Morgunblaðið - 18.08.2008, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 18.08.2008, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. ÁGÚST 2008 33 / SELFOSSI/ KEFLAVÍK/ AKUREYRI GET SMART kl. 6 - 8 - 10:20 LEYFÐ THE MUMMY 3 kl. 8 B.i. 12 ára WALL• E m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ THE DARK KNIGHT kl. 10:20 B.i. 12 ára GET SMART kl. 5:45 - 8 - 10:20 LEYFÐ THE MUMMY 3 kl. 8 B.i. 12 ára WALL• E m/ísl. tali kl. 5:45 LEYFÐ THE STRANGERS kl. 10:20 B.i. 16 ára GET SMART kl. 8 - 10:20 LEYFÐ LOVE GURU kl. 8 B.i. 12 ára THE DARK KNIGHT kl. 10 B.i. 12 ára WALL• E m/ísl. tali kl. 5:50 LEYFÐ MAMMA MIA Síðustu sýningar kl. 5:40 LEYFÐ SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI SÝND Í ÁLFABAKKA OG SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA OG SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSIVIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA THE DARK KNIGHT ER KOMINN Í EFSTA SÆTI Á VIRTASTA KVIKMYNDAVEF HEIMS,IMDB.COM, YFIR BESTU KVIKMYNDIR ALLRA TÍMA! -ÁSGEIR J. - DV -T.S.K - 24 STUNDIR "ÞETTA ER BESTA BATMAN-MYNDIN, BESTA MYNDASÖGUMYNDIN OG JAFNFRAMT EIN BEST MYND ÁRSINS..." -L.I.B.TOPP5.IS STÆRSTA OPNUN Á ÍSLANDI FYRR OG SÍÐAR. 61.000 MANNS Á 25 DÖGUM. EIN BESTA MYND ÁRSINS! BRENDAN FRASER JET LI STÆRSTU OG BESTU ÆVINTÝRIN ERU EINFALDLEGA ÓDAUÐLEG! Stórbrotin ævintýramynd sem allir ættu að hafa gaman af! Nemakortið gerir nemendum á framhalds- og háskólastigi kleift að ferðast endurgjaldslaust á umhverfisvænan og þægilegan hátt. Sæktu um Nemakort á www.strætó.is Nemendur með lögheimili í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Seltjarnarnesi, Mosfellsbæ og Álftanesi eiga rétt á Nemakortinu skólaárið 2008-2009. VÆNTANLEG plata írsku rokk- sveitarinnar U2 er nú komin í umferð á netinu, eftir að for- sprakkinn sjálfur Bono spilaði hana á hæsta styrk í sumarhúsinu sínu. Það var eldheitur aðdáandi sveitarinnar sem átti leið um ströndina við stórhýsi söngvarans á Côte d’Azur í Frakklandi og heyrði rödd hans hljóma í ókunnuglegu lagi. Hann tók tón- listina upp og hlóð henni inn á myndbandasíðuna YouTube. Myndbandið er þar enn, en hljóð- ið hefur verið fjarlægt og sú ástæða gefin að um brot á höf- undarrétti hafi verið að ræða. Platan hefur ekki enn fengið nafn, en hljómsveitin hefur ekki gefið út plötu frá því að How to Dismantle an Atomic Bomb kom út fyrir fjórum árum. Þó hefur útgáfufyrirtæki Íranna skráð lén fyrir nafnið No Line on the Hori- zon og geta menn sér til um að það sé nafnið á plötunni. Hávær Bono mun sennilega lækka í græjunum eftir þetta óhapp. Plata U2 lak á netið HUGMYNDIN og úrvinnslan, öll myndin Get Smart, er brennimerkt slökum og húmorslausum handrita- höfundum Hollywood samtímans. Hún er enn ein myndin sem er byggð á gömlum sjónvarpsþáttum sem náðu nokkrum vinsældum, þessir á síðari hluta 7. áratugarins. Þá var Bond á bullandi siglingu en Smart spæjari, eins og hann var nefndur á íslensku, var klaufsk skopstæling á 007. Smart, í höndum Don Adams, var áhuga- samur aulabárður, fullur af eldmóði en léttruglaður undirsáti í leyniþjón- ustunni CONTROL. Hann kraflaði sig fram úr eilífum átökum við KAOS, með fegurðardís sér við hlið í slagnum við illa óvininn Siegfried. Þeir rómuðu háðfuglar Mel Brooks og Buck Henry áttu hugmyndina að þáttunum. Nú er köttur í bóli bjarnar, bíómyndin er á svipuðum slóðum og flest verk sumars- ins, andlaus, ófrumleg og ófyndin. Smart (Carell) og hjálparkokkur hans, spæjari 99 (Hathaway), flækjast um Rússland til að koma í veg fyrir hryðju- verkaárás á Bandaríkin. Forsprakkinn, sá armi Siegfried (Stamp), kemur sprengju fyrir í Los Angeles, með hinn seinheppna Smart á hælum sér. Hver hefur áhuga á Bond-útúrsnúningi í dag? Get Smart er ekki aðeins tíma- skekkja heldur er hún vandræðalega ófyndin mistök. Það eina sem gleður augað er leiktjöldin, þar næst svipmót þáttanna hvað helst. Carell (Little Miss Sunshine) og Hathaway (The Devil We- ars Prada) eiga miklu betra skilið, en áhorfendur eiga samúð mína óskipta. Á flótta Anne Hathaway og Steve Carrell í hlutverkum sínum. Spæjarinn sem skorti brandara KVIKMYND Sambíóin, Laugarásbíó Leikstjóri: Peter Segal. Aðalleikarar: Steve Carell, Anne Hathaway, Dwayne Johnson. 110 mín. Bandaríkin 2008. Get Smart bbnnn Sæbjörn Valdimarsson Kvikmyndin Ráðgátur: Ég vil trúa (The X Files: I Want to Believe) á rætur að rekja til sjónvarpsþáttanna vinsælu sem voru og hétu á tíunda áratugnum. Þar sagði af tvíeykinu Mulder og Scully, rannsóknarlög- reglumönnum fyrir Alríkislögregl- una sem sérhæfðu sig í ill- eða óút- skýranlegum glæpamálum, þ.e.a.s málum sem virtust tengjast „yf- irnáttúrulegum“ öflum, en skrímsli og geimverur komu þar gjarnan við sögu. Þáttunum var fylgt eftir með kvikmynd árið 1998 og árið 2002 hættu þættirnir göngu sinni. Nýja myndin er því eins konar end- urvakning á seríu sem naut vinsælda og hafði markað nokkur spor í menn- ingarlandslagið. Það er því með öllu óskiljanlegt hvernig kastað er til höndum í þessari afleitu viðbót við röðina. Söguþráðurinn er klunnaleg- ur og klisjukenndur og á ekkert sameiginlegt með þeim skemmtilega fjarstæðukenndu töktum sem oft einkenndu þættina. Framvindan er órökleg og óáhugaverð, en fyrst og fremst metnaðarlaus og það er um miðja mynd sem endanlega rennur upp fyrir manni hvers konar mynd- skrípi er hér á ferðinni, en þá verður ljóst að það sem í fyrstu virtist vera undanfari hins eiginlega söguþráðar er í raun plott myndarinnar. Ekki bæta trúarlegar vangaveltur Chris Carters, skapara Ráðgátnaheimsins, úr skák en myndin er uppfull af hlandvolgri nýaldarspeki og for- dómum í garð minnihlutahópa. Hinn tilvistarlegi undirtónn sem reynt er að skapa í myndinni skilar sér helst í slyttislegri deyfð, sem líkleg er til þess að binda enda á frekari áhuga fólks á að sjá nokkurs konar við- bætur við Ráðgátnavörumerkið. Yfirnáttúrulega vond Ráðgátur „Söguþráðurinn er klunnalegur og klisjukenndur …“ KVIKMYND Smárabíó, Háskólabíó, Sam- bíóin Kringlunni og Borgarbíó. Leikstjórn: Chris Carter. Aðalhlutverk: Gillian Anderson, David Duchovny, Am- anda Peet og Billy Connolly. Bandaríkin, 104 mín. Ráðgátur: Ég vil trúa (The X Files: I Want to Believe) mnnnn Heiða Jóhannsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.