Morning America, dansandi í kring- um hakakross á eldhúsgólfinu. En þrátt fyrir hneykslismál teygir aðdá- endahópurinn sig út fyrir hvíta þjóð- ernissinna. Þykir það vænlegt og vekur upp von um að þær fái nýliða í samtökin. Sú von er þó veik. Eitthvað meira þarf að gerast til að félagafjöldinn fari aftur í fyrra horf. Því binda margir vonir sínar við Obama. Hvítir þjóðernissinnar hafa samt ekki trú á að hann verði forseti lengi, en þeir eru fullvissir um að hann verði tekinn af lífi. Ray Larsen, leiðtogi The Knights í Indiana kom fram í sjónvarpsviðtali í vor þar sem hann fullyrti að ef Obama yrði forseti yrði hann ráðinn af dögum. Sagðist hann vita hver myndi fremja verknaðinn, en neitaði þó að hann ætti við sjálfan sig. Flokkur manna frá bandarísku leyniþjónustunni hefur fylgt Obama frá því í maí, en óvenjulegt er að for- setaframbjóðandi fái slíka þjónustu svo snemma. Í tilviki Obama er það þó skiljanlegt, enda hafa stuðnings- menn hans óttast um að hann yrði ráðinn af dögum löngu áður en að hótanir fóru að heyrast. Obama hefur lítið tjáð sig um þetta mál og segist litlar áhyggjur hafa af því að verða tekinn af lífi. Í viðtali við New York Times sagðist hann hafa vitað áður en að bauð sig fram að hann væri að taka vissa áhættu. Hann beri hins vegar fullt traust til leyniþjónustunnar. Um stuðning hvítra þjóðernissinna hefur Obama hins vegar ekki tjáð sig. Bendir það til þess að hann hafi litlar áhyggjur af því að verði hann forseti muni sam- tök þeirra eflast. Svartur vonarneisti © Bettmann/CORBIS Nýliðun Félagar Ku Klux Klan hafa margir hverjir fylgt í fótspor foreldra sinna og verið virkir þáttakendur í samtökunum frá blautu barnsbeini.  Samtök hvítra þjóðernissinna hafa í áratugi átt undir högg að sækja  Leið- togar slíkra samtaka eru vissir um að þau muni eflast, verði Obama næsti forseti. Í HNOTSKURN »Ráðgjafar Obama hafahaft áhyggjur af því að margir stuðningsmenn hans muni ekki kjósa Obama af ótta við að nái hann kjöri verði hann ráðinn af dögum. »Hefur honum verið líkt viðRobert F. Kennedy og Martin Luther King yngri, sem báðir voru myrtir með skömmu millibili árið 1968. »Obama hefur hins vegarhaldið ró sinni og bent á það að hvorugur þeirra hafi notið verndar bandarísku leyniþjónustunnar . Stuðningsmenn Chamberlain- hjónanna lögðu nótt við dag að sýna fram á alla gallana í málatilbún- aðinum og reyndu að fá málið tekið upp á ný. Árið 1986 fannst treyja, sem Lindy hafði alltaf fullyrt að dóttir hennar hefði verið í þetta ör- lagaríka kvöld, við bæli villihunda, nokkuð frá þeim stað þar sem hin fötin höfðu fundist. Lindy var sleppt úr fangelsi nokkrum dögum síðar. Lindy og Michael skildu fyrir all- löngu. Þau börðust þó áfram hlið við hlið til að málið yrði fullrannsakað. Árið 1995 féll lokaúrskurðurinn í málinu, þegar ástralskur dómstóll sagði ekki hægt að fullyrða með vissu um dánarorsök Azariu litlu. Hins vegar væru allar líkur til þess að Lindy væri saklaus. Betur gat dómstóllinn ekki gert. Fyrir fjórum árum gaf gamall maður sig fram og kvaðst hafa skotið dingó, sem reyndist hafa barnslík í kjaftinum. Maðurinn var í veiðiferð með þremur félögum sínum. Hann sagði einn þeirra hafa tekið líkið, far- ið með það heim og líklega grafið það í bakgarðinum heima hjá sér. Maður þessi gaf litlar sem engar skýringar á þessu, nema hvað ekki tíðkaðist í hans næsta nágrenni að stóla á lögregluna. Það að veiðifélagi hans tæki barnslíkið með sér um langan veg til borgarinnar, í stað þess að grafa í óbyggðum, var í raun óútskýranleg vitleysa. Núna standa fjölbýlishús þar sem bakgarður veiðifélagans var áður fyrr, svo ekki er hægt að leita Azariu þar. Tveir veiðifélaganna eru látnir og sá þriðji illa haldinn af elliglöpum. Lindy Chamberlain kveðst ekki trúa þessari sögu og sérfræðingar hafa bent á að villihundur éti bráð af þessari stærð léttilega, með húð og hári, á innan við 20 mínútum en taki ekki áhættuna á því að þvælast með hana um þar sem hætta er að rekast á aðra af sama, gráðuga kyni. Þótt hræðilegt sé til þess að hugsa að maðurinn sé að ljúga sögunni þá er þó enn hræðilegra að hugsa til þess að fjórir fullorðnir menn gætu fylgst með málinu öllu, allt þar til móðir Azariu var dæmd í lífstíð- arfangelsi, og aldrei sagt eitt orð. Ruddalegir minjagripir Líklega er farið að fyrnast yfir málið í hugum Ástrala. Þeir skömm- uðust sín margir fyrir dómhörkuna gagnvart Lindy og ótrúlega smekk- lausar athugasemdirnar, sem féllu í sífellu um móðurina sem missti dótt- ur sína. Líklega settu þeir met í ruddaskap með áprentuðum bolum sem sýndu villihund stinga úr tönn- unum eftir góða máltíð. „Gómsæt kríli, en vesen að flysja þau,“ sagði villihundurinn og hélt á rifnum smá- barnasamfestingi. Annar bolur sýndi Lindy Chamberlain gægjast kampakáta út úr villihundabúningi fyrir framan tjald og á þeim þriðja var nafnið Azaria stórum stöfum. Opin, tennt og blóðug skæri mynd- uðu fyrsta stafinn í nafni litla, tíu vikna stúlkubarnsins. Smekkleysan skaut upp kollinum á ný þegar mál Madeleine McCann komst í hámæli. Þá var hægt að kaupa boli í Ástralíu með áletruninni „Nú er dingóinn saklaus“ og þótti sumum fyndið. rsv@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.