Morgunblaðið - 21.08.2008, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 21.08.2008, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 2008 9 FRÉTTIR Glæsileg undirföt Laugavegi 82, á horni Barónsstígs sími 551 4473 www.feminin.is • feminin@feminin.is Bæjarlind 4, Kópavogi • sími 544 2222 Opið mán.-fös. kl. 11-18 - lau. 10-16 Geggjuð útsölulok fim. fös. og lau. 20% aukaafsláttur við kassa www.xena.is SÉRVERSLUN TÖSKUR GLÆSIBÆ S: 553 7060 Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 Opnum í dag Full búð af nýjum vörum ÚTSALA 30-75% afsláttur Laugavegi 63 • S: 551 4422 Stórglæsilegar haustvörur Hverfisgötu 6 - 101 Reykjavík,- sími 562 2862 HAUST 2008 TÍÐNI strætóferða eykst á níu strætóleiðum auk þess sem breyt- ingar verða á þjónustu í Hafnar- firði og Garðabæ þegar ný vetr- aráætlun Strætó tekur gildi sunnudaginn 24. ágúst næstkom- andi. Strætisvagnar munu í vetur ganga á fimmtán mínútna fresti á virkum dögum á leiðum 1, 2, 3, 4, 6, 11, 12, 14 og 15. Í sumar hafa liðið þrjátíu mínútur milli ferða. Fjórir vagnar munu því ganga á hverri klukkustund á þessum leiðum í stað tveggja eins og verið hefur í sumar, að því er segir í tilkynningu. Breytingar verða jafnframt á leiðum 1, 21 og 22. Leið 21 mun nú aka eftir Suðurhrauni og Austur- hrauni við Marel, til og frá verslun IKEA, sem staðsett er í Garðabæ. Enginn strætisvagn hefur hingað til ekið á þessu svæði og er því um hreina viðbót að ræða, samkvæmt tilkynningu. Jafnframt verða þær breytingar í Hafnarfirði að akstur í Vallar- hverfi færist frá leið 22 yfir á leið 1. Leið 22 mun því einungis sinna Norðurbænum og Hrauninu í Hafnarfirði en Vallarhverfið bætist við leið 1. Strætóferðum fjölgar á ný Morgunblaðið/hag VALNEFND í Setbergsprestakalli, Snæfellsness- og Dalaprófastsdæmi, ákvað á fundi sínum á mánudag að leggja til að Aðalsteinn Þorvalds- son, cand. theol., yrði ráðinn sókn- arprestur í Setbergsprestakalli. Sex umsækjendur voru um embættið. Embættið veitist frá 1. september næstkomandi. Biskup Íslands skip- ar í embættið til fimm ára að feng- inni umsögn valnefndar. Valnefnd skipuðu níu manns úr prestakallinu ásamt prófasti. Aðalsteinn Þorvaldsson lauk guð- fræðiprófi frá HÍ 2001. Hann hefur starfað mikið innan skátahreyfing- arinnar og gegnt stöðu félagsmála- stjóra Bandalags íslenskra skáta frá 2006. Valinn sóknar- prestur í Set- bergsprestakalli Í HAUST eru um 1450 nemendur skráðir til náms við Háskólann á Akureyri. Í dagskóla eru skráðir um 650 nemendur og 475 í fjarnám. Að auki stunda um 325 nemendur í lotunámi. Stærsta deild skólans er nýstofn- uð hug- og félagsvísindadeild með um 630 nemendur innan borðs. Hvað einstaka námsleið varðar er viðskiptafræði vinsælust en þar eru skráðir 362 nemendur til náms í haust á öllum námsárum. Við hug- og félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri er boðið upp á nýtt nám í heimskautarétti. Um 1.450 nem- endur skráðir í HA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.