Morgunblaðið - 18.08.2008, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.08.2008, Blaðsíða 24
24 MÁNUDAGUR 18. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Elsku afi minn, nú ertu farinn frá okkur og kominn til ástvina. Það sækir að mér tómleiki því alltaf varstu til staðar fyrir mig, hvort sem það var til að segja einhverjar skemmtilegar sögur, ræða um daginn og veginn eða aðstoða mig meðan þú hafðir heilsu til. Þú gerðir þér vel grein fyrir því að það væri farið að stytt- ast hjá þér og sagðist vera orðinn sáttur við langa ævi, tíma sem þú sagðir vera aðeins agnarbrot í jarðsögulegu tilliti. Þú varst af kynslóð sem hefur upplifað örustu breytingar Íslands- sögunnar, kynslóð sem man eftir torfkofunum og bjó jafnvel þar og hefur svo jafnvel lært á tölvur í seinni tíð. Þú fékkst þér tölvu sem þú notaðir til að skrá niður minn- ingar þínar fyrir börnin, barna- börnin og barnabarnabörnin. Eitt er víst að þú hafðir nóg að sögum til að skrá, sögur sem flestar voru byggðar á eigin reynslu úr æsku. Þú varst einstaklega góður sögu- maður sem áttir auðvelt með að hrífa aðra og draga með inn í sögu- sviðið. Mér fannst alltaf afskaplega fróðlegt og gaman að heyra lýs- ingar úr bernsku þinni sem var mjög ólík því sem við þekkjum í dag. Eitt af þeim skiptum sem við Lizzý komum með börnin í heim- sókn til þín síðastliðinn vetur sá ég sjálfan mig í syni mínum hlustandi á sögur þínar af mikilli athygli. Honum þótti margt skrítið sem þú sagðir og spurði okkur seinna út í það sem hann skildi ekki. Þarna minnti hann mig á sjálfan mig sem ungan dreng, síspyrjandi um allt milli himins og jarðar, já og um stjörnurnar og sólkerfið líka. Ég veit ekki hvort ég hef verið þreyt- andi á köflum en ég veit þó að þú hafðir alltaf svör á reiðum höndum og endalausa þolinmæði. Þú sagðir mér svo frá því þegar ég komst á fullorðinsár að þú hefð- ir alltaf kunnað að meta það þegar börn spyrðu um það sem þau skildu ekki. Sjálfur varst þú fróð- leiksfús og hafðir alltaf gaman af lestri, hvort sem um var að ræða fróðleik á sviði vísinda, sögu og náttúrufræði eða lestur almennra bókmennta og ævisagna. Þú lagðir alltaf áherslu á öflun menntunar og gilti einu hvort um var að ræða Hjörtþór Ágústsson ✝ HjörtþórÁgústsson fæddist í Reykjavík 14 .febrúar 1921. Hann lést á Drop- laugarstöðum 7. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Kirkju Óháða safnaðarins 16. ágúst. iðnnám eða bóklegt nám. Ég geri mér grein fyrir því í dag að þú vissir að menntun gæti bætt lífsgæðin. Þetta hef- urðu byggt á eigin reynslu, enda alinn upp við mikla fátækt þar sem þú byrjaðir aðeins sex ára að vinna við að reka kýr og bera út blöð og leggja þar með pen- ing til heimilisins. Þegar ég lít á sex ára gömul börn í dag, son minn og leikfélaga hans, þá finnst mér með ólíkindum hvernig svona ung börn hafa getað tekið slíka ábyrgð. Ég var mjög náinn þér alveg frá unga aldri og leit alltaf upp til þín, þú varst fyrirmyndin mín. Það má segja að þú hafir oft á tíðum sinnt bæði föður- og afahlutverki og get ég ekki hugsað mér betri mann í það hlutverk. Ég gat alltaf treyst á þig og þykir mér afar vænt um það að þú hafir verið svaramaður á brúðkaupsdegi mínum. Ég á eftir að sakna þín óskaplega mikið en veit að þér líður betur á þeim stað sem þú ert á núna. Hvíldu í friði, elsku afi minn. Þinn, Arnar Þór. Í dag kveð ég elskulegan kæran vin, Hjörtþór Ágústsson. Eftir ársdvöl á Landakoti fékk hann langþráð pláss á Droplaug- arstöðum í júlí sl. Ég vonaðist til að hann fengi tíma til að njóta þess að dvelja á þessu fallega heimili, en fáum dög- um síðar varð ljóst að heilsu hans hrakaði verulega. Honum var það sjálfum ljóst enda skýr til hinstu stundar, æðruleysi hans var ein- stakt. Ungur fékk hann berkla og dvaldi í fjögur ár á Vífilsstöðum og þessi veikindi settu sitt mark á hans líf. Hann lærði rafvirkjun og starfaði upp frá því við þá iðn, lengst af hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Á hans yngri árum var aðalástríða hans knattspyrna og lék hann með Fram. Á seinni árum naut hann þess að fylgjast með enska boltanum hann vissi ná- kvæmlega nöfn og stöðu hvers leikmanns í hinum ýmsu liðum. Það var gaman að fylgjast með því þegar að spennan magnaðist í góð- um leik og boltinn nálgaðist markið þá fóru fætur hans að iða. Á áttræðisaldri fór hann til Nor- egs til að gangast undir aðgerð vegna heyrnaskerðingar sinnar og gekk sú aðgerð vel, heyrn hans skánaði til muna. Þetta sýndi enn hversu þrautseigur og bjartsýnn hann var. Í þessari ferð var móðir mín honum til halds og trausts. Hjörtþór eignaðist fjögur börn, tvö þeirra lifa föður sinn. Það var mikið áfall þegar Arnar dó tæplega þrítugur frá konu og tveimur ung- um dætrum. Það sár greri aldrei. Hann tók þátt í uppeldi dætra Arnars og bar hag þeirra ætíð fyr- ir brjósti eins og allra sem honum voru nánir. Hjörtþór minntist oft móður sinnar, Rannveigar Einarsdóttur (f. 1895, d. 1990), hún var honum mjög kær. Þegar vinkona mín, Auður Kristinsdóttir, stundaði nám í Kennaraskólanum á sjöunda ára- tug síðustu aldar kom hún oft á heimili Rannveigar. Þar var sopinn sætur með heimalöguðu brauði og kæfu, gefið af hjartahlýju. Auður sagði mér að Rannveig hafi verið einstaklega vel gefin og góð kona. Fyrir 16 árum kynntist ég Hjörtþóri. Með honum og móður minni Sigríði Björnsdóttur tókst sönn vinátta, báðum til ánægju. Þau báru virðingu og umhyggju hvort fyrir öðru. Ég er afar þakk- lát fyrir hversu góður Hjörtþór var móður minni. Ég sakna stundanna við eldhús- borðið hjá mömmu. Meðan heilsan leyfði kom hann dag hvern kl. 14.30 „á lögskipuðum kaffitíma“. Það var alveg hægt að stilla klukk- una sína eftir því. Hjörtþór var víð- lesinn og fróður. Oft fannst mér ég geta „flett upp í“ Hjörtþóri það var alveg sama hvert umræðuefnið var, hann hafði svarið og fylgdist með öllu. Þrátt fyrir veikindi og mótbyr var aldrei kvartað eða um neina uppgjöf að ræða. Hjörþór var jafn- lyndur og jákvæður maður. Algjör perla. Mér þótti afar vænt um hann og ég veit að það var gagnkvæmt. Hann sýndi mér mikla hlýju og skilning. Hann kunni að gefa af sér. Hjörtþór tók þátt í gleði minni og sorg, hann var til staðar, nær- vera hans var góð. Synir mínir, Einar Þór og Björn Óskar kveðja góðan vin. Aðstandendum Hjört- þórs sendi ég innilegar samúðar- kveðjur. Svo er því farið: Sá er eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnarnir honum yfir. (Hannes Pétursson.) Fríða Björg Þórarinsdóttir. Í dag, 18. ágúst, hefði faðir minn Helgi Jóhannsson Hafliðason orðið 100 ára og því langar mig að minnast hans í nokkrum orðum. Helgi fæddist á Búð- um í Eyrarsveit á Snæ- fellsnesi og voru for- eldrar hans þau Hafliði Jóhann Jónsson, fædd- ur í Köldukinn en ætt- aður frá Bjólu í Djúp- árhreppi og Helga Jónsdóttir sem ættuð var frá Fáskrúðsbakka í Miklaholtshreppi. Hafliði fór ungur vestur í Ólafsvík til sjóróðra á vertíð eins og algengt að ungir bændasynir gerðu á þeim tíma. Í Ólafsvík kynntist hann Helgu Jónsdóttur og felldu þau hugi saman. Unnusti Helgu hafði lát- ist stuttu áður. Hún átti fyrir soninn Krist- ján Ágúst Kristjánsson sem drukknaði út af Hafnarfirði um 1930 frá konu og ungum börnum. Þau stofnuðu heimili sitt á Búðum og bjuggu þar næstu árin. Þau eignuðust 3 börn saman, Mínervu, Car- lottu Jónbjörgu og Helga Jóhannsson, Hafliðabörn. Í kring- um 1930 fluttist fjöl- skyldan til Reykjavík- ur og settist að í því fallega húsi Miðstræti 10 og þaðan stundaði Helgi minn nám og vinnu. Hann fékk vinnu í vélsmiðjunni Héðni og þar sem hann hafði mikinn áhuga á vélum fór hann í nám í járn- og koparsmíðum og fékk síðan meistararéttindi í báðum grein- um. Þegar bílaöldin hélt innreið sína í Reykjavík var hann með þeim fyrstu til að fara í bifvélavirkjun og fékk einnig meistararéttindi í henni. Hann var eftirsóttur í vinnu, mjög handlag- inn og vandvirkur og dagfarsprúður maður. Á sama tíma og hann er að ljúka námi kynnist hann konu sinni Sigur- björgu Jónsdóttir frá Smádalakoti í Flóa. Foreldrar hennar voru Jón Halldórsson frá Ósabakka á Skeiðum og Guðbjörg Jónsdóttir frá Einkofa á Eyrarbakka, þá tiltölulega nýkomin til Reykjavíkur og var hún mikið í vistum og svo í alls konar fiskverkun í Reykjavík. Þau Helgi og Sigurbjörg stofnuðu heimili sitt í Reykjavík, í leiguhúsnæði til að byrja með, því bæði var atvinnu- og húsnæðisleysi mikið í bænum og áttu þau því erfitt uppdráttar fyrstu árin. Þeim tókst þó að eignast hús við Hverfisgötuna en þá voru börnin orðin 4, allt stúlkur, Guðbjörg Jóna, Hafdís Helga, Krist- ín, Hulda Elvý og svo bættust 3 drengir við, Ómar Þór, Kristján Haf- þór og Helgi. Það var erfiður tími meðan börnin voru að komast á legg og oft var þröngt í búi á þeim, samt sem áður var hægt að hýsa ættingja utan af landi og hlúa að þeim, mis- mikið eftir þeirra þörfum. Sumir sett- ust að um lengri eða skemmri tíma, um borgun var ekki að ræða og var því oft handtakið látið nægja og með- fylgjandi Guðs blessun. Og sannar- lega blessaðist allt í þessu litla húsi, því allir voru hraustir, heilbrigðir, kátir og glaðir. Helgi vann við bílaviðgerðir á nokkrum bílaverkstæðum og meðal annars hjá Páli Stefánssyni í mörg ár en síðast vann hann sjálfstætt á Lind- argötu 30 í mörg ár eða þar til að veik- indi hans fóru að þjá hann upp úr 1960. Þá byrjuðu þung og erfið veik- indi þar til hann lést 1965. Það var mikill söknuður að missa hann svona fljótt því hann var það trausta bjarg sem maður treysti á og það var óhætt að treysta því sem hann sagði. Þó hann hafi þurft að kveðja okkur svona ungur, við börnin svona ung, lif- ir minningin um góðan föður í huga okkar. Hulda Elvý. Helgi Jóhannsson Hafliðason Þó styttist dagur, daprist ljós og dimmi meir og meir, ég þekki ljós, sem logar skært, það ljós, sem aldrei deyr. (Margrét Jónsdóttir.) Þín vinkona, Sigríður. HINSTA KVEÐJA „Skelfilegur ar- mæðusvipur er á þér. Það mætti halda að þú hefðir borið krossinn fyrir Jesú Krist þessa páskana“. Og áður en við hin, sem sátum í enn einum aukakaffitímanum, gát- um bætt nokkru við eða breitt yfir beitta kveðju Árna, stóð hann upp, gekk að manninum sem ekkert okk- ar hafði áður séð, klappaði vinalega á magann á honum og sagði: „og ekki hefur þú nú haldið páskaföstuna heil- aga“. Með þessum orðum vísaði Árni manninum inn á sína skrifstofu. Hvað þeim fór annað á milli skal ósagt látið en þegar Árni hafði kvatt manninn spurðum við hann hver þetta hefði verið. „Aldrei séð hann áður,“ sagði Árni. En eftir þetta vildi þessi viðskiptavinur aldrei tala við neinn annan sölumann en Árna. Svona var Árni. Hann fór ekki troðnar slóðir í sölumannsstarfinu. Og enn þann dag í dag hefur engum tekist að skrifa út hærri reikning en Árna. Það var þegar hann seldi 4,5 milljónir lúðukróka í stað 4.500 og reikningurinn hljóðaði upp á 48 millj- ónir. En fyrst og fremst var Árni sjó- maður. Hetja hafs og hermaður þjóðar. Það eru margar minningarnar sem leita á hugann á svona stundu. Allir kaffistofufundirnir sem voru haldnir þar sem þjóðmálin voru leyst. Við gátum alltaf verið viss um að Árni hefði eitthvað til málanna að leggja. Og stundum eftir langar ræð- ur frá honum braust út almennur hlátur. Og ekki hló Árni minna. Hann tók sjálfan sig ekki of alvar- lega og sagði hrakfallasögur af sjálf- um sér sem margur hefði haft út af fyrir sig. Hann var lífsglaður maður, elskaði Hrefnu sína og dætur sínar allar. Við gerðum oft grín að honum er þau hjónin hugðust leggja land undir fót. Það skipti engu hvort ferðin var inn- anlands eða utan. Viðkvæðið var allt- af það sama: Hrefna var búin að skipuleggja þetta. Og hann ætlaði að fara með Hrefnu sinni. „Ég fer þang- að sem Hrefna fer,“ sagði hann. Það má kannski segja að á yfir- borðinu hafi Árni verið hrjúfur mað- ur, en það var hann ekki í raun. Hann Árni Friðjón Vikarsson ✝ Árni FriðjónVikarsson fædd- ist í Keflavík 20. september. 1948. Hann lést á gjör- gæsludeild LSH 6. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 16. ágúst. var einstaklega hjartahlýr og lét sig allt varða. Allt skipti hann máli. Hann spurði reglulega um fjölskyldur allra og ekki síst um börnin okkar og alltaf gaf hann sér tíma til að spjalla við þau ef þau litu við á skrifstofunni. Hann var með allt á hreinu þegar þau voru annars vegar. Skóla, búsetu og jafnvel ást- armál. Ógleymanlegar eru börnum okkar bátsferðirnar sem Árni fór með þau í og á hann sérstakan stað í hjörtum þeirra allra. Elsku Árni okkar, í þessa ferð ferð þú einn. Fyrir þessa ferð hefur Hrefna ekki pakkað niður fyrir þig. Fyrir þessa ferð hefur Hrefna ekki skipulagt neitt. Megi góður Guð taka þér opnum örmum og englar al- heimsins hafa tíma fyrir gott spjall. Við gleymum þér aldrei. Elsku Hrefna og fjölskylda, megi góður Guð styrkja ykkur í sorg ykk- ar. Vinnufélagarnir í Dímon, Arnór, Anna, Stefán, Einar, Ársæll, Kristín og Gísli. Hver skilur lífsins hulda heljardóm er haustsins nepja deyðir fegurst blóm, að báturinn sem berst um reiðan sjá brotna fyrst í lendingunni má. Að einn má hlýða á óma af gleðisöng, annar sorgarinnar líkaböng. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Þegar fregn barst að vinur minn Árni Vikars hefði hvatt þennan heim var eins og tíminn stöðvaðist um stund og minningarbrot frá langri vináttu streymdu í gegnum hugann. Við Árni kynntumst þegar við sótt- um báðir Stýrimannaskólann í Reykjavík fyrir 40 árum, þá ungir menn sem vorum hugfangnir af haf- inu. Það lá beinast við að við vildum verða stýrimenn og skipstjórar eftir að hafa verið til sjós frá unglings- aldri. Á námsárunum kom strax í ljós hvern mann Árni hafði að geyma. Ungir menn í sjómannaskóla tóku námið misalvarlega frá einum tíma til annars. Það var Árna í blóð borið að taka þátt í gleðistundum lífsins í hópi okkar strákanna, en það var honum jafneðlilegt að setja skýr mörk á milli leiks og alvöru. Það var ekki síst hann sem sá til þess að við sinntum náminu og öxluðum þá ábyrgð sem við vorum að mennta okkur til. Alltaf var hann líka boðinn og búinn til að liðsinna okkur og að- stoða þegar þess gerðist þörf. Þar nutum við einnig fyrirhyggju og hins mikla dugnaðar sem hann bjó yfir. Hann sankaði að sér þekkingu og upplýsingum um sjómennsku og fiskimið, hann skráði skipulega það sem honum fannst einhvers virði og alltaf var hann gjafmildur á þessa þekkingu sína. Hjálpsemi var Árna eðlislæg og í blóð borin. Oft var eins og hann hefði eitthvert sjötta skilningarvit þegar við þurftum á góðum ráðum og stuðningi að halda. Það kom okkur vinum hans því ekki á óvart þegar það var einmitt hann sem varð þeirr- ar gæfu aðnjótandi að bjarga mönn- um úr sjávarháska, í aðstæðum sem ætla mætti að hefðu verið án allrar vonar. Það var í eðli Árna að hjálpa og vera til staðar þegar þess gerðist þörf. Annar þáttur sem einkenndi skap- lyndi Árna var rík gleði og þörf fyrir að deila ánægjustundum með vinum sínum og ástvinum. Kímni hans og skopskyn var smitandi og hæfileiki hans til að velta upp ólíklegum hlið- um mála gerði okkur ríkari sem fengum að vera samferða honum í alltof skamman tíma. Það verður skrýtið að heyra ekki framar í Árna í símanum að athuga hvernig fiskaðist og hvar út í ball- arhafi við værum staddir þá stund- ALDARMINNING

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.