Morgunblaðið - 18.08.2008, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.08.2008, Blaðsíða 28
28 MÁNUDAGUR 18. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ TVÆR síðustu umferðir Heimsbikarkeppn- innar í torfæruakstri voru eknar í Kangasala í Finnlandi um helgina. Íslendingarnir sex sem þátt tóku í keppnunum voru í banastuði báða keppnisdagana og skipuðu sér í efstu sætin. Í næstsíðustu umferð mótaraðarinnar, sem ekin var á laugardaginn, sigraði Gunnar Gunn- arsson á Trúðnum í Unlimited-flokki með nokkrum yfirburðum en Miikka Kaskinen frá Finnlandi, sem náði öðru sætinu, reyndi, en án árangurs, að halda í við hann. Ole Graversen frá Noregi varð þriðji, Ólafur Bragi Jónsson fjórði og Sigurður Þór Jónsson varð í fimmta sæti. Sigurður hefur reyndar kært atvik sem varð í síðustu brautinni og ef kæra hans verður tekin til greina færist hann upp í þriðja sæti og hinir þá neðar. Heimsbikarmeistari Í lokaumferð mótaraðarinnar á sunnudaginn gerðu Íslendingarnir enn betur. Gunnar Gunn- arsson sigraði aftur, Ólafur Bragi Jónsson á Refnum varð annar og Sigurður Þór Jónsson á Tröllinu þriðji. Gunnar Gunnarsson var að vonum ánægður með árangur sinn enda tryggði hann sér heims- bikartitilinn í þessum keppnum. „Þetta voru mjög skemmtilegar keppnir en krefjandi. Brautirnar voru erfiðar en þó gekk mér vel, mig vantaði einungis 10 stig upp á að klára keppnina í dag með fullt hús stiga,“ sagði Gunn- ar sem átti þó í vandræðum með eldsneyt- iskerfið í Trúðnum. Það var ekki fyrr en í fjórðu braut sem Trúðsmönnum tókst að finna bil- unina og gera við hana en þrýstijafnari í kerf- inu hafði gefið upp öndina svo að Gunnar varð að láta vélina snúast stöðugt í 5.500 snúningum svo að ekki dræpist á bílnum. Jafnframt því að tryggja sér heimsbikartit- ilinn tók Gunnar afgerandi forystu í keppninni um Norðurlandameistaratitilinn en Kangasala- keppnirnar gáfu einnig stig í þeirri keppni. Reyndar sögðu Norðmennirnir Roar Johansen og Arne Johannesen að það þyrfti að setja Gunnar í keppnisbann, hann væri svo góður. Tók forystu í Norðurlanda- meistarakeppninni Ragnar Róbertsson sigraði í Modified Stand- ard-flokki báða keppnisdagana. Sigur hans var þó tæpur á laugardeginum því þá hafði hann einungis 10 stiga forskot á Bjarka Reynisson á Dýrinu í lokin. Má segja að það hafi orðið Ragn- ari til happs að Bjarki hafði ekki kynnt sér tímabrautina nógu vel þar sem hann fékk 60 refsistig. Á sunnudeginum voru yfirburðir Ragnars af- gerandi en hins vegar vegnaði Bjarka ekki eins vel þá og endaði hann í 6. sæti. Með þessum sigri innsiglaði Ragnar heimsbikartitilinn í Modified Standard-flokki. Jafnframt tókst hon- um að ná forystunni í Norðurlandameist- arakeppninni en lokaumferðir þeirrar móta- raðar verða eknar í Svíþjóð 20. og 21. september. Það hefði verið freistandi fyrir keppendurna að senda bílana beint til Svíþjóð- ar en þar sem lokaumferð Ísandsmeistaramóts- ins í Torfæruakstri verður ekin 6. september í nágrenni Reykjavíkur gengur það ekki. Síðustu umferðir Heimsbikarkeppninnar í torfæruakstri voru eknar í Kangasala í Finnlandi Íslenskur sigur og titill í báðum flokkum Allra manna bestur Gunnar Gunnarsson á Trúðnum sigraði í báðum umferðunum í Kangasala. Sigur í tveimur Ragnar Róbertsson er Heimsbikarmeistari í Modified Standard-flokki eftir að hann sigraði í báðum keppnunum í Finnlandi um helgina. Ljósmyndir/JAK Góður Bjarki Reynisson ók listavel og var í toppbaráttunni í Modified Standard-flokki. Í fimmta sæti? Sigurður Þór Jónsson á Tröllinu barðist um toppsætin og varð síður en svo hress er Finnarnir dæmdu á hann refsingu sem hann taldi ekki samræmast keppnisreglunum. Rebbi seigur Ólafur Bragi Jónsson á Refnum keyrði meistaralega vel báða keppnisdagana og uppskar samkvæmt því.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.