Morgunblaðið - 20.08.2008, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.08.2008, Blaðsíða 1
MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 2008 STOFNAÐ 1913 226. tölublað 96. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er DAGLEGTLÍF FJÖRUG OG FRÓÐLEG ÁR ERU FRAMUNDAN REYKJAVÍKREYKJAVÍK Stebbi Hilmars rót- ar fyrir son sinn Leikhúsinílandinu Komduíleikhús Skilaboðaskjóðan>>29 Reuters Herlið Röð rússneskra skriðdreka býr sig undir brottflutning frá Gori. INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir segir enga ástæðu til að líta flug rússneskra véla við Ísland öðrum augum nú en áður, þrátt fyrir deil- ur Rússa og Georgíumanna sem nú hafa staðið yfir í um tvær vikur. Ingibjörg tók þátt í neyðarfundi utanríkisráðherra Atlantshafs- bandalagsríkjanna (NATO) sem haldinn var í Brussel í gær vegna ástandsins í Georgíu. Ingibjörg segir aðgerðir Rússa í Georgíu harkalegar og að þær séu litnar mjög alvarlegum augum þar sem Rússar hafi farið yfir alþjóðlega viðurkennd landamæri, nokkuð sem ekki hafi gerst frá því að Sovét- ríkin liðu undir lok. Á fundinum hafi hún varað við því að kynt yrði undir öfgakenndri þjóðernishyggju sem gæti magnað deilur í stað þess að leysa þær. Að loknum fundinum í gær sagði framkvæmdastjóri NATO, Jaap de Hoop Scheffer, m.a. að starfsemi samstarfsráðs NATO-ríkjanna sem sett var á laggirnar árið 2002 yrði fryst í ljósi þess að Rússar tregð- uðust nú við að draga herlið sitt út úr Georgíu. Utanríkisráðherra Rússlands segir yfirlýsingu NATO hlutdræga. | 12, 13 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sat neyðarfund NATO í Brussel Rússum voru send skýr skilaboð Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is EIGENDUR íbúðarhúsnæðis til sölu leita nú allra leiða til þess að hafa tekjur af því, meðan fasteigna- kaupamarkaður er daufur. Fram- boð á leiguíbúðum hefur aukist mjög að undanförnu að sögn leigu- miðlara og í júlí varð mikil aukning í leiguíbúðalánum hjá Íbúðalána- sjóði. Þá voru 1,9 milljarðar króna lánaðir út á leiguhúsnæði, en það sem af er ári hefur sú upphæð verið um eða undir milljarði á mánuði. Það gæti verið tilfallandi en gæti líka verið merki um aukna spennu. Ekki ódýrt leiguhúsnæði Leigumiðlarar verða varir við aukin umsvif byggingaverktaka, sem kynna sér leigumarkaðinn, spyrjast fyrir um verð og auglýsa eignir til leigu. Nýjar og dýrar íbúðir eru að koma inn á markað- inn. ?Ég held að það séu stórar íbúðir að bætast við á markaðinn, sem þarf að borga mikið fyrir á mánuði. Það er ekki mín tilfinning að það sé að bætast mikið við af ódýru leigu- húsnæði á markaðinn. Ég held að menn hafi stórlega ofmetið þennan stóra lúxusmarkað, ekki síst fyrir eldra fólk sem er að minnka við sig,? segir Gísli Örn Bjarnhéðins- son, framkvæmdastjóri Búseta. Verktakarnir leigja út L52159 Framboð hefur aukist gríðarlega mikið á leigumarkaði L52159 Verktakar leitast við að koma ónotuðum eignum í ?vinnu? Í HNOTSKURN » Verktakar gera Búseta til- boð í hverri viku um íbúðir sem nota megi til útleigu. » Íbúðir byggðar til sölu eru stórar miðað við það sem þekkist á leigumarkaði og leigan há eftir því. » Tekur markaðinn tíma að ná jafnvægi í verði á þess- um íbúðum, segja aðrir. L52159 Þreifa á markaðnum | 4 VÉSTEINN Hafsteinsson þjálfaði eistneska kringlukastarann Gerd Kanter til sigurs á Ólympíuleikunum í Peking, því Kanter landaði gullverðlaun- unum. Vésteinn grét af gleði eftir að ljóst varð að Kanter hafði unnið gull- ið, en Kanter kastaði kringlunni lengst 68,82 metra í gær. ?Það hefur verið draumur að þjálfa kringlukastara sem myndi vinna á Ólympíuleikunum,? sagði Vésteinn eftir sigur lærisveins síns. Stór stund fyrir Véstein á Ólympíuleikunum Morgunblaðið/Brynjar Gauti L52159 STEFNT er að því að auka fram- leiðslu lúðuseiða um helming á veg- um Fiskeldis Eyjafjarðar. Ætlunin er að Fiskey framleiði milljón seiði innan þriggja ára. Fiskeldi Eyjafjarðar hefur meira en 20 ára reynslu í lúðueldi en fyr- irtækið var stofnað 1987. Ytri skil- yrði þess hafa batnað til muna á árinu. Fyrirtækið selur nú seiðin á hærra verði en áður auk þess sem veiking krónunnar hefur skilað því meiri tekjum fyrir afurðina. Arnar Freyr Jónsson fram- kvæmdastjóri segir Fiskey leiðandi í lúðueldi á heimsvísu. »11 Lúðueldi í sókn L52159 ?VIÐ teljum að það sé komið að höfuðborgarsvæðinu núna,? segir Gunnar Einarsson, formaður Sam- taka sveitarfélaga á höfuðborg- arsvæðinu um fund stjórnar sam- takanna í vikunni með samgöngu- nefnd Alþingis. Snerist fundurinn m.a. um samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu og var nefnd- armönnum bent á að einungis 20% vegafjár færu til höfuðborgarsvæð- isins, þrátt fyrir að þar væri fólks- fjölgun langmest. ?Þarna áttu menn hreinskiln- islegar samræður um nauðsyn þess að laga ástandið á höfuðborg- arsvæðinu,? segir Gunnar og vonar að fundurinn hafi opnað augu nefndarmanna fyrir vanda svæð- isins. Núna er komið að höfuðborgarsvæðinu L52159 ÍSLENSKA krónan hefur veikst mest allra gjaldmiðla heims á þessu ári að gjaldmiðlum Simbabve og Túrkmenistan undanskildum, að því er segir í skýrslu Deutsche Bank. Þá segja skýrsluhöfundar að stærð íslenska bankakerfisins mið- að við verga landsframleiðslu sé slík að erfitt væri fyrir Seðlabank- ann að þjóna sem lánveitandi til þrautavara. Flytti einn eða tveir bankanna úr landi mundi þessi þrýstingur minnka. »14 Þriðja mesta lækkunin