Morgunblaðið - 22.08.2008, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 22.08.2008, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 2008 9 FRÉTTIR Eftir Skúla Á. Sigurðsson skulias@mbl.is FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ telur fjöldauppsagnir ljósmæðra ekki standast lög. Þar með séu þær ekki gildar. Er það mat ráðuneytisins að uppsagnirnar séu ígildi vinnustöðv- unar en þar sem ekki hefur verið staðið að þeim sem slíkum sé um að ræða ólöglegar aðgerðir. Verkföll á samningstíma eru ekki heimil í þeim tilgangi að knýja fram breytingar á því sem um var samið. Ekki skipulagðar aðgerðir Guðlaug Einarsdóttir formaður Ljósmæðrafélagsins segir félaginu kunnugt um að fjöldi ljósmæðra hafi sagt upp störfum. Að hennar sögn var bréfi fjármálaráðuneytisins um ólögmæti þeirra svarað um hæl í byrjun júlí og því vísað á bug að um skipulagðar aðgerðir væri að ræða. „Þetta eru uppsagnir á ein- staklingsgrundvelli og hver hefur sína ástæðu fyrir þeim.“ Ljós- mæðrafélagið getur ekki að sögn Guðlaugar skipað fyrir um starfs- uppsagnir félaga sinna. Þá kannast hún ekki við að þeim ljósmæðrum sem sagt hafi upp störfum hafi verið tilkynnt að uppsagnir þeirra verði ekki teknar gildar. Gæti endað fyrir félagsdómi „[Þetta eru] í reyndinni aðgerðir sem hafi verið gripið til til að ná sameiginlegu markmiði í kjaralegu tilliti,“ segir Baldur Guðlaugsson ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneyt- isins. Hann segir ekki gerða kröfu til þess í lögunum að samantekin ráð séu um fjöldauppsagnirnar. Baldur segir ráðuneytið byggja á því að um ólögmætar og þar með ógildar aðgerðir sé að ræða. Leyst verði úr málinu fyrir félagsdómi verði ágreiningur um hvort upp- sagnirnar standa. Deila um lögmæti uppsagna Önnur mótorhjól Að gefnu tilefni skal tekið fram að mótorhjól sem sjást á mynd með frétt um tryggingasvik, og birtist á baksíðu Morgunblaðsins í gær, tengjast ekki þeim verknaði sem fjallað var um í fréttinni. LEIÐRÉTT Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is „ÉG TEL að röksemdafærsla margra forvígismanna íslensks at- vinnulífs sé gamaldags og löngu úreld. Fylgja því kostir að vera hluti af markaði sem hindrar ríki í að reka sjálfstæða stefnu gagnvart vaxandi mörkuðum heimsins? Það er spurning sem hver verður að svara fyrir sig. Fyrir þrjátíu árum héldu forystumenn í bresku at- vinnulífi uppi sömu röksemda- færslu og nú heyrist frá talsmönn- um íslenskra fyrirtækja. Núna hefur afstaða þeirra breyst.“ Svona kemst Nigel Farage, leið- togi breska Sjálfstæðisflokksins og einn þekktasti gagnrýnandi Evr- ópusambandsins í Bretlandi, að orði um ókosti ESB-aðildar fyrir ríki á borð við Ísland og útflutning þeirra í alþjóðavæddum heimi þar sem vægi Evrópu fer minnkandi. „Það ber að virða það sjónarmið að þegar ríki selja vörur inn á evrusvæðið að þá sé það þeim í hag að vera með evruna. En þá vaknar spurningin: Hvað með Bandaríkin, Indland, Kína eða þá staðreynd að hlutur Evrópu í heimsframleiðslunni fer minnk- andi? Spár gera ráð fyrir að 2020 muni hlutur álfunnar í heimsfram- leiðslunni verða helmingi minni en nú.“ Að sögn Farage fer gjáin milli stjórnmálamanna og almennings breikkandi í Evrópusambandinu, en sjálfur gerðist hann afar andsnúinn hugmyndinni um rökin fyrir myndun eins markaðar, þar sem ríki afsala sér sjálfstæðri pen- ingastefnu, eftir að stjórn Íhalds- flokksins, undir forystu Margaret Thatcher, steig skref í átt til myntbandalagsins árið 1990. Hann kveðst ekki lengur vera í minnihluta með þessi sjónarmið, þau njóti sífellt meira fylgis í Bret- landi: Þrír af hverjum fjórum flokksfélögum breska Íhalds- flokksins vilji endurskoða sam- bandið við ESB, á sama tíma og jafnvel fulltrúar Verkamanna- flokksins á Evrópuþinginu viður- kenni í einkasamtölum að þeir séu sammála því grundvallarsjónar- miði. Nauðsynlegt að horfa til lengri tíma Farage segir Íslendinga verða að horfa til lengri tíma þegar þeir íhugi að skipta um gjaldmiðil. Hrun húsnæðismarkaðarins á Spáni ætti að hluta rætur í snöggri vaxtalækkun samfara evruupp- töku, ásamt því sem reynsla bresks sjávarútvegs af ESB-aðild ætti að vera Íslendingum augljóst víti til varnaðar. „Ef þið gangið í ESB mun for- sætisráðherra ykkar lýsa því yfir við heimkomuna að hann hafi unn- ið mikinn sigur, að náðst hafi að knýja fram tíu til tuttugu ára frest á veiðum erlendra skipa í lögsögu landsins. Þessu verður lýst sem miklum sigri en þegar fresturinn rennur út munu Íslendingar eiga erfitt um vik með að semja um framlengingu hans. Ef til vill myndi ykkur ganga betur en Bret- um við samningaborðið og þið ná, svo dæmi sé tekið, að knýja á um að fá að halda þriðjungi veiðirétt- inda.“ Úreld rök fyrir aðild Efnahagsrökin fyrir inngöngu Íslendinga í Evrópusambandið eru bergmál af úreltri röksemdafærslu að mati eins þekktasta gagnrýnanda ESB í Bretlandi Morgunblaðið/Valdís Thor Í ræðustól Bretinn Nigel Farage uppskar mörg hlátrasköll í líflegum fyrirlestri sínum. Í HNOTSKURN »Nigel Farage hefurverið formaður United Kingdom Independence Party síðan haustið 2006 og átt sæti á Evrópuþing- inu frá árinu 1999. »Hann minnir á aðGrænlendingar hafi kosið að færast frá Evr- ópu til að vernda eigin fiskimið. »Með inngöngunni íESB hafi Bretar afsal- að sér fjórum fimmtu hlutum fiskveiðikvóta síns, með þeim afleið- ingum að 120.000 störf hafi tapast. Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 Full búð af nýjum haustvörum o.fl. Bændasamtök Íslands óska Búnaðarsambandi Suðurlands til hamingju með 100 ára afmælið og glæsilega landbúnaðarsýningu á Hellu. Við hvetjum landsmenn til þess að fjölmenna á Hellu um helgina og kynnast því hvað íslenskur landbúnaður hefur upp á að bjóða, jafnframt því sem öll fjölskyldan á þar ánægjulega stund sem seint gleymist. Starfsfólk Bændasamtakanna býður alla velkomna á sýningarbás BÍ sem er á áberandi stað í nýju reiðhöllinni á Gaddstaðaflötum. Upplýsingar um sýninguna er að finna á vefsíðunni landbunadarsyning.is. Sjáumst á Hellu! Íslenskur landbúnaður er heilbrigður hluti af íslenskri framtíð BYGGÐARRÁÐ Norðurþings harmar úrskurð umhverfisráðherra um að fram fari sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum fjögurra fram- kvæmda vegna álvers á Bakka, segir í yfirlýsingu. Ekkert samráð hafi verið haft við heimamenn, þ.e. hvorki leitað upplýsinga né gagna til að styrkja úrskurðinn. Það er von byggðarráðs Norður- þings að farsæl lausn finnist í þessu mikilvæga máli á næstu dögum. Taka þurfi af öll tvímæli um að hægt verði að halda áfram rannsóknarbor- unum á Þeistareykjum og í Kröflu næsta sumar. Vilja lausn á næstu dögum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.