Morgunblaðið - 17.08.2008, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 17.08.2008, Blaðsíða 38
38 SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Jórunn Ingi-mundardóttir fæddist 29. janúar 1911 í Kaldárholti, Holtahreppi í Rang- árvallasýslu. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Seljahlíð í Reykja- vík 24. júlí 2008. Foreldrar hennar voru Ingimundur Benediktsson, bóndi og síðar trésmiður, f. 13.8. 1871 á Breiðabólstað í Fljótshlíð, d. 5.2. 1949 í Reykjavík, og Ingveldur Einarsdóttir, hús- freyja, f. 4.12. 1874 á Hæli í Gnúp- verjahreppi, d. 24.7. 1953 í Reykjavík. Jórunn fluttist ásamt fjölskyldu sinni frá Kaldárholti til Reykjavíkur 1929. Systkini Jórunnar voru Stein- unn, gjaldkeri, f. 1903, d. 1993, Kristín, hárgreiðslumeistari, f. 1904, d. 1973, Benedikt, f. 1906, d. 1926, Guðrún, húsfreyja, f. 1907, d. 1935, Ragnheiður, húsfreyja, f. 1913, d. 2008, Helga, húsfreyja, f. 1914, d. 2008, og Einar, bæjarfóg- eti, f. 1917, d. 1996. Jórunn stundaði nám við Kvennaskólann 1930–32. Giftist 1932 Dagbjarti Lýðssyni, kaup- manni, f. 10.2. 1906 í Hjallanesi í Landsveit, Rangárvallasýslu, d. 9.7. 1957 í Reykjavík. Foreldrar hans voru Lýður Árnason, bóndi í Hjallanesi, f. 3.8. 1850 í Tungu, Rangárvallahreppi, d. 14.8. 1943 í Reykjavík, og Sigríður Sigurð- ardóttir, húsfreyja í Hjallanesi, f. 21.3. 1862 í Saurbæ í Holtahreppi, d. 22.11. 1945 í Reykjavík. Börn þeirra eru: 1) Ingveldur, starfsmaður Flug- málastjórnar, f. 5.10. 1933, eig- inmaður hennar var Haraldur Guðjónsson, dr. med., yfirlæknir í Kumar, f. 23.4. 2002, Mikael Kum- ar, f. 20.12. 2004, og Viktoría Inez, f. 3.5.2007. 3) Sigríður, fv. framkvæmda- stjóri f. 8.6. 1937, gift Eggerti Ás- geirssyni, fv. framvæmdastjóra, f. 6.8. 1929. Börn þeirra eru a) Ás- geir, fjölmiðlafræðingur og rit- stjóri, f. 6.11. 1962, kvæntur Brynju Jónsdóttur, landfræðingi, f. 10.10. 1966. Dætur þeirra eru Hrefna, f. 18.12. 1996 og Þórdís Helga, f. 20.7. 1999. b) Dagur, arkitekt í Osló, f. 21.1. 1965, kvæntur Vibeke Jensen, arkitekt, f. 1.11. 1964. Börn þeirra eru Jó- hannes Örn, f. 13.7. 1993, Sólveig Ylva, f. 15.3. 1996 og Friede Bera, f. 1.3. 2003. c) Auður, forvörður í Barselóna, f. 10.8. 1968, gift Axeli Pétri Ásgeirssyni, framkvæmda- stjóra, f. 18.5. 1965. Börn þeirra eru Sigríður Alma, f. 19.7. 1998, Eggert Geir, f. 18.11. 1999, Sæ- unn, f. 9.4. 2002 og Ketill, f. 29.9. 2006. 4) Steingrímur, véltæknifræð- ingur og verkefnisstjóri, f. 20.1.1942, kvæntur Steinunni Valdimarsdóttur, ljósmóður, f. 13.3.1944. Börn þeirra eru a) Þór- hallur, vélfræðingur, f. 22.8. 1970, kvæntur Loftveigu Kristínu Ein- arsdóttur, starfsmanni hjúkr- unarheimilisins í Seljahlíð, f. 1.5. 1975. Synir þeirra eru Hallgrímur Jón, f. 26.8. 1998, Steingrímur Karl, f. 9.8. 2000, og Kristinn Þór, f. 3.1. 2008. b) Kristín, hjúkrunar– og upplýsingarfræðingur, f. 18.4. 1973, gift Elvari Eiríkssyni, við- skiptafræðingi og fjármálaráð- gjafa, f. 24.2. 1972. Börn þeirra eru Auðunn Orri, f. 17.10. 1998, Steinunn Silja, f. 2.1. 2002, og Andri Hrannar, f. 26.5. 2008. Jórunn og Dagbjartur stofnuðu heimili við Þórsgötu í Reykjavík og bjuggu síðar við Víðimel, við Drápuhlíð og síðast við Bjark- argötu. Eftir fráfall Dagbjarts 1957 stundaði Jórunn störf í tísku- versluņ einnig við saumaskap, lengst hjá Vinnufatagerð Íslands. Útför Jórunnar fór fram í kyrr- þey. Stokkhólmi, f. 29.9. 1929, d. 20.8. 1973. Börn þeirra eru a) Guðrún, tannlæknir, f. 29.6. 1959, gift Birni Árnasyni, kennara og land- fræðingi, f. 25.6. 1956. Synir þeirra eru Haraldur líffræð- ingur, f. 23.12. 1981, Arnar og Brynjar, háskólanemar, f. 10.11. 1987. b) Har- aldur Magnús, geð- læknir, f. 16.3. 1968, kvæntur dr. Sigríði Gunn- arsdóttur, hjúkrunarfræðingi, f. 23.11. 1969. Börn þeirra eru Val- dís Inga, f. 12.4. 2004 og Tómas Yngvi, f. 21.6. 2007. c) Kristín, lög- fræðingur, f. 26.3. 1970, gift Hauki Pálmasyni, sálfræðingi, f. 25.4. 1971. Börn þeirra eru Hildur Inga, f. 16.1. 1999 og Steinunn Soffía, f. 2.11. 2005. 2) Guðrún, fv. fulltrúi, f. 18.1. 1935, gift Halldóri Jónatanssyni, fv. forstjóra Landsvirkjunar, f. 21.1. 1932. Dætur þeirra eru a) Dagný, verkfræðingur, f. 22.10. 1958, gift Finni Sveinbjörnssyni, hagfræðingi, f. 31.1. 1958. Börn þeirra eru Guðrún Halla, verk- fræðingur, f. 25.2. 1984, sambýlis- maður hennar er Hörður Heið- arsson, verkfræðingur, f. 11.8. 1984, og Sveinbjörn, f. 30.3. 1989. b) Rósa, tölvunarfræðingur, f. 25.8. 1961, gift Vilhjálmi Þorvalds- syni, verkfræðingi, f. 10.5. 1961. Synir þeirra eru Halldór, f. 1.3. 1990, Ingimundur, f. 4.2. 1994 og Þorvaldur Kári, f. 11.3. 1997. c) Jórunn, verkfræðingur, f. 8.10. 1962. d) Steinunn, innanhúss- arkitekt, f. 24.11. 1973, gift Raj Kumar Bonifacius, viðskiptafræð- ingi, f. 8.11. 1969. Börn þeirra eru Rafn Kumar, f. 17.10. 1994, Ívan Tengdamóðir mín Jórunn Ingi- mundardóttir andaðist hinn 24. júlí s.l. Hún átti langlífi að fagna og þegar kallið kom var hún orðin 97 ára. Alla sína ævi var hún heilsu- hraust en síðustu sex árin dvaldi hún á Hjúkrunarheimilinu Seljahlíð þar sem hún naut einstakrar um- hyggju er ellin var farin að hrjá hana í vaxandi mæli þar til yfir lauk. Jórunn giftist árið 1932 Dag- bjarti Lýðssyni, kaupmanni frá Hjallanesi í Landssveit, Rangár- vallasýslu, en sjálf var hún frá Kaldárholti, Holtaheppi í sömu sýslu. Jórunn hafði þá búið í Reykjavík síðan 1929. Glæsimennsku áttu þau bæði til að bera og nutu í ríkum mæli vin- sælda meðal vina og kunningja. Dagbjartur var leiðandi í kjöt- vinnslu og matvælaverslun í Reykjavík og mikill atorkumaður. Þau bjuggu síðast við Bjarkargötu í Reykjavík. Höfðu þau rétt komið sér þar vel fyrir, full af bjartsýni um framtíðina og bættan hag er Dagbjartur andaðist aðeins 51 árs að aldri. Ári síðar kom ég inn í fjöl- skyldu Jórunnar er ég kvæntist Guðrúnu dóttur þeirra. Er Jórunn- ar nú minnst með hlýhug og sökn- uði enda hefur hún reynst mér og mínum betur en orð fá lýst. Eftir andlát Dagbjarts starfaði Jórunn um skeið í verslun og við saumaskap. Frá heimili Jórunnar eru margar góðar minningar því þangað sóttu fjölskyldumeðlimir hennar og áttu þar samverustundir sér til gagns og gamans, ekki síst barnabörn Jórunnar sem voru mjög hænd að henni. Eftir að Jórunn flutti frá Bjark- argötunni bjó hún um nokkur ár í nágrenni við okkur Guðrúnu í Hvassaleitinu og síðar í húsi okkar í Kópavogi. Var hún þá okkur stoð og stytta eins og öðrum í fjölskyld- unni fyrr og síðar. Nú þegar hún er fallin frá er saknað konu sem var allt í senn glæsileg, grandvör og æðrulaus. Ég kveð hana með virð- ingu og þakklæti . Blessuð sé minning Jórunnar Ingimundardóttur. Halldór Jónatansson. Þrjár háaldraðar merkissystur hafa kvatt þennan heim á árinu, óaðskiljanlegar eins og ávallt. Þær voru Ragnheiður, Helga og Jórunn, síðastar sæmdarsystkinanna átta frá Kaldárholti í Holtum. Jórunn var elst þeirra systra, dó 24. júlí á 98. aldursári. Hún lifði tímana tvenna, var alin upp í sveit og gleymdi aldrei uppruna sínum. Hennar er minnst sem glæsilegrar konu, í sjón og framgöngu, en hlé- dræg var hún. Við Þjórsá lágu rætur þeirra systkina. Hugur þeirra var löngum beggja vegna árinnar. Stuðningur þeirra á milli var eindreginn, ekki af hagkvæmnisástæðum, heldur eingöngu af ræktarsemi og vænt- umþykju. Margir þessara eigin- leika, ásamt glettni og glaðværð, hafa gengið til afkomendanna. Von- andi á það eftir að fylgja þeim, enda einkenni ættarinnar, svipur og skapferli kynfast. Þau vöktu hrifningu hvar sem þau komu, glæsileg, með sterkan svip, létt í lund og góðviljuð. Sum ekki frí við stríðni, fjörug og skemmtileg í sín- um hópi. Kaldárholt var á bökkum fljóts- ins umdeilda. Austanmegin voru mýrar, langt til bæja og samgöngur ekki auðveldar. Ingimundur var al- inn upp hjá sagnamanninum séra Skúla á Breiðabólstað með hans börnum. Móðurættin komin að handan úr Gnúpverjahreppi. Að Hæli lágu tryggðaböndin, hafa gert og gera enn, þótt fjölskyldan flytti frá Kaldárholti á mölina. Ekki að- eins frændur tengdust þeim, einnig hjúin, ung og eldri, hvött og studd til mennta líkt og systkinin. Þrátt fyrir samgönguleysi tókst vinátta við nágranna í Holtum og á Landi, enda gegndi Ingimundur for- ystustörfum fyrir sveit og sókn. Þar kom að fjölskyldan fluttist til Reykjavíkur og börnin sett til mennta. Jórunn stundaði nám í Kvenna- skólanum og gekk síðan að eiga Dagbjart Lýðsson frá Hjallanesi á Landi, brautryðjanda í matargerð og niðursuðu sem gerðist síðar kjöt- kaupmaður. Má rekja áhrif hans til nýjunga í verslunarháttum nú- tímans. Hann var glæsimenni sem setti svip á bæinn. Jórunn missti hann rúmlega fimmtugan, 46 ára gömul, frá fjórum börnum sem voru á legg komin. Við fráfall Dagbjarts reyndi á Jórunni. Hún seldi fljótlega húsið þeirra á Bjarkargötu 6, hélt út í at- vinnulífið og tók til við saumaskap og verslunarstörf. Hún bjó á ýms- um stöðum; lengi í skjóli dætra sinna Guðrúnar og manns hennar Halldórs í Kópavogi og síðar Ingv- eldar í Skildinganesi og hennar barna. Jórunn og systkini hennar héldu hópinn alla tíð. Þau undu sér hvergi betur en innan nánustu fjölskyldu og rifjuðu upp minningar úr sveit- inni. Það var unun að hlusta á mannlýsingar þeirra og upprifjun löngu liðinna viðburða, einatt tengt græskulausu gamni. Jórunn naut samvistar við unga afkomendur og fylgdist með fram- gangi þeirra. Síðustu 5 árin bjó Jórunn í Selja- hlíð og hlaut hina bestu hugsanlegu umönnun. Þar naut sín líka þægi- legt skapferli hennar. Skemmtilegt var að heimsækja Jórunni og koma þar að sem hún var umkringd bros- andi starfsfólki sem vitnaði í tilsvör hennar og gamanyrði. Þess nutum við líka ávallt sem umgengumst hana. Við leiðarlok kveð ég Jórunni tengdamóður mína með söknuði. Eggert Ásgeirsson. Handtak þitt var þétt þegar við hittumst í hinsta sinn amma mín. Þú lást og blundaðir og ég lagði höndina mína í lófann þinn, þú tókst í hana þéttingsfast. Þessar hendur matreiddu ofan í mig hafragraut, dekruðu mig með brjóstsykursmol- um, kenndu mér að leggja kapal og struku þreytta fætur mína þegar ég var barn. Þú varst glæsileg kona, fyrir- myndaramma og -langamma, bros- mildi þín og nægjusemi voru þín einkenni. Þér var afar annt um fjöl- skyldu þína og þú naust þess að fá sem flesta í laugardagskaffi til þín á fallega heimili þitt í Skerjafirðinum. Þar áttu börn og barnabörn skemmtilegar samverustundir, skiptust á skoðunum um þjóðfélags- mál og sögðu fréttir af sér sjálfum. Á meðan stjanaðir þú í kringum okkur með heimabökuðu brauði, jólaköku, kleinum og kaffi. Ekki má gleyma jólaboðunum þínum þar sem fjölskyldan kom saman og borðaði hangikjötið, heimagerðan ís og mar- enskökur sem þú útbjóst sjálf langt fram á fullorðinsár. Það fór vel um þig síðustu árin í Seljahlíðinni. Þú gladdist yfir að fá börnin mín í heimsókn og fylgdist með þeim flengjast um með stafinn þinn og borða molana þína. Þér fannst brúnu augun þeirra falleg og nöfnin þeirra framandi. Ég sendi þér stundum póstkort frá ferðalögum mínum, nú skrifa ég þér þessa síðustu kveðju úr sum- arleyfi erlendis. Með söknuð og sorg í hjarta streyma minningarnar um huga mér meðan ég fylgist með sólsetrinu á þessu fallega kvöldi og ég fyllist þakklæti fyrir að hafa átt þig að. Guð geymi þig, amma mín. Hvíl í friði. Steinunn Halldórsdóttir. Jórunn Ingimundardóttir, amma mín, lést í hárri elli. Þótt dauðinn teljist vart óvæntur gestur á 98. aldursári, þá fylgir komu hans engu að síður sorg og minningarnar streyma fram í hugann. Amma Jóa var góð kona. Hún var traust, hæglát og lítillát. Hún var samviskusöm og vinnusöm, bæði á heimili sínu og í störfum utan þess. Hún tók heill, hamingju og velferð sinna nánustu framyfir sína eigin. Hún var alger andstaða þeirrar glysgjörnu, hávaðasömu og sjálf- hverfu tilveru sem oft er hampað nú til dags og mörgum þykir svo eft- irsóknarverð. Hún var af þeirri kyn- slóð sem tók þátt í því að breyta Ís- landi úr fábrotnu og fátæku þjóðfélagi í háþróað nútímasamfélag þar sem lífskjör eru meðal þess sem besta gerist. Og ekki frekar en aðr- ir af hennar kynslóð taldi hún þetta til stórafreka eða barði sér á brjóst í sjálfshóli. Amma Jóa var mikilvægur hluti af uppvaxtarárum mínum. Fyrstu árin bjó hún í næsta húsi í Hvassa- leitinu. Þá var líf mitt forvitnilegt ævintýri sem amma var hluti af og margar sögur lifa enn af uppátækj- um og óvæntum uppákomum. Hún fluttist síðan með fjölskyldu minni í Kópavoginn og bjó á heimilinu þar til ég var um fermingu. Á þeim tíma voru samskipti mín við hana náin og ég naut þess að finna hina jákvæðu og hlýju strauma sem alla tíð fylgdu henni. Oft smeygði ég mér í hæg- indastólinn hjá henni og saman hlustuðum við þá á framhaldssög- urnar og fimmtudagsleikritin í út- varpinu. Hún passaði okkur syst- urnar oft. Mér eru sérstaklega minnisstæðir dagarnir þegar við lágum allar viðþolslausar í hlaupa- bólu sem ekki mátti klóra í. Þá dreifði hún huga okkar með því að lesa fyrir okkur og láta okkur lesa til skiptis. Svona lásum við þessa daga hverja bókina á fætur annarri. Amma var líka jákvæð og glettin og lét sig ekki muna um að taka þátt í leikjum okkar þegar á þurfti að halda. Eftir að Amma Jóa flutti í eigið húsnæði við Háteigsveginn minnk- aði samgangurinn. Samt hittumst við nánast í hverri viku þar sem mamma og amma voru mjög nánar. Sú hefð skapaðist fljótt meðal barna hennar og barnabarna að hittast í síðdegiskaffi á laugardögum heima hjá henni. Þannig stuðlaði hún að því að sístækkandi hópur hélt sam- bandi og kynntist vel innbyrðis. Þau ár sem ég var erlendis við nám skrifuðumst við Amma Jóa oft- ast reglulega á. Eftir að ég eign- aðist sjálf börn var hún boðin og búin að aðstoða við pössun þeirra. Ég efa ekki að jákvæð afstaða hennar, yfirvegun, rólyndi og ótelj- andi stundir barna minna í fangi hennar með myndabækur og fyrstu lestrarbækurnar hafa myndað gott mótvægi við hraðann og áreitið sem börn hér á landi búa nú við og stuðlað að því að Guðrún Halla og Sveinbjörn urðu yfirvegaðri og heil- steyptari einstaklingar en ella. Nú þegar komið er að leiðarlok- um og ég rifja upp liðna tíð, þá átta ég mig á því hvað Amma Jóa hafði mikil áhrif á mig, hversu mikið ég á henni að þakka og hversu sárt ég sakna hennar. En minningin um hana mun lifa og hún verður áfram fyrirmynd í mínu lífi. Guð geymi þig, elsku amma mín. Dagný Halldórsdóttir. Okkur systkinin langar til að minnast hennar ömmu Jóu sem nú er látin, komin hátt á tíræðisaldur. Hún kveður þennan heim sama ár og tvær yngri systur hennar, Ragn- heiður og Helga. Eru systkinin átta talsins nú öll látin. Þegar við hugsum til baka koma upp margar minningar. Þær fyrstu frá heimsóknum hennar til Svíþjóð- ar, þar sem við bjuggum. Þegar við fluttum heim um miðjan áttunda áratuginn dvöldum við fyrstu mán- uðina á heimili ömmu við Háteigs- veginn. Má segja að þá hafi nábýli okkar við ömmu hafist sem stóð um árabil. Lengstan tímann bjuggum við saman í tvíbýli við Skildinganes í Skerjafirði. Amma hafði því óhjá- kvæmilega mikil og mótandi áhrif á uppvöxt okkar. Jórunn Ingimundardóttir Englasteinar Helluhrauni 10 Sími 565 2566 - www.englasteinar.is Fallegir legsteinar á góðu verði Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.