Morgunblaðið - 21.08.2008, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.08.2008, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ Farðu nú varlega í flugumferðinni, Gísli minn, ég hefði verið miklu öruggari um þig á hon- um Grána mínum, ef þú hefðir farið í skóla hérna heima, góði. VEÐUR Yfirlýsing Geirs H. Haarde for-sætisráðherra um að stefnt sé að því að Ísland uppfylli skilyrði evrópska myntbandalagsins er at- hyglisvert útspil.     Við munum uppfylla öll Maastricht-skilyrðin ef við náum þeim árangri sem að er stefnt og lýst í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórn- arinnar og þá verður ekki nein ástæða til að taka upp annan gjaldmiðil því þá verður kom- inn sá stöðug- leiki sem nauð- synlegur er, segir hann í við- tali í Frétta- blaðinu í gær.     Í kjölfar sviptinga í efnahagslíf-inu og óstöðugleika í gengi krónunnar hefur stefnt í algjöran klofning milli ríkisstjórnarflokk- anna í Evrópumálum. Samfylk- ingin hefur beitt sér fyrir því að Ísland sæki um aðild að Evrópu- sambandinu, en Sjálfstæðisflokk- urinn telur hagsmunum Íslands betur borgið utan þess.     En þarna er kannski fundinnsamstarfsflötur fyrir flokk- ana, þó að forsendurnar séu ólík- ar. Þannig er það nú oft um málamiðlanir.     Flokkarnir eiga að geta samein-ast í því markmiði að uppfylla Maastricht-skilyrðin.     Tíminn einn leiðir í ljós hvernigandrúmið verður þá meðal þjóðarinnar, hvort vilji hennar stendur þá til að ganga í ESB.     Að því sögðu, blasir það auðvit-að við að það er þjóðin sem fellir lokaúrskurð í þessu álita- máli!! STAKSTEINAR Geir H. Haarde Samstarfsflötur í Evrópumálum? SIGMUND                      ! " #$    %&'  (  )                     *(!  + ,- .  & / 0    + -                                 ! " 12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (                            :  3'45 ;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@ ).?                                                            *$BC               !"   # $ % &  '"   # *! $$ B *! #$ % !  $ !  & "! '" <2 <! <2 <! <2 #&!% ( ) *+,"-  CB D                 *  ()    *  +,  # (+  -    " #.   + # /      - /    *        # $!   +# <7    - /  *    +  *  +,   # $ %  '"     # ./ "00 "!1 " ,"( ) Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ FRÉTTIR GEFIÐ hefur verið út neyðarkortið Við hjálpum, ætlað konum í nánum samböndum sem sæta ofbeldi og þurfa að leita sér hjálpar. Að út- gáfu kortsins stendur samráðs- nefnd félags- og tryggingamála- ráðuneytis, heilbrigðisráðuneytis, menntamálaráðuneytis, dómsmála- ráðuneytis, Jafnréttisstofu og Sam- bands íslenskra sveitarfélaga, en nefndin hefur með höndum að hrinda í framkvæmd áætlun um að- gerðir vegna ofbeldis gegn konum í nánum samböndum. Upplýsingar á kortinu, sem er á stærð við nafnspjald, eru á fimm tungumálum, þ.e. íslensku, ensku, pólsku, rússnesku og taílensku. Fyrirsögn kortsins er: „Við hjálp- um“ og þar eru birt símanúmer Neyðarlínu, Kvennaathvarfsins, Stígamóta, Neyðarmóttöku vegna nauðgunar og Hjálparsíma Rauða kross Íslands. Kortin verða send víðs vegar um landið, á heilsugæslustöðvar, fé- lagsþjónustu sveitarfélaga, félags- miðstöðvar, í sundlaugar, á bóka- söfn og svæðisskrifstofur málefna fatlaðra, að því er segir í frétt heil- brigðisráðuneytisins. Neyðar- kort fyrir konur sem sæta ofbeldi ÁLAGNING á hvern lítra af bens- íni nú í ágústmánuði er ríflega sex krónum hærri að meðaltali en með- alálagning liðins árs. Á díeslolíu munar þarna átta krónum, að sögn Runólfs Ólafssonar, framkvæmda- stjóra Félags íslenskra bifreiðaeig- enda. Þetta eru niðurstöður út- reikninga félagsins, með upp- reiknuðum tölum til verðlags í dag og að teknu tilliti til flutningskostn- aðar. Undanfarið hefur heimsmark- aðsverð á olíu lækkað. Lítils- háttar verðlækk- anir urðu á bens- íni í gær. Lítrinn lækkaði um krónu hjá nokkr- um félögum og kostaði lítri af 95 oktana bensíni víða 165,7 krónur. Runólfur segir það raunar vekja athygli að félögin hafi í gær lækkað verð lítilllega á sama tíma og heims- markaðsverð á olíu hækki heldur að nýju og krónan veikist. Greinilegt sé að umræða um eldsneytisverðið hafi hreyft við olíufélögunum. Um síðustu mánuði segir Run- ólfur að sveiflur hafi verið í álagn- ingu olíufélaganna, „en sumarið hef- ur verið áberandi varðandi hærri álagningu“. Almenningur hafi því ekki notið þeirra lækkana sem orðið hafi á olíu undanfarið. Hver króna í lækkun sem ekki skili sér til al- mennings þýði um 250 milljónir á einu ári. Runólfur bendir á að ekki heyrist mikið frá ýmsum samtökum at- vinnulífsins vegna eldsneytisverðs- ins. Spyrja megi hvort olíufélögin bjóði stærri flotarekendum afslætti. „Þá er hinn venjulegi neytandi í landinu hugsanlega að niðurgreiða þá afslætti,“ segir hann. elva@mbl.is Meiri álagning hjá olíufélögunum Framkvæmdastjóri FÍB segir að umræða um eldsneytisverð virðist hafa haft áhrif Runólfur Ólafsson LAGNING ljósleiðara frá Íslandi til Grænlands er nú langt komin. Verk- ið er á áætlun og stefnt er að því að klára að grafa fyrir leiðslunni fyrir mánaðarmót. Ljósleiðarinn mun liggja til Quaqortoq á suðurströnd Grænlands. Grískur verktaki vinnur verkið fyrir fjarskiptafyrirtækið Alcatel. Köfunarþjónusta Íslands er undirverktaki Grikkjanna og leggur til búnað, bát og fleira. „Það má helst ekki vera nein und- iralda, þá er komið brim og erfitt að eiga við þetta,“ sagði Þorbjörn Víg- lundsson, skipstjóri á Adda á Gjá- bakka, sem staddur var við störf skammt undan Hallgeirsey í Austur- Landeyjum. Aðstæður hafa að hans sögn ekki verið með besta móti en verkið hefur sóst vel þrátt fyrir það. Leiða ljós til Danmerkur „Þetta er í sjálfu sér ekki mjög mikið verk en aðstæður eru mjög erfiðar þarna á söndunum,“ segir Al- exander Stefánsson framkvæmda- stjóri Köfunarþjónustunnar. Kaf- arar þurfa að grafa sjötíu sentímetra djúpan skurð í sand um langa vega- lengd til að leggja ljósleiðarann í. Kafaraþjónustan tekur ekki mörg verkefni sem þetta að sér en í haust mun það þó taka þátt í lögn strengs til Danmerkur. skulias@mbl.is Leiðandi Ljósleiðarinn mun liggja til Quaqortoq á suðurströnd Grænlands. Leggja ljósleiðara frá Íslandi til Grænlands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.