Morgunblaðið - 20.08.2008, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.08.2008, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ÞETTA HELST ... ● ÚRVALSVÍSITALAN í Kauphöllinni á Íslandi lækkaði um 2,1% í gær og er lokagildi hennar 4.307 stig, en hún hækkaði nokkuð síðastliðnar tvær vikur. Tvö félög hækkuðu í gær, Iceland- air, sem birti uppgjör sitt í fyrradag, um 5,9% og Eik banki um 6,4%. Spron lækkaði um 11,4% og Exista um 5,0%. gretar@mbl.is Yfir 2% lækkun ● Hlutabréf féllu í verði þegar mark- aðir opnuðu í Bandaríkjunum í gærmorgun. Ástæðan var rak- in til upplýsinga um meiri verð- bólgu þar í landi en áður hafði ver- ið áætlað og jafnframt til færri nýrra húsbygginga en vonir flestra höfðu staðið til, að því er segir í frétt á fréttavef Yahoo-fréttastofunnar. Framleiðsluverð í Bandaríkjunum hækkaði meira í júlímánuði síðast- liðnum en það hafði gert í heil 27 ár, samkvæmt fréttinni. Þá var frá því greint í gær að ekki hefðu verið byggðar færri íbúðir vestanhafs í 17 ár en í júlímánuði. gretar@mbl.is Vonbrigði á mörk- uðum vestanhafs ● SPARISJÓÐUR Strandamanna tap- aði 29,2 milljónum króna á fyrri helmingi ársins, samkvæmt bráða- birgðauppgjöri sjóðsins. Að jafnaði gefur sjóðurinn ekki út árshluta- uppgjör en í fyrra var 66,9 milljóna króna hagnaður af rekstrinum. „Rekstur sjóðsins hefur gengið bærilega á fyrstu sex mánuðum árs- ins miðað við aðstæður,“ segir Guð- mundur B. Magnússon sparisjóðs- stjóri. „Við berum okkur ekkert illa.“ Verðlækkun á óskráðum, íslensk- um eignum, skýri tapið sem var nú. Þannig komi inn í uppgjörið 80 millj- óna verðfall á viðkomandi eignum. halldorath@mbl.is Tapaði 29 milljónum á fyrri helmingi ársins OLÍUFRAMLEIÐSLA hjá öllum stóru vestrænu olíufyrirtækjunum hefur dregist saman og þau eiga sí- fellt erfiðara með að koma að nýjum verkefnum, þrátt fyrir mikinn hagn- að. Þessu er haldið fram í frétt í New York Times. Segir í fréttinni að ein ástæðan fyrir minni olíuframleiðslu sé póli- tísk. Allt frá Kaspíahafi til Suður- Ameríku sé verið að þrýsta vestræn- um olíufyrirtækjum út af svæðum þar sem mikil olía er í jörðu. Fyrir- tækin séu neydd til að semja upp á nýtt um olívinnsluréttindin á mun verri kjörum fyrir þau en hingað til. Fyrirtækin séu á hraðri leið að tapa fyrir ríkisreknum olíufyrirtækjum í baráttunni um vinnsluréttindin. Þar fyrir utan sé stór hluti af framleiðslu stóru vestrænu olíufyrirtækjanna á svæðum þar sem verulega hefur gengið á birgðirnar, til að mynda í Norðursjó. Skýra framtíðarsýn vantar Segir í frétt NYT að raunveruleik- inn sé sá að stóru vestrænu olíufyr- irtækin, sem eitt sinn réðu olíumark- aðinum í heiminum, hafi orðið undir í baráttunni um yfirráðin á þessum markaði og þar með þeim möguleika að geta stjórnað framleiðslunni í heiminum á hverjum tíma. Er haft eftir Amy Myers Jaffe, sem stýrir orkudeild Rice-háskólans í Houston í Texas í Bandaríkjunum, að olíuiðnaðurinn sé í miklum vanda. Segir hún að klárlega vanti skýra framtíðarsýn fyrir iðnaðinn og einn- ig sé alls óljóst hverjir ráði ferðinni. gretar@mbl.is Olíurisar tapa áhrifum með minna framboði Vestræn olíufyrirtæki ráða ekki eins miklu og áður fyrr dyr að lausafé frá þarlendum seðla- bönkum. Hin háa verðbólga endurspeglar að hluta óvenjulega mikinn hagvöxt undangengin ár, en leiðir þó sér í lagi af 32,5% veikingu krónunnar á árinu. „Íslenska krónan hefur staðið sig þriðja verst gjaldmiðla heims á þessu ári, á eftir Simbabve og Túrkmenist- an,“ segir í skýrslunni. Frekari áhyggjur af bankakerfinu gætu leitt til meiri veikingar krónunnar. Í ólgusjónum er „batnandi vöru- skiptahalli“ og öflugt lífeyrissjóða- kerfi talið íslenska hagkerfinu til tekna. Niðursveiflan undirstrikar þó hversu viðkvæmt lítið hagkerfi með opið fjárflæði og fljótandi gengi getur verið gagnvart sveiflum. Flutningur banka af landi brott til bjargar Íslenska krónan næst á eftir Simbabve og Túrkmenistan Eftir Halldóru Þórsdóttur halldorath@mbl.is ER bankakerfið Akkillesarhæll Ís- lands? Þannig spyrja greinendur Deutsche Bank, höfundar nýrrar skýrslu um efnahag Íslands. Þar er sett spurningarmerki við gífurlegar eignir Glitnis, Kaupþings og Lands- bankans, sem eru margfaldar á við verga landsframleiðslu. „Takmarkaðir sjóðir Seðlabankans gera það að verkum að ef til kastanna kæmi ættu bankarnir engan lánveit- anda til þrautavara. Ef einn eða tveir bankanna myndu flytja höfuðstöðvar sínar af landi brott yrði strax létt á stöðunni. Hins vegar er óvíst hvort erlend yfirvöld myndu greiða fyrir slíkum flutningi,“ segir í skýrslunni. Íslensk eignarhaldsfélög síst Þessa spurningu ber á góma vegna þess að líkt og nú gildir um marga aðra banka á heimsvísu eru uppi áhyggjur um gæði eignasafna ís- lensku bankanna. Skýrsluhöfundur segir að helst megi efast um stöðu bankanna í íslenskum eignarhalds- félögum. Staða bankanna á erlendum mörkuðum, hvað varðar innláns- reikninga og eignir, opnar hins vegar Í HNOTSKURN »Horfur eru góðar til lengritíma vegna ódýrra mögu- leika í orkugeiranum sem erlend fyrirtæki leita eftir að fjárfesta í. »Til skemmri tíma er sam-dráttur líklegur vegna hárrar verðbólgu, veikrar krónu og kólnunar á fast- eignamarkaði. »Spurt er hvort Ísland sé oflítið til að standa eitt á báti, þ.e. utan ESB.                                                         !" #$%&' ( Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is HREMMINGARNAR á hinum alþjóðlega fjár- málamarkaði eiga væntanlega eftir að aukast enn. Og útlit fyrir að einhver af stóru bönkunum í Bandaríkjunum fari á hausinn á næstu mánuðum. Þessu spáir Kenneth Rogoff, prófessor við Har- vard, en hann var aðalhagfræðingur Alþjóðagjald- eyrissjóðsins (IMF) á árunum 2001 til 2004. „Það verða ekki bara meðalstórir bankar sem fara á hausinn á næstu mánuðum, heldur einhver af stóru bönkunum. Áður en það versta verður yfirstaðið á fjármálamörkuðunum verða frekari sameiningar banka nauðsynlegar,“ sagði Rogoff á fjármálaráðstefnu í Singapúr í gær, samkvæmt frétt BBC-fréttastofunnar. Hann sagði einnig að þrátt fyrir aðgerðir bandarískra stjórnvalda væri líklegt að hálfopin- beru íbúðalánasjóðirnir, Fannie Mae og Freddie Mac, yrðu ekki til í núverandi mynd innan fárra ára. Lét Rogoff þessi orð falla þegar ljóst var að gengi hlutabréfa íbúðalánasjóðanna hafði fallið um liðlega 20% í verði í kjölfar þess að birt var skýrsla óháðs aðila þar sem því er haldið fram að bandaríska ríkisstjórnin myndi væntanlega ekki komast hjá því að ríkisvæða sjóðina. Þær hjálp- araðgerðir sem stjórnvöld hefðu ákveðið myndu engan veginn duga. Rogoff gagnrýndi í erindi sínu þá ákvörðun bandarískra seðlabanka að lækka stýrivexti sína um 2% fyrr á þessu ári. Sagði hann að vaxtalækk- unin myndi hafa mjög slæmar afleiðingar í för með sér fyrir verðbólguna í landinu á komandi árum. Meiri hremmingar Fyrrverandi aðalhagfræðingur IMF spáir því að stór banki fari á hausinn í Bandaríkjunum innan tíðar Reuters Ríkið Því er spáð að íbúðalánasjóðirnir í Banda- ríkjunum verði komnir í ríkiseigu fljótlega. „KAUPANDINN gat ekki staðið við gerða samninga,“ segir Skarphéð- inn Berg Steinarsson forstjóri Landic Property um söluna á Keops Develop- ment. Stones Invest vildi láta allt ganga til baka. Skarphéðinn segir þá ekki hafa haft fjár- hagslega burði til að klára þetta ferli. Bankar hafi neitað að færa ábyrgðir af Landic yfir á Stones. Steininn hafi svo tekið úr í gær þeg- ar upplýst var að Stones lét færa endurgreiðslu á virðisaukaskatti til Keops á eigin reikning. „Við munum fara yfir reksturinn og kanna hvort einhver svipuð til- vik hafi átt sér stað,“ segir Skarp- héðinn. Landic hafi að öllu leyti staðið við sinn hluta og krefjist nú endurgreiðslu á þeim hluta sem Stones fékk fyrir nokkrar fast- eignir sínar. Þau kaup voru hluti af viðskiptunum. Um er að ræða 2,3 milljarða íslenskra króna sam- kvæmt frétt Berlingske Tidende. „Það er ljóst að ekki er hægt að treysta Stones Invests og félagið getur ekki staðið við skuldbind- ingar. Til að koma í veg fyrir frek- ari rýrnun verðmæta af völdum Stones Invests hefur Landic Property rift kaupsamningnum og tekið yfir eignarhald og stjórnun á Keops,“ segir í tilkynningu. bjorgvin@mbl.is Taka aftur við stjórn Keops í dag Skarphéðinn Berg Steinarsson ) *            !"#$$%&&' + , - -,                   !   " #  $    % &'()* &   + ,- ./-  0  .  +/ '     12    '    '3.   .4 2  *5 / 62 62, , 7  ,  01 )$ ( 8 2    8     ,/ 2'"  * - '                                       !    " "!   !    !   ! #   $    #             7,   6 , 9   " & + + ;< =>? >@A @B? C@; DBC =?; BB= ;CA ;D B;A >A> BD D>> @<< >B> >?= ;>D BDC <<< @@@ BA A>> ;CC @ ?;< >DC B<? ??? =A= + @> ;;D B BAD CA; C C@; A?; @ B<B ?C? + + + + BB CDA AAA + + >E;; CE<< @DE;C DE;D BCECC B<EBC BDE>A ;B=EAA @<EAC D;E>A =EAA ?E<; ?AECA @A>EAA B;ACEAA @C<EAA B<<ECA + + + + =DCAEAA BAEAA + >ED@ CE<? @DE?C DEDA BCE>A B<E=C BDE;C ;BDEAA @<EBC DDE@A =E?A ?EC= ?BECA @A?EAA B;@AEAA @><EAA B<>EAA @BE?A + + DECA =D?AEAA BAECA CEAA ./  ,  + + B< <? BD ; < <= B; ; = @; + B @ B= > + + + + @ + + F  , , BD D @AAD BD D @AAD B? D @AAD B? D @AAD B? D @AAD B? D @AAD B? D @AAD B? D @AAD B? D @AAD B? D @AAD B? D @AAD B? D @AAD BD D @AAD B? D @AAD B? D @AAD B? D @AAD B? D @AAD B> ; @AAD B= D @AAD > B@ @AA; = > @AAD B? D @AAD B< D @AAD ; = @AAD )%G )%G     H H )%G 5 G      H H F 1 I  *        H H .6& F       H H )%G 6BC )%G 0<A      H H ● HAGNAÐUR tryggingafélaganna í landinu af tryggingum hefur aukist á sama tíma og hagnaður þeirra af fjár- festingastarfsemi hefur dregist sam- an. Þetta kemur fram í samantek Samtaks fjármálafyrirtækja fyrir árið 2007, sem birt er á heimasíðu sam- takanna á Netinu. Innlend tryggingafélög högnuðust samanlagt um 13,5 milljarða króna eftir skatta árið 2007, samanborið við 19,5 milljarða króna hagnað árið 2006. Tekjur félaganna af fjárfest- ingarstarfsemi eru 70% af hagnaði þeirra. gretar@mbl.is Hagnaður af tryggingum eykst

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.