Morgunblaðið - 18.08.2008, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.08.2008, Blaðsíða 12
FRÉTTASKÝRING Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is Á BILINU 15-18 lögreglunemar í starfi hjá lögreglunni á höfuðborg- arsvæðinu munu hverfa til náms í Lögregluskóla ríkisins í september og þarf að manna þær stöður sem losna til að halda í horfinu. Að sögn Stefáns Eiríkssonar lög- reglustjóra verður væntanlega brugðist við þessu með því að aug- lýsa eftir lögregluþjónum í störf. 33 lögreglunemar sem lokið hafa 8 mánaða starfsþjálfun og fyrri hluta lögreglunáms koma á loka- önn sína sem hefst í september og verða þeir brautskráðir í desem- ber. Jafnframt hafa sextán nýnem- ar verið valdir inn í skólann til hefja nám á fyrstu önn í sept- ember. Að henni lokinni, í desem- ber, fara þeir í starfsþjálfun. Í jan- úar koma þá 32 nýnemar sem ljúka fyrstu önn vorið 2009 og hefja starfsþjálfun. „Samkvæmt langtímaáætlun okkar erum við því með 48 nema í skólanum á hverjum tíma,“ segir Arnar Guðmundsson, skólastjóri Lögregluskólans. Margir hæfir umsækjendur Arnar segir það áberandi upp á síðkastið hversu margir hæfir um- sækjendur hafi sótt um nám í Lög- regluskólanum. „Áður höfum við upplifað að fólk hefur sent inn um- sókn en fallið á inntökuprófi eða ekki mætt,“ bendir hann á. Í nýút- kominni ársskýrslu Lögregluskól- ans kemur fram að vorið 2007 hafi verið auglýst eftir nemum til að hefja nám á fyrstu önn haustið 2007. Hæfir umsækjendur voru 76 og 61 mætti í inntökupróf. 42 mættu í viðtal hjá valnefnd skól- ans og þar af voru 37 valdir til að stunda námið. Hlutfall kvenna var 23%. Lögregluþjónar sem útskrifast frá Lögregluskólanum fara lang- flestir til vinnu hjá lögregluemb- ættum að loknu námi að sögn Arn- ars. „Langstærstur hluti nema er hingað kominn til að fara til vinnu hjá lögreglunni,“ segir hann. Svið innan lögreglunnar eru jafn mörg og þau eru fjölbreytt og spurður um áhuga nýnema á sér- stökum starfssviðum segir Arnar að áhugi fólks beinist í ýmsar átt- ir. „Sumir hafa áhuga á lög- reglurannsóknum og aðrir horfa til sérsveitarinnar, enda sækja marg- ir um þegar hún auglýsir eftir fólki. Enn aðrir hafa áhuga á að taka að sér fíkniefnaleitarhund en allajafna erum við með nema sem hafa áhuga á því að takast á við al- menn lögreglustörf og þróa sig áfram.“ Umferðarfræði og refsiréttur Meðal námsgreina hjá Lög- regluskólanum eru lögreglulög, réttarfar, refsiréttur, lög- reglurannsóknir, umferðarfræði, siðfræði, tölvufræði, líkamsþjálfun, lögregluæfingar og björg- unarsund. Þá eru ónefndar verk- legar æfingar. Skólinn leggur meðal annars áherslu á tengsl við erlendar lög- reglumenntastofnanir en einnig er lagt upp úr tengslum við innlendar stofnanir, bæði mennta- og rík- isstofnanir. Í fyrra var lokið við átak í stjórnarmenntun sem byrjað var á árið 2003 með samkomulagi við Landssamband lögreglumanna, dómsmálaráðuneytið og ríkislög- reglustjóra. Námið var sérsniðið stjórnunarnám fyrir yfirmenn í lögreglunni og þá sem sækjast eft- ir æðstu stöðum. Samkomulag var gert við Endurmenntunarstofnun HÍ vegna aðstoðar við gerð nám- skrár og fleira. Ýmis sérnámskeið voru einnig haldin á vegum framhaldsdeildar. Má þar nefna námskeið um yf- irheyrslur í hljóð og mynd, rann- sóknarlögreglumannanámskeið, námskeið sem nefndist Útlend- ingar og persónueftirlit á landa- mærum og námskeið í umsjón og þjálfun lögregluhunda. Morgunblaðið/Sverrir  33 lögregluþjónsefni hefja lokaönn sína í september og 16 til viðbótar byrja í grunnnámi í Lögreglu- skóla ríkisins  Meðal námsgreina eru lögreglulög, réttarfar, refsiréttur og lögreglurannsóknir Í HNOTSKURN »Lögregluskóli ríkisins ersjálfstæð lögreglustofnun sem starfar á grundvelli lög- reglulaga og reglugerðar um Lögregluskóla ríkisins. »Meginstarfsemi skólans erskipað í þrjár deildir, rekstrardeild, grunnnáms- deild og framhaldsdeild. » Í árslok 2007 var tekinninn viðbótarhópur í skól- ann og voru því 45 lög- regluþjónar brautskráðir í apríl sl. og 33 verða braustkr- áðir í desember. Langflestir á leið í lögreglustörf Morgunblaðið/Júlíus Lögregluþjónar Svið lögreglunnar eru mörg og fjölbreytt. Sumir útskrif- aðir hafa áhuga á lögreglurannsóknum en aðrir horfa til sérsveitarinnar. 12 MÁNUDAGUR 18. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þegar kemur að inntökuprófum í lögregluskólanum þurfa nemendur að standast m.a. íslenskupróf og þrekpróf. Merkjanlegt er að sögn Arnars Guðmundssonar, skólastjóra Lögregluskólans, að dregið hefur úr ís- lenskufalli meðal umsækjenda. Í ársskýrslu kemur fram að fall á inntökuprófi meðal karla er 23% og 47% meðal kvenna. Færri falla á íslenskunni Vestmannaeyjar | Við lok lundaveiði- tímabilsins í Vestmannaeyjum kom í ljós það sem menn óttuðust, að við- komubrestur í stofninum undanfarin þrjú ár er farinn að koma fram í miklu minni veiði. Samkvæmt tölum sem Morgunblaðið hefur aflað er veiðin ekki nema brot af því sem ger- ist í venjulegu árferði. Í byrjun tíma- bils virtist sem varp ætlaði að heppn- ast en nú eru að koma fram mikil afföll í pysju þannig að árið gæti orðið það fjórða í röð þar sem aðeins lítill hluti lundapysjunnar kemst upp. Veiði var takmörkuð á síðasta ári og enn frekar í sumar en nú telja kunn- ugir að jafnvel verði gripið til algjörs veiðibanns næsta sumar. Sést varla fugl Pétur Steingrímsson, sem hefur áralanga reynslu í lundaveiði, var staddur í Bjarnarey þegar Morg- unblaðið ræddi við hann. Hann sagð- ist varla sjá fugl en hann hafði þó frétt af talsverðu flugi tveim dögum áður. „En núna er þetta eins og seint að hausti, aðeins örfáa lunda að sjá,“ sagði Pétur. „Ekki urðum við varir við mikinn lunda á sjónum en sáum þó einn og einn á leiðinni. Ekki var hann með æti í goggnum og þegar við komum að eynni sáum við varla fugl á flugi.“ Pétur og fleiri sem rætt var við sögðu að ástandið væri „hræðilegt“ og engu hefði skipt þótt veður hefði verið hagstætt til veiða, lundinn gaf sig einfaldlega ekki. Í Bjarnarey máttu lundakarlar „þakka fyrir að fá í soðið“, yfirleitt hefur veiðin þar verið á milli 90 og 100 kippur en 100 fuglar eru í hverri kippu. Mesta veiði sem vitað er um í Bjarnarey á síðari árum er 140 kippur. Veiðin innan við tíu kippur í Álsey Sömu sögu er að segja úr Álsey þar sem veiðin er innan við tíu kippur. Al- geng veiði þar hefur verið í kringum 100 kippur en mest hefur hún orðið 250 kippur. Í Elliðaey er veiðin aðeins átta kippur á móti 80 til 100 sem El- liðaeyingar telja eðlilegt. Tölur úr öðrum úteyjum væru sambærilegar, fimm kippur í Suðurey og ein til tvær í Brandinum. Það var ekki sama ördeyðan í Ysta- kletti sem er hluti af Heimaey. Ysti- klettur hefur í mörg ár verið fengsæl- asti lundaveiðistaðurinn í Vestmannaeyjum. Þar náðu menn 40 kippum í ár en algeng veiði hefur ver- ið á milli 150 og 170 kippur og svo hafa þeir komist yfir 200 kippur í metárum. Pétur og fleiri sem rætt var við segja ástandið „grafalvarlegt“ því nú vantar orðið árganga í lundastofninn sem bera eiga uppi veiðina á næstu árum. Óttast þeir að með þessu áframhaldi verði lundaveiðar bann- aðar í Vestmannaeyjum sem yrðu mikil viðbrigði því lundaveiði er merkur þáttur í bæjarsálinni og hluti af sérstæðri menningu Eyjamanna. Veiðin aðeins brot af því sem verið hefur Viðkomubrestur undanfarin þrjú ár farinn að koma fram í minni veiði Morgunblaðið/Sigurgeir Hrun Lundaveiðitímabilinu er lokið og ljóst að hrun hefur orðið í stofninum. Í HNOTSKURN »Að fengnu áliti veiði-manna og vísindamanna sem vakta lundann var ákveð- ið að hefja veiðar 10. júlí í ár í stað 1. júlí eins venja hefur verið og átti hún að standa til 15. þ.m. »Bæjaráð Vestmannaeyjaákvað í ljósi alvarlegra ábendinga, bæði frá veiði- mönnum og vísindamönnum, að stoppa veiðar 10. ágúst. »Fól bæjarráð bæjarstjóraað óska eftir því við yf- irvöld að sérstök áhersla verði lögð á rannsókn á lunda næstu árin til að tryggja sjálfbærar veiðar á tegund- inni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.