Morgunblaðið - 17.08.2008, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 17.08.2008, Blaðsíða 48
48 SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ / ÁLFABAKKA / KRINGLUNNI WALL• E m/ísl. tali kl. 1:30 - 3:40 LEYFÐ WALL• E m/ensku tali kl. 6:10 - 8:20 - 10:30 LEYFÐ LOVE GURU kl. 10:30 B.i. 12 ára KUNG FU PANDA kl. 1:30 - 3:40 m/ísl. tali LEYFÐ GET SMART kl. 1:30 - 3:50 - 5:50D - 8D - 10:30D LEYFÐ DIGITAL THE MUMMY 3 kl. 5:40 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára THE DARK KNIGHT kl. 2 - 5 - 8 - 10:50 B.i. 12 ára THE DARK KNIGHT kl. 2 - 5 - 8 - 10:50 B.i. 12 ára LÚXUS VIP MAMMA MIA kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 - 8 LEYFÐ FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR „FINDING NEMO“ OG „RATATOUILLE“ SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI “...WALL E fær óskarinn sem besta teiknimyndin, enda mynd sem fer fram úr því að vera fjölskylduteiknimynd og yfir í að vera fullorðinsteiknimynd.” “...full af nægum sjarma til að bræða hvert steinhjarta”. - L.I.B. topp5.is/Fréttablaðið ...umhugsunar- og athyglisverðasta teiknimynd í áratugi...” “WallE er aftur á móti frábær afþreying ætluð hinum almenna bíógesti, þá einkum stórfjölskyldunni...” S.V. Morgunblaðið SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI SÝND Í KRINGLUNNISÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI Steve Carell fer hamförum í frábærri gamanmynd sem fór beint á toppinn í USA. Ekki missa af skemmtilegustu gamanmynd sumarsins - Get Smart. SPARBÍÓ 550kr á allar sýningar merktar með appelsínugulu Í SAMBÍ "ÓBORGANLEG SKEMMTUN SEM ÆTTI AÐ HALDA ÞÉR BROSANDI ALLANTÍMANN." -TOMMI - KVIKMYNDIR.IS GET SMART kl. 1:30D - 3:30D - 5:40D - 8D - 10:20D LEYFÐ DIGITAL X-FILES 2 kl. 8D - 10:10D B.i. 16 ára DIGITAL THE MUMMY 3 kl. 5:50 - 8 B.i. 12 ára WALL• E m/ísl. tal kl. 1:30D - 3:40D - 5:50D LEYFÐ DIGITAL DARK KNIGHT kl. 10:10 B.i. 12 ára KUNG FU PANDA m/ísl. tal kl. 1:30 - 3:40 LEYFÐ Djöfull eru Melvins flottirmaður. Ha? Algjörtsnilldarband og lönguorðið tímabært að maður stingi niður penna um þessa miklu meistara. The Melvins er klárlega ein mikilvægasta „þyngsta“ rokk- sveit sögunnar (NB. ekki „þunga- rokks“ þó). Hún er fyrir lifandis löngu orðin mikil költsveit og er eig- inlega að verða eins og Woody Allen. Plata kemur út einu sinni á ári ca, og vissulega eru þær misjafnar að gæð- um en, eins og í tilfelli Allen er alltaf eitthvað sérstakt „Melvins-töts“ í gangi sem lyftir þeim a.m.k. ofar flestu öðru sem í gangi er í viðlíka tónlist. „All Hail The Mighty Mel- vins!,“ eins og Kaninn segir. En jæja, hættum þessu kjaftæði og skoðum feril Melvins eilítið ásamt því að smella nýjasta ópusnum, Nude With Boots, undir mælikerið en þar dugar ekkert minna en tvö trommusett til að koma kraftinum til skila. Úfff.... „Síðan 1991 er þetta það eina sem við höfum gert. Við höfum færi á því með því að túra mikið, tökum t.d. einn stóran túr um Bandaríkin á hverju ári og reynum líka að gefa út plötu árlega. Þetta er bara eitthvað sem við verðum að gera, ætlum við að lifa af þessu. Við erum neðanjarðarband og plöturnar okkar seljast ekki í milljónaupp- lögum – kannski þúsundaupp- lögum.“ Svo mælti Dale Crover, trymbill Melvins, er yðar einlægur ræddi við hann á Hróarskelduhátíðinni árið 2003 (ójá, ég skalf og hristist!). Mel- vins hafa þrætt merkilegt einstigi í rokktónlistinni allt síðan stuttskífa þeirra, Six Songs, kom út árið 1986. Hér var komin pönkhljómsveit sem spilaði áttunda áratugar þungarokk í anda Black Sabbath, eitthvað sem hafði verið talið jafn óhugsandi og að olía og vatn næðu að bindast. Þessi ótrúlegi samsláttur átti þó eftir að hafa ómæld áhrif á helsta umhverfi sveitarinnar, en sveitin var frá Washingtonfylki, „gruggfylkinu“. Var sveitin í hávegum höfð af rokk- unnendum þar um slóðir og rótaði Kurt nokkur Cobain fyrir hana á tímabili. Crover launaði Cobain með því að tromma þrjú lög á Bleach, fyrstu plötu Nirvana („Floyd the Barber“, „Paper Cuts“ og „Dow- ner“). Stíll Crovers er auðþekkj- anlegur. Zaraþústra! Breiðskífur Melvins eru nú að nálgast tuginn en þegar ég hitti á Crover var Melvins tríó og Kevin Rutmanis (The Cows, Tomahawk) sá um bassann. Nýjasta plata sveit- arinnar þá var Hostile Ambient Takeover (2002) en tveimur árum síðar hafði sveitin hrist hressilega upp í sér, eins og hún á vanda til og hefur stundað allt frá fæðingu. Mað- ur veit eiginlega aldrei hverju maður getur átt von á – fyrir utan að það verður einhver ósvikin Melvins-ára í kringum verkefnið. En platan sem kom út á eftir Hostile…, Pigs of the Roman Empire, var gerð í samstarfi við Lustmord, einn merkasta hljóð- skúlpúrista dægurtónlistarsögunnar og útkoman myrk og ofsaleg (Lust- mord, sem heitir réttu nafni Brian Williams er velskur og er sagður höfundur skuggasveimsins eða „dark ambient“). Eftir þessa einkar vel heppnuðu plötu vatt sveitin enn kvæði sínu í kross en sama ár kom út platan Never Breathe What You Can’t See en hana gerði sveitin með Jello Biafra, fyrrum leiðtoga Dead Kennedys (og önnur slík, Sieg Howdy!, kom út ári síðar, 2005). Á (A) Senile Animal (2006) finnum við Melvins á enn nýjum stað. Nú var svo komið að tveir upprunalegir meðlimir voru eftir í sveitinni, Cro- ver og söngvarinn og gítarleikarinn King Buzzo. Afréðu þeir að ráða heila hljómsveit inn í Melvins, dúett- inn Big Business, og útskýrir það tveggja trommusetta „árásina“ sem var sett í gang. Sama liðsskipan prýðir Nude With Boots og það verður að segjast að þessar tvær plötur eru stórskemmtilegar og þáttur Big Business í framvindunni keyrir upp óvæntar sveigjur og beygjur. En engar áhyggjur, allt hljómar þetta auðvitað eins og Mel- vins, nú sem fyrr. „Alltaf eins – alltaf öðruvísi,“ eins og John heitinn Peel sagði einhverju sinni um sína elsk- uðu sveit, The Fall. Slímugt, drullugt … yndislegt! Tveir fyrir einn Melvins og Big Business sameina kraftana. TÓNLIST Á SUNNUDEGI Arnar Eggert Thoroddsen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.