Morgunblaðið - 20.08.2008, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 20.08.2008, Blaðsíða 29
Hinn sögufrægi bar Sirkus verður endurreistur með öllu tilheyrandi á Frieze Art Fair í London í október. Forsvarsmenn Kling og Bang, þeir Kristján Björn Þórðarson, Daníel Björnsson og Erling T.V. Klingenberg, sögðu Gunnhildi Finns- dóttur frá áformum sínum. Sirkus er farinn að taka á sigkunnuglega mynd á verk-stæði Kling & Bang í mið-bænum. Barborðið er komið á sinn stað og á veggjunum eru auglýs- ingaplaköt fyrir löngu liðna tónleika og listviðburði. Barinn verður síðan flutt- ur í heilu lagi og settur upp á Frieze Art Fair þar sem allt innbú staðarins verður á sínum stað, bjór á krana og kráareigandinn Sigga mun standa vaktina á barnum. Endurbyggingin er á vegum Kling & Bang gallerís sem mun klæða sig í búning Sirkus barsins á hátíðinni. Ekki hefur verið gengið frá því hvaða lista- menn taka þátt í verkefninu og vilja að- standendur halda því opnu eins lengi og hægt er. „Svo vitum við náttúrlega ekkert hvað gerist þarna. Við veljum listamenn, en síðan koma 30-40 þúsund manns á þessa kaupstefnu á dag og inn á Sirkus og mæta þar listamönnum, list þeirra og Siggu Boston og þá getur hvað sem er gerst,“ segir Daníel. Úr íslenskum veruleika „Við vildum koma því til skila hvað við værum; íslenskt gallerí sprottið upp úr íslenskum veruleika og íslenskum aðstæðum,“ segir Kristján. „Fljótlega kom upp sú hugmynd að vinna með einhvers konar rými sem myndi vera rammi utan um okkur og um leið sýna á enhvern hátt hvað við erum. Síð- ankom það upp að það ætti að loka Sirkus og þá vorum við einmitt með hugmyndir sem voru ekkert fjarri því sem Sirkus var og það lá beint við að setja hann í þetta samhengi.“ Daníel bætir við: „Okkur fannst þetta passa vel því að Sirkus end- urspeglar vel bæði galleríið sjálft og ákveðinn tíðaranda sem er að ljúka eða er í ákveðinni breytingu.“ Krist- ján tekur undir það: „Að mörgu leyti er þetta í rauninni samsvörun okkar við Sirkus í nokkrum lögum. Við bú- um við svipaðar aðstæður, þiggjum molana af borði velgengninnar og fáum inni í húsum sem á að rífa, þetta er hvort tveggja til í einhverjum tímaramma sem þýðir að við fáum frelsi til að vera til í rauninni á sama Sirkus endurfæðist í London Morgunblaðið/G.Rúnar Hamfletting Kristján Björn og Daníel að störfum á Klapparstígnum fyrr í sumar þegar þeir leituðu að nothæfum efnivið í endurbygginguna. Morgunblaðið/G.Rúnar Á barnum Þeir Kristján Björn, Daníel, Bjarni Massi og Erling slaka á við barinn á Sirkus eins og svo oft áður. Klósettin og efri hæðin verða ekki endurbyggð, þó að stiginn fái að fylgja með. hátt og Sirkus, erum svona á und- anþágu. Á sama tíma og við byrj- uðum að vinna þetta þá misstum við líka húsnæðið sem við vorum í á Laugaveginum og upplifðum Sirkus sem birtingarmynd á þessu ástandi og á okkur.“ Sameina tvo orkupóla Erling Þ. V. Klingenberg bendir á að Sirkus og Kling & Bang hafi líka átt það sameiginlegt að það lá ekkert í umbúðunum. „Þó að hvorugt hafi kannski litið út fyrir það, þá voru þetta orkustöðvar með gífurlega sterkt innihald sem fólk bæði innan- og utanlands frá kom sérstaklega til þess að skoða. Nú erum við að sam- eina þessa tvo orkupóla og vonandi tekst okkur það. En svo er líka, þótt ég vilji nú ekki vera með einhvern pólitískan biturleika hérna, alltaf van- skilningur á svona stöðum sem eru ekki inni í þessum opinbera pakka. Það er búið að vera þannig lengi, þú sérð að Nýló er búið að vera til í þrjá- tíu ár og er fyrst núna að fá einhvers konar viðurkenningu á starfsemi sinni frá hinu opinbera. Kannski berðum við bara að bíða líka, en gam- an væri að lifa í núinu.“ Í máli þeirra félaga má heyra að þeim finnist ákveðnu tímabili í reyk- vískri menningu vera að ljúka. Daníel segir að sagan verði að skera úr um það. „En tími Sirkus bars á þessum stað er liðinn og galleríð á Laugaveg- inum er farið. Hlutirnir breytast og þessum kafla er kannski lokið. En Sigga heldur áfram að reka bar og við höldum áfram að reka gallerí.“ gunnhildur@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 2008 29 Á Menningarnótt á laugardag verða Harley Davidson- eigendur með góðgerðardag- skrá milli 14 og 16. Hringferð kringum Reykja- víkurtjörn aftan á ekta stóru og malandi Harley Davidson-hjóli kostar 500 kr. og rennur allt það fé sem safnast til lang- veikra barna. Lagt er af stað frá Austurvelli. Þá mun Birna Þórðardóttir bjóða miðbæjargestum að skoða bæinn með Miðbæj- arfylgd Birnu kl. 14 til 15. Lagt verður af stað frá Skólavörðu- holti og hin ýmsu torg Þing- holtanna þrædd. Þýðing á ensku verður í boði fyrir þá sem þess óska. Landnámssetrið í Borgarnesi 437 1600 | landnamssetur@landnam.is BRÁK eftir BrynhildiGuðjónsdóttur (Söguloftið) Lau 23/8 kl. 15:00 Ö Lau 23/8 kl. 20:00 Sun 24/8 kl. 16:00 U Fös 29/8 kl. 20:00 Ö Lau 30/8 kl. 15:00 Lau 30/8 kl. 20:00 Lau 6/9 kl. 15:00 Lau 6/9 kl. 20:00 U Sun 7/9 kl. 16:00 Fös 3/10 kl. 20:00 Lau 4/10 kl. 15:00 Lau 4/10 kl. 20:00 Frú Norma 4711166 | norma@frunorma.is Fjársjóðsleit (Útisýning) Lau 23/8 kl. 16:30 Kómedíuleikhúsið Ísafirði 8917025 | komedia@komedia.is Pétur & Einar (EinarshúsBolungarvík) Fim 4/9 kl. 20:00 Fim 11/9 kl. 20:00 Fim 18/9 kl. 20:00 Húsið Klapparstíg 30 byggði Jónas Jónasson næturvörður árið 1883. Frá 1922 fram á áttunda áratuginn voru verslanir reknar í húsinu, lengst af matvöruverslunin Vaðnes. Árið 1990 var opnaður þar bar undir nafninu N1 sem var vinsæll hjá liðsmönnum Sykurmolanna og kreðsunni í kringum þá. Grandrokk flutti síðan inn um tíma, en árið 1999 var opnaður franskur vínbar í húsinu sem bar nafnið Sirkus. Hann varð fljótlega mjög vinsæll meðal tónlistarfólks, listamanna og fylgi- fiska og árið 2000 tók Sigga Bost- on við lyklunum og rak hann þang- að til um áramótin janúar-febrúar á þessu ári. Áform eru uppi um að rífa húsið og byggja nýtt á lóðinni, en það stendur enn tómt. Hús með 125 ára sögu TVÆR gamanmyndir verða frumsýndar í kvikmyndahúsum í kvöld. The Rocker Líf Roberts Fish- mans snýst í kringum hljómsveitina Vesu- vius þar sem hann er trommuleikari og það er honum því mikið áfall þegar hann er fyrirvaralaust rekinn úr hljómsveitinni. Tuttugu árum síðar gefst honum annað tækifæri til þess að öðlast frægð og frama þegar hann fær trommarastöðu í hljómsveit litla frænda síns. Það er Rainn Wilson, best þekkt- ur sem Dwight Schrute í bandarískri útgáfu Office- þáttaraðarinnar, sem leikur rokkarann. IMDb: 5,2/10 Metacritic: 47/100 The Clone Wars Teiknimynd sem gerist í veröld Stjörnu- stríðsmyndanna. Anakin Skywalker og Obi-Wan Kenobi rann- saka dularfullt hvarf sonar Jabba the Hutt á meðan klónastríðið geisar í kringum þá. George Lucas skrifar handritið en Dave Filoni leikstýrir. Matt Lanter og James Arnold Taylor ljá þeim fé- lögum raddir sínar. IMDb: 5,2/10 Metacritic: 35/100 Trommari Wilson kominn úr jakkafötunum og í rokkgallann. FRUMSÝNINGAR» Rokk og klónastríð Þegar hafist var handa við að taka barborðið úr húsinu Klapp- arstíg 30 og fletta klæðningu af veggjunum kom ýmislegt í ljós fyrir utan þykkt lag af svita og reyk eftir hátt í tuttugu ára bar- rekstur. Úlfur Grönvold verkefn- isstjóri hjá Kling og Bang segir að fundist hafi fjölmargir lyklar, skartgripir, kreditkort og annað smálegt sem gestir hafa skilið eftir í gegnum árin. „Það var merkilega lítið af eiturlyfjum, þetta hefur greinilega verið mik- ið reglufólk sem sótti staðinn,“ segir Úlfur og hlær. Tapað – fundið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.