Morgunblaðið - 21.08.2008, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 21.08.2008, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Ingvi JónRafnsson fædd- ist í Reykjavík hinn 11. október 1960. Hann lést á líkn- ardeild Landspít- alans í Kópavogi hinn 8. ágúst síðast- liðinn. Foreldrar Ingva voru Rafn Sigurðsson, f. 13. mars 1930, d. 27. ágúst 1988 og Lene Ebbesen, f. 11. maí 1943. Systir Ingva er Pernille Ebbe- sen, f. 25. maí 1962 og er búsett í Danmörku. Kona Ingva er Þóra Helga Jónsdóttir, f. 31. maí 1961. Börn: María Ósk, f. 10. sept. 1988, í sambúð með Ólafi Helga Ólafs- syni, Dagur Rafn, f. 25. október elsins. Yfirmatreiðslumeistarinn á Sheraton var ekki viljugur að sleppa Ingva þegar hann flutti aftur heim þar sem hann fékk réttindi sem matreiðslumeistari. Sumarið 1987 vann Ingvi meðal annars á Hóteli Valhöll á Þing- völlum. Þar kynntist hann Þóru Helgu Jónsdóttur. Veitingarekst- ur átti hug hans allan og opnaði Ingvi veitingastaðinn Pasta Basta árið 1992 og rak hann ásamt konu sinni. Árið 1998 bættist veit- ingastaðurinn Einar Ben við reksturinn og hannaði Ingvi nýj- an bar sem fékk nafnið Rauði barinn. Árið 2001 voru báðir staðirnir seldir. Eftir það rak hann Café Óperu með Svanþóri Þorbjörnssyni í nokkur ár. Ingvi hafði umsjón með matreiðslu í veiðihúsinu í Víðidal í tvö ár og í Laxá í Dölum í önnur tvö ár. Útför Ingva fer fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 15. 1990 og Agnes Líf, f. 9. júlí 1997. Á þjóðhátíðardag- inn 1977 hóf Ingvi nám í matreiðslu hjá Herði Adólfssyni, matreiðslumeistara á Skútanum. Eftir að námi lauk í júní 1981 vann Ingvi á Skút- anum þrjú sumur á milli þess sem hann lærði til þjóns í Dan- mörku. Í Kaup- mannahöfn starfaði Ingvi á Sheraton- hótelinu hjá einum þekktasta kokki Danmerkur á þeim tíma, sem þjónaði meðal annars dönsku konungsfjölskyldunni. Á nokkrum vikum vann Ingvi sig upp frá því að vinna í mötuneytinu í að mat- reiða á fínasta veitingastað hót- Elsku vinur minn. Mig langar að kveðja þig með nokkrum orðum en orð segja svo lítið þegar maður kveður æskufélaga. Þú kvaddir allt- of fljótt, aðeins 48 ára, úr sjúkdómi sem hlífir engum. Ekki einu sinni yndislegum og hjartgóðum eyja- peyja eins og þú varst, elsku karl- inn minn, hvað ég sakna þín. Þú varst sex ára þegar þú og Rafn pabbi þinn komu frá Danmörku til Vestmannaeyja og fluttu þið feðg- arnir í næsta nágrenni við fjöl- skyldu mína við Herjólfsgötu. Þér var tekið opnum örmum eins og þú værir hluti af fjölskyldunni, dökk- hærður, fríður og með saklaust bros og kunnir ekki stakt orð í ís- lensku. Það skipti þó engu máli, þú bræddir hjörtu allra með brosi þínu og tali enda varstu seinna meir vin- sæll hjá kvenþjóðinni. Það væri of langt mál að fara að segja frá öllum prakkarastrikunum sem við fram- kvæmdum þegar við vorum að alast upp saman. Úps! Stopp Kári, þú lofaðir að segja ekki frá. Já, já vin- ur minn, ég stend við það. Þegar við félagarnir fórum að þroskast og reyna að vera fullorðnir þá komu áhugamálin og Ingvi, bíladellan þín var takmarkalaus. Svartur Pontiac sem þú elskaðir og dekraðir við í tíma og ótíma og þegar hann fór á götuna … Vá! „Hit the road Jack,“ flottur. Ég man þegar þú ákvaðst að verða matreiðslumaður og fórst að læra hjá Herði Adólfssyni mat- reiðslumeistara á veitingastaðnum Skútanum í Vestmannaeyjum. Seinna meir lærðirðu þjóninn líka. Já, Ingvi minn, þú varst búinn að finna þitt lífsstarf og í kjölfarið lífs- förunaut, hana Þóru. Yndislega konu sem stóð með þér eins og klettur í öllum framkvæmdum og hönnun á veitingastaðnum Pasta- Basta á Klapparstíg. Þið eignuðust veitingastaðinn Einar Ben. og gerð- uð þar einn flottasta bar á Íslandi, rauða barinn. Draumur þinn var að eignast veitingastaðinn Operu og rættist sá draumur þegar þú og Svanþór vinur þinn keyptuð staðinn og rákuð saman í nokkur ár. Það er of langt mál að fara að telja upp all- ar kónga-, drottninga-, forseta- og ráðherraveislurnar sem þú eldaðir eða þjónaðir í. Þar varst þú á heimavelli og fagmennskan í fyr- irrúmi alla tíð. Í mínum huga var það toppurinn á tilverunni þegar þú, Ingvi minn, komst með börnin þín til Vest- mannaeyja á pysjuveiðar, stelpurn- ar okkar biðu alltaf spenntar, enda einkenndust þær ferðir af góðum mat og fjöri langt fram á nótt. Elsku vinur minn, þín verður sárt saknað og þú munt alltaf lifa í minningu okkar. Elsku Þóra, María, Dagur, Agnes og aðrir ástvinir Ingva. Innilegar samúðarkveðjur. Kári, Þórkatla, Sara Ósk og Eva María. Elsku frændi. Mig langar að þakka þér fyrir þær stundir sem við áttum saman. Þú komst til Vest- mannaeyja frá Danmörku 6 ára með pabba þínum og við bjuggum hjá afa og ömmu þinni á Fagurhól. Síðan þá höfum við verið í góðu sambandi. Elsku frændi, þetta eru búin að vera erfið veikindi hjá þér. Þú tókst alltaf vel á móti fólki sem kom til þín þótt þú værir mikið veikur og sagðir alltaf að þér liði vel. Elsku Ingvi minn, Guð veri með þér, eig- inkonu og börnum. Ég og fjölskylda mín vottum Þóru Helgu, Maríu Ósk, Degi Rafni og Agnesi Líf okk- ar dýpstu samúð. Að lokum vil ég kveðja þig með upphafserindi úr sálmi eftir Valdimar Briem: Með Jesú byrja ég, með Jesú vil ég enda, og æ um æviveg hvert andvarp honum senda. Hann er það mark og mið, er mæni’ eg sífellt á. Með blessun, bót og frið hann býr mér ætíð hjá. Valgerður Sigurðardóttir. Elsku frændi, mig langar að þakka þér fyrir þær stundir sem við áttum saman. Þú komst til Vest- manneyja frá Danmörku 6 ára með pabba þínum. Við bjuggum hjá afa og ömmu þinni á Fagurhól. Síðan þá höfum við verið í góðu sambandi. Elsku frændi, þetta eru búin að vera erfið veikindi hjá þér. Þú tókst alltaf vel á móti fólki sem kom til þín þótt þú værir mikið veikur og sagðir alltaf að þér liði vel. Elsku Ingvi minn, Guð veri með þér, eiginkonu og börnum. Ég og fjölskylda mín vottum Þóru Helgu, Maríu Ósk, Degi Rafni og Agnesi Líf okkar dýpstu samúð. Að lokum vil ég kveðja þig með upphafserindi úr sálmi eftir Valdimar Briem: Með Jesú byrja ég, með Jesú vil ég enda, og æ um æviveg hvert andvarp honum senda. Hann er það mark og mið, er næri ég sífellt á. Með blessun, bót og frið hann býr mér ætíð hjá. Valgerður Sigurðardóttir. „Einstakur“ er orð sem notað er þegar lýsa á því sem engu öðru er líkt, faðmlagi eða sólarlagi eða manni sem veitir ástúð með brosi eða vinsemd. „Einstakur“ lýsir fólki sem stjórnast af rödd síns hjarta og hefur í huga hjörtu annarra. „Einstakur“ á við þá sem eru dáðir og dýrmætir og hverra skarð verður aldrei fyllt. „Einstakur“ er orð sem best lýsir þér. (Terri Fernandez) Fallinn er frá minn kæri vinur Ingvi Jón Rafnsson langt um aldur fram eftir erfið veikindi. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast Ingva þegar við fórum í rekstur saman fyrir einum 15 árum. Þótt á ýmsu hafi gengið fyrstu árin mynd- aðist með okkur afar góð vinátta sem hefur verið mjög náin síðustu misseri. Ingvi var mikill fagmaður á sínu sviði, en hann var bæði lærður framreiðslumaður og matreiðslu- maður og naut maður góðs af því í gegnum tíðina þar sem hann var óspar á að bjóða í góða veislu þar sem bragðlaukarnir voru kitlaðir. En Ingva var margt annað til lista lagt og lét hann sig oft á tíðum ekki muna um að taka sér pensil í hönd og létta undir með mér þegar á þurfti að halda í málningarvinnu og eins og í öðru var það leyst að hætti fagmanns. Það er von mín eftir þennan mikla vinarmissi að einhvern tíma á lífsleiðinni muni ég kynnast eins fórnfúsum og hjálplegum manni og Ingvi var, alltaf tilbúinn að leggja hönd á plóginn og eins og hann orð- aði það sjálfur; þetta er ekkert mál. Það lýsir honum kannski best þeg- ar hann hélt mér 70 manna veislu í Brekkubænum á 50 ára afmæli mínu, nánast einn og óstuddur, nýbúinn að fá greiningu á sjúkdómi þeim sem batt enda á líf hans. Það er höggvið stórt skarð í vina- hóp okkar hjóna en þakklát erum við fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum með þeim hjónum Ingva og Þóru, hvort sem var hérna heima eða úti á Spáni þar sem við dvöldum tvisvar á ári undanfarin þrjú ár. Á Spáni naut Ingvi sín til fullnustu, lék golf, eldaði góðan mat og naut veðurblíðurnar í faðmi fjöl- dskyldu og vina og lét sig dreyma um að einn góðan veðurdag þegar aðstæður leyfðu myndi hann opna veitingastað á svæðinu sem var hans sérgrein. Þrátt fyrir veikindi sín gafst þessi hetja aldrei upp og allt undir það síðasta ræddum við saman um hvað hann hafði á prjón- unum í framtíðinni. Kæri vinur, við þökkum allar þær gleðistundir sem þú hefur gefið okkur, hvort heldur var í lífsins glaumi, billjard, golfi eða öðru. Elsku Þóra, María, Dagur og Agnes Líf, missir ykkar er mikill, þið hafið misst yndislegan eigin- mann og föður og mun hugur okkar Petu og hjarta vera með ykkur í þeirri miklu sorg sem þið gangið í gegnum. Svanþór. Ég kynntist Ingva þegar Þóra systir vann á Þingvöllum en þar vann Ingvi líka. Þau voru engir unglingar og vissu alveg hvað þau vildu, allt gerðist mjög hratt. Þóra hafði komið sér upp lítilli íbúð, litlum bíl og var einstaklega passa- söm í öllu. Þarna kom svo Ingvi mágur minn inn í söguna og fljót- lega var stefnan tekin á sambúð, stærri íbúð, stærra farartæki og fjölgun í fjölskyldunni. Ingvi stefndi hátt og saman settu þau Þóra veit- ingastaðinn Pasta Basta á laggirnar þar sem frábærir hæfileikar Ingva sem kokks og þjóns fengu að njóta sín. Þau héldu til á háaloftinu á Pasta Basta, fóru svo tímabundið á leigumarkaðinn áður en þau keyptu húsið sitt á Framnesvegi. Allt sner- ist um að bjóða gæði og góða þjón- ustu. Ingvi og Þóra unnu bæði mik- ið og vel, þau stóðu vaktina saman. Börnin voru oft með þeim í vinnunni, þetta var barnvænn stað- ur þar sem boðið var upp á blöð og liti fyrir yngsta fólkið. Alltaf hugs- að fyrir öllu, þannig var Ingvi. Ég Ingvi Jón Rafnsson ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma og langalangamma, SIGRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR Austurvegi 5, Grindavík, áður frá Bræðratungu, lést á Hjúkrunarheimilinu Víðihlíð þriðjudaginn 19. ágúst. Jarðarförin fer fram frá Grindavíkurkirkju miðvikudaginn 27. ágúst kl. 14.00. Fanney Guðmundsdóttir, Hrefna Guðmundsdóttir, Guðbrandur Eiríksson, Már Guðmundsson, Gylfi Þórðarson, Ásrún Ásgeirsdóttir, Rúnar Þór Þórðarson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HAFDÍS K. ÓLAFSSON, Lindargötu 9, Siglufirði, sem lést sunnudaginn 17. ágúst verður jarðsungin frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 23. ágúst kl. 14.00. Hinrik Karl Aðalsteinsson, Jón Aðalsteinn Hinriksson, Anna Viðarsdóttir, Auður Helena Hinriksdóttir, Bergsteinn Gíslason, Hinrik Karl Hinriksson, Bylgja Rúna Aradóttir, ömmubörn og langömmubörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, KRISTÍN SIGÞRÚÐUR SIGURJÓNSDÓTTIR, Kambastíg 8, Sauðárkróki, sem lést á dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki laugardaginn 16. ágúst, verður jarðsungin frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 23. ágúst kl. 14:00. Sigrún Ívarsdóttir, Steinn Ágúst Baldvinsson, Anna Ívarsdóttir, Örn Ingólfsson, Kristín Sigþrúður Björnsdóttir, Skúli Skúlason, Aðalbjörg Jóna Björnsdóttir, Valur Júlíusson, Hafdís Hrönn Björnsdóttir, Valdimar Júlíusson, Auður Björnsdóttir, Stefán Magnússon, Ingunn Berglind Arnardóttir, Peter Eliassen, Lilja Rut Arnardóttir, Eyjólfur Þorkelsson, Ívar Dan Arnarson og barnabarnabörn. ✝ Ástkær faðir minn, bróðir, mágur og frændi, ÓÐINN SNORRASON, Hraunbæ 107, Reykjavík, lést á Landspítala við Hringbraut miðvikudaginn 23. júlí. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Þökkum auðsýnda samúð. Ingvi Rafn Óðinsson, Karólína Snorradóttir og fjölskylda, Jón Snorrason og fjölskylda, Júlíus Snorrason og fjölskylda, Berglind Snorradóttir og fjölskylda, Elísabet Una Jónsdóttir og fjölskylda. ✝ Elsku eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og dóttir, STEINUNN BRYNJÚLFSDÓTTIR lífeindafræðingur, Hegranesi 28, Garðabæ, lést á Krabbameinsdeild Landspítalans þriðjudaginn 19. ágúst. Halldór Guðbjarnason, Lilja Dóra Halldórsdóttir, Jónas Fr. Jónsson, Elín Dóra Halldórsdóttir, Atli Knútsson, Brynjúlfur Jónatansson, Brynjúlfur Jónatansson, Lilja Þorleifsdóttir Steinunn Dóra, Jónas Rafnar, Halldór Andri og Valur Björn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.