Morgunblaðið - 17.08.2008, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 17.08.2008, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 2008 25 Morgunblaðið/Frikki Þ ótt myndun nýs meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur hafi verið eina leiðin í þeirri stöðu, sem komin var upp í borgarmálunum, er ekki þar með sagt að nýr meirihluti sé í góðri stöðu. Staðan er þvert á móti alveg afleit og verður mikið verk að laga hana, sé það hægt á annað borð. Traust kjósenda í borginni á borgarstjórn- inni er í algjöru lágmarki. Fólk hefur fengið sig fullsatt af tíðum valdaskiptum í borginni, með tilheyrandi hringlandahætti og lausung í stjórnsýslu sveitarfélagsins. Starfsmenn borg- arinnar eru búnir að fá yfir sig nóg af nýjum yf- irmönnum á nokkurra mánaða fresti. Það traust, sem fólk vill gjarnan geta borið til stjórnmálamanna, er ekki fyrir hendi á milli kjósenda og borgarstjórnar Reykjavíkur. Þetta ástand er sérstaklega erfitt og alvar- legt fyrir Sjálfstæðisflokkinn í borgarstjórn, sem áratugum saman hafði meirihluta í borg- arstjórninni og leit á Reykjavík sem sitt höfuð- vígi. Nú mælist fylgi flokksins talsvert undir 30% í skoðanakönnunum. Ef Sjálfstæðisflokk- urinn í Reykjavík á aftur að geta borið sitt barr, verður hann að vinna sig út úr þessari ömurlegu stöðu. Hreinn meirihluti og sterkur leiðtogi Hættan er sú að uppnámið í borgarmálum geti orðið viðvarandi ástand. Reynslan til þessa sýnir að eigi stöðugleiki og vinnufriður að ríkja í borgarstjórn Reykjavíkur þarf að uppfylla tvö skilyrði. Annars vegar þarf meirihluti eins flokks eða framboðs að vera fyrir hendi. Hins vegar þarf sterkur leiðtogi að vera við stjórn- völinn. Reykjavíkurborg var farsællega stjórn- að í tíð margra borgarstjóra Sjálfstæðisflokks- ins, síðast Davíðs Oddssonar um níu ára skeið. Eftir að Davíð hvarf af vettvangi árið 1991 og ekki náðist samstaða um eftirmann í borgar- stjórnarflokknum fór að halla undan fæti. Hanna Birna Kristjánsdóttir er sjötti oddvitinn sem stýrir borgarstjórnarflokki sjálfstæð- ismanna síðan. Stöðugleiki og skilvirk stjórn ríkti sömuleiðis í borgarstjóratíð Ingibjargar Sólrúnar Gísla- dóttur eftir að Reykjavíkurlistinn náði völdum 1994. Borgarstjórnarmeirihluti vinstri manna, sem var við völd 1978-1982, hafði verið sjálfum sér sundurþykkur og kenningin um glundroða undir stjórn vinstri manna reyndist sjálfstæð- ismönnum vel í næstu þrennum borgarstjórn- arkosningum. Á tímabili mátti ætla að Reykja- víkurlistanum tækist að afsanna glundroða- kenninguna, en eftir brotthvarf Ingibjargar Sólrúnar af borgarstjórastóli fór þar allt í bál og brand og R-listinn leystist upp í frumeindir sínar. Getur Samfylkingin náð meirihluta? Mun aftur verða til hreinn meirihluti í borgar- stjórn undir sterkri forystu? Ætla má að mikið fylgi Samfylkingarinnar í skoðanakönnunum að undanförnu, sem gæti í kosningum dugað til að mynda hreinan meirihluta, sé til marks um þrá kjósenda eftir stöðugleika og styrkri stjórn. Hana hefur fólk ekki fundið hjá Sjálf- stæðisflokknum undanfarin misseri. Við þær aðstæður er ekki óeðlilegt að fólk voni að næst- stærsti flokkurinn geti komið á stöðugleika í borginni á ný. Með því að komast í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum hefur Samfylkingin raunar fengið þann draum uppfylltan að vera tekin alvarlega sem stjórntækur flokkur. Hitt er svo annað mál að Samfylkinguna skortir þann sterka leiðtoga, sem getur leitt meirihluta í borgarstjórn. Stjórnartíð 100 daga meirihlutastjórnar Tjarnarkvartettsins svo- kallaða benti ekki til að Dagur B. Eggertsson væri sá leiðtogi. Tjarnarkvartettssamstarfinu lyktaði með því að einn borgarfulltrúinn klauf sig út úr því og myndaði meirihluta með Sjálf- stæðisflokknum. Degi hefur heldur ekki tekizt betur til að stýra starfi minnihlutans í borg- arstjórn undanfarna 200 daga en svo, að einn af liðsmönnunum í því sem sumir héldu að gæti orðið nýr Reykjavíkurlisti, stökk til og hóf sam- starf við Sjálfstæðisflokkinn! Samfylkingin getur haldið áfram að fá óánægjufylgi á næstunni með því að Dagur haldi sig áfram til hlés og segi fátt, eins og hann hefur gert að undanförnu. Hitt er annað mál hvað gerist þegar nær dregur kosningum. Ein ástæða þess að hinn nýi borgarstjórnar- meirihluti er orðinn til, er að Samfylkingin hef- ur strax fyllzt ótímabæru sjálfstrausti vegna góðs gengis í skoðanakönnunum og telur sig ekki þurfa á öðrum að halda til að mynda meiri- hluta í borgarstjórn. Óskar Bergsson, borgar- fulltrúi Framsóknarflokksins, upplýsir í Morg- unblaðinu í dag, laugardag, að Samfylkingin hafi í byrjun ársins hafnað hugmyndum um að endurvekja Reykjavíkurlistann. Óskar tók virkan þátt í starfi R-listans á sínum tíma, en telur sig ekki lengur finna þá samstöðu og sam- starfsvilja, sem þá var fyrir hendi. Ef Samfylkingarmenn í borginni verða áfram jafnbrattir og bjartsýnir á að þeir geti náð völdum í borginni upp á eigin spýtur, geta þeir eyðilagt möguleikann á að endurnýja einhvers konar R-listasamstarf. Í aðstöðu til að láta verkin tala Þótt bæði Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæð- isflokkurinn mæti þessa stundina andúð kjós- enda hafa báðir flokkar styrkt stöðu sína að því leyti að nýir leiðtogar þeirra í borgarstjórn hafa komizt í aðstöðu til að láta verkin tala. Þá aðstöðu hafði Hanna Birna Kristjánsdóttir ekki á meðan Ólafur F. Magnússon var borg- arstjóri og lék sífelldan einleik. Engum datt lengur í hug að borgarstjórinn og aðrir í fráfar- andi meirihluta væru í sama liði. Það var því rétt ákvörðun hjá sjálfstæðismönnum út frá hagsmunum borgarbúa að slíta því samstarfi og leita traustari bandamanna. Þótt kjósendur hafi ógeð á enn einum meirihlutaskiptunum, er líklegt að þeir hefðu fengið enn meira ógeð á áframhaldandi meirihlutasamstarfi, með þeim uppákomum sem því hefðu fylgt. Hanna Birna á eftir að sýna hvort hún er sá sterki leiðtogi, sem Sjálfstæðisflokkurinn í borgarstjórn þarfnast. Sumt bendir til að svo sé. Hún er vinsæl meðal flokksmanna sinna og fékk flest atkvæði allra í prófkjöri fyrir síð- ustu borgarstjórnarkosningar. Það á hins vegar eftir að koma á daginn hvort hún getur náð út fyrir raðir flokksins og náð aftur því lausafylgi, sem hefur hrunið af sjálfstæð- ismönnum að undanförnu ef marka má skoð- anakannanir. Eftir að Hanna Birna tók við forystu borg- arstjórnarflokksins hefur minna borið á að borgarfulltrúarnir séu blaðrandi út og suður í fjölmiðlum, viðrandi mismunandi skoðanir. Hanna Birna er sömuleiðis jarðbundinn stjórn- málamaður, sem talar um það sem stendur hjarta kjósenda næst; þjónustu borgarinnar, skólamál, velferðarmál og skipulagsmál. Hún á meiri möguleika á að ná til kjósenda og endur- vinna traust þeirra á tveggja ára tímabili sem borgarstjóri en ef hún hefði þurft að bíða leng- ur eftir því embætti. F-listinn búinn að vera Margir hafa orðið til að spá því að Sjálfstæðis- flokkurinn nái aldrei aftur hreinum meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. Og víst lítur ekki vel út með það þessa dagana. Þó má ekki gleyma einu, sem nú hefur breytzt. F-listi Ólafs F. Magnússonar er í raun úr sögunni sem afl, sem skiptir einhverju máli í borgarpólitíkinni. Undanfarnar tvennar borgarstjórnarkosn- ingar hefur það að sjálfsögðu haft áhrif á fylgi Sjálfstæðisflokksins að fyrrverandi borgar- fulltrúi hans hefur boðið sig fram til borgar- stjórnar undir nýjum merkjum. Traust al- mennings á störfum borgarstjórans undanfarið er með þeim hætti að afar ólíklegt verður að teljast að hann eigi sér viðreisnar von í pólitík. Jafnvel þótt Margrét Sverrisdóttir tæki við forystuhlutverki í F-listanum af Ólafi og byði aftur fram til borgarstjórnar í nafni listans, væri slíkt framboð líklegra til að taka fylgi af vinstri flokkunum en Sjálfstæðisflokknum, ein- faldlega vegna þess að Margrét er mun lengra til vinstri í skoðunum sínum en Ólafur. Og svo er samkomulagið milli Margrétar og þeirra, sem nota listabókstafinn F á landsvísu, reynd- ar með þeim hætti að enn ósennilegra verður að nokkur F-listi verði boðinn fram við næstu kosningar. Þetta breytir vígstöðunni í borgarpólitíkinni nokkuð. Framsóknarmenn verða sýnilegir Framsóknarflokkurinn á ekki síður en Sjálf- stæðisflokkurinn mikið undir því að nýja meiri- hlutasamstarfið gangi vel. Framsóknarmenn hafa áhyggjur af því að flokkurinn sé hvergi í valdastöðum til að geta látið verkin tala. Hann sé ekki aðeins orðinn áhrifalaus eftir að ríkis- stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn lauk, heldur líka ósýnilegur. Þetta er ástæða þess að Guðni Ágústsson, formaður Framsókn- arflokksins, hefur verið jafnáhugasamur og raun ber vitni um að Framsóknarflokkurinn gangi til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn í borgarstjórn á ný. Inn í þetta spilar líka að Framsóknarmönnum hefur ekki liðið vel í sam- starfi Tjarnarkvartettsins. Margir kjósendur í Reykjavík segja þessa dagana að þeir hefðu viljað fá að kjósa upp á nýtt til borgarstjórnar, í stað þess að horfa upp á fjórða meirihlutann verða til í borginni. Það hefur margoft komið fram að sveitarstjórn- arlög heimila ekki slíkar aukakosningar. Nú koma fram raddir um að breyta eigi lögunum og þær eru vel skiljanlegar, í ljósi þess hvað margir Reykvíkingar eru búnir að fá mikla andstyggð á ástandinu, sem ríkt hefur í borg- arstjórninni. Hins vegar verður auðvitað ekki hlaupið til nú og lögum breytt. Og það er raun- ar vafamál að það væri skynsamleg breyting. Bæði lögfræðingar og sveitarstjórnarmenn hafa bent á að það gæti skapað enn meiri glundroða, ef kjörnir fulltrúar gætu heimtað nýja kosningu í hvert sinn sem vandræði kæmu upp í meirihlutasamstarfi. Uppákomur eins og þær, sem verið hafa á núverandi kjörtímabili í Reykjavík, heyra sem betur fer til undantekn- inga. Þótt flestum þyki núverandi staða í Reykja- víkurborg ömurleg, er ekki um annað að ræða en að vonast til þess að nýjum borgarstjórnar- meirihluta takist að vinna sig út úr henni og skapa sér traust á nýjan leik. Núverandi sam- starf er skárri kostur en framhald á samstarfi Sjálfstæðisflokksins og Ólafs F. Magnússonar. Og ekki má gleyma því að samstarf Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins gekk bærilega áður en REI-klúðrið kom til. Nýir forystumenn eru komnir til valda. Kjós- endur verða að vona að það sé rétt, sem þeir halda fram, að þeir hafi lært sína lexíu. Gangi það ekki eftir, verða kjósendur að kenna þeim þá lexíu í kosningunum eftir tæp tvö ár. Unnið úr afleitri stöðu í borginni Reykjavíkurbréf 160808 26,7% fylgi Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn. 2,1% fylgi Framsóknar- flokksins í borgarstjórn Heimild: Könnun Capacent fyrir Stöð 2 hinn 7. ágúst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.