Morgunblaðið - 17.08.2008, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 17.08.2008, Blaðsíða 44
Þar dugar ekkert minna en tvö trommu- sett til að koma kraftinum til skila. Úfff … 48 » reykjavíkreykjavík Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is THOM Andersen er þekktur fyrir heimildarmyndir sínar en þær eru fáar í fullri lengd. Þær hafa þó all- ar fengið þeim mun meiri athygli í heimildarmyndageiranum og snú- ast um kvikmyndir og kvikmynda- sögu en með ólíkum hætti. Enda ekki að furða því Andersen hefur kennt kvikmyndafræði við banda- ríska háskóla um langt skeið. Eadward Muybridge, Zoopraxo- grapher (1975) segir af ljósmynd- aranum Muybridge sem var frum- kvöðull í sínu fagi og kvikmynda- gerð í raun því hann beitti mörgum myndavélum í einu til að festa hreyfingar dýra og manna á filmu. Red Hollywood (1996) segir af of- sóknum bandaríska þingmannsins Josephs McCarthy á hendur kvik- myndagerðarmönnum sem hann taldi kommúnista og föðurlands- svikara. Sú þriðja og jafnframt þekktasta af myndum Andersens, Los Angeles Plays Itself (2003), fjallar um borgina Los Angeles út frá kvikmyndasögunni, þeirri mynd sem dregin hefur verið upp af henni í kvikmyndum og þá oft á skjön við raunveruleikann. „Óður til kvikmyndalistar og bygging- arlistar í kvikmyndaborginni róm- uðu“, eins og segir á vefsíðu Shorts & Docs. Goðsögn og raunveruleiki „Ég ólst upp í Los Angeles og hef séð of margar kvikmyndir býst ég við. Rótin að Los Angeles Plays It- self er óánægja mín með þá mynd sem dregin er upp af borginni minni, ranghugmyndir um hana,“ segir Andersen og hlær þurrum hlátri. Hann hefur búið í borginni nær alla ævi og þekkir hana því vel. Í myndinni má sjá brot úr einum 200 kvikmyndum, framleiddum allt frá árinu 1913 til 2001 og greini- legt að gríðarleg vinna liggur að baki við söfnun myndefnis og texta- skrif. Myndin hefur hlotið nær einróma lof, kvikmyndagagnrýnandi Los Angeles Times sagði hana t.a.m. bestu heimildarmynd sem gerð hefði verið um borgina. Andersen veltir því m.a. fyrir sér í myndinni hvernig sígildar bygg- ingar hafa verið notaðar í myndum sem híbýli glæpamanna og bygg- ingararfleifð borgarinnar með því svert. Borgin hafi með árunum fengið á sig þá ímynd að vera höf- uðborg morða og glæpa. Kvikmyndasagan endurskrifuð Nú segir á vefsíðu Reykjavík Shorts & Docs að í hverri mynda þinna hafirðu endurskrifað kvik- myndasöguna, ertu sammála því? Andersen hlær. „Ég skal sam- þykkja það, gamansins vegna,“ segir hann en heldur svo áfram að Borgin leikur sjálfa sig  Einn áhugaverðasti heimildarmyndasmiður Bandaríkjanna, Thom Andersen, verður heiðurs- gestur Reykjavík Shorts & Docs  Þekktasta mynd hans fjallar um Los Angeles kvikmyndanna Glæpaborg Stilla úr glæpamyndinni Swordfish, þyrla svífur með rútu yfir Los Angeles. Borgin hefur verið sögusvið fjölmargra glæpamynda. Reuters Frægir stafir Hollywood-merkið fánaklætt, tvö heimskunn tákn komin saman. Reykjavík Shorts&Docs er nú haldin í sjötta sinn. Í ár er stutt- myndin í öndvegi og ætlunin að sýna vaxandi grósku í greininni. Hátíðin verður opnuð með átta nýjum, íslenskum stutt- myndum. „Okkur hefur tekist að fá framúrskarandi stutt- og heim- ildarmyndir hvaðanæva úr heiminum, myndir sem til- nefndar hafa verið til verðlauna út um allan heim og aðrar óþekktari sem við teljum að eigi eftir að vekja verulega athygli,“ segir framkvæmdastjóri hátíð- arinnar, Guðrún Ragnarsdóttir. Þá verða sýndar myndir sem hlotið hafa Óskarsverðlaun, m.a. Pétur og úlfurinn eftir Su- zie Templeton. Dagskrá hátíðarinnar má finna á www.shortdocs.info. Stuttmyndin í öndvegi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.