Morgunblaðið - 22.08.2008, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.08.2008, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is HANNA Birna Kristjánsdóttir, nýr borgarstjóri Reykjavíkurborgar, segir að mest aðkallandi verkefni hins nýja meirihluta sé að koma á öryggi og festu í stjórnkerfinu og tryggja að ákvarðanir gangi hratt og örugglega fyrir sig. „Hægagangur hefur verið inn- gróinn í kerfið of lengi og það þarf að snúa því blaði við. Það þarf að sýna að Reykjavíkurborg er nú- tímalegt fyrirtæki sem klárar hlut- ina,“ segir Hanna Birna. Samstarf við minnihluta aukið Hanna Birna telur mikilvægt að efla samstarfið við minnihlutann, það skili sér í vandaðri ákvarðana- töku og efli traust. „Ég hef boðað stóraukið samstarf við minnihlut- ann og vil gjarnan formgera það samstarf með einhverjum hætti. Ég er þeirrar skoðunar að of oft séu átök í borgarstjórn átakanna vegna. Ég er sannfærð um að því fleiri sjónarmið sem koma að, því sterkari og betri verði niðurstaðan. Það breytir því ekki að hér er ábyrgur og sterkur meirihluti. Við eigum samt að auka aðkomu minni- hlutans að ákvarðanatöku og efla traust. Það auðveldar öll störf og skilar sér nánast undantekninga- laust í góðum ákvörðunum.“ Unnið eftir hugmyndasam- keppninni um Vatnsmýrina Nýr meirihluti vill strax fara í viðræður við ríkisvaldið um framtíð flugvallarins. „Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að svæðið undir flugvellinum sé besta bygginga- svæðið í Reykjavík. Áður en ákvarðanir eru teknar um flutning flugvallarins verður hins vegar að finna honum nýja staðsetningu sem sátt getur náðst um. [...]Þess vegna verðum við að byrja að svara því hvar flugvöllurinn eigi að vera. Við munum strax fara í viðræður við ríkisvaldið um framtíð flugvall- arins. Við munum halda áfram upp- byggingu í grennd við Vatnsmýrina á grundvelli hugmyndasamkeppn- innar sem efnt var til. Ég er þeirr- ar skoðunar að sú hugmyndasam- keppni sé eitt mesta framfaraskref sem stigið hefur verið í íslenskum skipulagsmálum.“ Hanna Birna segist þeirrar skoð- unar að ekki sé raunhæft að klára staðsetningu flugvallarins á þessu kjörtímabili. „Ég held að þetta [viðræður við ríkið um framtíð flugvallar] sé besta skrefið sem hægt sé að taka á þessum tímapunkti. Þessari hug- mynd, að flugvöllurinn eigi ekki að vera þarna, þarf ég augljóslega að vinna aukið fylgi.“ Ekki þörf á endurskoðun sveitarstjórnarlaga Hanna Birna telur að sú atburða- rás sem hefur átt sér stað, tíð meirihlutaskipti á kjörtímabilinu, gefi ekki tilefni til breytinga á sveitarstjórnarlögum. „Ég held að við ættum að leyfa okkur aðeins meiri tilraunastarf- semi með formið áður en við förum að breyta lögunum. Þessi átaka- miðuðu stjórnmál, sem allt of lengi hafa einkennt íslenska pólitík, ættu að vera tækifæri fyrir okkur að endurskoða þá menningu sem oft einkennir stjórnmálin. Mál ættu ekki alltaf að vera bitbein milli minnihluta og meirihluta heldur þurfum við að vinna sameiginlega að hagsmunum borgarbúa.“ Skuldir Orkuveitu Reykjavíkur [OR] hafa hækkað mikið með veiku gengi krónunnar. „Fjárhagsstaða OR er þyngri en oft áður og það er áhyggjuefni. OR er samt mjög sterkt fyrirtæki og ég hef ekki sér- stakar áhyggjur af rekstrinum sem slíkum. Ef við hefðum hins vegar tekið alla þá milljarða sem átti að taka að láni erlendis til þess að fara í útrásina þá værum við að horfa upp á mun verri stöðu. Fyrirtækið glímir tímabundið við óvenjulegar aðstæður í efnahagslífi, eins og flest önnur fyrirtæki.“ Aðspurð segir Hanna Birna ekki stefnuna að selja fyrirtækið. Það hafi ekki verið stefna Sjálfstæðis- flokksins hingað til. „Stefnan er að setja góða þjónustu við borgarbúa í forgang en fyrirtækið þarf þá að halda sig við kjarnastarfsemina og þjónustu við borgarbúa en fara ekki út í verkefni sem eru betur komin í höndum fyrirtækja í einka- eigu.“ Viðvarandi vandi Strætó Strætó bs glímir við mikinn rekstrarvanda og það vantar 300 milljónir í reksturinn. Reykjavíkur- borg á 65% í fyrirtækinu. Að sögn Hönnu Birnu er verið að skoða hvernig eigi að leysa vanda fyrir- tækisins. „Vandi Strætó hefur ver- ið viðvarandi. Sveitarfélögin eru að velta því fyrir sér hvort það ríki al- menn sátt um að bætt sé í götin í rekstrinum eða vandanum sé mætt með öðrum hætti. Ef borgarbúar myndu nýta sér vagnana betur myndi það fela í sér umtalsverðan sparnað fyrir borgina alla. Minna slit á götum með minni bílaumferð o.s.frv.“ Í Reykjavíkurborg eru 750 stæði á hver 1.000 störf og það er mun hærra hlutfall en meðaltalið í bandarískum og evrópskum borg- um. Þarf ekki að snúa þessu við? „Til langs tíma höfum við for- gangsraðað í þágu einkabílsins. Núna þurfum við að forgangsraða með hliðsjón af ólíku vali fólks. Samgöngukostir eiga að vera jafn- réttháir. Ef fólk vill ferðast á hjóli þurfa að vera aðstæður fyrir þann ferðamáta, ef fólk vill nota strætó þarf að efla almenningssamgöngur. [...] Það hefur verið forgangsraðað í þágu einkabílsins og jafnvel á kostnað annarra samgöngukosta. Það er mikilvægt að umbuna þeim sem nýta sér aðra kosti en bílinn. Það helst í hendur við minni meng- un og minni slit á vegum. Það á að vera forgangsmál okkar að borgin verði ekki sundurskorin af sam- gönguæðum.“ Að mati Hönnu Birnu var færsla Hringbrautarinnar mistök „Hún sker í sundur borgina og við mun- um gera allt sem í okkar valdi stendur til að fyrirbyggja að slíkt gerist aftur.“ Engar uppsagnir Borgarsjóður stendur verr en áætlanir gerðu ráð fyrir. Fyrirséð er að nýir kjarasamningar munu kosta borgina 4-4,5 milljarða og tekjur munu dragast saman um 2 milljarða á þessu ári, samkvæmt spám sem liggja fyrir. „Auðvitað er hægt að hagræða. Við verðum að setja upp áætlun um samfellda hagræðingu í rekstri og það munum við gera. Við leggjum áherslu á að viðhalda grunnþjón- ustu, þ.e. þeirri þjónustu sem borgarbúar líta á sem sjálfsagða og eðlilega. Uppsagnir starfsfólks koma heldur ekki til greina. Varð- andi frestun framkvæmda, sumar framkvæmdir eru þess eðlis að við hægjum á hjólum atvinnulífsins ef við drögum úr þeim. Reykjavík get- ur ekki sent út þau skilaboð. Við þurfum samt að búa okkur undir að taka á okkur einhverja skelli eins og önnur fyrirtæki í landinu, það er einfaldlega það efnahagsumhverfi sem við búum við.“ Húsnæði Listaháskólans klárað með nýjum meirihluta Ólafur F. Magnússon lagði mikla áherslu á að viðhalda 19. aldar götumynd Laugavegar. Einhverjir kölluðu hugmyndir um nýtt hús Listaháskólans við Laugaveg „steinsteypubarbarisma.“ Nýr meirihluti leggur áherslu á upp- byggingu á Laugavegi samhliða verndun. „Það hefur náðst mjög góð sátt um þetta í borgarstjórn. Við eigum að leyfa uppbyggingu samhliða virðingu fyrir hinu gamla. Það er samt alveg ljóst að verkefni tengt nýbyggingu Listaháskólans verður auðveldara núna. Það er meðal annars vegna þess að skipulagsráð talaði á sínum tíma um húsin nr. 41 og 45 við Laugaveg en Ólafur F. talaði einnig um 43 og alla götu- myndina á þessu svæði. Það er mjög erfitt að koma til móts við það því skólinn myndi hörfa verulega í slíkri mynd. Ég vil sjá skólann á þessum stað við Laugaveginn. Mér finnst það mikilvægt og í því felast mikil sóknarfæri fyrir borgina. Ég ligg ekki á því að lausnin verður einfaldari með nýjum meirihluta við stjórnvölinn.“ Gömul og ný hús í bland Spurð hvort draga þurfi úr stíf- um kröfum um að viðhalda gömlum húsum í miðbænum segir Hanna Birna að götumyndin sómi sér vel með blandaðri byggð. „Mér þykir mjög vænt um gömlu húsin og þau skipta miklu máli. Mér finnst að við eigum að reyna að leyfa þessum húsum að lifa saman. Hugmynda- auðgi í arkitektúr og djörfung í hugsun mun gera það mögulegt.“ Skortur á framkvæmdum eftir húsbrunann í Austurstræti hefur sett óskemmtilega mynd á gatna- mót Lækjargötu og Austurstrætis. Að sögn Hönnu Birnu hefur drátt- ur á fornleifarannsóknum sett strik í reikninginn. „Þær hafa tekið lengri tíma en menn áætluðu. Skipulagsvinna tók samt engan tíma og gekk vel fyrir sig. Skipulag er tilbúið, fornleifa- rannsóknir klárast senn og núna þurfum við bara að byrja að byggja.“ Morgunblaðið/Golli Saman Hanna Birna með Vilhjálmi Jens Árnasyni og dætrum þeirra, Aðalheiði (t.h.) og og Theódóru Guðnýju. Vill auka samstarf við minnihluta  Svæðið undir flugvellinum er „besta byggingasvæðið í Reykjavík“  Draga þarf úr ofuráherslu á einkabílinn  Hefur ekki áhyggjur af Orkuveitunni  Borgin tekur skelli eins og önnur fyrirtæki Hanna Birna Kristjánsdóttir er fædd 12. október 1966 í Hafnar- firði, þar sem hún ólst upp. Hún lauk verslunarprófi frá Verzlunar- skóla Íslands og stúdentsprófi frá Kvennaskólanum, BA-prófi í stjórnmálafræði frá Háskóla Ís- lands og M.Sc.-prófi í alþjóðlegum og evrópskum stjórnmálum frá Edinborgarháskóla. Hanna Birna var starfsmaður öryggismálanefndar 1990–1991, deildarsérfræðingur í mennta- málaráðuneytinu 1994–1995, framkvæmdastjóri þingflokks sjálfstæðismanna 1995–1999 og aðstoðarframkvæmdastjóri Sjálf- stæðisflokksins 1999–2006. Hanna Birna tók fyrst sæti í borg- arstjórn eftir kosningar 2002. Hún hefur setið í skipulagsráði Reykja- víkur frá 2002, síðast sem formað- ur þess. Hún hefur jafnframt setið í stjórnkerfisnefnd og verið vara- maður í stjórn Orkuveitu Reykja- víkur. Eiginmaður Hönnu Birnu er Vil- hjálmur Jens Árnason heimspek- ingur og eiga þau tvær dætur, Aðalheiði og Theódóru Guðnýju. Borgarstjórinn Hanna Birna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.