Morgunblaðið - 17.08.2008, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.08.2008, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN FORSETI Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, telur íþrótt- ir ákjósanlegt tæki til að efla skilning milli þjóða og ákvað að sækja Ólympíuleikana í Peking núna í ágúst. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir mennta- málaráðherra var einn- ig viðstödd opnunarhátíð leikanna. Það er í sjálfu sér ekkert áhorfsmál að sækja þennan merka íþrótta- viðburð en ákvörðuninni fylgir samt djúp ábyrgð: sú ábyrgð að gera stjórnvöldum í Kína ljósar skyldur sínar sem gestgjafa slíkra alþjóða- leika. Það þarf líka að minna þau og aðra á þá ábyrgð sem því fylgir að beina stöðugt eitt þúsund eld- flaugum yfir sundið til Taívans. Nýjasta skýrsla Amnesty Int- ernational kennir ástandið í Kína nú við „svikin loforð“ og bendir á að stjórnvöld fótumtroði mannréttindi sem aldrei fyrr. Með öðrum orðum: Lítið hefur orðið úr þeirri þiðnun sem forseti Alþjóðaólympíunefnd- arinnar, Jacques Rogge, vonaði fyr- irfram að myndi fylgja leikunum. Hvaða skilaboð fluttu íslensku gest- irnir stjórnvöldum í Kína? „Ég hef sann- færst um það á liðnum árum … að besta leiðin til að styrkja mannrétt- indi og lýðræðisþróun í Kína sé að eiga upp- byggilegar viðræður við þarlend stjórnvöld og sýna þeim virð- ingu,“ sagði Ólafur Ragnar nýlega. Spurn- ing er hvort í hinum „uppbyggilegu viðræðum“ verði drepið á eldflaugarnar eitt þúsund og ógnina við lýðræðislega kjörna stjórn Taívans. Það er í anda Ólympíuleikanna að stefna að friðsælli og betri heimi. En er það í þeim sama anda að hóta Ta- ívan gjöreyðingu ef þjóðin dansar ekki eftir pípu stjórnvalda í Kína? Meintur tilgangur eldfluganna er að hræða Taívan frá því að lýsa yfir formlegu sjálfstæði jafnvel þótt Lýðveldið Kína (Taívan) hafi verið stofnað 1911 og í raun starfað á allan hátt sem sjálfstætt ríki síðan stjórn- völd flúðu þangað frá Kína árið 1949. Bandaríska stofnunin Freedom House lýsti fjölmiðlun á Taívan sem frjálsri í skýrslu sinni á þessu ári og á síðasta ári komst Taívan í 12. efsta sæti meðal frjálsustu ríkja heims: hæst allra Asíuríkja annað árið í röð og í nánd við ríki á borð við Ísland og Þýskaland. Samtökin „Fréttamenn án landamæra“ töldu Taívan á sama tíma 32. frjálsasta ríki heims hvað fréttaflutning varðar og á stöðugri uppleið á meðan Kína situr fast í 7. neðsta sæti á sama lista. Við hljótum að vona að hinir tignu íslensku gestir á Ólympíuleikunum hafi átt uppbyggilegar viðræður í anda Ólafs Ragnars Grímssonar við kínversk stjórnvöld og hafi spurt þau m.a. hvort eldflaugarnar eitt þúsund séu samboðnar gestgjöfum slíkra leika. Farið á Ólympíuleikana – en gleymið ekki eldflaugun- um eitt þúsund Charles Liu skrifar um Ólympíuleikana í Kína » Það er í anda Ólymp- íuleikanna að stefna að friðsælli og betri heimi. En er það í þeim sama anda að hóta Taív- an gjöreyðingu ef þjóðin dansar ekki eftir pípu stjórnvalda í Kína? Charles Liu Höfundur er aðalfulltrúi á full- trúaskrifstofu Taívans í Danmörku. Faxafen 10 - 108 Reykjavík - eignir@eignir.is HLÍÐARNAR Notaleg og falleg 107 fm. efri sérhæð með geymslurisi á frábærum stað miðsvæðis í borg- inni. Snyrtilegur teppa- lagður uppgangur, rúm- gott hol, tvær bjartar samliggjandi stofur, þe. stofa og borðstofa með sjarmerandi rennihurð á milli með frönskum gluggum. Rúmgott og vel skipulagt eldhús með nýlegri HTH inn- réttingu. Baðherbergi er nýlega tekið í gegn með fallegri innréttingu og lögnum fyr- ir þvottavél. Tvö rúmgóð svefnherbergi með góðum skápum. Fallegt parket á allri íbúðinni, nema korkur á eldhúsi og flísar á baði. Góðar suðursvalir með viðarflísum sem gerir þær einstaklega hlýlegar og notalegar. Sameiginlegt þvottahús í kjallara auk geymslu. Stór gróinn garður með hitalögn í stétt. Samþykkt byggingarleyfi fyrir rúmgóðum bílskúr við húsið fylgir. Góð eign á yndislegum rótgrónum stað. Stutt í verslanir og skóla. Verð kr. 35.500.000.- Við mælum með þessari eign. Upplýsingar gefur Aðalheiður í síma 893-2495 Sími 580 4600 Aðalheiður Karlsdóttir, lögg.fasteignasali. Til leigu í Skipholti Til leigu mjög snyrtilegt fullinnréttað 650 m² skrifstofuhúsnæði á 3. hæð í lyftuhúsi með fallegu útsýni til norðurs. Laust til afhendingar. Húsnæðið nýtist sem ein heild, en einnig er auðvelt að skipta því í 390 m², 202 m² og 58 m² rými og myndað hinar ýmsu stærðir s.s. 260 m², 448 m² eða 592 m². Ljósleiðari er inn í húsið. Tölvulagnir í stokkum. Dúkur á gólfum. Svalir. Aðgangsstýrð sameign. Þeir sem vilja tryggja sér húsnæði á þessum frábæra stað miðsvæðis í Reykjavík og hafa eftir sem áður aðgang að nægum bílastæðum hafið samband við sölumenn okkar. Mánaðarleiga 1.150.000. (Ath. leigist án vsk.) Sími 511 2900 M bl 10 36 59 3 Sogavegur 130 Til sölu parhús við Sogaveg 130, einingahús, reist af Einingaverksmiðjunni Borg. Hvort hús er 125 fm auk bílageymslu. Verðmat m.v. ástand húsanna er 26-27 milljónir pr. hús. V/ galla í uppsetningu eininga getur bótakrafa á Einingaverksmiðjuna Borg fylgt með kaupunum. Tilboð og fyrirspurnir sendist á sogavegur@live.com Skólavörðustíg 21, Reykjavík sími 551 4050 Glæsileg brúðarrúmföt í úrvali Sími 551 3010 Í GREIN sem fjár- málafréttamaðurinn Anthony Hilton skrifaði í London-blaðið The Evening Standard mánudaginn 4. ágúst sl. og má sjá á vefsíðunni www.standard.co.uk/ anthonyhilton undir fyrirsögninni „Too many bankers and not enough real wealth“ fullyrðir hann að efnahagur og kaupgeta Breta hafi hríðfallið þar sem þeir hafi of litla olíu og of marga bankamenn. Þetta sé þó vandamál um víða veröld en hafi þó komið verst við Englendinga af öllum þjóðum sem verði nú að sætta sig við sumarfrí heima í ár vegna fátæktar í stað sólarlandaferða. Augljóslega hefur Anthony ekki heyrt talað um Ísland og ástandið hér enda tel ég að hann hefði skrifað sína grein öðruvísi ef breska pundið hefði fallið um 30% til 40% auk þess sem bankarnir hefðu enga peninga til út- lána. Engin gengisfelling er í Englandi og stýrivextir um 5% en samt telja menn að þjóðfélagið þar sé að fara á hausinn eða a.m.k. í mjög mikilli lægð. Anthony rifjaði upp að fyrir um ári hafi húsnæðisverð verð í hæstum hæðum í Englandi og að breskar bankastofnanir hafi helst viljað lána fólki 100% lán og að breski fjármála- heimurinn hafi gert hvern megadílinn eftir annan og vitnar í yfirtöku á hol- lenska bankanum ABN Amro sem dæmi. Nú ári seinna er allt í kalda koli, smásala og byggingariðnaður hefur hrunið og Pólverjarnir farnir heim. Uppsveiflan í Englandi hefur staðið svo lengi að fólk undir fertugu veit varla hvernig eigi að bregðast við kreppu og samdrætti og þannig sé einmitt einnig ástatt í stjórnarráðinu og þar séu fyrir „hauslaus hænsni“ þar sem leiðtogar ríkisins og rík- isstjórnin eigi að sitja. Það er eins gott að fjármála- sérfræðingurinn hann Anthony fari ekki að reka nefið ofan í málefnin hér á Íslandi því orðalag af þessu tagi tíðkast varla á Íslandi þó ýmislegt sé sett á prent. Anthony telur að kreppan hjá þeim í Englandi sé nú þegar búinn að standa mun lengur en menn spáðu fyrir um ári síðan: Í fyrsta lagi séu nú nýjar aðstæður svo sem að Asíulönd séu á mikilli uppleið og að hráefnið í heiminum dugi engan veginn til að þjóna þess- um nýu herrum og nefnir augljós dæmi svo sem kopar og olíu en önnur hráefni sem einnig er mikill skortur á en er ekki jafnaugljóst séu til dæmis fosfór og matur. Skorturinn hefur snarhækkað verð á þessum vörum sem leiðir til þess að við hin höfum miklu minna á milli handanna. Eina vonin sé að Kína hægi á hagvexti þó það sé skammgóður vermir þar sem um 2 milljarðar manna séu vænt- anlegir í heiminn á næstunni og eins og ástandið er núna þá geti hlutirnir bara hækkað. Við verðum því að búa okkur undir miklu hærri verð og mun minni lúxus en hingað til. Í öðru lagi telur Anthony að fjár- málakerfið hjá okkur undanfarið hafi meira verið að vasast í hlutum án þess að hafa nokkurn efnahagslegan tilgang annan en að afla þóknunar fyrir bankana. Peningaausturinn hef- ur verið þvílíkur að bæði ein- staklingar og hið opinbera var alger- lega hætt að hugsa um hvaðan peningarnir kæmu eða hvernig þeirra var aflað. Ef menn hefðu gáð nánar þá hefðu þeir séð að fjár- málageirinn hafði vaxið og stækkað mun meira en þörf var fyrir í efna- hagskerfi okkar. Lánað var í alls kon- ar starfsemi sem síðan skilaði engu þannig að þegar þrengist á dalnum þá eru þessar innihaldslitlu fjárfestingar gagnslaust og verðlaust fyrirbæri sem ekki getur borið neinn samdrátt. Efnahagskerfin og efnahags- ástandið fór því langt fram úr póli- tískum markmiðum þar sem pólitísk stjórn og viðmið starfa einangrað í hverju landi fyrir sig meðan að fjár- málageirinn geystist stjórnlaust um allan heim og mun líklega viðhalda áframhaldandi fjármálakreppu sem nú endurspeglast í endalausum björgunaraðgerðum fyrir bankana. Anthony telur að eina leiðin til að greiða úr núverandi ástandi sé að draga úr umsvifum bankakerfisins og fjármálageirans sem þarf að minnka, hætta hvers konar fjárhættuspila- mennsku, draga úr kostnaði við fjár- málakerfið og vinna í samræmi við hefðbundið hlutverk banka og fjár- málastofnana sem er að skapa öðrum en þeim sjálfum tækifæri til að byggja upp arðbæran atvinnurekst- ur. Eina leiðin til að ná þessum mark- miðum sé að láta nokkra banka verða gjaldþrota en stjórnmálamennirnir séu bara of hræddir til að stíga það skref. Þetta muni þó verða niðurstaðan að lokum þar sem engin önnur leið er til að höggva á hnútinn. Efnahags- kerfið mun halda áfram að hægja á sér þar sem bankarnir þurfa að draga úr útlánum til arðbærra fjárfestinga, heilu viðskiptablokkirnar munu hrynja, verslunarmiðstöðvar munu falla saman og alls konar fjárfest- ingar í atvinnuhúsnæði verða að engu. Allt er þetta að gerast þar sem fjárfest var í algerri froðu í stað þess að fjárfesta í öflugum verkefnum. Einhver ár muni líða þar til ástand- ið batni þar sem ekki sé í augsýn nein skýr sýn eða skýr stefnumörkun sem getur leitt þjóðfélagið út úr krísunni. Maður veltir fyrir sér hvort eitt- hvað í vangaveltum Anthony Hiltons eigi við um íslenska hagkerfið og efnahagsaðgerðir okkar íslendinga? Of margir bankamenn og of lítill raunverulegur auður Sigurður Sigurðs- son skrifar um efnahagsmál » Þurfa sumir bankar að fara á hausinn? Anthony Hilton veltir fyrir sér fjármálastöð- unni í Englandi. Sigurður Sigurðsson Höfundur er verkfræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.