Morgunblaðið - 21.08.2008, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.08.2008, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Það er okkur eðl- islægt að finna að öðr- um. Þessi tilhneiging okkar er komin til vegna þess að mað- urinn er hópdýr sem er ávallt á varðbergi gagnvart svikara úr eigin röðum. Þessum eiginleika fylgir hins vegar sá meg- ingalli að við förum á mis við mik- ilvægar upplýsingar. Það er litið til innri manns viðkomandi þegar dóm- ur er kveðinn yfir gjörðum hans en því minni athygli fá þær kring- umstæður sem urðu þess valdandi að maðurinn hagaði sér á ákveðinn hátt. Að vissu leyti má rekja þennan ávana til takmarkaðra upplýsinga um kringumstæðurnar. Við vitum ekki ástæður þess að maður hleypur yfir götu í mikilli um- ferð og leiðum þess vegna að því líkum að það sé vegna þess að maðurinn sé ekki með öllum mjalla. Við myndum fá réttari mynd af atburðinum ef við vissum hvaða kring- umstæður lægju að baki þessari ákvörðun mannsins. Það er eitt að mynda sér skoðun út frá tak- mörkuðum upplýsingum en annað að veita öðrum takmarkaðar upplýs- ingar þrátt fyrir að búa yfir frekari vitneskju. Þetta virðist oft vera hátt- ur stjórnarandstæðinga hverju sinni, hvort sem þeir eru í borgar-, bæjar- eða landspólitík. Stjórnin er talin vera samkurl vanvita og eig- inhagsmunapotara nema hvort tveggja sé og það skýri þær ákvarð- anir sem hún tekur. Ég tel að tvennt búi þar að baki. Fyrir það fyrsta er auðvelt að ná fólki til fylgis við sig ef vegið er að heillindum andstæðingsins vegna þess hversu mikið við erum á varð- bergi gagnvart ásetningi annarra. Það er auðvelt að laða fólk til fylgis við málstaðinn í krafti fullyrðinga og upphrópana, það hefur ítrekað sann- ast. Slíkur málflutningur er þó tvíeggjað sverð þar sem aðrir óá- kveðnir kjósendur verða fljótt ónæmir gagnvart þess konar orð- ræðu og leiða hana hjá sér. Einnig verður umræðan þá oft að skot- grafahernaði þar sem stjórn og stjórnarandstaða saka hvor aðra um græsku án þess að kjósandi viti minnst um það í hverju ágreining- urinn felist. Í annan stað er auðvelt að mata kjósendur á fullyrðingum þegar menn eru sjálfir á því að stefna og ákvarðanir andstæðingsins séu rangar án þess að veita öðrum frek- ari útskýringar á þessum sjón- armiðum. Stjórnarandstæðingar eiga ekki að leyna því sem þeir vita um tiltekin mál. Þeir eiga að skýra hvað felist í ákvörðunum og störfum stjórnar en neita sér um að vísa í innri eiginleika stjórnarliða. Stjórn- málamenn eiga að fórna höndum og agnúast yfir heimsku andstæðings- ins heima hjá sér en veita kjós- endum þá virðingu að upplýsa þá um stöðu mála hverju sinni. Ég vil biðja stjórnarandstæðinga að temja sér vandaðri pólitíska orð- ræðu. Fyrsta skrefið í átt að vand- aðri pólitískri orðræðu er að neita sér sem mest um alhæfingar. Setn- ingar eins og „meirihlutinn hefur ekkert gert í skipulagsmálum“ eru slæmar vegna þess að þær fela í sér litlar upplýsingar og geta verið rangar. Ef eitthvað hefur gerst í skipulagsmálum, jafnvel þótt lítið sé, hefur eitthvað gerst. Betra væri að segja frá því hvað hafi gerst, af hverju það er lítið eða hvers vegna sú stefna sem verið er að fylgja varð- andi skipulagsmál sé röng og hvaða leiðir eru vænlegri. Hugsunin er ekki sú að auðvelda valdhöfum störf sín heldur að auð- velda okkur sem léðum þeim völdin að fylgjast af einhverju viti með um- ræðunni. Þessi biðlun ætti einnig að ná til valdhafa, en þar sem aðhald og kraftur stjórnarandstöðu eru fólgin í því að tjá kjósendum takmarkanir, villur og rangindi núverandi stjórn- ar ber henni öðrum fremur að haga málflutningi sínum þannig að kjós- endur skilji hvernig mál standa. Það er auðvelt að fara geyst fram með fullyrðingar og upphrópanir, en það veitir takmarkaðar upplýsingar. Aðhaldið felst í greinargóðum upp- lýsingum, ekki upphrópunum. Biðlun til stjórnarandstæðinga Bjarki Þór Bald- vinsson veltir vöng- um yfir pólitískri orðræðu. »Ég vil biðja stjórn- arandstæðinga að temja sér vandaðri póli- tíska orðræðu. Höfundur er nemi. JÆJA borgarbúar. Mér finnst líklegt að fleirum líði eins og mér núna gagnvart nýjustu tíðindum úr Ráðhúsi Reykjavíkur. Þegar skipt var um meirihluta fyrir hálfu ári ríkti ofboðsleg reiði yfir hvað Sjálfstæð- isflokkurinn gat lagst lágt til að ná til baka þeim völdum sem hann hafði misst vegna eigin ósamstöðu og klúðurs. Krafa okkar sem mótmæltum kom skýrt fram í fjölmiðlum: Við vildum að hætt yrði við myndun nýs óstarfhæfs meiri- hluta. Ég stóð á pöllunum og horfði niður í fundarsalinn og ég trúði því í alvöru að einhver áttmenningana sem ætl- uðu að standa að myndun nýs meiri- hluta hlyti að sjá að sér. „Hættið við!“ var það sem við endurtókum í sífellu. En allt kom fyrir ekki og við vitum öll hvert framhaldið varð. Nú hefur verið skipt um forystu í borgarstjórn- arflokki Sjálfstæðisflokksins sem mér eins og öðrum finnst jákvætt skref. Engu að síður fer það aldrei af ferilskrá sexmenninganna sem stóðu fyrir aftan Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson á Kjarvalsstöðum í janúar – að þau gátu sagt nei. Þau gátu sleppt því að taka þátt í ruglinu en fannst ann- aðhvort ekkert athugavert við það eða létu rúlla yfir sig. 24. janúar 2008 Þegar Sjálfstæðisflokkurinn hafði áttað sig á því sama og aðrir var ákveðið að skipta enn einu sinni um meirihluta í krafti þess að þannig yrði skaðinn lágmarkaður. Í dag, fimmtu- dag, tekur því fjórði meirihlutinn á kjör- tímabilinu til starfa. Margt er líkt með þess- ari meirihlutamyndun og þeirri síðustu. Aftur semur flokkurinn við einstakling sem ekki hefur sinn næsta vara- mann á bak við sig í samstarfinu og þrír af hverjum fjórum borg- arbúum eru á móti þessum meirihluta. Af einhverjum ástæðum verður starfað undir kjörorðinu „Höldum áfram“, sem mér finnst ekki lofa góðu miðað við söguna. „Tökum okkur á“ hefði verið nær lagi. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa sýnt að þeim er alveg sama um bar- áttumál sín og snúa seglunum eftir vindi hverju sinni til að reyna að halda völdum. Í janúar var engin mál- efnaleg ástæða til að skapa frekari óreiðu í stjórn borgarinnar en sjálf- stæðismenn höfðu þegar gert þremur mánuðum fyrr. Þá gerði ósamstaða þeirra að verkum að ekki var hægt að taka ákvarðanir við stjórnina, nema þá um að gefa frá sér eignir borg- arbúa og það án þess að bera það undir samstarfsaðilann. Af þessum ástæðum voru kjós- endur reiðir og mættu á palla Ráð- hússins til að láta þá reiði í ljós og fara fram á að hætt yrði við nýja meirihlutann. Aðalatriðið þennan dag var það sem gerðist niðri í fund- arsalnum en ekki uppi á pöllunum og miðað við tilefnið finnst mér eðlilegt að borgaraleg óhlýðni hafi orðið til þess að fundi borgarstjórnar var frestað í smástund. Þessu er Stak- steinahöfundur Morgunblaðsins ekki sammála og ræðir endurtekið um kjánaleg mótmæli ungliða sem hafi orðið sér til skammar. Og þáverandi ritstjóri 24 stunda, sem nú er orðinn ritstjóri Morgunblaðsins, lagði í fullri alvöru til hinn 25. janúar að mótmæl- endur myndu frekar blogga til að láta skoðanir sínar í ljós. Hann slæst með þessu í hóp þeirra sjálfstæðismanna sem reyna að beina athyglinni frá skömminni sem flokkurinn kallaði yf- ir sig hinn 24. janúar 2008. 21. ágúst 2008 Reiði er ekki sú tilfinning sem stendur upp úr að þessu sinni eins og í janúar. Áframhaldandi rugl í Ráð- húsinu fær mann eiginlega orðið frek- ar til að fá aulahroll og hrista haus- inn. Jafnvel langa til að hætta að pæla í þessu. En ef manni þykir vænt um Reykjavík og fólkið sem býr þar er ekki rétt að gefast upp. Ég vona einlæglega að nýr meiri- hluti Sjálfstæðisflokks og Framsókn- arflokks muni klára þetta kjörtímabil svo ekki verði meiri óreiða í ákvarð- anatöku og rekstri borgarinnar. En ég hvet borgarbúa líka til að gera samning við sjálfa sig og borgina sína um að gleyma engu um það sem hef- ur gengið á þetta kjörtímabilið. Gleyma engu og sýna það með at- kvæðinu sínu í maí 2010. Þangað til – sjáumst Vonarstræt- ismegin við Ráðhúsið í dag, fimmtu- dag, um klukkan hálftíu! Hvort sem við erum flokksbundin eða óflokks- bundin eigum við borgarbúar að láta óánægju okkar í ljós á skýran hátt. Sjáumst við Ráðhúsið og gleymum engu Anna Pála Sverr- isdóttir skrifar um borgarstjórnarmál » ... finnst mér eðlilegt að borgaraleg óhlýðni hafi orðið til þess að fundi borgarstjórnar var frestað í smástund. Anna Pála Sverrisdóttir Höfundur er formaður Ungra jafn- aðarmanna. LENGI hugði ég mannréttindi bezt á Íslandi. Veit nú, að lítt verður það að haldi þeim sem einn stendur gegn of- urvaldi kerfisins. Hér segir af dæmi þess. Umhverfisráðuneyti í mótun. Um- hverfisstofnun. Þar var Árni Braga- son um skeið, og réð m.a. yfir þjóð- garðinum í Skaftafelli. Í þjóðgarði má ekki ganga nema á merktum stíg- um. Þeir skulu þá vera til! Það er eitt stærsta mál þjóðgarðsins, ef fólki er ætlað að njóta þeirrar dýrðar sem hann hefur að bjóða. Eftir 30 ár frá stofnun þjóðgarðs í Skaftafelli vant- aði enn þann göngustíg sem þar var nauðsynlegastur, en einmitt á sömu leið fundust enn leifar af gömlum og góðum stíg og kallaðist Miðgata. Var Náttúruverndarráði skrifað um mál- ið og lagt til að Miðgata yrði end- urnýjuð bæði sem fornminjar og góð- ur göngustígur að Morsárdal. Bið verður á svari, en 21.8. ’97 skrifar Aðalheiður Jóhannsdóttir frá Náttúruvernd, sem komin er í stað NVR, biður afsökunar á töfinni og þakkar mikillega „auðsýndan hlýhug og áhuga á málefnum þjóðgarðsins í Skaftafelli og óskar eftir samstarfi … um lagningu Miðgötu … Stefnt er að vettvangsferð um miðjan sept. og er Náttúruvernd heiður að því að bjóða yður með í þá för ef þér hafið tök á.“ Þvert ofan í þetta segir Árni Bragason um forvera sína: „Alltaf hefur niðurstaðan orðið sú sama, – það er ekki ráðlegt að fara þessa leið inn í Morsárdal …“ Þannig snýst Árni Bragason gegn lagningu stígs- ins og bregzt þannig algerlega fyrri ákvörðunum. GUÐJÓN JÓNSSON fv. kennari. Meira: mbl.is/greinar Mannréttindi í Kína, Simbabve – og á Íslandi Eftir Guðjón Jónsson BRÉF TIL BLAÐSINS Heilsa og lífstíll Glæsilegt sérblað um heilsu og lífstíl fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 29. ágúst. Allar nánari uppl. veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105 eða kata@mbl.is. Auglýsendur! Pantið fyrir klukkan 16, mánudaginn 25. ágúst. Ásamt fullt af spennandi efni. Meðal efnis er: • Hreyfing og líkamsrækt. • Heildrænar heilsumeðferðir af ýmsu tagi. • Andleg iðkun. • Slökun og leiðir til þess að slaka á. • Ofnæmi og aðgerðir gegn því. • Heilsusamlegar uppskriftir. • Megrun - hver er skynsamlegasta leiðin. • Grænmetisfæði og annað fæði. • Mataræði barna - hvernig má bæta það. • Skaðsemi reykinga. • Góður svefn. • Fætur og skór.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.