Morgunblaðið - 21.08.2008, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 21.08.2008, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ Endurunnir ABBA- söngvar rokseljast Söngfugl ABBA ætlar alla að æra. Meryl Streep á angurværu augna- bliki í kvikmyndinni. EKKERT lát virðist á ABBA-æðinu sem gripið hefur landann síðustu vikur og trónir tónlistin úr kvik- myndinni Mamma Mia! efst á Tón- listanum enn eina ferðina. Þá færast safnplöturnar ABBA Gold og ABBA More Gold enn ofar á lista, sú fyrrnefnda fer úr 10. sæti í 6. og síðarnefnda stekkur úr 30. sæti í 18. Annars hafa engar stórvægilegar hreyfingar orðið í 4 efstu sætum síðustu vikuna því safnplatan Pott- þétt 47, diskur Megasar og Senu- þjófanna og eyrnasuðplata Sigur Rósar sitja sem fastast í toppsæt- unum og svo sem ekki skrítið enda úrvalsplötur. Gaman er að sjá hvað Skúli Sverrisson bassaleikari hefur mikið úthald á listanum, en plata hans Sería er í 13. sæti listans eftir að hafa verið á lista í heilar 47 vikur. Svipaða sögu er að segja um glamúrpopparann ómótstæðilega Pál Óskar en plata hans Allt fyrir ástina er í 15. sæti listans þrátt fyr- ir að hafa verið í sölu í 37 vikur eða tæpa 9 mánuði. Annar gamlingi á listanum er svo platan Íslandsklukkur sem er safn íslenskra þjóðlaga. Platan kom fyrst út 1994 og höfðar líklega svona sterkt til erlendra ferða- manna. Tekur ágætan kipp úr 23. sæti upp í 14.                           !                  "  # $ $% %& %'() *+ , % '#  %'-./)%()        !"   #!   $%% &' ( )  & *&  + ,- + "  ". , - /0 1 2 1'3' (%% 4'     56''7   #! #) ! $%%            ! " # $ !%& '  (!  &) & $&'!! *&' +"  ! ,- '  )    ., !%   )  /0 1 2 # 1 3$  4$ & 4' 5-6  &  2" 7!& '!8&88 9!   &: ;&& ,# <!  =$ ,>= ? 86&  " 8$)&'  *&' 7!& '!&) @ 7!& '!8&88          "   %   01+  "     &,2  -./)  ,3 454 %   -./)  "  ,3            $%3.'(  ',678'9:    1'3' ('42 8*)  & '2'. 9 !:- - 6' 0 ;!  .  <  ;  = ("" 56''7 >  ?"" / > : & 6'  @/ %2 ;! A #B @  !" ? 2 &' ( )  4$ & 4' A6!"8$)&' < B  ?B 8 ! $ 0-  "  C", * $ & D  ( ,-)&& EF 1! 7 G 2 0$  B  = E / HI8 ;$ /',& 2I # C = ;&' E 5 J& ;&& 2  3 ?6! 8&-6 K! *  2  ' +"  L "  L "                 &,2  ;% 1%3< 2)    !   =  4% 454 & " /  (,>   =       GUTTARNIR skemmtilegu úr Baggalúti þeysa upp lagalistann þessa vikuna en ná þó ekki að bola Chris Martin og félögum úr Coldplay úr efsta sætinu. Árangurinn verður þó að teljast aðdáunarverður hjá grínurunum hagmæltu og lagvísu enda fór kósí- lagið fyrst að berast úr útvarps- tækjum landsmanna snemma í vor en anguvær óður Coldplay til til- verunnar hefur verið í spilun í sex vikur og því enn í ferskara lagi. Munu sögubækurnar eflaust hampa Kósíkvöldinu sem klassískri og ódauðlegri perlu löngu eftir að „Viva la Vida“ hefur týnst í djúpu og köldu vatni tímans. Um leið og Baggalútur lætur að sér kveða fara ormarnir líflegu úr Hjaltalín niður í 4. sæti eftir langa, langa dvöl í næstefsta sæti listans. Nýdönsk á svo gott stökk úr 8. sæti upp í það 3. með lagið „Náttúr- an“ sem lýsir í þaula ýmsum eig- inleikum mannslíkamans. Þokkapiltarnir Krummi og Daní- el Ágúst, sem saman mynda bandið Esju, koma síðan sterkir inn, fara alla leiðí 11. sæti listans með nýja lagið sitt „Hit It“. Skemmtilegt er að sjá að af 10 efstu lögum á lista eru aðeins tvö í flutningi erlendra listamanna, og raunar aðeins 5 lög af 20 lögum á lista flutt af útlendingum. Kósíheitin vega að félögum í Coldplay ÞRÁTT fyrir þau óneitanlegu svalheit sem umvefja Bobby Gillespie, leiðtoga Primal Scream, er mann farið að gruna að hann keyri sveit sína áfram, eingöngu til að hafa tylliástæðu til að geta haldið áfram að túra um heiminn og lifa í þeirri loftbólu sem líf poppstjörnunnar er gjarnan. Þetta nýjasta verk sveitarinnar gerir a.m.k. lítið til að hrekja þessa grun- semdir, tónlistin líður áfram í einhvers konar kæruleysi, sem er vissulega heillandi á stundum en nægir ekki til að lyfta plötunni upp fyrir hreina meðalmennsku. Gillespie getur betur. Líður áfram Primal Scream – Beautiful Future  Arnar Eggert Thoroddsen MODERN Guilt er hvorki meira né minna en áttunda plata bandaríska töffarans Beck Hansen. Að þessu sinni fékk Beck sjálfan Danger Mouse til liðs við sig, en kappinn sá er hvað þekktastur sem heilinn á bak við Gnarls Barkley. Beck þarf ekki að sjá eftir því samstarfi því Modern Guilt er verulega góð plata, og líklega sú besta sem Beck hefur sent frá sér. Vinnubrögð Danger Mouse heyrast langar leiðir, platan er taktföst og uppfull af flottri elektróník í bland við hresst og skemmtilegt popp-rokk Becks. Framúrskarandi plata. Ferskur og flottur Beck – Modern Guilt  Jóhann Bjarni Kolbeinsson CONOR Oberst hóf sinn feril tólf ára gamall lengst úti í rassgati (eða Nebraska nánar til- tekið) og skóp sér snemma nafn sem undra- barn í gegnum einsmannssveit sína Bright Eyes. Núna, tuttugu og átta ára gamall, stíg- ur hann í fyrsta skipti fram undir eigin nafni og hvort það á að marka nýtt upphaf eða ei veit ég ekki. Tónlistin er í öllu falli hlýleg og mjúk, Oberst hljómar sáttur og öruggur og platan er heilsteypt mjög. Það er mikil músík í stráknum og sú taug er óvenju greinileg í þessari umferð og útkoman eitt sterkasta verk Oberst hingað til. Undramaður Conor Oberst – Conor Oberst  Arnar Eggert Thoroddsen UMSÓKNARFRESTUR vegna þátttöku í Iceland Airwaves- tónlistarhátíðinni er runninn út, en fresturinn fyrir íslensku böndin rann út síðastliðinn föstudag. Eftir hæga byrjun byrjuðu umsóknirnar að streyma hratt og þegar allt kom til alls kom í ljós að aldrei hafa bor- ist fleiri umsóknir en nú, eða langt yfir 200. Í fréttatilkynningu segir að starfsfólk Iceland Airwaves vinni nú hörðum höndum að því að fara yfir umsóknirnar, og að búið verði að svara öllum fyrir 1. september. Nú hafa annars 21 erlend hljóm- sveit og 32 íslenskar sveitir verið staðfestar, en á næstu dögum og vikum mun bætast hratt á þann lista. Sem dæmi má nefna að sænska söngkonan El Perro Del Mar staðfesti nýverið þátttöku sína á hátíðinni, en hún er ein af von- arstjörnum skandinavísku poppsen- unnar. Þessir hafa boðað komu sína Staðfestir erlendir listamenn á Iceland Airwaves 2008 eru annars eftirfarandi: Boys In A Band (FO), Crystal Castles (CA), CSS (BR), Dirty Proj- ectors (US), El Perro Del Mar (SE), Familjen (SE), Final Fantasy (CA), Florence & The Machine (UK), Ghost (FO), Jerry Bouthier (FR), Junior Boys (CA), Miracle Fortress (CA), Planningtorock (DK), P’NAU (AUS), Robots In Disguise (UK), Simian Mobile Disco (UK), Therese Aune (NO), These New Puritans (UK), Young Knives (UK), White Lies (UK) og Yelle (FR). Þeir íslensku flytjendur sem þeg- ar hafa boðað komu sína eru: Agent Fresco, Bloodgroup, Borko, Blindfold, Bryndís, Dikta, Dr. Spock, Dýrðin, Esja, FM Bel- fast, Ghostigital, Gluteus Maximus, GusGus, Hjálmar, Hjaltalín, Jeff Who?, Mammút, Megas og Senu- þjófarnir, Motion Boys, Ólafur Arn- alds, Retro Stefson, Reykjavík!, Seabear, Sign, Singapore Sling, Skakkamanage, Sometime, Sprengjuhöllin, Steed Lord, Sign, Ultra Mega Teknóbandið Stefán & Æla. Miðasala innanlands hefst hinn 1. september, en hátíðin sjálf fer fram dagana 15. til 19. október. Gríðarlegur áhugi á Airwaves  21 erlend hljómsveit og 32 íslenskar  Fleiri sóttu um en nokkru sinni fyrr Morgunblaðið/Árni Sæberg Hjaltalín Er á meðal þeirra sveita sem koma fram á Airwaves. www.icelandairwaves.com

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.