Morgunblaðið - 17.08.2008, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 17.08.2008, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 2008 35 ✝ Hafliði Guð-mundsson fædd- ist 4. nóvember 1921 í Reykjavík. Foreldrar hans voru Guðmundur Guðjónsson skip- stjóri, f. 21.6. 1891, d. 8.12. 1973, og El- ín Hafliðadóttir, f. 22.3. 1898, d. 28.12. 1949. Þau bjuggu lengst af í Reykja- vík. Systkini átti Hafliði þrjú, þau Guðjón og Garðar, nú látnir og Elínu. Flutti Hafliði 10 ára af Vesturgötu með fjöl- skyldu sinni að Öldugötu 40 í Reykjavík, í hús sem faðir hans byggði og bjó hann þar allar götur síðan. Hafliði fór í Versl- unarskóla Íslands og sinnti ýmsum verslunarstörfum og var lengi til sjós. Hann vann á „Vell- inum“ í mörg ár og í lokin var hann gangavörður í Austurbæjarskóla. Hafliði var nokkuð liðtækur í knatt- spyrnu á yngri ár- um og lék með meistaraflokki KR í nokkur ár, ásamt að þjálfa yngri flokka KR í knattspyrnu. Útför Hafliða fór fram frá Frí- kirkjunni í Reykjavík, mánudag- inn 11. ágúst sl. Elsku Lilli frændi Þú varst afar barngóður frændi sem naust þess að vera í návist barna og settir þig inn í leiki okkar og hugðarefni. Þú hafðir ætíð á hraðbergi allar helstu dagsetning- ar sem vert var að halda upp á og aldrei gleymdir þú afmælunum okkar. Og þegar við komum við í húsinu að heimsækja ömmu Ellu og afa Kobba komstu og bankaðir upp á. Við fórum þá gjarnan upp á efstu hæðina að kíkja í dótaher- bergið hjá þér og oft fylgdi eitt- hvað með okkur heim. Við munum sakna þín og heim- sóknanna til þín. Megi Guð geyma þig. Brynjar, Hákon, Heba, Jakob, Sandra, Sara og Sigsteinn. Okkur systkinin af Öldugötu 40 langar að minnast Hafliða frænda okkar með nokkrum orðum. Við eigum ótalmargar skemmti- legar minningar tengdar þér og hinum mikla fótboltaáhuga þínum og KR. Hinum ævintýralega ljóma sem fylgdi siglingunum og dótinu sem þú færðir okkur frá útlandinu sem sjaldséðar voru hér í þá daga. Spenningnum sem fylgdi jóla- og afmælisgjöfunum sem hittu ætíð í mark. Oftast eitthvað rafknúið, bátar, bílar og flugvélar sem gáfu okkur ógleymanlegar stundir. Lilli rauði eins og þú varst kall- aður í KR, þú varst einn af þessum eitilhörðu og litríku KR-ingum. Alltaf varstu mættur út í KR-heim- ili til að hitta félagana um helgar og taka þátt í getraununum. Nokk- uð hafði þó hægt á þér síðustu árin þegar hnén voru farin að gefa sig. KR og knattspyrnan átti hug þinn allan, og þú reyndir stöðugt að kenna okkur á galdraveröld og óra- víddir getraunakerfanna sem litu út sem prjónauppskriftir á blöð- unum hjá þér. Fáir höfðu líklegast stúderað kerfin jafnmikið og þú og stundum voru útskýringar þínar gefnar fyrir daufum eyrum. Sög- urnar af Alberti Guðmundssyni og hvað hann hafði dáðst mikið að vinstrifótarskotunum þínum. „Að enginn gæti skotið svo föstum skotum nema andskotinn,“ hafði hann sagt. Mjög eftirminnilegt var þegar þú vannst stóra pottinn og mubleraðir upp hjá þér, þá var líf á læk. Guð geymi þig. Albert, Guðmundur, Sigríður og Stefán Jökull. Hafliði Guðmundsson ✝ Rósanna Hjart-ardóttir fæddist á Bakka í Ölfusi 26. janúar 1930. Hún lést á Kumbaravogi á Stokkseyri 6. júlí síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Jóhanna Ásta Hannesdóttir, f. á Stóru–Sandvík í Flóa 7. júní 1898, d. á Selfossi 4. júlí 1966 og Hjörtur Sigurðs- son, f. í Holti í Arn- arbælishverfi í Ölf- usi 4. jan. 1898, d. á Selfossi 19. júní 1981. Þau hjón hófu búskap í Auðsholtshjáleigu, bjuggu svo á Bakka og síðan aftur í Auðs- holtshjáleigu og áttu svo heima á Selfossi síðustu æviár sín. Systkini Rósönnu eru: 1) Hannes Guð- mundsson, sjómaður í Hafnarfirði, f. 22. apríl 1919, d. 23. apríl 1983, 2) Guðmundur, bóndi á Grænhól í Ölfusi, f. 20. febr. 1925, d. 19. maí 2006, 3) Sigurður, múrari í Reykja- Sambýlismaður Rósönnu var Kristján Oddsson, verkamaður á Selfossi, f. í Reykjavík 16. okt. 1938, d. 4. febr. 1996. Foreldrar hans voru Oddur Kristjánsson, verkstjóri í Reykjavík, f. á Hjarð- arbóli í Kolgrafarfirði á Snæfells- nesi 15. júlí 1903, d. 8. maí 1983 og kona hans Kristín Friðrika Ólafs- dóttir, f. í Reykjafirði við Ísafjarð- ardjúp 6. maí 1903, d. 4. júlí 1981. Rósanna ólst upp hjá foreldrum sínum, fyrst á Bakka og síðan í Auðsholtshjáleigu. Aðeins 15 ára gömul gerist hún vinnukona í Reykjakoti í Ölfusi hjá hjónunum Margréti Guðmundsdóttur og Bergi Magnússyni. Fer síðan á Sel- foss og bjó þar upp frá því. Hún var fyrst þjónustustúlka í Tryggva- skála og gerist síðan starfsmaður hjá KÁ í afgreiðslu í pakkhúsi á vörum til bænda, og þar kynntist hún manni sínum Jóni sem einnig starfaði þar. Einnig vann hún á sjúkrahúsinu, á saumastofu og í fiskvinnslu á Selfossi. Rósanna var hæglát, trygg og þýð í umgengni og hélt líkamlegum styrk þar til hún veiktist fyrir fáum árum. Útför Rósönnu fór fram frá Sel- fosskirkju í gær. vík, f. 12. apríl 1926, d. 9. júlí 1996, 4) Jón Ástvaldur, bifreið- arstjóri á Selfossi, f. 20. jan. 1928, 5) Ást- ríður, versl- unarmaður í Kefla- vík, f. 25. okt. 1932, 6) Steindór, verkstjóri í Reykjavík, f. 17. jan. 1936 og 7) Jónína, stuðningsfulltrúi í Reykjavík, f. 25. nóv. 1942. Rósanna giftist 20. maí 1956 Jóni Sig- urhirti Ágústssyni frá Auðnum í Svarfaðardal, verslunarmanni á Selfossi, f. 27. des. 1925, d. á Sel- fossi 19. febr. 1966. Foreldrar hans voru Ágúst Jónsson, bóndi á Auðn- um í Svarfaðardal, f. á Göngustöð- um í Svarfaðardal 6. ágúst 1877, fórst í snjóflóði 3. apríl 1953 á Auðnum. Kona hans var Snjólaug Flóventsdóttir, f. á Þverá í Svarf- aðardal 25. maí 1896, d. 10. des. 1966. Mig langar til að minnast mág- konu minnar Rósönnu Hjartardótt- ur með nokkrum orðum. Mín fyrstu kynni af Önnu voru um haustið 1958 en þá fór ég að draga mig eftir systur hennar Jónínu sem var til húsa hjá stóru systur og manni hennar á Selfossi, upp frá þeim tímapunkti hafa kynni okkar og samband verið mjög gott, og í raun alveg til fyrirmyndar. Sama má segja um samband hennar og barna og barnabarna okkar, þau kölluðu hana aldrei annað en Önnu frænku. Við ferðuðumst mikið saman bæði hér innanlands og erlendis, Jón fyrri maður Rósönnu var einstakur öð- lingur og sérlega góður ferðafélagi. Því miður urðu samskiptin við hann alltof stutt því hann lést langt fyrir aldur fram aðeins fertugur. Fyrstu utanferðina okkar fórum við saman um Evrópu, við fórum þessa ferð á eigin vegum vítt og breitt um. Eins fórum við margar ferðir um hálendið og höfðum mikla ánægju af. Þetta þykir nú kannski ekki merkilegt nú til dags en fyrir næstum fimmtíu ár- um voru slíkar ferðir mun meira mál. Jón og Rósanna byggðu sér hús á Selfossi, mikið af smíði hússins gerðu þau hjón sjálf eins og títt var í þá tíð, verulega var vandað til smíði og var ég stoltur af að vita af hvað húsið kom lítið skemmt undan jarð- skjálftunum nú í vor. Ég er ekki viss um að margir hafi gert sér grein fyrir að Rósanna gæti smíðað, hún var að eðlisfari hlédræg og var ekki mikið fyrir að láta í té kunnáttu sína. Öll vissum við að hún vildi hafa smekklegt umhverfis sig. Við fengum aftur á móti að sjá aðra hlið á henni þegar kom að því að smíða í sumarbústaðnum okkar, þá gat hún með sóma tekið til hendinni. Oft kom hún upp til okkar í bústað- inn um helgar, ánægjulegt og þótti okkur að heyra hana renna að á bíln- um sínum og taka út poka með vöffl- um, pönnukökum og öðru góðgæti handa okkur svona til þess eins og hún sagði að við gætum drukkið saman morgunkaffi, þessara stunda söknuðum við virkilega eftir að hún missti heilsuna. Eftir að Jón féll frá fór hún í minni íbúð og nú tók við nýr kafli hjá henni, meðal annars varð hún að taka end- urhæfingu í að aka bíl. Hún átti góða bíla sem hún hugsaði vel um. Eftir að hún kynntist Kristjáni, sambýlis- manni sínum til allmargra ára, þá jókst áhugi hennar á bílum og nú var tekið við að eignast BMW og honum hélt hún þar til hún fór á hjúkrunar- heimili. Rósanna mágkona mín gekk í gegnum erfiða lífsreynslu, við að missa báða mennina sína, af hjarta- áfalli heima á heimili sínu. Hún komst þokkalega yfir sorgina sem þessu fylgdi með aðstoð vina og vandamanna, hélt góðri heilsu fram eftir aldri, sem síðar gaf sig með þeim afleiðingum sem við nú erum að minnast með athöfninni hér í dag. Dætur okkar Jónínu, makar þeirra og börn minnast hennar með mikilli elsku og söknuði. Blessuð sé minning þín, elsku Rósanna. Gísli Erlendsson. Elskuleg frænka okkar hún Rós- anna er látin. Frænka okkar sem bar þetta fallega og einstaka nafn sem átti svo vel við hana. Við andlát Ró- sönnu sækja á okkur ótal minningar um einstaklega ljúfa og góða frænku. Hógværð og trygglyndi ein- kenndu hana mjög og bárum við systkinin mikla virðingu fyrir henni. Á æskuárum okkar kom fjölskyldan oft við hjá Rósönnu og Kristjáni á Selfossi og var heimili þeirra í huga okkar nánast helgidómur því þar var alltaf svo fallegt og snyrtilegt. Rós- anna sló ævinlega upp veisluborði sem við vorum aldrei svikin af og minningin um frænku okkar í eld- húsinu á Víðivöllunum er sveipuð ævintýraljóma. Rósanna var einstaklega hjálpsöm og munum við vel eftir henni úti á túni á Grænhóli með hrífu að raka þegar þörfin var einmitt mest en þá birtist hún gjarnan og rétti hjálpar- hönd. Afi var þá oft með í för en Rós- anna hélt honum heimili síðustu ævi- árin hans. Hún var alltaf orðin kaffibrún strax á vorin af tíðum sundferðum og hafði yndi af göngu- ferðum. Rósanna hafði hlýja og góða nærveru og tjáði okkur væntum- þykju sína með gjörðum frekar en orðum. Undir rólegu yfirborðinu leyndist þó glettin og glaðvær kona sem var fljót að koma auga á spaugi- legar hliðar mannlífsins. Síðustu æviár sín dvaldi Rósanna á Kumb- aravogi og færum við starfsfólki þar okkar bestu þakkir fyrir góða umönnun. Við kveðjum elskulega frænku okkar í dag, frænku sem var með hjartað á réttum stað og varð- veitum minningu hennar í hjörtum okkar um ókomna tíð. Í bljúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð, leiddu mig og lýstu mér um ævistig. Ég reika oft á rangri leið, sú rétta virðist aldrei greið. Ég geri margt, sem miður fer, og man svo sjaldan eftir þér. Sú ein er bæn í brjósti mér, ég betur kunni þjóna þér, því veit mér feta veginn þinn, að verðir þú æ Drottinn minn. (Pétur Þórarinsson.) Guðbjörg, Steindór, Jóhanna og Sigrún. Ég minnist yndislegrar móður- systur minnar. Frænku sem var svo gott að koma til. Frænku sem bakaði bestu jólakökurnar og átti alltaf got- terí í skápnum og marengs í frystin- um. Frænku sem var svo blíð og góð. Ég sé hana fyrir mér sólbrúna og sællega með sundtöskuna á hand- leggnum á leið í laugina. Laumandi smá aur að manni þegar enginn sá til. Alltaf til í ísbíltúr. Gott að fá að kúra uppí hjá frænku ef Kristján var ekki heima. Annars í næsta herbergi í svefnsófanum góða. Góðs að minn- ast af Víðivöllunum hjá frænku, þar sem stjanað var við alla. Blíða, ynd- islega kona. Alzheimer bankar uppá. Frænka pínulítið breytt, en alltaf jafn yndisleg. Hún var falleg og frið- sæl þegar við Freyja hittum hana nokkrum dögum fyrir andlátið. Ég trúi því að núna sé hún alheilbrigð á góðum stað, umvafin ást og kærleika og fólkinu sínu öllu. Ég og Viðar vottum mömmu, systkinum hennar og öðrum að- standendum dýpstu samúð. Hulda Gísladóttir. Þegar þú ert sorgmæddur, skoð- aðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín (Kahlil Gibran). Það eru margar góðar minningar sem ég á um hana Rósönnu frænku og hefur hún alltaf verið stór hluti af mínu lífi. Þegar ég var barn sóttist ég mikið í að vera hjá henni og hefur það ef- laust verið út af endalausri þolin- mæði hennar og tímanum sem hún hafði að gefa manni, hvort sem það var að fara í Eden að kaupa ís, spila á spil eða annað sem hugurinn leitaði til. Rólegri og yndislegri kona er vandfundin og hefur hún reynst mér og minni fjölskyldu vel alla tíð. Þann- ig háttaði til að þegar ég var barn bjó hún í sama húsi og afi minn og amma og var ég þar af leiðandi oft á Víði- völlunum. Þá var gott að fara til Ró- sönnu og Kristjáns og voru þau bæði einstaklega góð við mig og dekruðu við mig á allan hátt. Meðan afi minn og amma voru á lífi vorum við alltaf í mat hjá þeim á jóladag og var Rós- anna frænka þar líka. Eftir að þau féllu frá fórum við alltaf til hennar á jóladag og var það ómissandi þáttur í jólahaldinu og var það mikil tilhlökk- un og sérstaklega var það góði ísinn hennar og marengstertan sem freistuðu. Ekki er nú hægt að minn- ast á veitingarnar án þess að tala um pönnukökurnar hennar sem voru þær bestu í heimi og var hún alltaf tilbúin að baka þær ef maður bað um og var sama hvort það var í morg- unmat eða kaffitímanum. Eins bak- aði hún bestu loftkökur sem ég hef bragðað og voru nánast ekki jól hjá mér nema ég fengi loftkökur og sendi hún mér alltaf dall af þeim fyr- ir jólin. Hún vildi alltaf fá að kenna mér að baka þær en ég efaðist mjög um hæfileika mínu á því sviði þannig að við höfðum verkaskipti, hún bak- aði kökurnar fyrir mig og ég skrifaði jólakortin fyrir hana og aðstoðaði hana við jólagjafakaupin. Þegar ég var unglingur ákvað ég að ef ég mundi eignast dóttur ætti hún að heita Rósanna og gekk það eftir. Hún hefur alla tíð reynst henni Rósönnu minni vel og náðu þær vel saman. Stundum fannst manni nóg um þegar stríðnin gekk á báða bóga því báðar höfðu gaman af gríni og var Rósanna eldri engu betri en hin. Hún Rósanna var einstaklega iðin og var alltaf boðin og búin að aðstoða ef á þurfti að halda. Þegar við fjöl- skyldan fluttum, sem gerðist nokkr- um sinnum, var hún mætt og sá mað- ur á eftir henni inn í skápa og skot að þrífa og raða og hætti hún ekki fyrr en allt var tilbúið. Þessi yndislega kona lifði nægju- sömu lífi og þó hún gengi í gegnum þá erfiðu lífsreynslu að sjá á eftir tveim eiginmönnum bugaðist hún ekki og virtist lifa sínu lífi í sátt. Björt minning um góða konu lifir áfram í hjarta mínu og þakka ég fyr- ir allar þær góðu stundir sem við átt- um saman. Hjördís Jóna. Góður engill guðs oss leiðir gegnum jarðneskt böl og stríð léttir byrðar, angist eyðir engill sá er vonin blíð. Rósanna mín, við þökkum þér samfylgdina, sem hefur verið óslitin síðan 1966. Síðan þá hefurðu verið ein af fjölskyldunni á Rauðholtinu. Þú varst sérlega afkastamikil við það sem þú tókst þér fyrir hendur. Þú áttir mjög fallegt heimili og það var alltaf gott að koma í heimsókn til þín, maður var eins og heima hjá sér. Í heimsóknum okkar varstu mest í eldhúsinu að finna eitthvað upp í okkur. Þér varð ekki barna auðið, en varst mikið barngóð og hafðir mikla ánægju af börnun, það sýndi sig í sambandi við hana Sóleyju Ósk. Minningin um þig mun lifa í hjört- um okkar. Hinsta kveðja frá fjölskyldunni á Rauðholti 13, Guðríður Magnúsdóttir og Jón Hjartarson. Það eru ófáar minningarnar sem ég á um hana Rósönnu eða Önnu frænku eins og ég kallaði hana alltaf. Þegar ég var yngri fannst mér svo gaman að fá að taka rútuna ein til Selfoss þar sem Anna frænka beið eftir mér með nýbakaðar pönnukök- ur og mjólk og búin að gera allt til þess að ég myndi njóta mín sem best í heimsókn minni. Anna frænka var mjög dugleg og iðin kona og alltaf í heimsóknum mínum til hennar var hún tilbúin að fara með mér í hjólreiðatúr, sund eða rölta að gefa öndunum. Það var alltaf stutt í húm- orinn hjá Önnu frænku og fannst henni gaman að stríða manni. Eitt sinn þegar ég hef verið um 9 ára fórum við í Kaupfélagið og með- an ég valdi mér nammi fór Anna og fann stórar og ljótar ömmunærbux- ur og kallaði svo yfir alla búðina hvort þetta væru ekki örugglega buxurnar sem ég hefði beðið um og það fannst henni sko fyndið og mér seinna meir. Anna frænka var mér sem önnur móðir á mínum yngri ár- um og þótti mér erfitt að horfa uppá veikindin sem hún gekk í gegnum á síðustu árum. Mun hún alltaf eiga stóran stað í hjarta mínu og þakklæti fyrir minningarnar sem við áttum og allt sem hún gerði fyrir mig. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Rósanna litla. Rósanna Hjartardóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.