Morgunblaðið - 17.08.2008, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 17.08.2008, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 2008 41 AUÐLESIÐ EFNI Hanna Birna Kristjánsdóttir, odd-viti Sjálfstæðis-flokks, verður borgar-stjóri og Óskar Bergsson, borgar-fulltrúi Framsóknar-flokks, verður for-maður borgar-ráðs í nýjum meiri-hluta, sem tekur við á fimmtu-dag. Þá verður kynntur nýr málefna-samningur flokkanna, sem byggist að stórum hluta á þeim málefna-samningi, sem lá til grund-vallar sam-starfinu að loknum síðustu kosn-ingum. Þetta er fjórði meiri-hlutinn sem myndaður er á kjörtíma-bilinu. Þau Óskar og Hanna Birna full-yrtu að þessi meiri-hluti myndi haldast út kjör-tímabilið. Ólafur F. Magnússon lætur því af em-bætti borgar-stjóra á fimmtu-dag eftir samstarfs-slitin sem urðu á fimmtu-dag. Hann segir að það hafi komið á daginn að sjálfstæðis-menn hafi blekkt sig til sam-starfs og segist yfir-gefa stöðu borgar-stjóra með söknuði og eftir-sjá. Hann Birna segir að þetta hafi verið eina færa leiðin. Fjórði meiri-hlutinn myndaður Morgunblaðið/Frikki Óskar og Hanna Birna á Blaðamanna-fundi í Ráð-húsinu. Heims-markaðs-verð á hrá-vöru hefur byrjað að lækka. Búast má við að þær lækkanir skili sér fljót-lega inn í matvæla-verð hér-lendis. Þar skiptir miklu máli að krónan haldist stöðug. Ef hún veikist frekar gæti það gert verð-lækkanirnar að engu. Hrávöru-verðslækkun mun ekki bara skila sér í ódýrari mat sem mann-skepnan leggur sér til munns, heldur líka í ódýrara kjarn-fóðri fyrir naut-gripi. Haldist krónan stöðug má búast við að lækkanir á matvæla-verði reynist öflugt vopn í bar-áttunni gegn verðbólgu-púkanum sem hefur gildnað tölu-vert undan-farin misseri, m.a. vegna mikilla hækkana á matvæla-verði. Lækkar verðið á hrá-vöru? Umhverfis-ráðherra fundar á Húsavík Um 350 manns sóttu opinn fund sem Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfis-ráðherra hélt á Húsavík á þriðjudags-kvöld. Ráð-herra ræddi þar ákvörðun sína um að meta heild-stætt áhrif fyrir-hugaðs álvers á Bakka á umhverfið. Íbúar á svæðinu gagn-rýna ákvörðunina harð-lega og krefjast svara. Fólk hefur áhyggjur af óvissunni sem skapast hefur í kjöl-far ákvörðunar umhverfis-ráðherra. Ljós-mæður boða verk-fall Ljósmæðra-félag Íslands sendi frá sér til-kynningu á föstu-dag. Þar stóð að atkvæða-greiðslu um boðun verkfalls-aðgerða meðal félaga LMFÍ væri nú lokið. Til-laga stjórnar LMFÍ um boðun fimm sjálf-stæðra verk-falla var sam-þykkt með 98-99% greiddra at-kvæða. Met-þátttaka var í atkvæða-greiðslunni en yfir 90% atkvæða-bærra ljós-mæðra tóku þátt. Stutt Fjöl-mennt var á íbúa-fundi í Borgar-nesi á miðvikudags-kvöld þar sem mál-efni Spari-sjóðs Mýra-sýslu voru rædd. Stjórnar-menn SPM og full-trúar bæjar-stjórnar kynntu stöðu sjóðsins fyrir íbúum og ástæður þess hvernig fyrir honum er komið. Gísli Kjartansson sparisjóðs-stjóri greindi frá samkomu-lagi, sem náðst hefur við Kaup-þing um að bankinn komi að eignar-haldi og rekstri SPM og eignist, ásamt öðrum fjár-festum, 80% stofn-fjár á móti Borgar-byggð. Margir fundar-gesta voru ósáttir við skýr-ingarnar og þungt var yfir fólki. Slæm staða SPM Harðir bar-dagar hafa geisað á milli stjórnar-hers Georgíu og Rússa í héraðinu Suður-Ossetíu í Georgíu undan-farið. Margir íbúar héraðsins vilja sjálf-stæði og njóta stuðn-ings Rússa sem sendu her-lið til að að-stoða aðskilnaðar-sinna á svæðinu. Mikhail Saakashvili Georgíu-forseti bauð ný-lega Suður-Ossetíu samn-ing um aukið full-veldi innan Georgíu, en því var hafnað. Georgíu-menn hafa sótt um að-ild að Atlantshafs-bandalaginu, NATO, í mikilli óþökk Rússa. Georgía var í meira en tvær aldir hluti Rússa-veldis, síðar Sovét-ríkjanna. Rússar telja að fái Georgía að-ild að NATO sé það merki um að Vestur-veldin vilji þrengja að Rúss-landi á áhrifa-svæðum þess. Aðilar kenna hvorir öðrum um upp-tökin. Saakashvili segir að Rússar hafi byrjað átökin og hafi þeir viljað nýta sér að flestir leið-togar heimsins væru í Peking og fjarri heima-högum sínum. Hart barist í Georgíu Reuters Rúss-neskir her-menn í Georgíu. Greta Salóme Stefánsdóttir fiðlu-leikari, Hákon Bjarnason píanó-leikari, Þorvaldur Kristinn Þorvaldsson söngvari og Páll Palomares fiðlu-leikari hlutu styrk úr styrktar-sjóði Halldórs Hansen sem styrkir unga útskrifar-nemendur í tón-list sem bera af. Venju-lega er einn styrkur veittur á hverju ári, en í ár komu svo margir til greina að stjórn sjóðsins ákvað að veita fjórum styrk. Styrkirnir að þessu sinni nema 400.000 kr. hver. Gerðar eru kröfur um tækni-lega færni og getu, og að styrk-þegar sýni persónu-leg ein-kenni og stígi fram sem sjálf-stæðir lista-menn. Fjórir fengu styrk Morgunblaðið/hag Árni Már Árnason varð fyrstur ís-lensku sund-mannanna á Ólympíu-leikunum í Peking til að slá Íslands-met en það gerði hann með glæsi-brag í 50 metra skrið-sundinu á fimmtu-daginn. Hann bætti sig tals-vert og hafnaði tólf sætum framar en niður-röðunin sagði til um. „Það var virki-lega gaman að vinka for-eldrum mínum sem voru í áhorfenda-stæðunum með ís-lenska fánann að hvetja,“ sagði Árni Már. Ragnheiður Ragnarsdóttir, sund-kona úr KR keppti í 50 metra skrið-sundi á föstu-daginn. Hún sló nýtt Íslands-met og kom í mark á 25,82 sekúndum, en gamla metið sem hún átti sjálf var 25,95 sekúndur sem hún setti í desember 2007. Sund-kappar setja Íslands-met á ÓL Morgunblaðið/Brynjar Gauti Árni Már fagnar metinu. Netfang: auefni@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.