Morgunblaðið - 17.08.2008, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 17.08.2008, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ATLI Gíslason, hæstaréttarlögmaður og þingmaður, lét hafa eftir sér nýlega að Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari hafi „alveg sérsök við- horf í þessum málum“, og átti þá við kynferð- isbrotamál. Atli hefur alloft farið mikinn í umfjöllun um kynferð- isbrot. Í dómi Héraðsdóms Reykja- víkur frá 5. júlí 2007 var maður sýknaður af nauðgunarkæru. Í frétt Vísis daginn eftir er haft eftir Atla að dómurinn sé skólabókardæmi um hvernig eigi ekki að dæma í nauðg- unarmálum og að hann telji „brýnt að dómarar hætti að horfa einungis á verknaðarlýsingu heldur líti til andlegra afleiðinga nauðgana“. Sannað þótti í dómsmálinu að konan hefði ekki verið beitt ofbeldi eða hótunum, en samkvæmt nauðgunar- ákvæði almennra hegningarlaga er slík verknaðaraðferð skilyrði þess að nauðgun sé refsiverð. Um mitt ár 2007 taldi Atli sem sagt brýnt að dómarar færu á svig við lög og ákvörðuðu mönnum refsingar án lagaheimildar. Sekur þar til sakleysi sannast Fleira einkennilegt hefur verið haft eftir Atla varðandi kynferð- isbrotadóma. Hinn 28. mars 2007 féll dómur í Héraðsdómi Norður- lands Eystra þar sem maður var sýknaður af ákæru fyrir brot gegn 209. grein almennra hegningarlaga, en hann hafði tekið mynd af stúlku nakinni þar sem hún lá sofandi og sýnt vinum sínum. Skilyrði þess að refsa megi fyrir brot gegn nefndu lagaákvæði er að brot veiti geranda „einhvers konar kynferðislega full- nægingu.“ Niðurstaðan í málinu var hins vegar að ekki væri sannað að brotið hefði veitt manninum slíka örvun. Atli sagðist, í frétt Morgunblaðsins frá 31. mars 2007, sam- mála því að ákæru í málinu væri ábótavant og að kæra hefði átt fyrir brot gegn frið- helgi einkalífsins. Svo sagði hann um mynda- tökuna: „Í þessu felst kynferðisleg misbeit- ing og klámhugsun sem er refsiverð sam- kvæmt 209. gr. Ég hefði hreinlega litið svo á að hinn ákærði hefði þurft að sanna það að annar tilgangur hafi legið þar að baki.“ Atli Gíslason virðist telja að sönn- unarbyrðin í málinu eigi að hvíla á sakborningi – að maðurinn sé sekur þar til sakleysi hans sannast, frekar en saklaus uns sekt sannast. Með öðrum orðum að sönnunarbyrði í málinu eigi að vera öfug. Býður hættunni heim Sé sönnunarbyrði snúið við, eða slakað á sönnunarkröfum, er þeirri hættu boðið heim að saklausir séu sakfelldir. Í þessu samhengi er vert að minna á dóm Héraðsdóms Vest- urlands frá 5. janúar 2005 þar sem tvær stúlkur voru sakfelldar fyrir að bera mann röngum sökum. Þær lugu í sameiningu nauðgun upp á hermann af Keflavíkurvelli. Eftir að maðurinn hafði verið handtekinn í Bandaríkjunum og færður í járnum til Íslands játuðu þær að hafa spunnið upp nauðgunarsöguna, vegna þess að annarri þeirra hafði orðið sundurorða við hann og vildi hefna sín. En það má velta því fyrir sér hvað hefði gerst ef þær hefðu ekki dregið kæruna til baka? Lág- marksrefsing fyrir nauðgun er eins árs fangelsi, hámarksrefsing er 16 ár. Hermaðurinn játaði að hafa stundað kynlíf með annarri stúlk- unni, en hefði þá dómstóll átt að líta á afleiðingar nauðgunarinnar, ekki verknaðaraðferðina, og eftirláta hermanninum að sanna að ekki hefði verið um nauðgun að ræða heldur kynlíf með vilja beggja? Því má ekki gleyma að það er grundvallaratriði að saklausum mönnum sé ekki refsað og kostn- aðurinn sem af því hlýst fyrir sam- félagið hlýtur að verða sá að ein- hverjir sekir menn sleppi. Mannréttindi kynferðisbrotamanna Hinn 28. apríl 2007 er Atli Gísla- son kynntur í Morgunblaðinu sem frambjóðandi Vinstri grænna í þing- kosningum. Þar fullyrðir Atli að brotin séu mannréttindi á konum og landsbyggðarfólki vegna búsetu. „Og ég þoli ekki mannréttindabrot,“ segir Atli. Í ljósi áhuga Atla á mannrétt- indum er ekki úr vegi að minna á tvö ákvæði Mannréttindasáttmála Evr- ópu, sem lögfestur er á Íslandi með lögum nr. 62/1994. Í fyrsta lagi er vert að minna á 2. málsgrein 6. greinar sáttmálans, sem hljóðar svo: „Hver sá sem borinn er sökum um refsiverða háttsemi skal talinn sak- laus uns sekt hans er sönnuð að lög- um.“ Í öðru lagi er vert að minna á 1. málsgrein 7. greinar, sem hljóðar svo: „Engan skal telja sekan um af- brot hafi verknaður sá eða aðgerða- leysi, sem hann er borinn, eigi varð- að refsingu að landslögum eða þjóðarétti þá framin voru.“ Hvernig áhersla Atla á mannrétt- indavernd kemur heim og saman við meiningar hans um hvar sönn- unarbyrði tiltekinna opinberra mála á að liggja og að dómarar skuli ekki horfa til verknaðarlýsingar nauðg- unar í lögum með þeim hætti sem þeir gera, er mér hulin ráðgáta. Hann hefur ekki mér vitandi reynt að rökstyðja að skoðanir sínar á sönnunarfærslu og refsiheimildum í kynferðisbrotamálum samrýmist nefndum ákvæðum mannréttinda- sáttmálans. Ég hlýt því að spyrja: Er það ef til vill Atli Gíslason, en ekki Jón Steinar Gunnlaugsson, sem hefur „alveg sérstök viðhorf í þess- um málum?“ „Alveg sérstök viðhorf í þessum málum“ Máni Atlason skrif- ar um viðhorf til kynferðisbrotamála » Atli Gíslason virðist telja að sönnunar- byrðin í málinu eigi að hvíla á sakborningi – að maðurinn sé sekur þar til sakleysi hans sann- ast, frekar en saklaus uns sekt sannast. Máni Atlason Höfundur er laganemi og áhugamað- ur um mannréttindamál. Til sölu er glæsilegt 100 fermetra frístundahús í útivistar- og náttúrupar- adís Svarfaðardals. Húsið er hannað af arkitektastofunni Úti-Inni og lýs- ing hönnuð af Lúmex. Húsið er steinhús, klætt með áli og harðvið. Ál- gluggar. Húsið er byggt á árunum 2005-08. Til alls er vandað. Planka- parket á gólfum og flísar á forstofu og baðherbergi. Glæsilegar innrétt- ingar. Þrjú herb., þar af eitt kojuherb., baðherbergi og svo 40 fm alrými. 60 fm. harðviðarverönd, nuddpottur, kamína, útisturta við hjónaherbergi. Hitaveita. Verið að undirbúa þráðlaust net á svæðinu. Frábært göngu- land, veiði í vötnum og sjó, golfvöllur skammt frá, sundlaug á Dalvík, gott skíðaland. Tilboð óskast. Sjá myndir á heimasíðu eignamiðlunar: www.eignamidlun.is Einstakt hús í náttúruparadís M bl 10 36 35 0 Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali Síðumúla 21 - www.eignamidlun.is - eignamidlun@eignamidlun.is - Fax: 588 9095 Sími: 588 9090 Um er að ræða gullfallega 4ra herbergja 124,5 fm neðri sérhæð á einum besta stað í Kópavogi. Fallegar innréttingar. Parket. Sérlega fallegt útsýni. Sérþvottahús í íbúð. Íbúðin er laus til afhendingar nú þegar. Stutt í skóla og alla þjónustu. Verð 31,5 millj. Einar Baldursson tekur vel á móti ykkur. Galtalind 26, Kópavogi - Laus Opið hús í dag, sunnudag, á milli kl 14 og 17 M bl1036354 Sigurður Óskarsson lögg. fasteignasali Sími 585 9999 Hjallasel, Reykjavík. Tveggja íbúða hús. Til sölu er vandað tveggja hæða, 266 fm, parhús í frábæru viðhaldi með bílskúr og fallegum ræktuðum garði. Á kjallara- hæð er 60 fm aukaíbúð með sér inngangi frá vesturgarði og ekki niðurgrafin þar. Skipti á minna einbýli koma til greina. Síðumúla 21 • 108 Reykjavík • S . 588 9090 • fax 588 9095 www.eignamidlun. is • e ignamidlun@eignamidlun. is Sverr ir Kr ist insson, löggi ltur fasteignasal i Nýlegt 181,3 fm parhús með 30,7 fm innbygðum bílskúr í Ásahverfi í Garðabæ. Glæsilegt vandað parhús með glæsilegu útsýni á eft- irsóttum stað. Garðurinn er mjög fallegur, m.a. með heitum potti og 80 fm verönd. Húsið er í lokuðum botnlanga í Ása-hverfi í Garðabæ. Á gólfum er gegnheilt parket úr rauðeik og flísar. Allar innréttingar eru sérsmíðaðar og mjög vandaðar. SKIPTI Á MINNI EIGN KOMA TIL GREINA Húsið verður til sýnis á morgun mánudag frá kl. 17-17:30 Nánari upplýsingar veitir Gunnar Helgi 824-9097 Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is lím og fúguefni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.