Morgunblaðið - 18.08.2008, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.08.2008, Blaðsíða 20
20 MÁNUDAGUR 18. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÍSLENSK söngkona hefur um allmörg ár flogið víða um heim, til allra heimsálfa nema Suðurskautslandsins, og sungið fyrir fólk. Hún hefur öðlast frægð og vinsældir fyrir söng sinn. Þessi kona er mikill andstæðingur álvera. Að minnsta kosti á Íslandi og þá væntanlega einnig um allan heim því að ekki getur hún ætlast til að aðrir kæri sig um það sem hún vill ekki sjá á Íslandi. Samt á þessi kona, næst á eftir eig- in hæfileikum, líklega álinu mikið að þakka frægð sína og frama. Án áls væru nútíma flugsamgöngur ekki til því að það er aðalefnið í öllum flug- vélum. Og án nútíma flugsamgangna hefði hún ekki náð þeim ár- angri sem hún hefur náð. Þessi kona er ekki sjálfri sér samkvæm. Hún nýtir sér álið en er andvíg því að það sé framleitt. Og hún er ekki ein á báti. Margir hugsa eins. Vilja geta nýtt sér kosti þessa létt- málms en eru andvígir því að hann sé fram- leiddur. Hvernig stendur á slíkri ósam- kvæmni? Ég læt mér helst detta í hug að ástæðan sé óbeint og stundum óljóst samband álframleiðenda og endanlegra álnotenda. Álframleiðandi selur flugvélafram- leiðanda ál. Hann notar það í flug- vélar sem hann selur flugfélagi. Flug- félagið notar flugvélarnar til að selja farþegum flugferðir milli staða. Í þessari keðju er flugfarþeginn það sem kalla mætti hinn endanlegi álnot- andi. Notandinn sem öll keðjan hang- ir á. Því að ef fólk hættir að ferðast með flugvélum fer flugfélagið á haus- inn og flugvélaframleiðandinn og síð- ast álverið missa stóran spón úr aski sínum. Og afleiðingarnar yrðu mun víðtækari. Hætt er t.d. við að íslensk ferðaþjónusta fyndi harkalega fyrir því. Hún á að verulegu leyti álinu til- vist sína að þakka. Það eru þannig flugfarþegar sem eru forsenda og tilvistargrundvöllur þess hluta áliðnaðarins sem fram- leiðir ál í farþegaflugvélar. Alveg óháð því hvort þeir telja áliðnaðinn æskilegan eða ekki. Ál er notað til ótalmargs annars. Það er notað í búsáhöld, potta og pönnur, sem með því verða léttari og ryðga ekki eins og járnið sem áður var notað. Það er notað í bíla sem fyr- ir bragðið verða léttari og eyða minna bensíni. Og ryðga ekki, sem er mikill kostur í íslensku loftslagi. Bæði fylg- ismenn og andstæðingar álvera kaupa sér slíka bíla og njóta kosta þeirra. Báðir hópar kaupa búsáhöld úr áli. Álandstæðingar líka. Þeir sem kaupa potta og pönnur úr áli, bíla með áli o.s.frv. eru á sama hátt og áður er rakið forsenda og til- vistargrundvöllur þess hluta áliðn- aðarins sem framleiðir ál í þessa hluti. Álveg óháð skoðunum sínum á æskileika áliðnaðarins. Meira að segja Andri Snær, líklega kunnasti andstæðingur álvera á Ís- landi – og þar með álvera hvar sem er í heiminum, af fyrrgreindri ástæðu – kveðst í grein í Morgunblaðinu 24. júlí sl. vera endanlegur álnotandi. Hafa keypt fartölvu úr áli. Vænt- anlega hefur hann keypt fleiri hluti úr áli til daglegrar notkunar. Ég dreg í efa að Andri Snær hafi hugsað út í það þegar hann keypti fartölvuna að með því væri hann, þótt í litlu væri, að styrkja áliðnaðinn í heiminum. Í stuttu máli: Ál er framleitt í heim- inum af því að það er eftirspurn eftir hlutum með áli og þeirri þjónustu sem slíkir hlutir veita. Álnotendur eru undirstaða áliðnaðar. Því er réttmætt að spyrja: Er heil hugsun í því að nota ál sjálfur, beint eða óbeint, en vera samtímis andvíg- ur framleiðslu þess ? Ég held ekki. Menn verða að vera sjálfum sér samkvæmir. Álnotendur eru undirstaða áliðnaðar Jakob Björnsson fjallar um álnotkun og álframleiðslu » Ál er framleitt í heiminum af því að það er eftirspurn eftir hlutum með áli og þeirri þjónustu sem slíkir hlutir veita. Jakob Björnsson Höfundur er fyrrverandi orku- málastjóri. STÆRSTI hluti vöruútflutnings lands- manna er sjávarafurðir en þrátt fyrir það vant- ar ákveðna skerpu í umfjöllun um íslenska hagsmuni í sjávar- útvegi. Í leiðara Morg- unblaðsins 11. ágúst sl. var t.d. hvatt til þess að íslenskar sjávarafurðir væru vottaðar af fyr- irtækjum sem stjórnað er af græn- ingjasamtökum sem sum hver eru á móti fiskveiðum. Fyrir nokkrum árum lét sjáv- arútvegsráðherra Íslands glepjast af bók græningja sem var í raun rætinn áróður gegn fiskveiðum og þá sér- staklega togveiðum. Ástæðan fyrir því að ráðherra lét glepjast var bara sú að íslenska kvótakerfið í sjávar- útvegi fékk einhverra hluta vegna eitthvað hærri einkunn en kerfi Evr- ópusambandsins. Bókin End of the Line sem sjávarútvegsráðherra Ís- lands hampaði óspart hvatti neyt- endur til þess að hætta að borða fisk og dró upp mjög dökka mynd af sjáv- arútveginum. Ekki þarf að velkjast í vafa um að ef Íslendingar ákveða að taka upp viðkomandi umhverfismerkingar græningjanna munu samtök sem eru andsnúin fiskveiðum ná tangarhaldi á atvinnugreininni og setja henni hert- ari kröfur, s.s. að hætta að stunda togveiðar. Það má sjá á skrifum ýmissa sem láta sig málefni sjáv- arútvegsins varða í op- inberri umræðu að harður áróður græn- ingja gegn togveiðum virðist hafa fengið hljómgrunn hér á Ís- landi. Það gerist þrátt fyrir þá staðreynd að það er á vitorði margra að í Barentshafinu þar sem þorskstofninn er sagður við hestaheilsu eru nær ein- göngu stundaðar togveiðar og veitt hefur verið langt umfram ráðgjöf reiknifiskifræðinganna hjá Alþjóða- hafrannsóknaráðinu. LÍÚ fer að leiðbeiningum Sameinuðu þjóðanna Helstu hagsmunasamtök útvegs- manna hafa nú loksins séð hættuna af öfgafullum umhverfissamtökum sem bjóðast til að votta afurðirnar en eru samt sem áður í nokkrum vafa um hvernig þau geti fullvissað neytendur um að íslenskur þorskur geti verið sjálfbær afurð. Erfitt getur verið að vitna í Hafró þar sem helstu sérfræð- ingar þar á bæ telja lítið annað blasa við þorskstofn- inum íslenska en hrun ef sóknin verði ekki minnkuð. Þetta mat Hafró er vafasamt þar sem það byggir á reikniformúlum og -líkönum sem ganga þvert á viðtekna vistfræði og algerlega er litið framhjá ástandi dýr- anna, fiskanna í stofninum sjálfum. Hvaða búfræðingi dytti í hug að full- yrða um ástand bústofns og hafa ekki til hliðsjónar ástand dýranna í stofn- inum? Ekki nokkrum. Þorskarnir sem Hafró telur að of mikið sé veitt af eru ekki að vaxa eins og þegar sóknin var meiri. Þessi litli vöxtur gefur aug- ljóslega til kynna að minna sé um æti en áður fyrir hvern og einn. Helstu merki um ofveiði ættu að vera fáir fiskar sem vaxa of hratt. Leiðin sem LÍÚ hefur bent á er að byggja vottun sína á leiðbeiningarreglum Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna og er þetta skref LÍÚ vís- bending um að það muni leitast við að uppfylla óskir Sameinuðu þjóðanna í auknum mæli. Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna hefur þegar gefið út það álit að kvótakerfið brjóti í bága við mann- réttindi og þá er að vænta þess að LÍÚ hafi forgöngu um að kerfinu verði breytt í átt til sanngirni og sátta. Annað væri stílbrot. Sigurjón Þórðarson skrifar um vottun sjávarafurða, þorskstofninn ofl. » Fyrir nokkrum árum lét sjávarútvegs- ráðherra Íslands glepj- ast af bók græningja sem var í raun rætinn áróður gegn fiskveiðum og þá sérstaklega tog- veiðum. Sigurjón Þórðarson. Höfundur er líffræðingur LÍÚ og Sameinuðu þjóðirnar NÝLEGA birtist í dagblöðunum stutt frétt um að úthlutað hefði verið fjármagni úr Framkvæmdasjóði fatlaðra. Hlutverk sjóðsins er að byggja húsnæði fyrir fatlað fólk á Íslandi, veita styrki til að bæta að- gengi fatlaðra að opinberu hús- næði og styrkja ýmis verkefni er lúta að uppbyggingu í þágu fatl- aðra. Í frétt dagblaðanna var tíundað það fjármagn sem úthlutað var. Þegar rýnt er í þessa frétt er í raun athyglisverðast að skoða hvaða verkefni sjóðurinn styrkti ekki. Þegar það mál er skoðað kemur í ljós að ekki er farið í afar brýnar húsnæðisframkvæmdir til uppbyggingar í þágu fólks með þroskahömlun, fjölfatlaðs fólks og einhverfra. Ástæðan er ekki vilja- leysi stjórnar sjóðsins heldur sá mikli fjárskortur sem málaflokkur fatlaðra býr við, Framkvæmda- sjóður fatlaðra þar meðtalinn. Sjóðnum hefur síðustu árin verið falið að fjármagna aukinn fjölda verkefna en fjármagn til hans hef- ur ekki aukist í samræmi við fjölg- un verkefna, breyttar samfélags- aðstæður og þróun í málaflokki fatlaðra. Ljóst er að miðað við óbreyttan fjárhag mun Fram- kvæmdasjóður fatlaðra ekki geta fjármagnað nýjar framkvæmdir á næsta ári nema að litlu leyti svo framtíðin er ekki björt fyrir þann hóp fatlaðra sem hér er til um- ræðu. Staðreyndir málsins eru þær að engin áætlun um uppbyggingu þjónustu fyrir fólk með þroska- hömlun, einhverft fólk og fjölfatlað hefur verið til staðar frá 2005. Þann tíma hafa framkvæmdir í þágu þessa hóps að verulegu leyti legið niðri. Svæðisskrifstofur um málefni fatlaðra sækja endurtekið um styrki til húsnæðiskaupa fyrir þann hóp fatlaðs fólks sem er í allra brýnustu þörfinni fyrir bú- setuúrræði en fjármagn fæst ekki. Íslensk lög eiga að tryggja þessum hópi búsetuúrræði í samræmi við þarfir en lögunum er ekki fram- fylgt vegna fjárskorts. Ástand þetta stenst heldur ekki skuldbind- ingar þær sem Íslendingar hafa tekið á sig í samfélagi þjóðanna skv. mannréttindasáttmálum. Hvað það segir um siðferðilega stöðu hinnar íslensku þjóðar og for- gangsröðun í samfélaginu verður hver og einn að gera upp við sig. Þegar sverfur að í fjármálum þjóðarinnar fer mikið fyrir tali um sparnað og mikilvægi þess að gæta aðhalds í opinberum fram- kvæmdum. Við sem störfum að málefnum fatlaðs fólks á Íslandi óttumst að slíkt leiði af sér enn frekari samdrátt í þjónustu og uppbyggingu fyrir þann hóp lands- manna sem við erum talsmenn fyr- ir. Fatlað fólk á Íslandi naut ekki í sama mæli og aðrir hins marg- umrædda góðæris síðustu ára. Það væri því sérkennilegt siðgæði ef ís- lensk stjórnvöld létu þennan hóp landsmanna líða nú þegar að þrengir. Slík staða yrði alvarlegur áfellisdómur yfir Alþingi Íslend- inga og ríkisstjórn þeirri sem vill kenna sig við velferð. Fjárlagagerð stendur nú yfir. Landssamtökin Þroskahjálp skora á Geir H. Haarde forsætisráð- herra, Árna M. Mathiesen fjár- málaráðherra, Jóhönnu Sigurð- ardóttur félagsmálaráðherra og alþingismenn alla að tryggja á fjárlögum ársins 2009 nægilegt fjármagn til að uppbygging í bú- setumálum fatlaðra verði í sam- ræmi við raunverulegar þarfir þessa hóps landsmanna. Þeir sem ekki fengu … Gerður A. Árna- dóttir og Friðrik Sigurðsson skrifa um málefni fatlaðra Friðrik Sigurðsson » Fjárskortur hindrar eðlilega uppbygg- ingu í búsetumálum fatl- aðra. Fatlað fólk naut ekki góðæris síðustu ára og á ekki að þurfa að líða í kreppunni. Gerður er formaður og Friðrik fram- kvæmdastjóri Landssamtakanna Þroskahjálpar. Gerður A. Árnadóttir FRÁ því um 1960 hef- ur verslunarmanna- helgin verið ein mesta ferða- og djammhelgi ársins. Stórar útihátíðir hafa lengst af sett sterkan svip á helgina og í kjölfarið hafa oft og tíðum kviknað umræður um illa umgengni og unglingafyllirí. Akureyringar hafa ekki farið var- hluta af slíkum umræðum hin síðari ár því mjög deildar meiningar hafa verið um þær hátíðir sem haldnar hafa verið á Akureyri um versl- unarmannahelgar og sýnist sitt hverjum. Bæjarráð hefur lagt áherslu á að forsenda fyrir aðkomu bæjarins að skipulögðum hátíðarhöldum þessa helgi sé að um fjölskylduhátíð sé að ræða. Í kjölfar hátíð- arhaldanna sl. ár fól bæjarráð Akureyr- arstofu umsjón með að- komu Akureyrarbæjar að hugsanlegum fram- tíðarhátíðarhöldum. Stjórn stofunnar ákvað að boða til íbúafundar um hátíðarhöld um verslunarmannahelgar með það að markmiði að gefa Akureyringum kost á að taka þátt í að móta hugmyndir um slík hátíðarhöld. Skemmst er frá því að segja að um 70 manns mættu á fund í janúar sl. þar sem kom fram að breytinga væri þörf og áherslu ætti að leggja á fjöl- skyldustemningu. Einnig gafst bæj- arbúum kostur á að segja álit sitt í netkönnun þar sem fram kom að um 70% þátttakenda vildu að áfram yrðu hátíðarhöld í bænum um þessa helgi. Með þessi skilaboð að leiðarljósi hófu starfsmenn Akureyrarstofu undirbúning verslunarmannahelg- arinnar og framhaldið er okkur í fersku minni. Margrét Blöndal tók við „kyndlinum“ og bræddi hjörtu íbúa og gesta með brosi og elskuleg- heitum sem gekk eins og rauður þráður um bæinn alla helgina. Ég færi starfsmönnum Akureyr- arstofu, Margréti, styrktaraðilum há- tíðarhaldanna, svo og öllum þeim sem lögðu okkur lið, mínar bestu þakkir og hamingjuóskir með það hvernig til tókst. Nýr tónn var sleginn og frábær fjölskylduhátíð sem ber nafn með rentu er orðin að veruleika á Ak- ureyri. Elín Margrét Hallgrímsdóttir skrifar um hátíð- arhöldin um verslunarmanna- helgi á Akureyri. »Nýr tónn var sleginn við undirbúning og framkvæmd hátíð- arhalda á Akureyri um nýliðna verslunar- mannahelgi Elín Margrét Hallgrímsdóttir Höfundur er formaður stjórnar Ak- ureyrarstofu. Elskulegheit og bros www.sjofnhar.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.