Morgunblaðið - 18.08.2008, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 18.08.2008, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. ÁGÚST 2008 9 FRÉTTIR Ef þú átt vandaðan notaðan kven-, herra- eða barnafatnað, skó, töskur, skart eða fallega muni getur þú með einföldum hætti látið gott af þér leiða. Tekið er á móti fatnaði og munum að Síðumúla 15 (baka til) mánudaga til laugardaga kl. 12-18. Fatnaðurinn verður seldur á glæsimarkaði í Perlunni þann 30. ágúst. Allur ágóðinn rennur óskiptur til uppbyggingar á skóla fyrir börn og konur í Jemen, fátækasta ríki arabaheimsins. Verkefnið er á vegum Jóhönnu Kristjónsdóttur Glæsimarkaður í Perlunni, laugardaginn 30. ágúst kl. 10-18 Eftir Björn Björnsson SAMDÓMA álit gesta á Hólahátíð var að sjaldan hefði verið svo glæsi- leg og sterk dagskrá þar sem saman fór afburða söngur, ljóðalestur þess skálds sem hæst stendur núlifandi Íslendinga og hátíðarræða, orðlist í hæsta gæðaflokki. Eins og alltaf áður lék veðrið við gesti á Hólahátíð, og líkt og öll um- gjörðin skartaði sínu fegursta var hátíðardagskráin einnig í hæsta gæðaflokki. Að þessu sinni stóð há- tíðin í þrjá daga, en hún hófst á föstudagskvöldi með málþingi í Auð- unnarstofu, en síðan rak hver við- burðurinn annan og lauk með hátíð- arsamkomu í Dómkirkjunni síð- degis á sunnudag þar sem hátíð- arræðuna flutti dr. Páll Skúlason, fyrrverandi háskólarektor, en skáld hátíðarinnar var að þessu sinni Matthías Johannessen, fyrrverandi ritstjóri. Útsaumur og annar textíll Á málþinginu í Auðunnarstofu á föstudagskvöldi var fjallað um út- saum og aðra textíla í íslenskri kirkjulist, en erindi fluttu þar Elsa Guðjónsson, textíl- og búningafræð- ingur, Sigríður Jóhannesdóttir vef- listarkona og Leifur Breiðfjörð myndlistarmaður. Á þessu málþingi var sýnd hin nýja biskupskápa, eft- irgerð af kantarakápu Jóns Arason- ar sem Ólína Bragadóttir Weight- man saumaði. Á laugardeginum bar hæst göngu í Gvendarskál, þar sem vígslubiskup söng pílagrímamessu við hið forna altari Guðmundar biskups góða, en Hjörtur Pálsson guðfræðingur flutti hugvekju. Tvær pílagrímagöngur voru gengnar heim til Hóla, önnur frá Flugumýri í Blönduhlíð en hin frá Atlastöðum í Svarfaðardal. Farið var fornleifarölt um staðinn en við kvöldbænir í Dómkirkjunni var svo tekið á móti þreyttum pílagrímum komnum um langan veg yfir fjall- vegi. Sunnudagurinn, sem var þrett- ándi sunnudagur eftir þrenning- arhátíð og hinn fasti Hólahátíð- ardagur, hófst með morgunbænum í Dómkirkjunni en síðan var samkoma í Auðunnarstofu í tilefni af útgáfu fyrsta bindis Hólarita, sögu Bauka Jóns, eftir dr. Jón Þ. Þór sagnfræð- ing. Eftir hádegi var hátíðarguðs- þjónusta í Dómkirkjunni, og hófst athöfnin á að vígslubiskup vígði og helgaði hina nýju biskupskápu, sem þau hjónin Margrét Sigtryggsdóttir og Jón Aðalsteinn Baldvinsson gáfu til minningar um dóttur þeirra Sig- rúnu. Dr. Einar Sigurbjörnsson pré- dikaði, Jón Aðalsteinn Baldvinsson vígslubiskup þjónaði fyrir altari ásamt sr. Sigríði Gunnarsdóttur og sr. Ólafi Hallgrímssyni, organisti var Eyþór Ingi Gunnarsson en kórinn Hymnodia annaðist söng. Einar hljóp í skarðið Fyrirhugað var að herra Sig- urbjörn Einarsson biskup mundi prédika, en vegna veikinda hans annaðist dr. Einar, sonur hans, pré- dikunina og spann sín orð í kringum þann ramma sem faðir hans hafði gert. Að aflokinni hátíðaguðsþjónust- unni þágu gestir veitingar í boði Hólanefndar, en síðan hófst hátíð- arsamkoma í Dómkirkjunni, en þar söng kórinn Hymnodia undir stjórn Eyþórs Inga, hátíðarræðuna flutti dr. Páll Skúlason og skáldið Matth- ías Johannessen las frumsaminn ljóðaflokk. Að lokum þakkaði vígslubiskup gestum komuna, bað þeim blessunar og góðrar heimkomu. Ljósmyndir/Björn Björnsson Biskupskápa Hjónin Margrét Sigtryggsdóttir og Jón Aðalsteinn Baldvinsson vígslubiskup gáfu kápuna, en Ólína Bragadóttir Weight- man saumaði. Vígslubiskup vígði og helgaði kápuna á Hólahátíð. Skáldið Matthías Johannessen las frumsam- inn ljóðaflokk á hátíðarsamkomu í kirkjunni. Glæsileg hátíðar- dagskrá í veðurblíðu  Ljóðalestur og hátíðarræða  Orðlist í hæsta gæðaflokki Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050 SANDUR MÖL FYLLINGAREFNI WWW.BJORGUN.IS Sævarhöfða 33, 112 Reykjavík, sími 563 5600                            AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.