Morgunblaðið - 18.08.2008, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.08.2008, Blaðsíða 10
NORRÆN ráðherraráðstefna um skógarmál verður haldin í dag og á morgun á Suðurlandi. Yfirskrift hennar er: „Samkeppnishæf skóg- rækt á Norðurlöndum – Hvernig tökum við á loftslagsbreytingum og kröfu um vatnsgæði?“ Samhliða og í beinu framhaldi af ráðherrafund- inum verður ráðstefnan „Norrænir skógar í breyttu veðurfari“ haldin á Selfossi. Nordgenskog og Skógrækt ríkisins standa að þeirri ráðstefnu. Gestgjafar ráðherraráðstefn- unnar eru íslenskir ráðherrar sem koma að skógarmálum, þau Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverf- isráðherra og Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráð- herra, ásamt sænska landbún- aðarráðherranum Eskil Erlandsson en skógarmál Svía heyra undir hann, að því er fram kemur á heima- síðu Skógræktar ríkisins (www.skogur.is). Í dag verður farið í kynnisferð með gesti ráðherraráðstefnunnar um náttúruleg og ræktuð skóglendi, nýskógræktarsvæði bænda og auðn- ir á Suðurlandi. Eins fá þeir að kynn- ast stærsta umhverfisvandamáli Ís- lendinga, þ.e. gróður- og jarðvegseyðingu. Fundir ráðstefn- unnar verða á Hótel Selfossi á morg- un. Meginmálin á dagskrá eru ann- ars vegar „skógur og loftslag“ og hins vegar „skógur og vatnsgæði“. M.a. verður fjallað um samspil skóga og loftslagsbreytinga og hlutverk skóga við verndun vatnsgæða. gudni@mbl.is Skógarmál á Norður- löndum í brennidepli Í HNOTSKURN »Svíar fara nú með for-mennsku í norrænu ráð- herranefndinni um skógarmál en Íslendingar taka við forystu á næsta ári. »Þetta er í annað sinn semnorrænir ráðherrar funda um skógarmál. Fyrsti fund- urinn um þau var í Danmörku 2005. »Hér er unnið að fjöl-breyttum rannsóknum um áhrif skóga á umhverfið. Fara í kynnisferð um náttúruleg og ræktuð skóglendi 10 MÁNUDAGUR 18. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ „Óskarinn“ hlaut að þessu sinni Hanna Birna Kristjánsdóttir fyrir frábæran leik sinn í gam- an hryllingnum „svíkjum Ólaf F“. VEÐUR Ungir jafnaðarmenn urðu sér tilskammar þegar þeir stóðu fyrir skrílslátum í Ráðhúsi Reykjavíkur í janúar síðastliðnum.     Þá voru brotin bæði landslög ogfundarsköp borgarstjórnar Reykjavíkur þegar gerð voru hróp að nýjum borgarstjóra og fundur borgarstjórnar truflaður.     Ungir jafn-aðarmenn virð- ast staðráðnir í að verða sér áfram til skammar. Í samtali við Vísi í gær sagði Anna Pála Sverr- isdóttir, formaður þeirra (stúlkan með rauðu hanzkana), að líklegt væri að aftur yrði efnt til mótmæla nú er nýr borgarstjórnarmeirihluti tekur við völdum.     Það er auðvitað hið bezta mál aðfólk nýti sinn lýðræðislega rétt til að mótmæla. En í janúar fóru mót- mælin út fyrir öll skynsamleg mörk, þegar fundur lýðræðislega kjörinnar borgarstjórnar var truflaður.     Hvað sem fólki kann að hafa fund-izt um þann meirihluta sem þá var myndaður eða þann, sem nú er í uppsiglingu, urðu báðir til í fullu samræmi við þær reglur sem gilda um starfsemi sveitarstjórna.     En það sýnir kannski virðinguungra jafnaðarmanna fyrir regluverki lýðræðisins, að Anna Pála vill að sett verði bráðabirgða- lög, ekki til að breyta almennt reglum um kosningar til sveit- arstjórna, heldur til að heimila kosn- ingar í Reykjavík vegna núverandi „aðstæðna“.     Ef ungum jafnaðarmönnum finnstreglurnar asnalegar, finnst þeim í lagi að brjóta þær eða heimta að þeim verði breytt með geðþótta- ákvörðunum. STAKSTEINAR Anna Pála Sverrisdóttir Skítt með kerfið! SIGMUND                      ! " #$    %&'  (  )                   *(!  + ,- .  & / 0    + -                          12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (             ! !" ## "# #"       !! $!  $        :  3'45 ;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@ ).? $     $  $ $ $ $  $ $  $  $  $  $                            *$BC                               ! *! $$ B *! %& '!  !& !   (  )  <2 <! <2 <! <2 %(' #" !* #+!, "#-   B D           <   "      #         $ %      & ' (         )       '     *   (   6 2  + (      '    #    ! , '    ./"" !!00  #"! !1   !* # Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ FRÉTTIR NÝR meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í borgarstjórn Reykjavíkur nýtur fylgis 26,2% borgarbúa, samkvæmt könnun Fréttablaðsins á laugardag. Það er lítið eitt meira fylgi en síðasti meiri- hluti naut í janúar. Samfylking hefur enn mest fylgi, 46,8% og fengi átta fulltrúa væri kosið nú. 27,9% segjast myndu kjósa Sjálfstæðisflokk, sem fengi fjóra fulltrúa. VG hefur 17,7% og fengi þrjá menn en aðrir flokkar næðu engum inn. 17,5% segjast ekki myndu kjósa eða skila auðu, sem er mikil aukning frá fyrri könnunum. Úrtakið voru 600 atkvæðisbærir Reykvíkingar sem skiptust jafnt eft- ir kyni. onundur@mbl.is Könnun Nýi borgarmeirihlutinn nýtur stuðnings 26,2% borgarbúa. Lítið sterk- ari en fyrri meirihluti Samfylking enn stærst með 46,8% FJÖLMENNT var á Ormsteiti, bæj- arhátíð Fljótsdalshéraðs, sem hófst um síðustu helgi. Stendur hátíðin í tíu daga og hófst á föstudag með skrúðgöngu undir leiðsögn írsks karnivalhóps. Meðal annarra við- burða má nefna tónleika í Hall- ormsstaðarskógi og þá verður hreindýrstarfur grillaður á laug- ardag. Segir lögregla allt hafa farið vel fram og áætlar að a.m.k.1.500 manns hafi verið á göngunni. Fjölmenni á Ormsteiti Ljósmynd/Helgi Garðarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.