Morgunblaðið - 22.08.2008, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.08.2008, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FRÉTTASKÝRING Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is NORSKA olíufélagið StatoilHydro og nokkur bresk fyrirtæki eru í hópi fyrirtækja í olíuiðnaðinum sem hafa til skoðunar að taka þátt í útboði ís- lenskra stjórnvalda á sérleyfum til olíuleitar við Ísland. Þetta kemur fram í frétt dagblaðsins The Times í Bretlandi í gær. Í frétt The Times er fjallað um fyrirhugað útboð Íslendinga í janúar næstkomandi en þá verða boðin út um 100 sérleyfi til leitar, rannsókna og vinnslu á olíu og gasi á umræddu svæði, sem er á norðanverðu Dreka- svæðinu. Segir í fréttinni að Íslend- ingar geri sér vonir um að laða megi að fjárfesta m.a. úr hópi stærstu ol- íufyrirtækja heims til að taka þátt í útboðinu. Dagana 4. og 5. september fer fram hér á landi stór alþjóðleg ráð- stefna um olíuleit við Ísland. Að sögn Kristins Einarssonar, yfirverk- efnisstjóra hjá Orkustofnun, var fréttatilkynningu komið á framfæri erlendis vegna ráðstefnunnar og hafa The Times og fleiri fjölmiðlar fjallað um þessi mál af því tilefni. Kristinn hafði ekki heyrt af áhuga StatoilHydro, sem greint er frá í The Times en segir að allt útlit sé fyrir að erlendir aðilar muni sýna út- boðinu áhuga. Sjónir munu beinast að olíu- leitarmöguleikum við Ísland á ráð- stefnunni þar sem kynntar verða nýjustu niðurstöður rannsókna en í seinasta mánuði lauk leiðangri rann- sóknarskips Hafrannsóknastofn- unar um Drekasvæðið til kortlagn- ingar og upplýsingaöflunar. Búist er við um 100 fulltrúum á ráðstefnuna, þ. á m. fulltrúum stórra ráðgjafarfyrirtækja í olíuiðnaði og olíuleitarfyrirtækja, m.a. frá Statoil- Hydro. Ríkisstjórnin samþykkti í desem- ber í fyrra að tillögu iðnaðarráð- herra að stefna að útboði sérleyf- anna og er miðað við að hægt verði að bjóða leyfin út 15. janúar. Þykja jarðeðlisfræðilegar rannsóknir á Drekasvæðinu benda til að þar geti verið að finna olíu og gas í vinn- anlegu magni. Kristinn segir undirbúning út- boðsins ganga vel og í samræmi við þær áætlanir sem gerðar voru þegar ríkisstjórnin kynnti ákvörðun sína í desember sl. Áður en útboðið fer fram þarf að endurskoða löggjöf og ákveða fyrirkomulag skattlagningar á þessa starfsemi en fram kom hjá ráðherrum í fyrra að ef olía og gas finnst í vinnanlegu magni komi sterklega til greina að lagður verði á sérstakur auðlindaskattur til við- bótar almennum tekjuskatti á félög. Gera má ráð fyrir að þessi mál komi til kasta Alþingis í haust. Ekkert liggur enn fyrir um hvaða fjárhæðir kunna að fást við útboð sérleyfanna. „Þetta er opið útboð og það er alveg óvíst hvað við fáum upp í hendurnar. Það þarf ekki að vera í formi ákveðinna greiðslna heldur getur verið loforð um að bora tiltek- inn fjölda holna en hver hola felur í sér fjárskuldbindingu upp á um 100 milljónir dollara (rúml. 8 milljarða ísl. kr.) á þessu svæði,“ segir hann. Olíurisar sýna Drekanum áhuga  Bresk og norsk olíufyrirtæki íhuga að bjóða í sérleyfi til olíuleitar  Óvíst hvað fæst fyrir sölu leyfa  Hver hola 100 milljón dala fjárfesting  Nýjustu niðurstöður rannsókna kynntar á næstunni BJÓÐA á út um 100 sérleyfi til leit- ar, rannsókna og vinnslu á olíu og gasi á Drekasvæðinu í janúar næstkomandi skv. frétt The Times. Svæðið, um 42.700 km² að flat- armáli, er í norðausturhluta ís- lensku landhelginnar. Leyfin verða til allt að 16 ára og ef olía og gas finnst í vinnanlegu magni veita þau rétt til vinnslu í allt að 30 ár. Í erlendum fjölmiðlum segir að kapp sé hafið milli þjóða um leit að olíulindum á norðurslóðum og áætlar Bandaríska jarðfræðistofn- unin að allt Norður-Íshafssvæðið hafi að geyma um 90 milljarða ol- íutunna. Möguleikar við olíuleit hafa auk- ist með hraðfara þróun í bor- og vinnslutækni auk vaxandi reynslu af olíuvinnslu á miklu hafdýpi. Eitt hundrað sérleyfi til allt að 30 ára Eftir Skúla Á. Sigurðsson skulias@mbl.is LANDSVIRKJUN og Jarðboranir hafa undirritað verksamning um djúpholuboranir á Kröflusvæðinu. Verður þetta fyrsta borhola á há- hitasvæði í heiminum og er verk- efnið það fyrsta sinnar tegundar. Í frétt frá Jarðborunum segir að vís- indamenn um heim allan muni fylgjast með verkefninu og að fjöldi innlendra og útlendra sér- fræðinga komi að verkefninu. Verksamningurinn hljóðar upp á rúmar 970 milljónir króna en heild- arkostnaður við verkefnið verður á þriðja milljarð. Landsvirkjun og Alcoa munu kosta boranir niður á um 3500 metra dýpi en Íslenska djúpborunarverkefnið (IDDP) greiðir borun síðasta kílómetrann. Áætlað er að framkvæmdum ljúki á næsta ári. Krefjandi brautryðjendastarf Um er að ræða brautryðjenda- verk á sínu sviði og mjög vanda- samt en yfirstíga þarf mörg tækni- leg úrlausnarefni áður en hægt verður að nýta gufu af svo miklu dýpi. Þetta er haft eftir Agnari Ol- sen, staðgengli forstjóra Lands- virkjunar, í tilkynningunni. Hann segir þetta einnig vera „eitt mest krefjandi borverkefni sem unnið er að í heiminum um þessar mundir.“ Telur Agnar að reynslan sem afl- að verður við borunina geti gagn- ast mikið við nýtingu háhitasvæða um víða veröld. Haft er eftir Bent S. Einarssyni, forstjóra Jarðbor- ana, að verkið marki tímamót í sögu orkuvísindanna. Þá muni reynslan og þekkingin sem aflað verður auka forskot Íslendinga á þessu sviði. Fjórði fasinn tífalt orkumeiri Eitt helsta markmið borunarinn- ar er að komast niður á vatn í svo- kölluðu yfirmarksástandi. Er það talið vera að finna við þann þrýst- ing sem er á 3500 metra dýpi. Þessi fjórða birtingarmynd vatns er um tíu sinnum auðugri af orku en venjuleg jarðgufa. Aðrar birting- armyndir vatns eru ís, vökvi og gufa. Gufa í yfirmarksástandi er meðal annars notuð til að auka orku úr streymi hverfla í kola- og kjarn- orkuverum. Bora niður á 4,5 kílómetra dýpi á Kröflusvæðinu SAMEIGINLEG björgunaræfing strandgæslu Bandaríkjanna og Landhelgisgæslunnar suður af Hvarfi sem fram fór í vikunni gekk vel, en á æfingunni lagði bandaríska strandgæslan til Hercules-flugvél auk þess sem Gæslan notaði sinn tækjakost. Æfð voru viðbrögð við neyðarkalli frá skemmtiferðaskipi, með á annað þúsund farþega sem rekst á ísjaka 100 sjómílur suður af Hvarfi. Þegar „neyðarkallið“ barst gerði Land- helgisgæslan ráðstafanir með sínum eigin skipum og flugvélum og óskaði eftir aðstoð frá samstarfsstofnunum sínum við norðanvert Atlantshafið og nærliggjandi skipum. Herkúles- flugvélin var samkvæmt æf- ingaáætluninni í ískönnunarleið- angri milli Labrador og Grænlands og bauð fram aðstoð. „Æfingin gekk vel og vakti jafn- framt þær spurningar sem henni var ætlað að gera,“ segir Ásgrímur Ásgrímsson yfirmaður vaktstöðvar siglinga hjá Gæslunni. Íslenska leitar- og björgunarsvæðið nær upp að austurströnd Grænlands og suður undir Hvarf og ber Gæslan ábyrgð á stjórnun björgunar- aðgerða þegar skip lenda í áföllum á hafsvæðinu en óskar aðstoðar annarra ríkja þegar þörf krefur. „Það er alveg ljóst að slys af þess- ari stærðargráðu afgreiðir engin þjóð upp á eigin spýtur. Þess vegna er ljóst að samvinna við nágranna- þjóðir okkar er nauðsynleg,“ segir Ásgrímur. Björn Bjarnason dóms- málaráðherra skoðaði Hercules- vélina í gær ásamt því að ávarpa áhöfnina og sérfræðinga Gæsl- unnar. „Þetta samstarf er í anda þess sem ritað var undir í Wash- ington í október árið 2006 þar sem lögð voru á ráðin með aukið land- helgisgæslu- og lögreglusamstarf, við brotthvarf varnarliðsins,“ sagði Björn. orsi@mbl.is Morgunblaðið/G.Rúnar Stórslys í hafinu krefj- ast samvinnu þjóða Hercules-vél frá strandgæslu Bandaríkjanna sinnir „neyð- arkalli“ frá skemmtiferðaskipi með Landhelgisgæslunni Í HNOTSKURN »Áhöfn Hercules-vél-arinnar er staðsett í Norður-Karólínu í Bandaríkj- unum og er flugtími til Ís- lands sex klukkustundir. »Stofnaður hefur veriðsamstarfsvettvangur 18 ríkja í strand- og landhelg- isgæslu við Norður-Atlants- haf Björgun Björn Bjarnason dómsmálaráðherra skoðar flugstjórnarklefa Hercules-flugvélar strandgæslu Bandaríkj- anna að lokinni vel heppnaðri björgunaræfingu milli Grænlands og Íslands í vikunni. Hvað er IDDP? Að Íslenska djúpborunarverkefninu (IDDP) standa Landsvirkjun, Hita- veita Suðurnesja, Orkuveita Reykja- víkur, Orkustofnun, Alcoa, og Statoil- Hydro ASA. Þá hafa styrkir borist víða að. Meginmarkmið þess er að uppgötva hagkvæmar leiðir til að nýta orku og efni á miklu dýpi há- hitasvæða. Hve heitt er á svo miklu dýpi á há- hitasvæðinu við Kröflu? Á svæðinu er óvenju stutt niður á kvikuhólk, aðeins um þrír til fimm kílómetrar. Kröflueldar geisuðu á ár- unum 1975 til 1984 og er eldvirkni enn mikil. Talið er að borholan verði heitasta háhitahola í heimi en búist er við að berghiti á 4500 metra dýpi sé á milli 450 og 600°C. S&S

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.