Morgunblaðið - 17.08.2008, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 17.08.2008, Blaðsíða 39
Amma ræktaði vel tengsl við af- komendur sína sem komu reglulega saman á heimili hennar á laug- ardögum. Við nutum því oft fé- lagsskapar frændsystkina okkar í leik og gleði. Fylgdi laugardögum ávallt nokkur spenna að sjá hverjir birtust þann daginn. Amma bar fram sínar einstöku heimagerðu kleinur og brauð og gestirnir skeggræddu um málefni líðandi stundar. Amma var ekki mann- eskja margra orða en hún kom þó skoðunum sínum á framfæri án þess að mikið bæri á. Amma var okkur alla tíð mikil og góð fyrirmynd og veitti okkur ör- yggi og hlýju. Það var notalegt að koma heim eftir skóla og kíkja í heimsókn til hennar. Var þá skraf- að um atburði dagsins og stundum tekið í spil. Amma var ávallt reglu- söm og nýtin og mikil hófsemd- armanneskja. Hún kunni að njóta lítils og var jafnan jákvæð. Ráð- deild hennar og jákvæðni voru okk- ur gott veganesti. Amma hugsaði vel um heilsu sína og minnumst við morgunleikfimi hennar við útvarp- ið, sundnámskeiða og raddæfinga sem hún stundaði af mikilli sam- viskusemi. Fannst okkur krökkun- um æfingar ömmu spaugilegar og gerði hún sjálf óspart grín að þeim. Kímnigáfa hennar er okkur minn- isstæð. Hún gerði grín að sjálfri sér en minnumst við þess ekki að spaugsemi hennar hafi nokkru sinni verið á kostnað annarra. Heilsusamlegt líferni og jákvæðni hennar skilaði henni góðri heilsu, bæði andlegri og líkamlegri, lengst- an hluta langrar ævi. Amma var glæsileg og virðuleg kona sem lagði upp úr því að vera vel til höfð á sinn einfalda hátt. Amma hélt já- kvæðni sinni og léttri lund þrátt fyrir að heilsu hennar hrakaði síð- ustu árin. Hún dvaldi þá í góðu yf- irlæti að Seljahlíð í Breiðholti og naut góðrar aðhlynningar starfs- fólks þar og færum við því okkar innilegustu þakkir. Blessuð sé minning ömmu Jóu. Guðrún, Magnús og Kristín. Amma Jóa hefur lokið dvöl sinni hjá okkur. Hún var alltaf stór hluti af okkar fjölskyldu og átti stóran hlut í uppeldi okkar systranna. Þegar ég fæddist bjó hún í næsta húsi í Hvassaleiti þar sem við bjuggum í nokkur ár. Hún flutti síðan með okkur í Kópavoginn þar sem hún bjó hjá okkur á jarðhæð- inni í fjögur ár. Við systurnar nut- um þess að geta alltaf farið niður til ömmu í heimsókn og skoðað „dótið“ hennar. Alltaf tók hún vel á móti okkur. Eitt skiptið sem ég kom niður fannst henni ég fara ógætilega með munina sína og þeg- ar ég í þrjósku minni lét ekki af vitleysunni fer hún upp og segist þá ætla að skemma eitthvað þar. Eftir nokkra stund kem ég á eftir henni upp og spyr mömmu alvöru- gefin hvort amma sé nokkuð búin að brjóta allt og bramla hjá okkur. Í mörg ár hefur mér verið strítt á þessu en hún fékk mig til að hugsa mitt ráð. Amma flutti síðar á Háteigsveg og þaðan í Skerjafjörðinn til Stellu, dóttur sinnar. Á laugardögum voru alltaf kaffiboð hjá ömmu og var oft margt um manninn. Á jólum bauð amma öllum börnum sínum og fjöl- skyldum þeirra á jóladag til sín í hangikjöt. Á aðfangadag var hún alltaf hjá okkur þar til á síðasta ári en þá var hennar sárt saknað. Hún var aðalmeistarinn í slát- urgerð sem mamma og systur hennar stóðu fyrir um árabil. Mér er alltaf minnisstætt að hún smakkaði alltaf á blöndunni áður en keppirnir voru faldir upp og sagði til um hvort eitthvað vantaði. Þegar ég fór í nám og síðar til vinnu í Bandaríkjunum varaði amma mig sérstaklega við öllum bílunum en einkum eiturlyfjunum. Ég taldi þetta nú óþarfa áhyggjur þangað til einn daginn settist við hliðina á mér maður í skólanum sem spurði mig „How do you like the white stuff?“ Mér var óneit- anlega brugðið og hugsaði til varn- aðarorða ömmu en áttaði mig fljót- lega á að maðurinn átti við snjókomuna úti, en ekki eiturlyf. Mér var létt. Þegar ég hringdi í hana á hátíðisdögum að utan vildi hún aldrei tala neitt umfram rétt að heilsast því hún taldi það verða of dýrt fyrir mig. Ófá bréfin skrifaði hún mér á þessum tíma til að spyrja frétta og segja mér fréttir en tók alltaf fram í lokin að best væri að ég rifi þau að lestri loknum. Í einu bréfanna sem hún skrifar, þá 82 ára, segist hún vera hætt að passa og sé strax farið að leiðast, en hún passaði oft börn systra minna. Hún hugsaði vel um sitt fólk en taldi sig aldrei þurfa neitt sjálf. Það var því alltaf ráðgáta hvað væri hægt að gefa henni í jólagjöf þar sem hún sagð- ist ekki vilja neitt. Við systurnar gátum ekki hugsað okkur að amma færi í jólaköttinn og fundum alltaf eitthvað handa henni. Einhvern tímann spurði amma mig hvort mér hefði aldrei verið strítt út af nafninu. Ég neitaði því en aðspurð sagði hún mér að systk- ini hennar hefðu strítt henni með því að hún hefði fæðst hjá tröll- konum og þaðan væri nafnið komið. Þau systkin sem ég kynntist eru mér eftirminnileg og stríðnin eltist ekki af þeim en það var aldrei illa meint. Elsku Amma Jóa, takk fyrir mig. Jórunn. Að morgni 24. júlí færði móðir mín mér þær sorgarfréttir að amma Jóa væri látin, 97 ára að aldri. Ég minnist hennar sem ynd- islegrar, æðrulausrar og nægju- samrar konu. Það var í byrjun janúar sem ég og fjölskylda mín, sem búum er- lendis, kvöddum ömmu í síðasta sinn. Við vorum í heimsókn á Ís- landi yfir jól og áramót. Ég og Vil- hjálmur eiginmaður minn settumst hjá henni þar sem hún sat í stól og synir okkar þrír andspænis okkur í sófanum hennar. Hún horfði á þá brosandi, bauð okkur konfekt og spjallaði við okkur. Það lá vel á henni. Það var erfitt og sárt að kveðja hana enda vissi ég að hún vildi helst að við stöldruðum lengur við hjá henni. Þá var óvíst hvort við myndum hittast aftur. Ég hef síðan saknað hennar mikið en hugur minn hefur alla tíð verið hjá henni. Ég ólst upp í návist hennar, þar sem hún bjó hjá okkur í Kópavog- inum þegar ég var barn, en hún átti mikinn þátt í uppeldi okkar systranna. Hjá henni fann ég fyrir hlýju og nærgætni og það var gott að eiga hana að. Hún hjálpaði okk- ur systrunum m.a. við að stappa fiskinn okkar og sá til þess að við kláruðum af diskunum. Hún að- stoðaði mömmu við að sníða og sauma föt á okkur. Ég á góðar og skemmtilegar minningar frá þeim tíma þegar hún tók þátt í kleinu- bakstri, sláturgerð og laufa- brauðsgerð með okkur. Eftir að amma Jóa flutti á Háteigsveginn heimsóttum við hana reglulega og ég hélt áfram góðu sambandi við hana. Systur mínar hafa gert óspart grín að því að ég átti það til að hringja í hana og láta hana vita þegar þær létu illa. Fljótlega eftir að hún fluttist í Skerjafjörðinn komst sú góða hefð á að börn hennar og fjölskyldur hittust hjá henni síðdegis á laug- ardögum. Þangað var alltaf gaman að koma og hitta ættingjana sem maður hefði annars sjaldnar séð. Á borðum var alltaf heimabakað brauð, kleinur og fleira góðgæti. Þá var einnig komið saman heima hjá henni á jóladegi ár hvert þar sem boðið var upp á hangikjöt og heimalagaðan ís. Þetta var mér dýrmætt og situr vel í minningunni. Það var ekki nóg að amma hugs- aði vel um sitt fólk heldur sá hún aumur á spörfuglunum á veturna og gaf hún þeim reglulega fóður í garðinum sínum. Um leið passaði hún upp á að kettirnir kæmust ekki að fuglunum til að styggja þá í burtu ef þeir létu sjá sig. Amma reyndist mér ávallt vel. Ekki síst þegar hún passaði Hall- dór elsta son minn þá ungan að aldri. Mér þykir afskaplega vænt um að hann hafi notið hennar og þess sem hún gaf honum. Af lang- ömmu sinni lærði hann meðal ann- ars gömlu íslensku vísurnar sem þau sungu saman. Þegar ég og fjöl- skylda mín bjuggum á Seltjarn- arnesinu fór ég oft í göngutúra með syni mína til að heimsækja ömmu í Skerjafjörðinn. Við áttum þá alltaf gott spjall um lífið og tilveruna. Sonum mínum Halldóri, Ingimundi og Þorvaldi Kára þótti afar vænt um langömmu sína og þeir minnast hennar sem góðrar og brosmildrar ömmu. Ég sakna þín, elsku amma mín. Blessuð sé minning þín. Hvíl í friði. Rósa. Hún amma Jóa, eins og við krakkarnir kölluðum hana, fæddist á bænum Kaldárholti í Holtum en bjó lengst ævinnar í Reykjavík. Þar kvaddi hún þetta líf, sumarnótt í júlí og með henni þeir kostir sem hana prýddu. Kostir sem í dag virðast á hverfanda hveli. Hún var nægjusöm, hógvær, lítillát og gerði gott úr öllu. Fyrstu minningarnar um hana eru úr lítilli íbúð við Háteigsveg. Þar átti hún fallegt heimili og stundaði vinnu sem saumakona í Vinnufatagerðinni. Skammt frá var kexverksmiðjan Esja. Þar var selt brotakex út um lúgu. Þangað skut- umst við krakkarnir og komum með poka af kremkexi til ömmu. Hún fór ævinlega sinna ferða með strætó. Stundum hittumst við þar. Er dóttir hennar byggði hús í Skerjafirði, fluttist hún þangað og bjó þar með henni í fallegri íbúð í yfir tuttugu ár. Þar munum við best eftir henni. Skerjafjörðurinn var að byggjast upp. Var gaman að koma þangað og hitta frændsystk- inin. Hún hafði kaffi á laugardög- um, þar sem fjölskyldan gat litið inn. Á þennan hátt hélt hún á sinn hátt fjölskyldutengslunum við. Þótt hún segði ekki margt, þá var það hér sem fólkið hennar hittist og skiptist á fréttum. Við ung frænd- systkinin tengdumst hér vinabönd- um. Við veltum okkur á rýjatepp- inu foreldrum okkar til lítillar ánægju. Tók tímann sinn að dusta af okkur kuskið þegar upp var staðið. Við þurftum ekki fyrirferð- armikið dót til að leika okkur að, nægði að hafa gamla spilapeninga í boxi og skjóta þeim fram og til baka. Hér var auðvelt að gefa ímyndunaraflinu lausan taum því á veggjunum héngu málverk eftir landsins fremstu málara. Þar mátti sjá dulúðugt landslag og undarleg- ar verur í furðulegu umhverfi. Ótal hugmyndir spruttu upp í kollinum á málverkasýningum hjá ömmu. Þarna var margt skrafað. Ein- hverju sinni var hún spurð hvort það gæti staðist að fólk hefði þveg- ið hár sitt úr keitu á árum áður. Hún svaraði þeirri spurningu hik- laust játandi og sagði að þessi hár- þvottur hefði gert hárið svo ljóm- andi fallegt. Amma sagði ekki alltaf margt. En hún lifnaði við þegar hún var með systkinum sínum. Það var gaman að vera með þegar þau hitt- ust. Milli þeirra var einstakt sam- band, náið og hlýtt. Nú eru þau öll horfin, hún síðust þeirra átta. Þótt amma vildi ekki láta á sér bera var hún ávallt glöð síðustu ár- in þegar við höfðum samband við hana frá útlöndum. Hún fylgdist með okkur barnabörnunum sínum en sagðist aldrei skilja hvaða flæk- ingur þetta væri á okkur, sem flest höfum verið lengri eða skemmri tíma í útlöndum. Getur fólk ekki bara verið heima hjá sér, sagði hún sposk. Gerði sér grein fyrir breytt- um tímum frá tímum trússhestanna er hún var ung og átti önnur tæki- færi. Í sólríkum júlímánuði kvaddi amma. Nú er hún ekki lengur fastamiðjan í fjölskyldunni. Vegna blíðu sinnar og lítillætis var hún mikilvæg persóna í lífi okkar allra. Nú þurfum við sem eftir stöndum að passa upp á að halda hefðum hennar við. Við systkinin hugsum hlýtt til hennar, eitt okkar frá Nor- egi. Nú verður tómlegt í fjölskyld- unni og hennar sárt saknað. Auður, Ásgeir og Dagur. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 2008 39 Útfararþjónusta Davíðs Ósvaldssonar ehf. Davíð Ósvaldsson Útfararstjóri S. 896 6988 / 553 6699 Óli Pétur Friðþjófsson Útfararstjóri S. 892 8947 / 565 6511 ✝ Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra er auðsýndu samúð og hýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, fósturmóður, tengdamóður, ömmu og langömmu, LÁRU KRISTJÖNU HANNESDÓTTUR, Hrafnistu, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til þeirra er önnuðust hana í erfiðum veikindum. Guð blessi ykkur öll. Aðalheiður Halldórsdóttir, Valdimar Jónsson, Hannes Einar Halldórsson, Kristín Valgerður Ólafsdóttir, Gunnar Sigurður Halldórsson, Guðrún Ingvarsdóttir, Garðar Friðfinnsson, Hulda Sigurðardóttir, Rut Friðfinnsdóttir, Tómas Sigurðsson, Björk Friðfinnsdóttir, Jón Óskar Hauksson, Viðar Már Friðfinnsson og ömmubörn. ✝ Þökkum innilega þeim sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, SÍMONAR S. SIGURJÓNSSONAR, Norðurbrú 2, Garðabæ. Ragna Ester Guðmundsdóttir, Sigurjón Símonarson, Halla B. Guðjónsdóttir, Guðmundur Símonarson, Kristjana E. Guðbjartsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu fjölskyldunni samúð og hlýhug vegna andláts okkar ástkæru VALGERÐAR GUÐRÚNAR EINARSDÓTTUR Sérstakar þakkir til starfsfólks kvennadeildar og deildar 11-B Landspítala við Hringbraut og starfsfólks líknardeildar Landspítalans í Kópavogi. Lúðvík Gizurarson, Dagmar Sigríður Lúðvíksdóttir, Trausti Pétursson, Dóra Lúðvíksdóttir, Einar Gunnarsson, Einar Lúðvíksson, Georgina Anne Christie og barnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför foreldra okkar, tengdaforeldra, systur, ömmu, afa, langömmu og langafa, PÁLS PÁLSSONAR OG INGU ÁSGRÍMSDÓTTIR frá Borg, Hraunbæ 103, Reykjavik. Sérstakar þakkir til starfsfólks líknardeildar á Landakoti, B2 deildar Landspítalans í Fossvogi og sr. Þórs Haukssonar fyrir einstaka umhyggju og velvild. Guð blessi ykkur öll. Páll Pálsson, Hafdís Halldórsdóttir, Ásgrímur Gunnar Pálsson, Helga Tryggvadóttir, Arndís Pálsdóttir, Rafn Árnason, Auðunn Pálsson, Anna Baldvina Jóhannsdóttir, Björgvin Rúnar Pálsson, Fríður Reynisdóttir, Karl Ásgrímsson, Oddbjörg Júlíusdóttir, barnabörn og barnabarnabarn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.