Morgunblaðið - 20.08.2008, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.08.2008, Blaðsíða 11
Miðvikudaginn 27. ágúst kl. 9:00-15:30 í Háskólanum í Reykjavík, Ofanleiti 2 Að skrifa samkeppnishæfa umsókn í 7. rannsóknaáætlun ESB N Á M S K E I Ð H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n Leiðbeinandi verður Dr. Sean McCarthy frá Hyperion sem er einn eftirsóttasti ráðgjafi á þessu sviði í Evrópu. Námskeiðið fer fram á ensku. Þátttökugjald er 20.000 kr. Innifalin eru námskeiðsgögn og veitingar. Athugið að fjöldi þátttakenda er takmarkaður. Skráningarfrestur er til 25. ágúst 2008. Skráning á rannis@rannis.is eða í síma 515 5800. Dagskrá: l Yfirlit yfir 7. rannsóknaáætlun ESB l Markmið og forgangssvið l Tegundir verkefnastyrkja l Hvernig á að finna samstarfsaðila l Mat á umsóknum l Undirbúningur og hugmyndir l Áætlanagerð l Umsóknarskrif Rannsóknamiðstöð Íslands • Laugavegi 13 • 101 Reykjavík • Sími 515 5800 • www.rannis.is MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 2008 11 FRÉTTIR Eftir Halldór Armand Ásgeirsson haa@mbl.is SAMGÖNGURÁÐUNEYTIÐ hefur úrskurðað að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps sé ekki van- hæf til að fjalla um virkjanamál. Atli Gíslason, Björg Eva Erlends- dóttir, Finnbogi Jónsson og Kjartan Ágústsson fóru fram á að sveit- arstjórnin yrði dæmd vanhæf til að fjalla um hvort Hvammsvirkjun og Holtavirkjun skyldu teknar inn í skipulag hreppsins. Fráleitt vanhæfir Kærendur byggðu mál sitt á að Landsvirkjun hefði kostað skipu- lagsferlið og hreppsnefnd hefði tekið afstöðu með hagsmunum Landsvirkjunar gegn fólki, sem málefnalegar og ýtarlegar at- hugasemdir gerði við auglýstar skipulagsbreytingar. Samgönguráðuneytið leitaði eftir áliti Ívars Pálssonar á þessari ósk fjórmenninganna en hann taldi frá- leitt að sveitarstjórnarmenn væru vanhæfir í málinu. Sveitarstjórn ekki vanhæf í virkjanamáli Samgönguráðuneyti úrskurðar í kærumáli Eftir Hjálmar Stefán Brynjólfsson hsb@mbl.is FISKEY, Fiskeldi Eyjafjarðar, framleiðir á árinu um fimm hundruð þúsund lúðuseiði. Á næsta ári getur fyrirtækið framleitt um 700 þúsund seiði og eina milljón árið 2010, að mati framkvæmdastjóra fyrirtæk- isins, Arnars Freys Jónssonar. Þetta er mikil stækkun, en hafi einhvern tímann verið kjöraðstæður fyrir hana eru þær núna að mati Arnars: „Rekstrarumhverfi okkar er allt annað en það var fyrir ári. Í fyrsta lagi náðum við fram hækkun á seiðaverði upp á 50% í norskum krónum. Svo er gengi krónunnar heppilegt fyrir okkur, þannig að seiðaverð í íslenskum krónum er næstum því tvöfalt hærra en það var fyrir bara ári. Að því leyti er það sárt að geta ekki verið með fulla framleiðslu núna. Við gætum verið að framleiða milljón seiði og það er númer 1, 2 og 3 hjá okkur að keyra upp framleiðslu með öllum ráðum.“ Kynbótafiskur tryggir hrognin Að sögn Arnars hefur það fyrst og fremst verið vandamál að hrognin hafa ekki verið nógu mörg til að vinna fleiri seiði. Það stendur þó til bóta: „Við byrjuðum að velja eld- isfisk, í raun kynbótafisk, markvisst frá árinu 1996. Góðar hrygnur eru einmitt um 10-12 ára gamlar, þannig að við erum að sigla inn í þann tíma að hrognaframleiðsla verður ekki takmarkandi, eins og verið hefur.“ Fiskey hefur hingað til verið með klakfiskastöð á Dalvík, þar sem hrognum er safnað. Frjóvgun hrogn- anna fer svo fram á Hjalteyri og á sex mánuðum verða seiðin þannig að hægt er að flytja þau út. Seiðin eru seld til Noregs á áframeldisstöðvar. Um þessar mundir er verið að flytja klakfiskastöðina út á Hjalt- eyri, en með þeim flutningum er fyr- irtækið að tryggja að hægt sé að auka framleiðslu í framtíðinni. „Aukin framleiðsla er lykilatriði til að standast samkeppni,“ segir Arn- ar. „Framleiðslukostnaður seiða ræðst af því hve mikið framleitt af þeim. Fastur kostnaður í eldinu, launakostnaður og annað, er það hár að aukin seiðaframleiðsla skilar sér nánast beint í lækkun á fram- leiðslukostnaði. Þar með eykst arð- semin og möguleikarnir á að bjóða kúnnanum upp á lægra seiðaverð.“ Matfiskeldi á lúðum nær um 2 þúsund tonnum á ári. Arnar telur að markaðurinn muni geta tekið við fleiri seiðum. Hins vegar er þróun áframeldisins í Noregi lykill lúðueld- isins á Hjalteyri: „Fyrirtækin sem við eigum í við- skiptum við hafa verið að stækka. Ef fyrirtækin ná góðum árangri munu þau stækka enn meira. Þá eykst eft- irspurn eftir seiðum.“ Morgunblaðið/Hjálmar S. Brynjólfsson Vöxtur „Rekstrarumhverfi okkar er allt annað en það var fyrir ári,“ segir Arnar, framkvæmdastjóri Fiskey.  Lúðueldi hefur farið fram á Hjalteyri í yfir tuttugu ár  Framleiða meira en milljón seiði innan fimm ára Lúða Minnstu lúðuseiðin eru afar lítil en hreyfa sig hratt. Tíminn frá því að hrogn verður að útflutningshæfu seiði er um það bil sex mánuðir. Morgunblaðið/Hjálmar S. Brynjólfsson Klakfiskur Verið er að flytja klakfiskstöðina í gamla olíutanka á Hjalteyri. Sókn í seiðaeldi Hvenær var Fiskey stofnuð? Árið 1987 af Erlendi Jónssyni og Ólafi Halldórssyni. Fyrstu árin ein- kenndust af rannsóknastarfsemi en kaflaskil urðu árið 1996 að mati Arnars: „Þá sáum við að dæmið var að ganga upp og framleiddum um 50 til 60 þúsund seiði.“ Hver er staða fyrirtækisins miðað við fyrirtæki í öðrum löndum? Fiskey er í fremstu röð í heiminum með svo mikilli framleiðslu, um 500 þúsund, með stýrðri fram- leiðslu. Stýrð framleiðsla felur í sér að hrygningu og öllum þáttum eld- isins er stýrt. Hvað tekur langan tíma fyrir seiði að verða útflutningshæf? Heildartími frá hrogni og upp í út- flutningshæf seiði eru minnst 6 mánuðir. Fiskey framleiðir þrjá hrygningahópa á hverju ári S&S

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.