Morgunblaðið - 18.08.2008, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.08.2008, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 18. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Eyjafjöll | Íslenskt heilhveiti kemur á markaðinn í haust. Hveiti hefur verið ræktað á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum í fimm ár með góðum árangri. Hingað til hafa kýrnar á bænum einar notið uppskerunnar. Ólafur Eggertsson, bóndi á Þor- valdseyri, hefur sáð svokölluðu vetrarhveiti í akra sína síðustu sex ár. Hann sáir um mitt sumar svo að fræið nái að spíra fyrir veturinn. Jurtin leggst síðan í dvala yfir vet- urinn en nær fullum þroska haustið eftir. „Það má ekki sá of snemma, því þá fer plantan að vaxa og und- irbúa fræmyndun og verður ónýt, og heldur ekki of seint því þá drepst hún líka,“ segir Ólafur. Hveitið skemmdist í vetur „Ég geri þetta á sömu forsendum og faðir minn sem hóf kornrækt hér 1960. Við höfum ræktað korn á hverju einasta ári,“ segir Ólafur. Kornið er aðallega notað í skepnu- fóður en fjölskyldan á Þorvaldseyri rekur stórt kúabú. Þá segir Ólafur að hveiti sé gott í skiptiræktun, eins og kornrækt, til dæmis til að end- urrækta tún sem farin eru að dala. Í sumar náði hann til dæmis að slá tún tvisvar, plægði það svo daginn eftir seinni slátt og sáði hveiti. Ólafur hefur kynnt sér hveitirækt í Noregi og Svíþjóð og gert eigin tilraunir til að athuga hvaða af- brigði henta best. „Mér finnst þetta starf skila góðum árangri,“ segir hann. Ákveðin áhætta er í hveitiræktun eins og annarri kornrækt hér á landi. Plantan þolir ekki harða vet- ur. Plönturnar skemmdust síðasta vetur og verður uppskeran mun minni í ár en undanfarin ár. „Það var slæm tíð hér í tvo mánuði í vet- ur. Við höfum ekki fengið svona vetur í áratug. En það þýðir ekki að gefast upp, maður verður að halda sínu striki og vona að þetta gangi betur í framtíðinni,“ segir Ólafur. Hann sáði hveiti í 4 hektara í fyrra og telur að hveitið í einum sé í lagi eftir veturinn. Til að nýta löskuðu akrana sáði hann vorhveiti ofan í þá í vor, til skepnufóðurs. Sumarið er ekki nógu heitt og langt til að hveiti sem sáð er að vori nái að þroskast að hausti. Ólafur jók hveitiræktina í sumar, sáði í 6 hektara og vonast eftir betri uppskeru eftir rúmt ár. „Það myndi muna heilmiklu fyrir okkur ef við fyndum yrki sem ekki þyrfti nema tólf mánuði til að vaxa, í stað fjór- tán eins og nú. Tilraunir í byggrækt hafa skilað okkur hentugri teg- undum og þetta á að vera hægt í hveitinu líka,“ segir Ólafur. Stráin byrjuð að svigna Kornrækt gengur vel á Þorvalds- eyri í sumar. Byggið er að ná fullum þroska og er það hálfum mánuði fyrr en venjulega. Gulur litur er að færast yfir akrana og stráin að svigna undan axinu. Reiknar Ólafur með því að byrja að þreskja bygg upp úr 20. ágúst. Bændurnir á Þorvaldseyri juku kornrækt í vor og eru nú með 50 ha undir. Ólafur segir að þótt kostn- aður hafi aukist, bæði við áburð og olíu, þá hafi stórhækkanir á fóð- urverði styrkt grundvöll kornrækt- arinnar. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Á akri Ólafur Eggertsson situr inni á einum hveitiakrinum á Þorvaldseyri. Þar verður ágæt hveitiuppskera í haust. Kýrnar sátu að uppskerunni  Íslenskt heilhveiti kemur á markaðinn í haust  „Tilraunir í byggrækt hafa skilað okkur hentugri tegundum og þetta á að vera hægt í hveitinu líka“ Bændurnir á Þorvaldseyri uppskáru tólf tonn af hveiti síðasta haust. Kornið hefur verið mal- að í steinkvörn og verður heilhveiti úr því sett á markað í haust. Fyrstu pokarnir verða seldir í kynningarskyni á landbúnaðarsýningunni sem verður haldin á Hellu um næstu helgi. „Þetta er meira til gamans gert og til að vekja athygli á þeim möguleikum sem gætu verið í ræktun í framtíðinni,“ segir Ólafur Eggertsson bóndi. Hann hefur þó trú á að íslenska hveitið geti orðið markaðsvara. Eftir sýninguna er fyrirhugað að bjóða það til sölu í fáeinum verslunum. Ólafur hefur pakkað byggmjöli með sama hætti. Það er grófara en þykir henta í bakstur. Íslenskt heilhveiti á markað Eftir Sigurð Boga Sævarsson Norðurfjörður | Hún er sögð elsti skálavörður á Íslandi. Áslaug Guð- mundsdóttir nálgast áttrætt en á sumri hverju fer hún á fornar slóðir í Norðurfirði á Ströndum, þar sem hún stendur vaktina sumarlangt í skála Ferðafélags Íslands. „Þetta bætir lífi við árin. Það er gefandi að sinna þessu starfi. Fólk kemur fullt væntinga hingað vestur og fæstir verða fyrir vonbrigðum. Halda glaðir til baka eftir að hafa séð og upplifað stórkostlega náttúr- una hér,“ segir Áslaug sem telur ferðamenn á þessum slóðum aldrei hafa verið jafn marga sem í ár. Margir komi til dæmis í Norðurfjörð og fari þaðan á Hornstrandir. Bókmenntaferðir „Við finnum einnig fyrir því að bók Hrafns Jökulssonar, Þar sem vegurinn endar, hefur haft mikil áhrif. Margir hafa komið hingað í sumar í þeim tilgangi til að kynna sér sögusvið bókarinnar. Hrafn er líka búinn að gefa eintak af bókinni á hvern bæ hér í sveit,“ segir Áslaug sem er fædd og uppalin á bænum Naustavík. Í áratugi bjuggu hún og eiginmaður hennar, Bernharð Andr- ésson, sem nú er látinn, í Norður- firði. Þau fluttu til Reykjavíkur árið 1996. „Við vildum vera nær börn- unum okkar. Þess vegna fluttum við suður. Hins vegar eru Strandirnar í blóðinu. Ég hringi reglulega í sveit- unga mína yfir veturinn til að fá fréttir að heiman og fer hingað snemma sumars eða um það leyti sem ferðamenn fara að sjást,“ segir Áslaug sem missti eiginmann sinn fyrir fjórum árum. „Um það leyti sem við fluttumst suður keypti Ferðafélag Íslands gamla íbúðarhúsið á Valgeirs- stöðum. Þá var ég sem sumargestur á svæðinu fengin til að annast skála- vörsluna sem ég hef haft með hönd- um í þrettán sumur,“ segir Áslaug sem segir Íslendinga í miklum meiri- hluta þeirra sem leggi leið sína á nyrstu strandir. Útlendingum fjölgi þó með hverju árinu sem líði. Bætir lífi við árin Áslaug Guðmunds- dóttir, skálavörður í Norðurfirði, nálgast áttrætt Morgunblaðið/Sigurður Bogi Í Norðurfirði Ferðamenn aldrei jafn margir sem í ár, segir Áslaug Guð- mundsdóttir skálavörður. Morgunblaðið/RAX Heklugos 2003 Íslendingar standa framarlega í eldfjallafræði, enda virkni eldfjalla óvenju mikil. HEIMSÞING Alþjóðlega eldfjalla- fræðisambandsins (IAVCEI) hefst í Háskóla Íslands í dag og stendur það til 22. ágúst nk. Um er að ræða viða- mestu vísindaráðstefnu á sviði raun- vísinda sem haldin hefur verið hér á landi. Þingið sækja um 900 þátttak- endur frá um 50 þjóðlöndum. Flutt verða um 700 erindi og sýnd nær 600 veggspjöld. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, setur heimsþingið í að- alsal Háskólabíós kl. 8.30 í dag. Heimsþing IAVCEI eru haldin á fjögurra ára fresti og er þetta í fyrsta sinn sem heimsþingið er hald- ið hér á landi. Hópur íslenskra jarð- vísindamanna hefur unnið að und- irbúningi þingsins í nokkur ár. Þar verða kynntar niðurstöður nýjustu rannsókna og flestir helstu sérfræð- ingar á þessu sviði koma til þingsins. Alþjóðasambandið IAVCEI veitir nokkur verðlaun á heimsþingum. Æðstu verðlaunin bera nafn Sig- urðar heitins Þórarinssonar, Thor- arinsson Medal, og eru veitt fram- úrskarandi vísindamönnum á sviði fræðigreinarinnar. Nú verður Stev- en Sparks, prófessor í Bristol, sæmdur Thorarinsson Medal. Stærsta raunvísinda- ráðstefnan Um 900 fulltrúar koma á heimsþing um eldfjallafræði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.