Morgunblaðið - 21.08.2008, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.08.2008, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FRÉTTASKÝRING Eftir Unu Sighvatsdóttur unas@mbl.is SKÓGARMÁL voru rædd í þaula á Selfossi nú í vikunni, þegar skógar- málaráðherrar Norðurlandanna funduðu undir yfirskriftinni „Sam- keppnishæf skógrækt á Norður- löndum – Hvernig tökum við á lofts- lagsbreytingum og kröfum um vatns- gæði?“ Þetta er í annað skiptið sem fundurinn er haldinn frá árinu 2005 en á næsta ári munu Íslendingar taka við formennsku í ráðherra- nefndinni af Svíum. Viðfangsefni ráðherrafundarins var sem fyrr segir loftlagsbreytingar annars vegar og vatnsgæði hins- vegar, en hvort tveggja eru málefni sem tengjast náið skógrækt og verndun skóga. Niðurstöðurnar voru teknar saman í svokallaða Selfoss- yfirlýsingu og staðfestu ráðherrarnir með undirritun hennar vilja sinn til að ná fram ákveðnum markmiðum í skógarmálum. Aðlögun að breyttu loftslagi Meðal þess sem stefnt verður að er efling norrænna skógræktarrann- sókna, með það sjónarmið að þær verði í fararbroddi í heiminum. Öfl- ugt rannsóknarstarf er t.d. nauðsyn- legur þáttur í að skilja hvernig trjá- gróður lagar sig erfðafræðilega að breyttu loftslagi og hvernig skóg- rækt þarf að þróast í takt við það, m.a. með auknum kynbótum. Einnig vilja ráðherrarnir stuðla að aukinni sjálfbærri líforkuframleiðslu í skógum og leggja aukna áherslu á verndun og ræktun skóga. Er þá m.a. bent á samhengi skóga og vatns- gæða, en einhver besta trygging fyr- ir framleiðslumiklum vatnavistkerf- um og háum vatnsgæðum er að vatnasvið séu skógi vaxin. Þá stend- ur vilji til að styrkja enn samstarf og upplýsingamiðlun á milli Norður- landanna. Ísland fátækast af skógum Ísland er óneitanlega svolítið sér á báti þegar kemur að skógarmálum miðað við önnur Norðurlönd. Hér þekja skógar um 1,3% af landinu en um 20% Noregs eru skógi vaxin, 50% Svíþjóðar, 70% Finnlands og 12% Danmerkur. Stefnt er að því að íslenskur skóg- ur tvöfaldist á næstu 100 árum og gæti það jafnvel gerst fyrr, miðað við nýlega skýrslu um loftlagsbreytingar á Íslandi sem segir meðal annars að vegna hlýnunar verði mögulegt að rækta trjátegundir sem verið hafa á jaðri þolsviðs síns. Skógrækt verður þó alltaf þolinmæðisverk, en um mik- ilvægi hennar verður ekki deilt. Skógrækt í breyttu loftslagi Við Selvatn Alþekkt er sú kenning að við landnám hafi um þriðjungur Íslands verið skógi vaxinn, ósnortinn af ágangi manns og dýra. Nú hefur skógrækt verið stunduð hér á landi með skipulögðum hætti í rúm 100 ár.  Aukin skógrækt er eitt öflugasta mótvægið gegn umhverfisvandamálum vegna loftslagshlýnunar  Norrænir skógarmálaráðherrar ætla sér að efla rannsóknir og ræktun skóga á Norðurlöndum FRAMKVÆMDASTJÓRN Lands- sambands eldri borgara hefur fjallað um þá uppbót á eftirlaun, sem nemur 300 þús. kr. á einstakling á ári eða 25.000 kr. á mánuði. Greiðslan skerðir aðrar bætur TR og verður aldrei hærri en sem nemur rúmum 190 þús. á ári fyrir skatt, segir í frétt frá LEB. Framkvæmda- stjórnin lýsir undrun sinni á að þessi uppbót skuli ekki vera greidd á sömu forsendum og aðrar bætur TR en ekki sem ígildi lífeyrissjóðs. „Það er krafa framkvæmdastjórn- ar LEB að þetta verði leiðrétt og greitt út eins og aðrar bætur TR. Auk þess mótmælir LEB harðlega ef nota á þessar greiðslur sem hækk- un á tekjum eftirlaunafólks og með því skerða greiðslur frá TR til fólks sem hefur litlar greiðslur úr lífeyr- issjóði.“ Skerði ekki bætur frá TR ÍSLENSKIR skógar hafa áhrif á lífs- gæði allra landsmanna og ættu því sem flestir að leggja sitt af mörk- um við uppgræðslu þeirra. Að- standendur verkefnisins Heklu- skóga leita nú til almennings eftir aðstoð við að safna fræjum af birkitrjám, til sáningar á Heklu- skógasvæðinu sem nemur alls um 90.000 hekturum.. Árið 2008 er með bestu fræár- um sem sést hafa sunnanlands og eru tré víða þakin fræi nú þegar sem er óvenjusnemmt í ári. Fræ- söfnun er einföld og tilvalin hvatn- ing til að fá sér góðan göngutúr í fallegu veðri og njóta haustlita birkiskóganna, en frætíminn stendur frá seinni hluta ágúst og fram í byrjun október. Tilvalið er að binda framan á sig ílát, t.d. plastpoka eða fötu, til að báðar hendur séu fríar og tínslan gangi hraðar. Þá mæla aðstand- endur Hekluskóga með því að valin séu fræ af stórum og fallegum trjám þar sem talið er að vaxtalag þeirra og þróttur erfist. Fræin má svo þurrka í kaldri geymslu eða sá þeim beint í hálfgróið land. Nánari upplýsingar má finna á www.hekluskogar.is/birkifrae.htm Birkifræjum safnað fyrir Hekluskóga „EFNI yfirlýs- ingarinnar á alls staðar við, en að sjálfsögðu að teknu tilliti til hversu um- svifamikil skóg- rækt er í hverju landi fyrir sig,“ segir Þórunn Sveinbjarn- ardóttir um- hverfisráðherra. Hún er jafnframt ráðherra skógarmála á Íslandi og var hún gestgjafi ráðstefnunnar, auk Einars K. Guðfinnssonar og sænska landbúnaðarráðherrans Eskil Erlandsson. Skógræktarmál voru færð undir umhverfisráðuneytið við síðustu ríkisstjórnarskipti, en höfðu fram að því tilheyrt landbúnaðar- áðuneytinu og má segja að sú til- færsla sé að vissu leyti til marks um áherslubreytingar í skógrækt hér á landi, þ.e. að hún sé ekki lengur hugsuð fyrst og fremst til nytja. Þórunn bendir á að þótt skógar séu ekki atvinnuvegur hér í sama mæli og t.d. í Finnland og Svíþjóð, þá sé hlutverk þeirra engu síðra hér. „Alls staðar eru skógarnir mikilvægir fyrir almenn lífsgæði fólks, hvort sem það er sem hlekk- ur í keðjunni sem viðheldur vatns- hringrásinni í jörðinni, eða sem tæki til þess að binda koltvíoxíð í loftinu, en ekki síður til að tryggja fólki þau lífsgæði að nýta skógana til útiveru og í raun til heilsubót- ar. Þannig gegna þeir ekki síður mikilvægu samfélagslegu hlut- verki.“ Þórunn segir engin sérstök verkefni vera í pípunum í kjölfar Selfossyfirlýsingarinnar, en hún muni verða grundvöllur stefnu- mótunar í framtíðinni. unas@mbl.is Skógrækt er heilsubætandi Þórunn Sveinbjarnardóttir UNGLIÐAHREYFINGAR Sam- fylkingar og Vinstri grænna, Hall- veig og Ung vinstri græn í Reykja- vík, efna til mótmæla fyrir utan Ráðhúsið kl. 9:30 í dag, fimmtudag, en borgarstjórnarfundur hefst kl. 10. Pallarnir verða sniðgengnir en boðið upp á stólahrókeringar utan dyra fyrir borgarbúa, segir í fréttatil- kynningu. Mótmæla utan dyra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.