Morgunblaðið - 21.08.2008, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 21.08.2008, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 2008 29 man hvernig við nutum þess að hittast í tjaldinu á Pasta Basta og borða góðan mat með þeim t.d. um áramótin. Þegar hann hafði stækkað fyr- irtækið eins mikið og plássið leyfði vildi hann meiri tilbreytingu með ennþá fjölbreyttari og öðruvísi eldamennsku. Þá keyptu þau veit- ingahúsið Einar Ben þar sem Ingvi naut þess að breyta og bæta, bæði húsnæðinu og eldamennskunni. Ingvi vildi að allt væri ,,grand“ og bætti heilli hæð ofan á reksturinn sem fyrir var. Rauði barinn var opnaður á efri hæðinni og var hann gott dæmi um dugnað og vand- virkni Ingva. Síðar hóf Ingvi svo samstarf með Svanþóri á Kaffi Óp- eru. Ingvi vildi stöðugt bæta sig og þjónustuna, vera fyrstur með nýj- ungar og sætti sig ekki við neitt hálfkák. Það var sama hvort hann var að innrétta eða útbúa matseðla það var aldrei kastað til höndum. Ingvi var góður teiknari og hafði ríkt hugmyndaflug, átti auðvelt með að tjá sig og hreif aðra með í leik og starfi. Það var unun að horfa á listaverkin sem hann fram- kallaði úr mat og enn meiri ánægja að njóta. Ingvi var maður sem átti auðvelt með að setja hversdagsmat- inn í spariföt. Ég man þegar systir mín var smástelpa, þá sagðist hún ætla að eignast mann sem bæði gæti eldað og tekið til. Mér varð svo oft hugsað til þessara orða þeg- ar ég horfði á hann í eldhúsinu, á fullu að undirbúa, elda og svo ein- staklega snyrtilegan. Síðustu fjögur ár tóku Ingvi og Þóra að sér að kokka og þjónusta í veiðihúsinu í Víðidal í Vestur-Húna- vatnssýslu og í Dölunum fyrir þá Gest og Brynjólf. Þau tóku börnin sín með og allir höfðu hlutverk, fjöl- skyldan vann vel saman og þau skiluðu góðri þjónustu sem margir nutu og er þeirra sárt saknað úr báðum þessum veiðihúsum. Ingvi var heppinn að eiga Þóru, sem var oft bremsan og jörðin í lífi þeirra hjóna. Nú sjáum við örlítið af Ingva í börnunum þeirra þrem- ur, María er hugmyndarík með stóra drauma, Dagur er kraftmikill, jákvæður orkubolti og Agnes er svo lagin við að teikna. Allt þetta minn- ir á Ingva svo það má segja að hann lifi áfram í þeim. Sigurbjörg. Elsku Ingvi, strákurinn hans Rabba frænda, er farinn frá okkur. Ég man svo vel eftir þegar Ingvi kom frá Eyjum til Reykjavíkur með pabba sínum. Grannvaxinn, kvikur, glaður og fullur af lífi. Ég held að líf hans hafi einkennst af þessari lífsgleði, þó svo að oft hafi á mótið blásið. Hann tók alltaf vel á móti mér þegar ég kom við hjá honum á veitingastöðunum sem hann byggði upp og rak af þeim mikla krafti sem einkenndi þennan fallega dreng. Ég votta þeim sem stóðu Ingva næst mína innilegustu samúð. Bryndís frænka. „Blóð, sviti og tár!“ Nemendur á fyrsta kennsludegi haustið 1967 í MH störðu forviða á töfluna þar sem kennarinn hafði skrifað þessi orð stórum stöfum. A- bekkingar voru mættir í fyrsta lat- ínutíma hjá Teiti Benediktssyni sem hafði verið ráðinn að skólanum þetta sama haust. Þeim mætti sporléttur kennari sem hóf alvöruþrunginn lest- ur um að ekki væri áhlaupaverk að læra latínu, það gæti kostað blóð, svita og tár – skrifað á töfluna til áhersluauka – og nemendur skyldu umfram allt minnast þess að nám væri „í fyrsta lagi vinna, í öðru lagi vinna og í þriðja lagi vinna“ – sem var líka samviskusamlega skrifað á töfl- una. Mátti sjá marga nemendur sitja opinmynnta undir þessum lestri. Víst var að ekki hvarflaði að neinum að mæta í næsta tíma án þess að hafa lagt amo, amas, amat á minnið. Þann- ig hófst skólaganga okkar fyrir margt löngu hjá Teiti og líður okkur seint úr minni. Fljótlega áttum við þó eftir að sannreyna að í Teiti bjó ekki aðeins góður kennari, heldur af- burðakennari, eftirminnilegasti kennari sem við höfum haft á langri skólagöngu. Latínunámið varð vissu- lega mikil vinna, kostaði svita, kannski stöku tár, ekki þó blóð, enda Teitur oft ráðagóður: „Þykja ykkur latínubeygingarnar erfiðar? Er þá ekki ráð að syngja þær, kannski við Heims um ból.“ Og svo hóf Teitur upp raustina og söng beygingar en nemendur tóku undir. Gleðin og fjör- Teitur Benediktsson ✝ Teitur Bene-diktsson fæddist í Nefsholti í Holta- hreppi í Rang- árvallasýslu 13. mars 1931. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík 5. ágúst síðastliðinn. Útför Teits var gerð frá Marteins- tungukirkju í Holta- hreppi 14. ágúst, í kyrrþey. ið sem gagntók Teit í skólastofunni hreif nemendur með sér. Þannig lauk hann upp fyrir okkur löngu horf- inni veröld Cesars, Hó- ratíusar, Virgils og Cícerós. Á aðventunni sótt- um við jólaguðspjallið í hina gömlu latnesku biblíuþýðingu Vúlgötu og færði hún óneitan- lega hátíðarblæ yfir kennslustofuna. Síð- asta veturinn lásum við verk Cícerós Um ellina. Teitur flíkaði sjaldan persónulegum skoðunum sín- um, latínan var alltaf í fyrirrúmi. Ein- mitt þess vegna er okkur minnisstætt það sem Teitur sagði þegar við höfð- um lesið hjá Cíceró „svo sem vitrum öldungi fellur vel að blanda geði við vel gefna unglinga … og ellin verður léttbær þeim sem njóta virðingar og ástar þeirra sem yngri eru …“. Hér staldraði Teitur við og sagði sem svo: „Ætli megi ekki segja að þarna sé hlutskipti kennarans líka lýst.“ Anda- gift og einlægur áhugi gerðu Teit að þeim afburðakennara sem hann var, ævi hans var integer vitæ í þágu nem- endanna. Kannski mætti segja að hann hafi verið „kennari af guðs náð“ en við áttum eftir að kynnast því síð- ar þegar við urðum samstarfsmenn hans í MH að kennslan kostaði hann líka óhemju vinnu, aga og einbeit- ingu. Í frímínútum hafði Teitur þann- ig iðulega fyrir sið að stika um ganga skólans, djúpt hugsi, frekar en að bregða sér á kennarastofuna. Hvað hafðist hann að? Án efa var hann að undirbúa þá kennslustund sem í vændum var, hvessa einbeitinguna svo að hann gæti undið sér beint í efn- ið og haldið athygli nemenda allan tímann. Athygli okkar hélt hann óskiptri í þrjú minnisstæð ár þegar við áttum því láni að fagna að hafa hann sem latínukennara. Vale Teitur, gratiam habemus. Aldís Unnur Guðmundsdóttir og Jörgen L. Pind. Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins til- tekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skila- frestur rennur út. Minningargreinar SENDUM MYNDALISTA ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, HÖRÐUR ÞÓRHALLSSON húsasmiður, Brúnavegi 5, Reykjavík, lést á líknardeild Landakotsspítala þriðjudaginn 12. ágúst. Hann verður jarðsunginn föstudaginn 22. ágúst frá kirkju Óháða safnaðarins kl. 15.00. Halldóra K. Guðjónsdóttir, Elín Birna Harðardóttir, Ársæll Gunnsteinsson, Katrín Úrsúla Harðardóttir, Guðni B. Guðnason, G. Svafa Harðardóttir, Þórhallur. G Harðarson, Brynja Björk Rögnvaldsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Okkar ástkæra UNNUR KRISTJÁNSDÓTTIR frá Þingvöllum sem andaðist á St. Franciskusspítala í Stykkishólmi mánudaginn 11. ágúst verður jarðsungin frá Helgafellskirkju laugardaginn 23. ágúst kl. 12.00. Aðstandendur hinnar látnu. ✝ Kærar þakkir færum við öllum þeim er sýndu okkur samúð og vinarþel vegna andláts og útfarar elskulegs bróður, mágs og frænda, BJÖRNS STEFÁNS LÁRUSSONAR frá Miklabæ, Suðurhólum 28, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við öllu starfsfólki Gjörgæsludeildar og deildar 12E á Landspítalanum við Hringbraut. Einnig Hjúkrunarþjónustu Karítasar. Stefán Lárusson og aðstandendur. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BRYNJÓLFUR SÆMUNDSSON frá Borðeyri, Dalbraut 27, sem lést 13. ágúst verður jarðsunginn frá Prest- bakkakirkju laugardaginn 23. ágúst kl. 14.00. Minningarathöfn verður frá Fossvogskirkju föstudaginn 22. ágúst kl. 13.00. Dagmar Brynjólfsdóttir, Georg Jón Jónsson, Jóhanna Brynjólfsdóttir, Sveinbjörn Jónsson, Jóna P. Brynjólfsdóttir, Gylfi Helgason, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær unnusti minn, bróðir okkar, mágur og frændi, ÞORVALDUR ÁRSÆLL PÁLSSON, Ránargötu 4, Flateyri, sem andaðist sunnudaginn 10. ágúst verður jarðsunginn frá Stykkishólmskirkju laugardaginn 23. ágúst og hefst athöfnin kl. 14.00. Þeir sem vilja minnast hans vinsamlegast láti orgelsjóð Stykkishólmskirkju njóta þess. Sarah Jane Allard, Sesselja Pálsdóttir, Þorbergur Bæringsson, Áslaug Pálsdóttir, Ásgerður Pálsdóttir, Rósa Marinósdóttir, Kristján Andrésson, systkinabörn og frændsystkini. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu fjölskyldunni samúð og hlýhug vegna andláts HALLDÓRU BRYNJÓLFSDÓTTUR Sérstakar þakkir til starfsfólks Efstulautar á Vífilsstaðaspílala. Jón Hannesson, Brynjólfur Jónsson, Kristín Siggeirsdóttir, Hannes R. Jónsson, Beatriz Ramirez Martinez, Guðrún Jónsdóttir, Eiríkur Ingi Eiríksson, Soffía Jónsdóttir, Björn L. Bergsson, barna- og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.