Morgunblaðið - 20.08.2008, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.08.2008, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FRÉTTASKÝRING Eftir Hjálmar Stefán Brynjólfsson hsb@mbl.is Akureyri | Nokkur skriður hefur kom- ist á tvö af þeim skipulagsmálum sem brenna á Akureyringum þessi miss- erin: Undirhlíðina og Spítalaveginn. Það má segja að nú styttist í að öðru málinu ljúki að fullu: Undirhlíð- arreitnum. Bæjarstjórn Akureyrar heimilaði í byrjun júlí að SS Byggir myndi byggja 57 íbúðir í tveimur krosslaga háhýsum á deiliskipulagsreitnum Undirhlíð / Miðholt. Um 400 íbúar á Akureyri skrifuðu nafn sitt á undir- skriftalista til að mótmæla byggingu háhýsanna. Málið er nú hjá Skipulagsstofnun sem mun taka afstöðu til efnis eða forms deiliskipulagsins. Þar á bæ var hins vegar ekki hægt að afgreiða mál- ið í fyrstu tilraun, þar sem frekari upplýsingar vantaði um fimm atriði, þ.á m. um skuggamyndun blokkanna, byggingu bílageymslu og hvaða ábyrgð lóðarhafi beri á hugsanlegum breytingum á vatnsborði vegna grundunar húsanna. Slíkar beiðnir um frekari upplýsingar vegna deili- skipulags eru ekki fátíðar að sögn starfsmanns Skipulagsstofnunar. Skipulagsnefnd bæjarins hefur sent svör við umræddum atriðum, og er niðurstöðu að vænta frá Skipulags- stofnun innan tveggja vikna. Spítalavegurinn Tillaga að endurskoðuðu deili- skipulagi við Spítalaveg, Steinatröð og Tónatröð var auglýst frá 14. maí til 25. júní 2008. Átta athugasemdir bár- ust við tillöguna, auk þess sem íbúar svæðisins sendu áskorun til skipu- lagsnefndar og bæjarstjórnar. Í áskoruninni er bent á að ekki hafi verið tekið tillit til sögu og menning- arverðmæta í tillögunni, en hug- myndir ertu uppi um að reisa ný hús í aldargömlu hverfi. Íbúarnir lögðust einnig gegn byggingu Tónatraðar en hvetja þess í stað til að gert verði úti- vistarsvæði í hverfinu í tengslum við Lystigarðinn. Skorað var á bæj- arstjórn að draga skipulagstillöguna til baka og vinna nýtt skipulag í sam- vinnu við íbúana. Í syðsta hluta Tónatraðar er hugs- anlegt að byggingarreitur nái yfir friðaðan garð. Í umsögn Minjavernd- ar um deiliskipulagið er bent á að breyta því þannig að garðinum verði ekki raskað, að öðrum kosti þarf framkvæmdaaðili að greiða fyrir rannsóknir á minjunum. Niðurstaða Skipulagsnefndar um málið er sú að tillagan verði endur- skoðuð. Að sögn Péturs Bolla Jó- hannessonar, skipulagsstjóra Ak- ureyrar, verður endurskoðun lokið um mánaðamótin september – októ- ber og tillagan auglýst aftur. Umdeild mál á skrið  Niðurstöðu Skipulagsstofnunar vegna Undirhlíðarreits að vænta innan tveggja vikna  Endurskoða Spítalavegstillögu ÍBÚAR Holta- og Hlíðahverfis gerðu á sínum tíma athugasemdir við það að framkvæmdirnar við Undirhlíð gætu valdið breytingum á vatnsborði vegna grundunar háhýsanna. Skipulagsstofnun hefur óskað eftir nánari útskýringum á því hvað ábyrgð lóðarhafi ber. Skipulagsnefnd bæjarins út- skýrði það svo að lóðarhafinn væri ábyrgur fyrir „hugsanlegu tjóni sem rekja má til breytinga á vatnsborði á meðan á framkvæmdum stendur“. Íbúar Spítalavegar vilja fæstir að byggt verði í nýrri götu, Tónatröð, neðan við sjúkrahúsið. Ný hús passi ekki inn í hverfið og götumyndina. Einnig koma fram athugasemdir vegna nálægðar götunnar við sjúkra- húsið. Jafnframt færi betur á að hafa einstefnu niður götuna frekar en upp. Um hvað snúast deilurnar? Morgunblaðið/Hjálmar S. Brynjólfsson Spítalavegur Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir nýjum húsum og nýrri götu, Tónatröð, neðan við Sjúkrahúsið á Akureyri. Íbúar á Spítalavegi gerðu 8 athugasemdir við tillöguna og skoruðu á bæjarstjórn að hætta við. Morgunblaðið/Hjálmar S. Brynjólfsson Undirhlíð Um 400 Akureyringar mótmæltu fyrirhuguðum háhýsum. Eftir Skúla Á. Sigurðsson skulias@mbl.is VERÐLAUN Sigurðar Þórarins- sonar, æðstu verðlaun Alþjóða- eldfjallafræðisambandsins, verða veitt á ráðstefnu sambandsins sem stendur nú yfir í Háskóla Íslands. Steven Sparks, prófessor við há- skólann í Bristol, þiggur þau að þessu sinni. Sparks hefur unnið að eldfjallarannsóknum víða um heim og er eftirsóttur fyrirlesari og af- kastamikill höfundur fræðigreina. Hefur hann meðal annars unnið sér til frægðar að hafa rannsakað Heimaeyjargosið 1973 og kannað gjósku úr Öskjugosi ársins 1875. Í fyrsta sinn á Íslandi „Að þessi ráðstefna sé haldin hér er ákveðin viðurkenning á stöðu þessara fræða hér á Íslandi,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, pró- fessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Hann situr í undirbúnings- nefnd ráðstefnunnar en í frétta- tilkynningu frá henni segir að um sé að ræða einn stærsta vísindaviðburð á Íslandi um langt skeið. Magnús Tumi segir íslenska vís- indamenn standa mjög framarlega á sviði eldfjallafræði og telur það koma til af því hve nálæg og raun- veruleg þessi náttúruöfl eru hér á landi. Segja megi að landið sé ein risavaxin tilraunastofa á þessu sviði. Ráðstefna Alþjóða-eldfjallafræði- sambandsins er nú haldin í fyrsta sinn á Íslandi og stendur hún frá 18. til 22. ágúst. Hana sækja um 900 þátttakendur frá fimmtíu löndum en um 700 erindi eru á dagskránni. Heiður og hvatning Sigurður Þórarinsson var pró- fessor í landafræði og jarðfræði við Háskóla Íslands og var mikill frum- kvöðull á sviði eldfjallafræða. Verð- launin eru veitt vísindamönnum sem skara fram úr og hafa lagt sitt af mörkum til framþróunar fræði- greinarinnar. Þau voru fyrst veitt árið 1987 og verður Steven Sparks sjöundi handhafi þeirra. „Þegar ég var ungur doktorsnemi hitti ég hann nokkrum sinnum með- an ég var [á Íslandi] við vettvangs- störf,“ segir Steven Sparks sem tel- ur Sigurð einn merkasta eldfjalla- fræðing liðinnar aldar. Honum þykir sér mikill heiður sýndur með heiðursverðlaununum, ekki aðeins vegna þess að þau séu ein þau æðstu á sviði eldfjallafræða heldur einnig því hann veitir þeim viðtöku í heimalandi Sigurðar. Verðlaunin segir hann vera sér hvatning í starfi sínu. Sparks hélt fyrirlestur í gær um það sem hann kallar hina tæknilegu hlið eldgosa. Á föstudaginn tekur hann við verðlaununum og heldur við það tilefni meginfyrirlestur sinn á ráðstefnunni. Fjallar hann þar um nýlegar rannsóknir sínar á sviði innri virkni eldfjalla. Landið ein risavaxin til- raunastofa Æðsta viðurkenning í eldfjallafræðum veitt Morgunblaðið/G.Rúnar Gneistaflug Sparks hefur starfað og haldið fyrirlestra um víða veröld. Í HNOTSKURN » Ráðstefna Alþjóða-eldfjallafræðisambandsins er haldin á fjögurra ára fresti og var síðast haldin í Chile. » Auk verðlauna SigurðarÞórarinssonar veitir sam- bandið hin svokölluðu George Walker-verðlaun, Krafft- verðlaunapeninginn og Wa- ger-heiðurspeninginn fyrir ýmiss konar framlag til eld- fjallafræða. SÍÐDEGIS í gær tókst að ná stál- bátnum Hafdísi NK-50, sem er 17 brúttótonn að stærð, upp úr smá- bátahöfninni í Neskaupstað. Bát- urinn sökk aðfaranótt sunnudags og tók flotbryggjuna með sér. Um ástæðu þess að báturinn sökk segir Gísli Gíslason, hafnarstjóri í Neskaupstað: „Ég hef heyrt að það hafi verið tæringargat á honum, báturinn þarf eflaust að fara í slipp.“ Hífður upp úr höfninni SJÓNVARPSSTÖÐIN ÍNN og Sím- inn hafa gert samning um dreifingu dagskrár ÍNN á ADSL-kerfi Sím- ans á rás 20 eins og hjá Digital Ís- land. Þannig mun ÍNN nást um allt land á rás 20 frá og með næstu viku, óháð því hvort kerfið not- endur eru með. ÍNN næst um allt land Eftir Skúla Á. Sigurðsson skulias@mbl.is ÁKVÖRÐUN um örlög sögufrægs húss Benedikts Gröndal á horni Vesturgötu og Norðurstígs hefur enn ekki verið tekin í borgarráði. Mál hússins hefur ítrekað komið til umræðu innan stjórnkerfisins og ýmsar tillögur viðraðar. Lagt var til að flytja húsið á Árbæjarsafn, í Grjótaþorpið eða á annan stað í mið- bænum. Einnig kom fram tillaga um að húsið fengi að standa á sínum stað. Tillaga um að flytja húsið í Grjóta- þorpið var samþykkt í skipulagsráði en borgarráð frestaði málinu og vís- aði erindinu aftur til skipulagsráðs. „Situr bara fast“ Að sögn Margrétar Þormar arki- tekts hjá skipulags- og byggingar- sviði Reykjavíkurborgar rataði mál- ið aftur til skipulagsráðs vegna óánægjuradda íbúa í Grjótaþorpinu. Mörgum íbúum þorpsins hafi þó lit- ist mjög vel á hugmyndina. „Málið var skoðað hérna [í skipulagsráði] og svo situr það bara fast,“ segir Mar- grét en engin hreyfing hefur orðið um nokkurra mánaða skeið. Svo gæti farið að húsið yrði flutt á Árbæjarsafn en Margrét segir að húsinu verði að bjarga. „Hugmyndin var að bjarga því þannig að það væri lifandi starfsemi í því,“ segir Mar- grét. Því markmiði verður augljós- lega ekki náð fari húsið á safnið. Gæti orðið fræðimannaíbúð Borgarminjavörður, Sögufélagið og Hið íslenska náttúrufræðifélag hafa lýst yfir stuðningi við að húsið verði flutt í Grjótaþorpið. Síðast- nefnda félagið telur að gefa beri gaum náttúrufræðilegri sögu húss- ins. Það geti gegnt hlutverki fræði- mannaíbúðar eða fundaraðstöðu fyr- ir félagasamtök á sviði náttúrufræða. Gröndalshús var byggt árið 1882 en Benedikt Gröndal var fyrsti for- maður Hins íslenska náttúrufræði- félags. Í húsi hans var um skeið fyrsta náttúrugripasafn félagsins og þjóðarinnar. Gröndalshús strand hjá borginni  Afgreitt í skipulagsráði en borgarráð frestaði málinu og vísaði til skipulagsráðs  Ólíkar hugmyndir uppi um örlög hússins  Óánægja meðal íbúa Grjótaþorpsins Morgunblaðið/Golli Gröndalshús Ekki eru allir á eitt sáttir um hvar húsið skuli standa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.