Morgunblaðið - 22.08.2008, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.08.2008, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ MENNING ELFA Rún Kristinsdóttir fiðluleikari og Melkorka Ólafs- dóttir flautuleik- ari eru þessa dag- ana á tónleika- ferð um landið og leika allar ein- leiksfantasíur G.P. Telemanns fyrir fiðlu og flautu. Á laugar- dag halda þær tvenna tónleika í Skálholtskirkju, klukkan 12 og 14. Þar verða allar fantasíurnar fluttar í heild sinni hér á landi í fyrsta sinn. „Telemann skrifaði 12 ein- leiksfantasíur fyrir hvort hljófæri. Flautuleikarar eru duglegir að flytja sín verk en fiðlufantasíurnar heyrast sjaldan,“ segir Elva Rún og bætir við að hún skilji ekki hvernig stend- ur á því. „Þetta eru nefnilega frábær verk. Flestir leika einleiksverk Bachs en þessi eru alls ekki síðri.“ Stúlkurnar eru báðar sérhæfðar í flutningi slíkra einleiksverka. Elfa Rún vann sem kunnugt er Bach- keppnina í Leipzig og Melkorka hef- ur um árabil sótt tíma hjá Patrick Gallois, en eftir hann liggja kunn- ustu upptökur flautuverkanna. Lokatónleikar ferðarinnar verða í Langholtskirkju á fimmtudaginn kemur. Eru frá- bær verk Leika einleiksfant- asíur Telemanns Elfa Rún Kristinsdóttir Melkorka Ólafsdóttir SIGGA Björg Sigurðardóttir opnar sýningu á nýjum verkum í 101-galleríi, Hverfisgötu 18, klukkan 17 í dag. Í verkum Siggu Bjargar er teikning helsti miðillinn. Hún fæst við innsetningar sem sam- anstanda af teikningum á pappír, teikningum beint á veggi, hreyfimyndum og tón- list. Viðfangsefni teikninganna er yfirleitt óræð fantasía þar sem koma fyrir ýmsar kynjaverur, sem eiga sér ekki hliðstæðu í veruleikanum en eru þó að ein- hverju leyti mennskar. Sýninguna kallar hún Zeð- rik. Sigga Björg starfar í Skotlandi og hafa verk hennar verið sýnd víða á liðnum árum. Myndlist Teiknaðar kynja- verur og fantasía Eitt verkanna á sýningunni. DRAUMAR er nýtt tón- og dansverk eftir Einar Braga Bragason tónlistarmann og Irmu Gunnarsdóttur danshöf- und. Verður það flutt í Gvend- arbrunnum í kvöld, föstudags- kvöld, sem einskonar forréttur að Menningarnótt. Mæting er kl. 20.00 við hliðið við Rauðhóla, og verður boðið upp á strætóferð að húsnæði Gvendarbrunna frá hliðinu. Sýningin hefst klukkan 20.30. Hljómsveit, einsöngvarar og karlakór flytja Drauma, en efnið er unnið út frá hugmyndum um drauma og huldufólk en einnig samspili drauma- heimsins við veruleikann og íslenska náttúru. Dans Draumaheimur, náttúra og veruleiki Úr dansverkinu Draumum. ÞESSA dagana og til sjöunda september stendur yfir sýn- ingin Handan hugans í lista- miðstöðinni Skaftfelli á Seyð- isfirði. Þar sýna listakonurnar Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Bjargey Ólafsdóttir og Kristín Eiríksdóttir, auk annarra gesta. Á morgun, laugardaginn 23. ágúst, verður boðið upp á saft í Skaftfelli í tilefni þess að myndlistarmaðurinn Ingibjörg Magnadóttir bætir nú við verkum á sýninguna. „Það síðasta sem við listamenirnir þurfum að vera er góðborgari,“ segir í tilkynningu. Sýningin er opin alla daga frá 13.00 og fram eft- ir kvöldi. Myndlist Ingibjörg bætist í hóp sýnenda Ingibjörg Magnadóttir Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is Á GÖNGUM utanríkisráðuneytisins við Rauðarárstíg eru eldri myndverk horfin af veggjum og verið er að bera inn verk eftir listamenn, sem hafa á síðustu árum verið fulltrúar Íslands á Feneyjatvíæringnum. Á jarðhæðinni horfir Hreinn Friðfinnsson í stórri ljósmynd á regnboga í lófa sér og á skrifstofu Auðar Eddu Jökulsdóttur, menningarfulltrúa ráðuneytisins, bíður fjöldi verka uppsetningar. Þar sé ég einnig stafla litríkra ljósmynda Páls Stefánssonar frá Afríku. Öll verkin eiga að verða komin upp fyrir Menningarnótt, þegar ráðuneytið verður opið. „Okkur fannst tímabært að hjarta utanríkisþjónustunnar, utanríkis- ráðuneytið, tæki inn og kynnti nú- tíma myndlist,“ segir Auður Edda. Ráðuneytið bað sérfræðinga hjá Listasafni Íslands og Kynningar- miðstöð íslenskrar myndlistar um ráð og niðurstaðar var sú að næsta árið verða 11 fulltrúar þjóðarinnar í Feneyjum kynntir í ráðuneytinu. Er ekki eðlilegt að það sama verði gert innan sendiráðanna? „Jú, utanríkisþjónustan hyggst í framhaldinu vinna enn markvissar að myndlistarkynningum erlendis. Það sem sést í sendiráðunum er ákveðin yfirlýsing. Íslensk hönnun verður sí- fellt áhrifameiri og það væri ánægju- legt að vera með hana í sendiráðun- um, rétt eins og skapandi samtíma- list. Þannig eru sendiráðin nútímaleg ásjóna landsins.“ Auður Edda segir að í mörgum sendiráðum og aðalræðisskrifstofum sé unnið mjög kröftugt starf, á við- skipta- og menningarsviðinu. „Síðustu misserin höfum við unnið að því að komast að háborði alþjóða- málanna, öryggisráði SÞ. Í því ferli sýna þjóðirnar á sér ýmsar hliðar. Í því sambandi aðstoðuðum við Pál Stefánsson við að koma Afríku- sýningu hans upp í sýningarsal Sam- einuðu þjóðanna í sumar. Þessi sýning Páls sýnir vel hvað þessi svið eru nátengd; listirnar, al- þjóðamálin og þróunarmálin. Í myndunum sést hvað knattspyrna er stór þáttur í daglegu lífi í Afríku. Um leið er dregin upp jákvæð og raun- sannari mynd af álfunni.“ Listafólk kemur sér á framfæri Stendur til að halda menningunni fram af auknum krafti? „Það er lögbundið hlutverk utan- ríkisþjónustunnar að sinna hags- munum Íslands á sviði stjórnmála, utanríkisviðskipta og menningar. Það er því ríkur þáttur í starfi send- iskrifstofanna að vinna að land- og menningarkynningu erlendis. Í gegnum tíðina hefur það mikið verið undir einstaklingum, sendiherrum eða starfsfólki komið hversu öflugt starfið hefur verið. Heimurinn er að minnka og tæki- færum fjölgar, einnig fyrir listafólkið okkar. Eitt af því sem Ísland getur boðið alþjóðasamfélaginu upp á er okkar ríki menningararfur, menn- ingin og listirnar. Það er engin til- viljun að það hefur verið tekið eftir okkur á þessu sviði. Ég vann í Berlín í fjögur ár og norrænu kollegarnir töluðu oft um það hvað okkur gekk vel að koma íslenskri menningu á framfæri. Ríkið er samt bara einn þátttakandinn í því, vegna þess að listafólkið sjálft, fyrirtæki í menning- ariðnaði, stofnanir og listhópar hafa verið ótrúlega dugleg við að koma sér á framfæri.“ Auður Edda segir mismunandi að- ferðir til, hvernig best sé að kynna menninguna erlendis, en hún ítrekar að mikilvægt sé að vinna náið með menntamálaráðuneyti og hinum öfl- ugu kynningarmiðstöðvum listgrein- anna hér á landi, sem séu allar að vinna gott starf. „Stjórnvöld geta tekið þátt í því að styðja við útrásina, opna dyr, leiða fólk saman og finna öfluga sam- starfsaðila sem hjálpa til við að koma listafólki á framfæri. Það er orðið minna um stóra viðburði inní í sendi- ráðunum en meira um að við reynum að styðja við starf opinberra kynn- ingarmiðstöðva og sjóða, svo og fyr- irtækja í menningariðnaði, sem vilja koma listamönnum á framfæri á við- burðum ólíkra listgreina erlendis. Með nánu samstarfi við „senuna“ og fagaðilana tekst okkur að tryggja gæði og árangur af þessu starfi. Eitt tæki sem við höfum í þessu starfi eru stórar menningarhátíðir, eins og „Iceland on the Edge“ í Brussel fyrr á árinu og menningar- hátíðin í París um árið. Önnur að- ferðafræði sækir víða um lönd í sig veðrið, en þá er farin sú leið að styðja við bakið á sterkum fyrirtækjum á listasviðinu sem hafa náð inn á merka viðburði. Það þykir mér athyglisverð aðferðarfræði, því þar sjá alþjóðlegir virtir fagaðilar um að skilgreina hvað stenst alþjóðlega samkeppni. Eitt af árangursríkari verkefnum sem utanríkisþjónustan hefur unnið að undanfarin misseri, að mínu mati, í samstarfi við menntamálaráðuneyti og fyrirtæki, eru kynnisferðir fyrir erlenda fjölmiðlamenn og áhrifaaðila á sviði menningar og lista til Íslands. Undir merkjum „Visit Iceland“ skipuleggur utanríkisþjónustan nú slíkar ferðir á ný í samstarfi við út- flutningsráð og kynningarmiðstöðvar listgreinanna. Þátttakan í Frankfurt mikilvæg Vitaskuld vill listafólkið okkar koma fram sem einstaklingar, ekki vera eitthvert tæki fyrir landkynn- ingu, en það eru samt engin skörp skil þar á milli. Sterk íslensk list- sköpun selur flugmiða til Íslands.“ Eitt stærsta verkefnið sem blasir við er bókakaupstefnan í Frankfurt árið 2011. Auður Edda segir það risa- stórt og gífurlega spennandi sam- vinnuverkefni ríkisstjórnar, menn- ingar- og atvinnulífs í landinu. „Að ógleymdum tækifærum sem þetta skapar fyrir bókmenntir og aðrar listgreinar, má einnig segja að þar sem kastljósi heimspressunnar verði varpað á Ísland um stund verði hér um að ræða stærsta ímyndar- og landkynningarverkefni sem stjórn- völd hafa ráðist í. Þetta gefur gríðar- mikla möguleika til jákvæðrar kynn- ingar á landi og þjóð. Halldór Guð- mundsson stýrir verkefninu en sendiráðið í Berlín verður lykilþátt- takandi. Það er ekki síst fyrir tilstilli þess að Íslandi var boðið aðalhlut- verkið 2011,“ segir hún. „Mikilvægi Þýskalands sem mark- aðar fyrir íslenska sköpun er gífur- legt. Þýskaland er gluggi inn á stórt svæði í Evrópu og þátttakan í Frank- furt 2011 er gífurlega mikilvægt tækifæri sem við verðum að undir- búa og nýta vel.“ Listin selur flugmiða  Í utanríkisþjónustunni er stefnt að því að efla kynningu á menningu og listum  Menningarfulltrúinn segir sendiráðin vera nútímalega ásjónu landsins Morgunblaðið/Valdís Thor Menningarfulltrúinn Auður Edda Jökulsdóttir, sem er við málverk eftir Sigurð Árna Sigurðsson, segir Ísland hafa upp á margt að bjóða í listum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utan- ríkisráðherra og Grétar Már Sig- urðsson ráðuneytisstjóri opna dyr ráðuneytisins fyrir gestum Menn- ingarnætur klukkan 14 á laug- ardag. Þau verða með opið inn á skrifstofu, að sögn Auðar Eddu Jökulsdóttur menningarfulltrúa. „Við viljum sýna almenningi hvað við erum að gera. Hvað þetta er í raun umfangsmikið og flókið starf sem við erum að vinna út um allan heim. Sérstaka áherslu vilj- um við leggja á þjónustuþáttinn, borgaraþjónustuna,“ segir hún. Þá verður opnuð kynning á verk- um 11 listamanna sem hafa verið fulltrúar Íslands í Feneyjum. Ívar Valgarðsson og Halldór Björn Run- ólfsson völdu verkin, sem eru fengin að láni hjá Listasafni Ís- lands, Gallerí i8 og hjá listamönn- unum. Einnig verða sýndar ljós- myndir eftir Pál Stefánsson, úr verkefni hans um knattspyrnu í Afríku, en sýning á myndum Páls var í höfuðstöðvum SÞ í sumar. Dagskráin í ráðuneytinu, sem er frá 14 til 18, verður fjölbreytileg. Íslenska friðargæslan verður kynnt, sem og borgaraþjónustan; í erindum verður fjallað um þjón- ustu við atvinnulífið og mikilvægi fríverslunarsamninga, EES og framtíðarmöguleika í Evrópusam- starfi, nýtt tímaskeið í varnarmál- um og framboðið til öryggisráðs SÞ. Ólöf Arnalds kemur fram klukkan 15.30 0g 17.30 og í bak- garðinum verður barnadagskrá. Myndlist, borgaraþjónusta og barnadagskrá KIRKJUGARÐURINN við Suð- urgötu, Hólavallagarðurinn, skipar sérstakan sess í borgar- landslaginu. Á laugardaginn verður boðið upp á göngu um garðinn klukkan 16 undir leið- sögn sagnfræðingsins Sól- veigar Ólafsdóttur og Heimis Björns Janussonar aðstoðar- garðyrkjustjóra. Í Eymundsson verður að sjálfsögðu hægt að njóta bók- mennta eins og venjulega, en annað kvöld klukkan níu mætir tríó Björns Thoroddsen ásamt Ragga Bjarna og spilar klass- ískan djass allt þangað til að flugeldasýningin hefst klukkan 23. HORNSTEINAR arkitektar ehf. hlutu fyrstu verðlaun í samkeppni um hönnun húss fyrir Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum við Suðurgötu. Tilkynnt var um nið- urstöður samkeppninnar í gær en alls bárust 19 tillögur. Önnur verð- laun hlutu PK arkitektar ehf. og þriðju verðlaun VA arkitektar ehf. Þrjár aðrar tillögur voru keyptar. Í umsögn um sigurtillöguna, segir að byggingin sé frumleg með sínu sjálfstæða og skýra sporöskjuformi. „Hún er falleg, fínleg, yfirveguð og myndar jafnframt sterkt kennileiti sem fellur vel að umhverfi. Bygg- ingin stendur í grunnri spegiltjörn og er lokuð sem virki út á við en opin og einlæg inn á við.“ Sigríður Anna Þórðardóttir, for- maður dómnefndar, kynnti niður- stöðurnar. Árnastofnun í höndum Hornsteina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.