Morgunblaðið - 21.08.2008, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 21.08.2008, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 2008 23 ÞAÐ er margt líkt með skipulagi og mat- argerð. Allir hafa skoðanir á þessu tvennu og þarf maður hvorki að vera mat- gæðingur né skipu- lagsfræðingur til að átta sig á því þegar á borð er borinn óþverri. Samlíkingin endar ekki þar, því til að hvort tveggja heppnist vel þarf hæfilega blöndu af metnaði, ástríðu, víðsýni og vott af heilbrigðri skynsemi. Það er því miður skortur á þessu öllu í bæjarstjórn Kópavogs sem og hjá háttsettum embætt- ismönnum er sinna skipulags- málum bæjarins. Grein Birgis Sigurðssonar, sviðsstjóra skipulagsmála hjá Kópavogsbæ, í Morgunblaðinu fyrir skemmstu ber þess glögg- lega vitni, en þar fer hann afar frjálslega með staðreyndir um samráð bæjarins við íbúa- samtökin Betri byggð á Kársnesi (BBK), viðbrögð bæjarbúa og þá sérstaklega greinarhöfundar við þeim tillögum sem kynntar hafa verið. Greinarhöfundur, sem er varaformaður BBK, er þar sakaður um þann skelfilega ósið að hafa skipt um skoðun á tillögunum meðan á meintu sam- ráðsferli stóð og er látið með það eins og það sé sjálfkrafa merki um ístöðuleysi og óheilindi. Rétt er það að ég breytti um afstöðu til málsins frá því fyrstu tillögur voru kynntar og þar til lokatillagan var kynnt bæjarbúum 8. júlí sl. Fyrir því eru gildar ástæður sem mig langar að tíunda hér og þá um leið að fletta ofan af tilbúningi sviðsstjórans. Ég ásamt formanni BBK gekk bjartsýnn og jákvæður á fyrsta samráðsfund minn með Birgi nú í vor. Á móti mér tók viðkunn- anlegur maður sem lagði á það áherslu að hann ætlaði sér að vinna allt öðru vísi að málunum en fyrirrennarar hans höfðu gert fram að þessu. Kynntar voru til- lögur þar sem höfnin hafði verið blásin út af borðinu og var talað um mun meiri áherslu á græn svæði svo eitthvað sé nefnt. Ég get því kinnroðalaust sagt það að ég var jákvæður eftir þennan fyrsta fund með Birgi og taldi á þessum tímapunkti að ég væri að koma að einhvers konar samráði. Það skyggði reyndar á gleði mína að uppgötva það að Birgir hafði ekki séð neina ástæðu til að kynna sér athugasemdir BBK frá því haustið áður, né heldur áskor- un íbúa vesturbæjar Kópavogs, sem ég tel BBK bundin af að framfylgja eftir bestu getu. Við hvöttum Birgi til að kynna sér þessi mál fyrir næsta fund, auk þess sem við bentum á að við vær- um enn þeirrar skoðunar að það væri verið að skipuleggja of mikla byggð fyrir hverfið. Ég mætti jákvæður og bjart- sýnn til næsta fundar, en þar urðu vatnaskil þegar ég komst að því, mér til mikilla vonbrigða, að það var aftur kominn viðlegukantur inn á teikningarnar, að mér skilst vegna vatnsátöppunarverksmiðju sem átti hugsanlega að setja á laggirnar á nesinu. Ekki bætti úr skák að uppgötva það að ekki var verið að kynna neinn niðurskurð á byggingarmagni og enn var Birgir ekki búinn að lesa athugasemdir BBK. Á þriðja fundi rann upp fyrir mér að það hafði aldrei staðið til að eiga við okkur samráð þegar Birgir tilkynnti stjórn BBK að hann hygðist fara með tillögur sín- ar í kynningu, þrátt fyrir kröftug mótmæli. Hann hafði greinilega ekki lesið athugasemdirnar og var fundurinn allur á mjög neikvæðum nótum. Eitt helsta áhyggjuefni íbúa Kársness var og er umferðin um hverfið. Áskorun íbúafundar í Salnum síðasta haust kveður með- al annars á um að ekki verði farið í frekari landnýtingu á Kársnesi fyrr en fyrir liggi nákvæmar út- færslur á lausnum í umferð- armálum, farið verði eftir ýtrustu heilsuverndarkröfum er varða svif- ryk og hljóðvist og að almenni- legar mælingar verði gerðar á nú- verandi ástandi. Ekki var tekið tillit til neins þessa í tillögunum og eru Birgir og félagar því miður meðvitað að skipuleggja gríð- arlegan umferðarvanda inn í hverfið okkar. Þegar Birgir í óþökk BBK kall- aði til fundar með bæjarbúum á sama tíma og sumarleyfi standa sem hæst tók steininn úr. Kynntar voru tillögur sem enginn stjórn- armanna BBK hafði áður séð. Það átti greinilega ekki að virða vilja íbúa hverfisins, heldur valta yfir þá eins og við værum öll einhver afgangsstærð. Birgir ásamt Gunn- ari bæjarstjóra undrast síðan að ég hafi í útvarpsviðtali sagt að sem möguleg viðbrögð þyrftu menn að koma sér í skotgrafirnar og brýna hnífana. Ég spyr á móti við hverju búist þið? Það er ástæða fyrir því að fjöldi bæjarbúa, sem annars hef- ur meira en nóg að gera, sér sig knúinn til að eyða öllum sínum frítíma í að berjast á móti þessari vitleysu. Það er sama ástæða og mikill meirihluti vesturbæjarbúa er alfarið á móti þessum til- lögum. Ástæðan er sú að þetta eru algerlega ömurlegar tillögur og með ólíkindum að þær skuli vera bornar á borð fyrir íbúa svæðisins. Birgir þykist síðan ekkert kann- ast við harðar deilur eða ósátta íbúa en sannleikurinn er sá að á fjölmennum fundi sem hann hélt með íbúum þeirra húsa sem liggja að Kársnesbraut fyrir skemmstu kom skýrt í ljós að það var ekki svo mikið sem einn aðili sáttur við þessar hugmyndir. Íbúar Kársness munu ekki láta mata sig af óþverra af klækjóttum sviðsstjóra skipulagsmála og mun- um við standa vörð um eðlileg réttindi okkar þar til almennilegar tillögur líta dagsljós. Enn og aftur um skipulag og samráð á Kársnesi Þórarinn H. Ævarsson skrifar um samskipti við ráðamenn í Kópavogi » Það er sama ástæða og mikill meirihluti vesturbæjarbúa er al- farið á móti þessum til- lögum. Þórarinn H. Ævarsson Höfundur er framkvæmdastjóri og íbúi við Kársnesbraut. UM aldamótin 1900 byggðist fræðsla barna annars vegar á tilskipan Danakon- ungs frá 1790 þar sem prestum var meinað að ferma börn án þess að þau kynnu að lesa á bók, og hins vegar á lögum um uppfræðslu barna í lestri og reikningi sem Al- þingi samþykkti 1789 og konungur staðfesti. Fræðsla barna var á ábyrgð heimilanna og var heima- fræðslan hin opinbera skipan barnafræðslu fram til 1907 þegar barnafræðslulögin voru sett. Barnaskóli Reykjavíkur var sett- ur 1862. Helstu námsgreinar voru trúarbrögð, lestur, skrift og reikn- ingur. Nýtt húsnæði var tekið í notkun 1893. Þar var skólinn fram til 1898 þegar Miðbæjarskólinn tók til starfa en húsið var reist af miklum metnaði og framsýni. Nemendum fjölgaði ört og þegar ný barnafræðslulög voru sett, árið 1907, voru þeir 460. Barnafjöldinn meir en tvöfaldaðist á næsta ára- tug og árið 1916 voru um nem- endur 1.100 og allt að 50 börn í hverri stofu. Vegna mikillar fjölg- unar tók Austurbæjarskóli til starfa árið 1930. Hann var reistur af engu minni metnaði en Miðbæj- arskólinn og var með glæsilegustu barnaskólum í Evrópu. Um aldamótin 1900 var mikil umræða á Alþingi um barna- fræðslu og ekki náðist sátt um leiðir til að koma á lögum um hvernig standa skyldi að henni. Árið 1901 samþykkti Alþingi að styrkja Guðmund Finnbogason til að kynna sér fræðslumál í öðrum löndum. Hann kynnti sér fræðslu barna á Norðurlöndum og ferðað- ist um Ísland og skrifaði skýrslu 1905, þar sem segir að „uppeldis og menntamál þjóðar vorrar séu ekki í svo góðu lagi sem vera ætti“. Skýrslan lagði grunninn að frumvarpi sem var samþykkt sem lög frá Alþingi árið 1907. Fræðslu- lögin voru ráðandi næstu áratug- ina. Skólar í landinu efldust á næstu áratugum. Alþýðu- skólar voru stofnaðir og síðar héraðsskólar. Ný fræðslulög voru samþykkt frá Alþingi 1946. Þau mörkuðu tímamót í fræðslu- málum barna og ung- menna. Lögunum var ætlað að mynda heild- stætt skóla- og fræðslukerfi allra skóla er önnuðust fræðslu barna, gagn- fræðanema, mennta- skóla- og húsmæðrafræðslu. Komið var á fræðsluskyldu allra barna og unglinga, frá 7-15 ára. Börnum sem luku barnaprófi var skylt að hefja nám á gagnfræðastigi. Öll börn áttu að fá kennslu eftir þroska sínum og getu og for- eldrum var skylt að bera ábyrgð á skólagöngu þeirra. Ákvæði var um aukið verknám. Jafnræði til náms var aukið og fátækum börnum veittur styrkur. Nýjar hugmyndir í skóla- og fræðslumálum knúðu enn á um ný- skipan. Hugtakið grunnskóli var nýtt og kom í stað barna- og ungl- ingaskóla. Skólaskylda var lengd í tíu ár. Markmið var svipað og áð- ur, öll börn og unglingar skyldu fá kennslu eftir þroska sínum og getu. Sérkennsla vegna skertrar námsgetu og félagslegra örð- ugleika kom nú skýrar fram í lög- um og með sérkennslureglugerð nokkrum árum síðar kom réttur fatlaðra barna til skólagöngu skýrt fram. Fræðsluumdæmin voru átta og fræðslustjórar, sem voru starfs- menn menntamálaráðuneytisins, höfðu yfirumsjón með starfi skól- anna. Þeir báru ábyrgð á að skóla- hald færi eftir lögum. Aðalnámskrá var samin og ætlað að vera nánari útfærsla á lögunum. Samræmd próf voru tekin upp árið 1977 og í kjölfar þess varð mikil nem- endafjölgun í framhaldsskólum. Í lögunum frá 1995 er kveðið á um að grunnskólinn sé rekinn af sveitarfélögum. Hann skal vera einsetinn og skóladagurinn lengdur og gerður að samfelldum vinnu- degi nemenda. Íslenska, stærð- fræði og enska eru kjarnagreinar. Aukin áhersla er lögð á samræmt námsmat með ákvæði um sam- ræmd próf fyrir alla nemendur í 4. og 7. bekk. Í fyrsta skipti er skól- um skylt að innleiða aðferðir til að meta innra starf. Áhrif foreldra á skólastarf eru bundin í lög í fyrsta sinn. Gert er ráð fyrir að við skólana starfi foreldraráð, sem skal vera umsagnaraðili um skóla- námskrá og fylgjast með fram- kvæmd hennar. 1. júlí 2008 tóku gildi ný grunn- skólalög sem miða að því að skapa skilyrði þess að menntun íslenskra barna verði til fyrirmyndar á al- þjóðavísu. Nemendur og foreldrar eiga fjölbreytta valkosti um til- högun náms og val á grunnskólum. Sú meginregla er staðfest að menntun í grunnskóla sé gjald- frjáls. Skóli án aðgreiningar með jöfnum tækifærum til náms er nú bundinn í lög. Skýrara er kveðið á um ábyrgð, réttindi og skyldur barna og foreldra. Áhersla er lögð á að styrkja mat og eftirlit með skólastarfi. Miðað er að því að auka þátttöku foreldra í skólastarfi og tryggja nánari tengsl við stjórn skóla og skólasamfélagið. Hér hefur verið stiklað á stóru í þróun skólastarfs á hundrað árum. Megináherslan hefur verið að koma börnum til náms og þroska í skólastarfi þar sem jafnrétti og jöfnuður eru ríkjandi. Í tilefni þess að öld er liðin frá fyrstu lagasetningu um barna- fræðslu á Íslandi standa mennta- og leikskólasvið Reykjavíkur, ÍTR og Kennarafélag Reykjavíkur fyrir opnu húsi nk. laugardag í gamla Miðbæjarskólanum. Þar má skoða skólasögu Reykjavíkur, horfa á lif- andi myndir og hlusta á örsögur úr skólastarfi. Boðið verður upp á fjölbreyttan fróðleik um skólastarf og skemmtun á sviði fyrir alla ald- urshópa. Lög um barnafræðslu í 100 ár Ragnar Þor- steinsson skrifar um skólastarf og barnafræðslu »Nemendum fjölgaði ört og þegar ný barnafræðslulög voru sett, árið 1907, voru þeir 460. Árið 1916 voru þeir um 1.100 og allt að 50 börn í hverri stofu. Ragnar Þorsteinsson Höfundur er fræðslustjóri í Reykja- vík. Afmælisþakkir Öllum ættingjum og vinum sem heiðruðu mig og glöddu með heimsóknum, gjöfum, blómum og skeytum á áttræðisafmæli mínu hinn 14. þessa mánaðar færi ég innilegar þakkir og kveðjur. Lifið heil, Matthea K. Guðmundsdóttir, Lauganesvegi 87, Reykjavík. FASTEIGNA- MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. - OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/. Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali. - Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fasteignasali. SEINAKUR 1 - GARÐABÆ - OPIÐ HÚS NÝ 3JA - 4RA HERB. ÚTSÝNISÍBÚÐ Glæsileg 3ja - 4ra herb. íbúð á 2. hæð (efstu) ásamt stæði í bíla- geymslu í nýju 8 íbúða lyftuhúsi á Arnarneshæðinni. Birt stærð íbúðar 140,9 fm þ.e. íbúð 129,5 fm auk 11,4 fm geymslu. Sérinngangur af svölum. Innréttingar úr hlyn, parket og marmaraflísar á gólfum.Svalir í há suður, útsýni til sjávar. Laus til afh. strax. Verð 53,5 millj. Íbúðin verður til sýnis í dag, fimmtudag frá kl. 19.30.-20.30. Sölumaður verður á staðnum.Verið velkomin. LANGALÍNA - SJÁLANDI GARÐABÆ GLÆSILEG 3JA - 4RA HERB. ÍBÚÐ TIL SÖLU EÐA LEIGU Björt, stílhrein og skemmtilega innréttuð 106 fm íbúð á jarðhæð ásamt stæði í bílageymslu. Björt stofa/borðstofa, eldhús með glæsilegum inn- réttingum frá HTH og vönduðum tækjum og flísalagt baðherbergi með hornbaðkari. Niðurlímt eikarparket og flísar á gólfum. Stór verönd til suð- vesturs út af stofu. Stutt í skóla. Íbúðin er til sölu eða leigu og er til afhendingar strax. Nánari uppl. á skrifstofu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.