Morgunblaðið - 18.08.2008, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 18.08.2008, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. ÁGÚST 2008 11 FRÉTTIR FLÍSAR...TEPPI...PARKET...DÚKA TEPPI...PARKET...DÚKAR...FLÍSAR. KET...DÚKAR...FLÍSAR...TEPPI...PAR FLÍSAR...TEPPI...PARKET...DÚKA TEPPI...PARKET...DÚKAR...FLÍSAR. KET...DÚKAR...FLÍSAR...TEPPI...PAR FLÍSAR...TEPPI...PARKET...DÚKA TEPPI PARKET DÚKAR FLÍSAR... ... ... . KET...DÚKAR...FLÍSAR...TEPPI...PAR FLÍSAR...TEPPI...PARKET...DÚKA TEPPI...PARKET...DÚKAR...FLÍSAR. KET...DÚKAR...FLÍSAR...TEPPI...PAR ÚTSALÞúsundir fermetra af flísum með 20-70% afslætti Gólfdúkar 25% afsláttur Eik natur, 3ja stafa14mm kr 3.490 kr/m2 Eftir Gunnlaug Árnason Stykkishólmur | Einni bestu grá- sleppuvertíð í Stykkishólmi er að ljúka. Vertíðinni átti að ljúka 9. ágúst, en sama dag og sjómenn voru að draga upp netin kom til- kynning frá sjávarútvegsráðuneyt- inu að vertíðin yrði lengd um 9 daga svo að grásleppukarlar mega enn vera með net í sjó. Frá Stykkishólmi stunduðu tæp- lega 20 bátar grásleppuveiðar þessa vertíðina og eru það um helmingi fleiri bátar en í fyrra. Álf- geir Marinósson og Páll Að- alsteinsson gera út saman á grá- sleppu bátinn Anna Karín. Þeir tóku upp netin á föstudag. „Það gekk mjög vel hjá okkur eins og öðrum sem gerðu út frá Stykkishólmi, “ segir Álfgeir og bættir við: „Þetta er okkar besta vertíð frá því að við félagarnir fór- um að gera út saman árið 1995. Bæði var að veðráttan var hag- stæð, það kom aldrei vestanátt sem heitið gæti og eins var veiðin mjög góð.“ Þótti ótækt að hætta Þeir stunduðu veiðar út allt tíma- bilið á tveimur bátum, því hver og einn bátur má aðeins stunda veiðar ákveðinn dagafjölda. „Veiðin var það góð að þegar veiðidagarnir voru búnir á okkar bát þótti okkur ótækt að hætta og við gripum til þess ráðs að leigja bát og vorum því á veiðum allt tímabilið, sem við höfum ekki gert áður. Við fengum um 25 tonn af blautum hrognum upp úr sjó og til að útskýra það nánar gerir það um 168 saltaðar tunnur. Við teljum að aflinn nú sé um 70% meiri en í fyrra fyrir hvern dag,“ segir Páll. Þeir voru spurðir út í verðið fyrir hrognin á þessari vertíð. „Svarið fer eftir því við hvað á að miða,“ segir Álfgeir. „Verðið nú er hærra en í fyrra en nær ekki þeirri krónutölu sem greidd var árið 1997. Við erum í viðskiptum við Framfood í Njarð- vík og fáum yfir 400 krónur fyrir kílóið og eigum við ekki að segja að við séum sáttir,“ segir Álfgeir. „Það sem gerir þessa vertíð öðruvísi en þær fyrri fyrir utan veiðina, er það að skötuselur er alltaf að aukast í netunum. Við er- um að fá hann í hundraða tali. Við erum að fá þetta 30-50 stykki í hverri vitjun. Segjum svo að með- alþyngd skötuselsins sé um 2 kg og aðrir bátar fái svipað og við þá má ætla að hver bátur veiði um 1 til 2 tonn ef við skjótum á þetta gróft,“ segir Páll. „ Það sem verra er er að við megum ekki koma með þennan afla í land. Krókaaflamarkskerfið gerir okkur það ókleift, því innan þess kerfis er ekki gert ráð fyrir skötuselsveiðum. Við erum að veiða þennan djúpsjávarfisk alveg upp á fjögurra metra dýpi. Ég held að við höfum fengið okkar fyrsta skötusel í netin árið 2000 svo þetta er mikil breyting,“ segir Páll. Þeir félagar segja að ufsi sjáist meira í net- unum, en aftur móti er mun minna af þorski. Mikið um æðarfugl síðustu dagana Að sögn þeirra félaga dró mjög úr veiði eftir 25. júlí, þá má segja að vertíðin hafi verið búin. Í byrjun ágúst fór að verða vart við mikið af æðarfugli í netunum, einkum ung- fugl og fugli frá í fyrra. „Ég sem er alinn upp við æðarvarp finnst mjög slæmt að fá æðarfugl í netin, ég hef enga ánægju af því. Á fyrri hluta tímabilsins var undantekning ef æðarkolla flæktist í netin, en nú kemur hún í tugatali í lokin. Því er það okkar reynsla af þessari vertíð að það sé afleit ákvörðun að lengja vertíðina meira, í stað þess að byrja 10. maí eins og hefur verið gert undanfarin ár, nema þau tvö síðustu en vertíð hófst í vor og í fyrra 20. maí,“ segir Páll að lokum. Skötuselur veiðist í miklu magni Ljósmynd/Gunnlaugur Auðunn Árnason Vertíð Álfgeir Marinósson og Páll Aðalsteinsson gera út saman á grásleppu.  Góðri grásleppuvertíð að ljúka  Tæplega 20 bátar frá Stykkishólmi stunduðu grásleppuveiðar þessa vertíðina sem er um helmingi fleiri bátar en í fyrra  „Okkar besta vertíð,“ segja tveir grásleppukarlar Í HNOTSKURN »Við Breiðafjörð hefur grá-sleppan verið góð búbót. Nú er að ljúka einni bestu grá- sleppuvertíð í Stykkishólmi. Hagstætt veður var og góð veiði. »Skötuselur er að aukastsem meðalafli í grásleppu- net. Álfgeir og Páll fengu fyrst skötusel í netin árið 2000, en nú veiðist hann í tonnatali. »Skötuselur hefur verið tal-inn djúpsjávarfiskur. Í sumar veiddist hann í net al- veg upp á 4 metra dýpi, sem er það grunnt að það sést í botn. »Síðustu daga grásleppu-vertíðar hefur mikið af æðarfugli drepist í netum, en á fyrri hluta tímabilsins er það nær undantekning að æð- arfugl flækist í netin. Þetta þarf að skoða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.