Morgunblaðið - 21.08.2008, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.08.2008, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 2 1. Á G Ú S T 2 0 0 8 STOFNAÐ 1913 227. tölublað 96. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er REYKJAVÍKREYKJAVÍK SEGJA PÓSTMÓDERN- ÍSKAN AULABRANDARA DAGLEGTLÍF Draumar og hugmyndir á flug Leikhúsin í landinu Allir í leikhús Óvitar >> 35  Enn vantar 200 starfsmenn á frí- stundaheimili Reykjavíkurborgar. Helmingi fleiri starfsmenn hafa þó verið ráðnir en á sama tíma í fyrra. Formaður ÍTR segir reynsluna þá að margir starfsmanna séu náms- menn sem séu ráðnir á síðustu stundu á haustin. » 4 200 starfsmenn vantar á frístundaheimili ÍTR  Jarðskjálfti varð í nágrenni Hveragerðis í gærkvöld upp úr klukkan hálfsjö. Jarðskjálftinn var 2,5 á Richter-skalanum. Upptökin voru um 3 kílómetra norðaustan við Hveragerði og hann fannst vel þar. Fáeinir minni skjálftar mældust í kjölfarið. Þessir skjálftar eru eft- irskjálftar eftir Suðurlands- skjálftann í vor. Skelfur við Hveragerði Íslenskt leikhús hefur verið á far- aldsfæti í gegnum tíðina og er nú í sókn erlendis, en eina leiðin til að reka sjálfstætt leikhús á Íslandi er í gegnum útrás. Íslenskt leikhús er í sókn erlendis Innan tíðar mun hefjast vinna við hlutafélagavæðingu Sparisjóðs Mýrasýslu. Endanleg framtíð sjóðs- ins mun ráðast af ákvörðunum hlut- hafafunda félagsins. VIÐSKIPTI Endanleg framtíð SPM er óljós Róbert Guðfinnsson, fyrrverandi stjórnarformaður SH, hefur snúið sér að túnfiskeldi í Mexíkó. Hann býr nú í Phoenix í Arizona í Banda- ríkjunum. Stundar nú tún- fiskeldi í Mexíkó GRÍÐARLEGUR viðbúnaður var á Barajas-flugvelli í Madríd í gær eft- ir að farþegaflugvél fórst í flugtaki og varð alelda á svipstundu. Spænsk yfirvöld staðfestu seint í gærkvöldi að 153 hefðu látist og 19 væru illa særðir og einhverjir enn í lífshættu. Rúmlega 20 börn voru meðal farþega vélarinnar sem var á leiðinni til Kanaríeyja. Samkvæmt upplýsingum utanríkisráðuneytisins benti ekkert til þess í gærkvöldi að Íslendingar hefðu verið um borð í vélinni. Flugvélin hafði skömmu áður reynt að komast á loft en hætt við vegna tæknilegra örðugleika. | 15 AP Slys Gríðarlegur fjöldi fólks kom að björgunarstarfinu í Madríd í gær. 153 látnir í flugslysi Mörg börn voru í vél- inni sem fórst í Madríd Eftir Andrés Þorleifsson andresth@mbl.is TVEIR rúmenskir járnsmiðir létu lífið við Hellisheiðarvirkjun um klukkan sjö í gærkvöldi. Að sögn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins báru endurlífgunartilraunir ekki ár- angur. Talið er að mennirnir hafi farið inn í súrefnislausu gufulögnina sem sjá má á myndinni hér að ofan og liggur austan við stöðvarhúsið. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu er það almennt svo að fari fólk inn í súrefnislaust rými missir það mjög fljótt meðvitund og kann þá að látast úr súrefnisskorti. Virðist þessi lýsing vera helsta tilgáta slökkviliðs í málinu. Höfðu unnið að ámóta verkefni Guðbergur Ástráðsson er verk- stjóri hjá Altaki vélsmiðju, en mennirnir unnu á vegum þess verk- takafyrirtækis. Hann segir mennina hafa unnið að svipuðu verkefni áð- ur. Þá hafi umrædd lögn ekki verið í notkun síðan í júní síðastliðnum og ekki hafi fleiri verið að vinna með mönnunum að þessu verkefni. Þeir höfðu ekki verið lengi á landinu. Lögreglan á Selfossi, sem fer með rannsókn slyssins ásamt Vinnueftirlitinu, vildi ekki greina nánar frá tildrögum slyssins að svo stöddu. Fjölmennt lið, lögregla og sjúkra- lið frá Selfossi og Reykjavík, mætti á vettvang, auk þess sem teymi á vegum Rauða krossins kom á stað- inn og veitti þeim starfsmönnum sem vildu áfallahjálp. Tveir létust í vinnuslysi  Tveir rúmenskir járnsmiðir létu lífið við Hellisheiðarvirkjun  Taldir hafa látist úr súrefnisskorti í gufulögn  Höfðu unnið að svipuðum verkefnum áður Í HNOTSKURN »Um 300 manns vinna hjáýmsum verktakafyr- irtækjum við byggingu Hellis- heiðarvirkjunar. »Aðallega er verið að vinnavið byggingu mannvirkis sem kallast varmastöð, sem er heitavatnsframleiðslueining er taka á í notkun á næsta ári. Morgunblaðið/Golli Banaslys Talið er að mennirnir hafi farið inn í þessa súrefnislausu gufulögn við stöðvarhúsið, misst meðvitund og í kjölfarið látið lífið vegna súrefnisskorts.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.