Morgunblaðið - 18.08.2008, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 18.08.2008, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. ÁGÚST 2008 21 MINNINGAR Þá er komið að kveðjustundu en tengadafaðir minn Bjössi er látinn eftir hetjulega bar- áttu við krabbamein. Fyrir allmörgum árum hitti ég unga, myndarlega stúlku og þar sem ég hafði hug á að eyða framtíð minni með henni fórum við í heimsókn til föður hennar, hans Bjössa, sem þá bjó á Ólafsfirði og var kokkur á Ólafi Bekk. Með honum áttum við skemmti- lega kvöldstund þar sem hann sagði hvern brandarann á eftir öðrum, en ég hafði kviðið svolítið fyrir þessu kvöldi þar sem ég er ekki orðmargur að eðlisfari. Sá kvíði var hins vegar með öllu óþarfur þar sem Bjössi var einstaklega léttur í lundu, alltaf hress og skemmtilegur og áttum við eftir að eiga margar gleðistundir, þar sem hann sagði brandarana og við hlógum og engan hef ég hitt sem kunni eins marga. Hann var meistarakokkur og höf- um við hjónin oft fengið að njóta dýrindis máltíða hjá honum og Önnu, konu hans. Bjössi var líka fylginn sér og hreinskilinn og lét okkur heyra það ef honum fannst við taka rangar ákvarðanir og þá var ekkert rósamál talað og við þá eins og litlir krakkar. Haustið 9́9 kom Bjössi með yngsta son sinn og nafna á Vopna- fjörð þar sem við hjónin búum með börnum okkar. Ferðinni var heitið á rjúpnaveiðar og fórum við Matti (afabarn hans) með þá feðga á veið- ar. Þá þegar var hann orðinn slæm- ur til gangs vegna veikinda, en lét það ekki aftra sér meira en þörf var á og fékk fyrstu rjúpuna í þeirri ferð. Áfram var svo farið á rjúpu í nokkra daga og aflaðist vel. Bjössi hafði mikinn baráttuvilja sem sést kannski best á því að fár- sjúkur birtist hann allt í einu í hjól- hýsinu hjá okkur Sirrý í Laugar- dalnum fyrri part júlí með tveggja klukkustunda súrefniskút og auðvit- að með nýja brandara á takteinun- um, það klikkaði ekki. Anna mín, innilegar samúðar- kveðjur til þín og allra sem eiga um sárt að binda við fráfall Bjössa. Guð veri með ykkur, styrki og huggi. Vigfús Davíðsson. Elsku Bjössi frændi. Núna hefur þú kvatt þetta jarð- neska líf. Síðustu mánuðir hafa ekki verið auðveldir fyrir þig en þú barð- ist hetjulega allan tímann, kvartaðir aldrei. Margar minningar koma upp í hugann, allar ferðirnar sem ég fór með þér og Önnu að tína kríuegg, þú settir á mig hjálm svo kríurnar myndu ekki gogga í hausinn á mér. Hlaðin kríueggjum fórum við heim til ykkar og suðum eggin. Ógleymanleg er ferð okkar Mar- grétar til Noregs að heimsækja ykkur. Við fórum í margar skemmtilegar ferðir, skoðuðum allt milli himins og jarðar, meðal annars jólaálfahús á miðju sumri. Það var brunað um fjöll og firnindi á litla Depli sem var kallaður „Lilli klif- urmús“ því það var alveg ótrúlegt hvað hann komst upp og niður brattar brekkurnar. Einnig var far- ið í gönguferðir og þá komum við til baka með fullt af jarðarberjum. Svo þegar ég kynnti þig fyrir Gísla Berg, leist þér mjög vel á pilt- inn og sérstaklega þegar þú sást að hann var alveg ágætur í kana, þú Björn Steinar Guðmundsson ✝ Björn SteinarGuðmundsson fæddist á Hvamms- tanga 26. ágúst 1941. Hann lést á líknardeild Land- spítalans í Kópavogi 8. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hafn- arfjarðarkirkju 15. ágúst. elskaðir að spila. Það var okkur sönn ánægja að þú skyldir komast í brúðkaupið okkar 5. júlí, þú komst þrátt fyrir þessi erfiðu veikindi og heiðraðir okkur með nærveru þinni. Elsku Anna, Gummi, Bjössi og fjölskyldur, megi góð- ur guð hjálpa ykkur í gegnum þessa miklu sorg. Hinsta kveðja. Tinna og Gísli Berg. Nú er„hvorfinn“ frá okkur góður og traustur vinur sem ég hef átt í allmörg ár. Ég hugsa oft um kaffi- tímana okkar saman í Fiskbúðinni á Sundlaugaveginum. Þeir voru margir og góðir og var ýmislegt skeggrætt á þessari litlu kaffistofu um leið og við „sporð“renndum vín- arbrauðinu eða kleinunum. Eitt sinn sagðir þú sem svo að einhver væri hvorfinn fyrir horn. Hvorfinn, sagði ég og hló ógurlega. Hvorfinn? sagði ég aftur. Hvað er að þér Björn? maður segir ekki hvorfinn, það á að segja horfinn eða hvarf, ekki hvorf- inn. Okkur tókst að ræða þetta fram og til baka og alltaf hló ég að vitleys- unni í Bjössa. Þetta gekk svo langt að það endaði með því að ég þurfti að hringja í Íslenska málstöð. Þegar það var svarað þá sagðist ég sitja með skrýtnum manni sem sagði að einhver hefði hvorfið fyrir horn. Mér til mikillar undrunar var mér sagt að skrýtni maðurinn sem hjá mér sæti hefði nú bara rétt fyrir sér, þetta orð væri til og ég þurfti að kyngja því, en eins og alltaf með mikilli ánægju og Bjössi brosti í kampinn. Eftir þetta sagði Bjössi alltaf ef einhver vafi lék á einhverju hjá okkur: „Já Steini minn, á okkar ylhýra“. Það er úr vöndu að ráða að ætla að segja frá öllu því skemmtilega sem okkur hefur hent í gegnum tíð- ina en sérstaklega eru mér minn- isstæðar stundirnar okkar saman í Portúgal. Við höfðum alltaf gaman af því að vera þar með ykkur og sér- staklega þegar þið sýnduð okkur hótelið ykkar. Það var nú ekkert „slor“ og við fórum á límósínu heim á okkar hótel eftir þá ferð. Það sem stendur upp úr hjá mér var tilraun okkar félaga til þess að tvímenna á skellinöðru frá Algarve til Sevilla … Eins og allir vita er Algarve í Portú- gal en Sevilla á Spáni. Það getur enginn sagt að við höfum ekki reynt, en við gáfumst upp eftir u.þ.b. klukkustundar akstur og snerum heim á hótelið. Þessi ferð var sko al- veg milljón, enda var mikið hlegið að okkur þegar við komum aftur á hótelherbergið okkar. Í þessum ferðum okkar borðuðum við oftast úti eins og venjan er hjá íslending- um á þessum slóðum. Við fengum okkur oft fordrykki á fínasta hót- elinu í Algarve og veltum þá fyrir okkur hvort það væri nú viðeigandi að fá sér „gin og tonic“ á svona fín- um stöðum … en, við hlógum að því eins og öllu öðru því þetta vorum bara við. Annað sem er mér sérstaklega minnisstætt núna er þegar Bjössi var að flaka í fiskbúðinni. Allt í einu reif hann af sér svuntuna, fór inn á kaffi- stofu og sönglaði á meðan „Nú sting ég af, hef fengið nóg.“ og svo heyrðist Cuanto le gusta le gusta le gusta, cu- anto le gusta le gusta le gusta … Bjössi var með þetta lag Milljóna- mæringanna á heilanum heilt sumar og honum tókst að láta alla sem komu í fiskbúðina syngja þessa lag- línu með sér. Svona mætti lengi skrifa um hann elsku Bjössa okkar. Nú ertu hvorf- inn og við vonum það svo sannarlega að þú hafir það gott, hvar sem þú ert. Við erum viss um að þú syngur hástöfum Cuanto le gusta le gusta. Steingrímur Óla, Birna og börn. Ég man eftir mér í Hamrahlíð 13 þegar ég var lítil að heim- sækja ömmu, afa og Gunnar. Það var alltaf svo gaman þar og ég man að alltaf þegar Gunnar var heima þá gaf hann okkur alltaf smint og lék við okkur. Gunnar tók okkur alltaf í flugvél og kítlustríð, það var alltaf hlátur og hamingja þegar við fórum í heimsókn í Hamrahlíðina. Haustið 2001 breyttist margt. Eftir slysið átti Gunnar mjög erfitt með allt og var mjög veikburða, gat ekki einu sinni talað. Síðan man ég eftir að við komum til hans á aðfangadag og hann sagði eitt orð, þá fannst okkur allt vera að stefna í réttu áttina. Það var auðvitað erfitt fyrst en hann var mjög duglegur og allir voru svo stoltir af honum. Núna gat hann tal- að meira og var kominn með betri orðaforða en hann átti samt dálítið eftir. En hann gat samt talað aðeins við David, Ericu og fjölskylduna á ensku. Hann var orðinn svo dugleg- ur og ljúfur við mann. Mamma kenndi honum að knúsa fast, þ.e.a.s.knúsa venjulega því eftir slysið tók hann varla utan um mann en hann var farinn að geta svo margt og var alltaf að læra meira og meira með hverjum deginum sem leið. Þeir sem þekktu hann eft- ir slysið vita hvað hann var orðinn duglegur. Ég mun alltaf muna þeg- ar hann talaði t.d. við ömmu Distu, Eddu, Sidda, Sullu eða bara ein- hvern í símann, hvernig hann breyttist í tóni og andlitinu. Hann ljómaði alveg við það að heyra í þeim, þau skiptu hann svo miklu máli. Ég var og er svo stolt af hon- um og elska hann svo mikið. Ég á svo margar góðar minn- ingar um Gunnar frænda minn sem eru of margar að rifja upp núna. Guð geymi þig, elsku besti Gunn- ar minn. Katrín Sigríður. Elsku frændi. Við systurnar geymum fallegar minningar um þig í hjörtum okkar. Það var alltaf svo spennandi og skemmtilegt að vera í kringum þig. Þegar við komum til ömmu og afa var mesta sportið að snuddast utan í þér því þar var mesta fjörið og ófá Gunnar Magnússon Salómeson ✝ Gunnar Magn-ússon Salóme- son fæddist í Reykjavík 5. nóv- ember 1965. Hann lést á endurhæfing- ardeild Landspít- alans í Kópavogi 17. júlí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Háteigskirkju í Reykjavík 16. ágúst. prakkarastrikin unnin í sameiningu. Það var sko ekkert venjulegt við Gussa frænda! Það var stundum eins og í töfralandi að stel- ast inn í herbergið þitt. Þar var alltaf að sjá eitthvað sniðugt og spennandi. Stærð- arinnar landafræði- bækur, staflar af fimmtíuköllum (gull- peningum), arabísku námsbækurnar, heilu hillurnar af Tinnabók- um sem við systurnar lágum nú ósjaldan lengi yfir, þungu lyfting- arstangirnar sem við prinsessurnar máttum bara horfa á og svo mætti lengi telja... Þú varst alltaf á far- aldsfæti og færðir okkur gjafir frá framandi löndum. Það fór aldrei á milli mála hversu vænt þér þótti um okkur. Elsku Gussi frændi, þú varst ein- stakur í lifanda lífi og verður það áfram í minningum okkar. Hvíldu í friði. Salóme, Sigrún, Unnur og Katrín Guðmundsdætur. Það er sárt að kveðja kæran vin og náfrænda. Þrátt fyrir aldursmun lékum við okkur saman og þegar fram liðu stundir treystust vináttu- bönd. Á unglingsárum stofnaði ég garðsláttuþjónustu, fyrirtæki sem enginn hafði trú á nema ég og einn annar maður undir himnafesting- unni, Gunnar frændi. Hann þvæld- ist með mér um alla borgina og að- stoðaði mig. Tekjur sumarsins voru af skornum skammti en ég eignaðist annað sem var öllu dýrmætara, góð- an vin. Um tíma vorum við báðir í Menntaskólanum við Hamrahlíð og þá voru uppátækin mörg. Við fórum gjarnan í bíltúra eftir skóla. Þá skiptumst við á sögum og hugmynd- um. Eitt haustið höfðum við um svo margt að tala að bílferðin teygði sig alla leið austur á Laugarvatn. Gunnar var greindur, hugmynda- ríkur og uppátektarsamur. Hann tók hugðarefni sín alvarlega og fylgdi þeim eftir. Þannig varð áhugi hans á landafræði til þess að hann skákaði kennurum sínum í fræðun- um. Líkamsrækt varð fyrirferða- mikil í lífi hans á tímabili og tungu- mál heilluðu hann. Gunnar var heimagangur á æsku- heimili mínu. Iðulega sátum við kvöld eftir kvöld, horfðum á kvik- myndir og röbbuðum síðan saman langt fram eftir nóttu. Við vorum báðir draumóramenn og við trúðum hvor öðrum fyrir öllum áformum og löngunum. Draumar okkar voru eins og draumar eiga að vera, svo sannir að þeir áttu ekkert skylt við veruleikann. Gunnar hafði auðugt skopskyn og smitandi hlátur. Með það að vopni sýndi hann mér oft heiminn í öðru ljósi. Síðustu ár voru Gunnari erfið þar sem hann varð fyrir alvarlegu áfalli. Við það slys hvarf stór hluti af sterkum persónuleika hans sem ég hef sárt saknað. Ég geymi drauma okkar í hjartanu og minning um góðan vin mun lifa. Ég votta Steina, Sullu, Mumma og fjölskyldum mína dýpstu samúð. Einar Örn. Ég man eftir mér í Hamrahlíð 13 þegar ég var lítil að heimsækja ömmu, afa og Gunnar. Það var alltaf svo gaman þar og ég man alltaf að þegar Gunnar var heima þá gaf hann okkur alltaf smint og lék við okkur. Gunnar tók okkur alltaf í flugvél og kitlustríð, það var alltaf hlátur og hamingja þegar við fórum í heimsókn í Hamrahlíðina. Haustið 2001 breyttist margt. Eftir slysið átti Gunnar mjög erf- itt með allt og var mjög veikburða, gat ekki einu sinni talað. Síðan man ég eftir að við komum til hans á að- fangadag og hann sagði eitt orð, þá fannst okkur allt vera að stefna í réttu áttina. Það var auðvitað erfitt fyrst en hann var mjög duglegur og allir voru svo stoltir af honum. Núna gat hann talað meira og var kominn með betri orðaforða en hann átti samt dálítið eftir. En hann gat samt talað aðeins við David, Ericu og fjölskylduna á ensku. Hann var orðinn svo duglegur og ljúfur við mann. Mamma kenndi honum að knúsa fast, þ.e.a.s. knúsa venjulega, því eftir slysið tók hann varla utan um mann en hann var farinn að geta svo margt og var allt- af að læra meira og meira með hverjum deginum sem leið. Þeir sem þekktu hann eftir slysið vita hvað hann var orðinn duglegur. Ég mun alltaf muna þegar hann talaði t.d. við ömmu Distu, Eddu, Sidda, Sullu eða bara einhvern í símann hvernig hann breyttist í tóni og andlitinu. Hann ljómaði alveg við það að heyra í þeim, þau skiptu hann svo miklu máli. Ég var og er svo stolt af honum og elska hann svo mikið. Ég á svo margar góðar minningar um Gunnar frænda minn sem eru of margar til að rifja upp núna. Guð geymi þig elsku besti Gunn- ar minn, Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson) Katrín Sigríður. Það var ósjaldan að það fyrsta sem ég gerði „í gamla daga“ þegar ég kom í heimsókn til Rúnu ömmu og Nonnakall afa var að ráðast beint inn í eldhússkápana. Ég vissi að þar var oftast eitthvað gott að finna eins og kex eða kökur, eða það allra besta, heimatilbúnar kleinur. Amma kvartaði stundum undan þessu við mig, og ég tók Kristrún Magnúsdóttir ✝ Kristrún Magn-úsdóttir fæddist í Arnþórsholti í Lundarreykjadal 29. júlí 1923. Hún lést á dvalarheim- ilinu Sunnuhlíð í Kópavogi 5. ágúst síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Kópavogskirkju 11. ágúst. mark á því um stund þangað til allt fór í sama farið aftur. Eftir að ég komst á fullorðinsárin hef ég hugsað til ömmu með virðingu og eiginlega undrun yfir þolin- mæðinni hennar. Ég var svo sem ekkert vondur strákur held ég, en því miður man ég eftir hvernig ég oft og títt nýtti mér ofsahræðslu hennar við köngulær. Eins og það skiptið sem ég með aðstoð risastórrar gúmmíköngulóar hræddi hana ekki bara út í horn, heldur upp á stólbakið á sófasett- inu! En það var ekki amma sem skammaði mig, það var mamma sem varð reið. „Fórnarlambið“ sat í stólnum sem áður hafði verið flóttaleiðin hennar og skellihló að öllu saman … ég get ekki gleymt þessu atviki, og ég held að mamma geri það örugglega ekki heldur. Ég gerði þetta aldrei aftur. Amma hafði húmor, annars hefði hún varla getað setið og hlegið að köngulóaratvikinu eins og hún gerði. Ég hringdi sjaldan í hana öðruvísi en að fíflast aðeins í henni samtímis, það var svo létt að fá hana til að hlægja. Að þykjast selja happdrættismiða til styrktar tann- lausum tígrisdýrum og aðrir ódýrir brandarar fengnir að láni úr Andr- ésblöðunum féllu alltaf vel í kramið hjá henni. Það er með söknuði sem ég minnist ömmu. Síðustu árin hef ég ekki getað heimsótt hana eins oft og ég hefði viljað, til þess voru fjar- lægðirnar of miklar. En þau skipt- in sem ég var á Íslandi kom ég allt- af við, og alltaf fékk ég bros og alúðleika, ég man sérstaklega eftir síðustu heimsókninni á Skjólbraut- ina. Elsku pabbi, Pétur og Níels, ég votta ykkar samúð mína. Jón Óskar Magnússon.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.