Morgunblaðið - 18.08.2008, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.08.2008, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 18. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Ólafur Þ. Stephensen. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Einn til-gangurinnmeð inn- rás Rússa í Georgíu var vafa- laust að fæla stjórnvöld í land- inu frá þeirri stefnu að sækja um aðild að Atlantshafsbandalaginu (NATO) og sýna Vest- urlöndum sömuleiðis fram á að ekki borgi sig að taka inn í bandalagið fleiri af nágranna- ríkjum Rússa en orðið er. Rússar hafa upp á síðkastið allir færzt í aukana gagnvart nágrannaríkjunum. NATO- ríkinu Póllandi hefur verið hótað kjarnorkuárás vegna þátttöku landsins í eld- flaugavarnaáætlun Banda- ríkjanna – sem beinist ekki gegn Rússlandi heldur ríkjum á borð við Íran. Margt bendir til að Rússar hafi markvisst reynt að koma af stað hernaðarátökum í Suður-Ossetíu með stuðningi við skæruliða sem berjast gegn yfirráðum Georgíu. Saa- kashvili, forseti Georgíu, gerði vissulega stór mistök þegar hann brást við sprengjuárásum skæruliða með því að beita hervaldi í héraðinu, meðal annars gegn óbreyttum borgurum. Hins vegar voru viðbrögð Rússa ekki í neinu samræmi við tilefnið. Þeir gengu miklu lengra en svo að hrekja georgíska herinn frá Suður- Ossetíu, heldur gerðu árásir á ótal önnur skotmörk, bæði hernaðarleg og borgaraleg, um alla Georgíu. Til- gangurinn verður varla dreginn í efa; það átti að hræða stjórn- völd í Georgíu til hlýðni. Angela Merkel, kanzlari Þýzkalands, heimsótti Georgíu í gær og ítrekaði þá að landið gæti fengið aðild að NATO ef Georgíumenn vildu – og það vildu þeir. Þetta er mikilvæg yfirlýs- ing. Rússar misreiknuðu sig án efa þegar þeir réðust inn í Georgíu. Í stað þess að fæla Vesturlönd frá stuðningi við landið hefur samstaða með Georgíu aukizt. NATO á sízt af öllu að hvika frá stuðningi við aðild Georgíu nú þegar Rússland hefur sýnt landinu ótrúlegan yfirgang. Það skiptir máli að standa með nágrannaríkjum Rússlands sem eru í slíkri stöðu og skilja þau ekki eftir ein á berangri. Að sjálfsögðu eiga Vest- urlönd jafnframt að leita eftir samstarfi við Rússland, eiga við það viðskipti og rækta samskiptin á allan hátt. En það má hvergi hvika þegar yf- irgangsstefna Rússa gagn- vart nágrannaríkjunum er annars vegar. Til er ljót saga af friðkaupum við þá sem fylgja slíkri stefnu. Hvergi má hvika þegar yfirgangur Rússa gagnvart nágrönnum er annars vegar.} Stuðningur við Georgíu Hugmyndin umsnjallkort fyrir þá sem sækja fjölbreytta þjón- ustu í Reykjavík hljómaði vissulega vel í eyrum fólks þegar hún var kynnt í tíð R-listans. Hins vegar var framkvæmdin eitt allsherj- arklúður eins og lesa mátti um í grein Oddnýjar Helgadóttur í Morgunblaðinu í gær. Með innleiðingu kortanna átti að ná fram sparnaði og hagræðingu í rekstri valinna þjónustustofnana borg- arinnar. Niðurstaðan er samt sú að verkefnið hefur kostað ríflega 400 milljónir króna án þess að nokkur árangur liggi fyrir. Peningum skattgreiðenda hefur verið kastað út um gluggann. Fyrirtæki sem komu að þróuninni fóru í þrot eða voru yfirtekin af öðrum. Greinilegt er að margir eru reiðir vegna þess hvernig fór. Engin ein skýring er á klúðrinu og því haldið fram að ekkert eitt hafi farið úrskeið- is. Hvernig er hægt að ráðast í svo viðamikið verkefni án þess að nokkur nið- urstaða fáist? Bera ekki borg- arfulltrúar pólitíska ábyrgð á mistökunum? Þeir sem stýrðu verkefninu benda hver á annan. Fyrrver- andi formaður stýrinefnd- arinnar segir að fyrirtækin sem unnu að verkinu með borginni hafi ekki verið nógu sterk. Fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Strætós segir að verkefnið hafi verið um- fangsmeira en talið var í upp- hafi. Borgarlögmaður segir að borgin hefði ef til vill átt að fylgjast betur með þróun verkefnisins. Framkvæmda- stjóri ÍTR segir að verkefnið hafi verið of stórt og flókið. Það er greinilegt að stjórn- málamenn fóru fram úr sjálf- um sér þegar þeir réðust í þróunarverkefni sem þeir skildu ekki. Þetta mál sýnir að mikil áhætta fylgir slíkum verkefnum. Í slíkum tilvikum eiga menn að hætta sínum eig- in peningum en ekki skatt- greiðenda. Peningum var kast- að út um gluggann.}Eitt allsherjarklúður Þ að er engin sérstök ástæða fyrir borgarbúa að taka fagnandi á móti nýjum borgarstjórnarmeirihluta í Reykjavík, þótt sjálfstæðismenn keppist um að láta eins og nú sé allt komið í eðlilegt horf eftir mikla umbrotatíma sem hófust þegar Ólafur F. Magnússon fór að trúa því að hann væri borgarstjóri í Reykjavík en ekki strengjabrúða Sjálfstæðisflokksins. Þeir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sem fást til að tjá sig í fjölmiðlum fara nú með rulluna sína um að þeir ætli ekki að bregðast trausti borgarbúa og muni láta verkin tala. Borgarbúar hafa heyrt þessa þulu svo oft að þeir eru hættir að hlusta. Þeir hafa fátt séð til verka borgarfulltrúanna annað en klúður stjórnmálamanna sem í örvæntingu reyna að bjarga eigin skinni. Það þarf ekki ofurnæma manneskju til að sjá að borg- arstjórnarflokkur sjálfstæðismanna hefur hvað eftir ann- að gengið fram af borgarbúum. Innbyrðis sundrung hefur lengi verið augljós enda hefur verið takmarkaður áhugi á því innan borgarstjórnarflokksins að leyna ósamkomulag- inu. Á sínum tíma blasti við að myndun meirihluta með Ólafi F. Magnússyni yrði feigðarflan. Samt rauk borg- arstjórnarflokkurinn í það samstarf í þeim eina tilgangi að ná völdum. Svo er haldið áfram, með Óskari Bergssyni. Góðviljaðir menn vona að Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki að leiða vænan framsóknarmann til slátrunar. Borgarbúar hafa á tilfinningunni að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks séu tilbúnir að hanga á völd- unum hvað sem það kostar. Framganga þeirra hefur einfaldlega verið á þann veg að ekki verður séð að þeir beri hag borgarbúa fyrir brjósti. Á hliðarlínunni standa borgarfulltrúar Sam- fylkingar og Vinstri grænna og líður býsna vel. Þeir hafa gert með sér samkomulag um að mynda meirihluta eftir næstu borgarstjórn- arkosningar og dunda sér við að telja dagana þar til völdin verða þeirra. Borgarfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna mæta í fjölmiðla og tjá sig um stöð- una. Sumir í þeim hópi hafa gert froðusnakk að sérgrein sinni og gefið orðinu umræðu- stjórnmál alveg nýja merkingu. Maður leggur við hlustir, tapar fljótlega þræði en skilur þó að þessir málglöðu fulltrúar eru fullir fordæmingar á klækjastjórnmálum andstæðinganna. Marga grunar þó að þeir hafi sjálfir ekkert á móti því að stunda klækja- stjórnmál til jafns við flesta aðra stjórnmálamenn. Vegna valdaleysis hafa þeir ekki haft tækifæri til þess í nokkurn tíma. Nú vita þeir að þeirra tími mun koma. Samfylking og Vinstri grænir eru ekki mikið skárri eða flekklausari flokkar en Sjálfstæðisflokkur og Framsókn. Þeir hafa bara ekki valdið skaða í borginni með innbyrðis sundrungu og opinberum vitleysisgangi og það nægir til að laða að þeim fylgi. Valdataka þessara flokka virðist óhjákvæmileg. Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokks- ins hefur séð fyrir því. kolbrun@mbl.is Kolbrún Bergþórsdóttir Pistill Áfram sömu leið FRÉTTASKÝRING Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is K ákasussvæðið gegnir mikilvægu hlutverki á olíumörkuðum heims- ins, einkum og sér í lagi hvað snertir fram- boð á olíu frá ríkjum sem standa ut- an OPEC, helstu olíuvinnsluríkja heims. Röskun á framboði Kákasus- olíunnar myndi því hafa umtals- verðar afleiðingar og þrýsta á um verðhækkanir, þ.m.t. á dísilolíu. Þetta er mat sérfræðings sem veitir Bandaríkjastjórn ráðgjöf í ol- íuvinnslu svæðisins, sem vildi hvorki láta nafns eða stöðu sinnar getið. Hann telur að mikilvægi vinnsl- unnar á svæðinu muni aukast næstu árin. Máli sínu til stuðnings dregur hann upp eftirfarandi sviðsmynd. Rúmlega milljón tunnur af olíu sem unnar eru við Kaspíahaf fara um Georgíu á dag, magn sem jafnast á við umframvinnslu Sádi-Arabíu. Átök Georgíumanna og Rússa, ásamt skemmdum á BTC-olíu- leiðslunni, sem annar um milljón tunnum á dag, hafa valdið því að olíumagnið sem fer um Georgíu er nú í lágmarki. Heimsframboðið og eftirspurnin eru þar af leiðandi í járnum eins og sakir standa. Til að setja þessa yfirlitsmynd í samhengi er heimsvinnslan nú hátt í 90 milljónir tunna og gert ráð fyrir því í bjartsýnustu spám að hún muni aukast í um 120 milljón tunnur 2030. Hlutur Kákasusríkjanna fer vax- andi og á næsta ári mun vinnslan í Aserbaídsjan nánast ná jafnstöðu við vinnslu Breta í Norðursjó, þegar hún klifrar yfir 1,22 milljón tunnur á dag. Vinnslan í Kasakstan verður þá orðinn 200.000 tunnum meiri á dag og stefnir samanlögð vinnsla í ríkj- unum tveimur með að fara fram úr vinnslu Breta og Norðmanna í Norð- ursjó. Á sama tíma er olíuvinnsla Rússa í hæstu hæðum og nálgast nú óðum tíu milljón tunnur á dag. Þrýstingur á aukna olíuvinnslu Mannkynið er að flestra mati að sigla inn í skeið aukinnar eftir- spurnar og í ljósi þess að vinnsla margra ríkja utan OPEC er að drag- ast saman sýnist óhætt að fullyrða að þrýstingur um aukna vinnslu á Kákasussvæðinu muni aukast. Í áætlunum olíusérfræðinga er gert ráð fyrir að vinnslan í Aserbaíd- sjan og Kasakstan, sem ekki eru að- ilar að OPEC, muni að óbreyttu fara vaxandi fram til ársins 2013. Samtíma þessu er ráðgert að auka afköst BTC-leiðslunnar í 1,8 milljón tunnur á dag, en stærstur hluti olíu- nnar sem um ræðir endar á mörk- uðum í Vestur-Evrópu, Austur-Asíu og á Bandaríkjamarkaði. Verulegur hluti þeirrar olíu endar sem dísilolía á mörkuðum í Vestur- Evrópu, þar sem víða hefur verið unnið að dísilvæðingu bílaflotans. Mótvægi við OPEC-ríkin Að samanlögðu má því segja að Kákasussvæðið muni á næstu árum gegna veigamiklu hlutverki í að auka hlut olíuframboðs ríkja utan OPEC, þróun sem talin er varða miklu með hliðsjón af ólýðræðislegu stjórnar- fari margra OPEC-ríkjanna. Röskun á olíuframboði Kákasus- ríkjanna kynni því að skapa svigrúm fyrir verðhækkanir á olíu OPEC- ríkjanna og Rússlands. Eftir hrun Sovétríkjanna voru uppi væntingar um að gífurlegt magn olíu leyndist við Kaspíahafið. Aðspurður um hvort það mat hafi breyst segir fyrrnefndur heimildar- maður að þótt þar sé langt í frá að finna jafnmikla olíu og í Sádi-Arabíu sé svæðið mjög mikilvægt í öllum spám um olíuframboð næstu ára. Almennt megi segja að það muni reynast mannkyninu gífurleg áskor- un að mæta fyrirhugaðri eftirspurn. Reuters Skotmörk Georgískt herskip brennur í höfninni í Poti á miðvikudag eftir árás Rússa. Olíudreifing um leiðslur í Georgíu er nú í uppnámi. Unnið er að dreifingu um aðrar hafnir þangað sem olían er flutt landleiðina með lestum. Kákasussvæðið öflugt olíuvopn Lýðræðið á undir högg að sækja í mörgum OPEC-ríkjum. Þau eru Ír- an, Írak, Kúveit, Sádi-Arabía, Venesúela, Katar, Líbýa, Samein- uðu arabísku furstadæmin, Alsír, Angóla, Nígería, Ekvador og Indónesíu, sem er á leið úr OPEC. Hátt olíuverð þykir styrkja rík- isstjórnir þessara ríkja í sessi. Frá Kasakstan. Frekari innviðir til olíudreifingar um Georgíu eru á teikniborðinu og varðar þar nokkru að slíkar framkvæmdir eru ekki taldar fýsilegar í Armeníu í ljósi ótryggs sambands við ná- grannaríkið Aserbaídjan. Olíu- vinnslan á svæðinu fer vaxandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.