Morgunblaðið - 22.08.2008, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 22.08.2008, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 2008 21 MENNING EIGINLEIKAR kvikmyndagerðar og myndbandslistar eru meðal við- fangsefna þýska listamannsins Alex- ander Steig sem nú sýnir á þremur stöðum á Norðurlandi, í Gallerí Boxi á Akureyri, í Kunstraum-Wohnraum á Akureyri og tekur þátt í samsýn- ingu í Verksmiðjunni á Hjalteyri. Hér er fjallað um sýninguna í Boxi sem ber nafnið Polaris eða Pól- stjarnan. Steig sýnir þrjú verk; í einu má sjá stjörnuhiminn á litlum sjónvarpsskjá, í öðru er stórri mynd eins og af fjarlægri plánetu er varp- að á vegg og í því þriðja má sjá hvar yfir gráu landslagi á öðrum litlum skjá lýsir ein stjarna, það hlýtur að vera Pólstjarnan. En þegar betur er að gáð eru stjörnurnar á skjánum einungis göt á pappakassa, plánetan er mynd af lampaljósi er lýsir á hrufóttan vegg- inn í sýningarrýminu og pólstjarnan ekki það sem hún sýnist. Innsetn- ingar Steig eru oft í rauntíma eins og hér, þar sem á einfaldan hátt er sett fram blekkingarmynd sem áhorfandinn sér nokkuð fljótt í gegnum, og á að gera það. Tæknin er frumstæð eins og í upphafi mynd- bandslistarinnar. Oft notar lista- maðurinn áhorfendur sjálfa í inn- setningar sínar þó svo sé ekki hér. Verk hans ná að kalla fram það sem er heillandi við blekkingu t.d. kvik- mynda og minna um leið, kannski á svolítið gamaldags hátt, á þá blekk- ingarmynd sem fjölmiðlar og kvik- myndir birta okkur stöðugt. Sá þátt- ur verkanna er kannski hvað minnst áhugaverður í dag því hann er marg- notaður, en í minningunni um sýn- inguna standa eftir sjónrænn ein- faldleiki og snjallar hugmyndir. Ekki síst gefa verkin til kynna viss- an óraunveruleika, ummyndun þess rýmis sem við teljum okkur þekkja og birta á því óvæntar hliðar. Gallerí Box hefur nú stækkað til muna og aukast þar með sýning- armöguleikar á Akureyri nokkuð, einnig hefur ný stjórn tekið við rekstri þess og verður forvitnilegt að fylgjast með framhaldinu. Umbreyting hversdagsleikans Ragna Sigurðardóttir MYNDLIST Gallerí Box, Akureyri Sýningu lokið. Polaris, Alexander Steig bbbnn Morgunblaðið/Hjálmar S. Brynjólfsson Blekking Innsetningar Steig eru oft í rauntíma, þar sem á einfaldan hátt er sett fram blekkingarmynd sem áhorfandinn sér nokkuð fljótt í gegnum. Stærra Gallerí Box hefur stækkað, með auknum sýningarmöguleikum. Hann hataði afmælisdaga.Honum fannst við deyja áhverju kvöldi og fæðast á hverjum morgni. Að deyja væri einfaldlega að hverfa inn í myrkraherbergið fyrir fullt og allt.“ Þetta er tilvitnun úr bók ævi- söguritarans Pierres Assoulines, Henri Cartier-Bresson – A Bio- graphy. Framúrskarandi bók sem allir áhugamenn um sögu ljós- myndunar, og tuttugustu aldar, ættu að lesa. Og þótt Cartier- Bresson hafi ekki þolað afmæl- isdaga finn ég mig knúinn til að minnast hans á aldarafmælinu, sem er í dag. Maðurinn var jú einn mikilvægasti ljósmyndari 20. aldar – mögulega sá merkasti í 170 ára sögu miðilsins.    Það er ástæðulaust að fara ímörgum orðum yfir feril Cartier-Bressons hér en svona er stutt yfirlit: Maðurinn fæddist skammt fyrir utan París þennan dag fyrir 100 árum, inn í efnaða vefnaðarfjölskyldu. Hann var alla tíð í andstöðu við borgaralegan bakgrunninn, hreifst af súrreal- ismanum, ætlaði að verða málari, byrjaði að ljósmynda á Leica- myndavél 24 ára gamall og sýndi hreint makalausan þroska á því sviði svo að segja frá fyrsta degi. Nokkrum árum síðar sneri hann sér að kvikmyndagerð, fór aftur í ljósmyndun fyrir heimsstyrjöldina síðari, sem fréttaljósmyndari, var í fangabúðum Þjóðverja í stríðinu en tókst að sleppa í þriðju atrennu. Hann var einn stofnenda Magnum Photos árið 1947, myndaði mikið í Asíu og í raun víða um heim, var ein helsta fyrirmynd kynslóða ljós- myndara en hætti formlega að ljósmynda upp úr 1970, til að sinna æskuástinni, málverkinu. Cartier- Bresson lést 3. ágúst 2004. Í París er safn helgað honum og hann fær meira rými en nokkur annar ljós- myndari í listasögubókum.    Það er full ástæða til að hyllaeinn mesta listamann 20. ald- ar á stórafmæli. Auðvitað eru það stór orð þegar sagt er að hann sé merkasti ljósmyndarinn, því það hlýtur að vera spurning um smekk. Og ósanngjarnt að líta framhjá öðrum meisturum, eins og Robert Frank og Walker Evans. En það er óumdeilt að Cartier- Bresson skapaði fleiri meist- araverk en nokkur annar ljós- myndari. Hann lagði ofuráherslu á formgerð myndanna, og hafði hið fullkomna auga – enda ekki að ástæðulausu að hann var stundum kallaður „Auga 20. aldar“. Um leið og hann klofaði yfir öldina umbylti hann ljósmyndamiðlinum að minnsta kosti tvisvar, götu- ljósmynduninni og blaðaljósmynd- uninni. Ég vil reyndar bæta port- rettinu þarna inn – bók hans Photoportraits er hreint maka- laust meistaraverk; það er bók til að taka með sér á eyðieyju.    Ég var hikandi þegar ég hóflestur ævisögu Assoulines. Ástæðan líklega sú að ég hef árum saman safnað bókum eftir og um Cartier-Bresson, og hef lesið svo að segja allt sem ég hef komist yf- ir um þennan huldumann (sem vildi aldrei láta ljósmynda sig). En Assouline gerir afskaplega vel. Hann kynntist ljósmyndaranum síðustu árin sem hann lifði og vann traust hans. Cartier-Bresson vildi ekki gefa viðtöl – ég á bréf frá honum þar sem hann biðst undan viðtali og útskýrir að myndir hans segi allt sem segja þarf – en hann Öld frá fæðingu Cartier-Bressons » Það er óumdeilt aðCartier-Bresson skapaði fleiri meist- araverk en nokkur ann- ar ljósmyndari. Hann lagði ofuráherslu á formgerð myndanna, og hafði hið fullkomna auga – enda ekki að ástæðulausu að hann var stundum kallaður „Auga 20. aldar“. Reuters Huldumaður Cartier-Bresson með Leicuna – alltaf með 50 mm linsu. AF LISTUM Einar Falur Ingólfsson féllst stundum á að eiga samtöl við fólk sem hann ekki þekkti. Sam- tölum þeirra Assoulines fjölgaði og Cartier-Bresson greindi honum frá mörgu sem hann hafði þagað um, meðal annars árunum sem hann var fangi Þjóðverja.    Margt kemur á óvart við lest-urinn. Eftir að hafa nokkr- um sinnum beðið meistarann um viðtal, án árangurs, sá ég að hann lenti í því sama. Hann dáði De Gaulle meira en flesta aðra og vildi gjarnan taka af honum mynd. De Gaulle hafnaði því kurteislega í öll skiptin, eins og Cartier-Bresson hafnaði mér. Þar fannst mér sagan endurtaka sig, þótt á lítilfjörlegan hátt væri. Cartier-Bresson er afar mik- ilvæg varða á leið okkar ljósmynd- aranna. Menn kunna að fara aðrar leiðir en hann, en hann lagði stór- an hluta undirstöðunnar. Og það sem hann getur kennt okkur öllum um formskynjun, myndbyggingu og það að grípa augnablikið er ómetanlegt. Hann er höfundur hugmyndarinnar um „hið afger- andi augnablik“, þegar höfuð, hjarta og auga eru eitt – og augnablikið er fryst til eilífðar.    Undir lok ævinnar fannst Car-tier-Bresson að í heimi ljós- myndunar væri tæknin að drekkja mikilvægi þess að horfa. Mynda- vélum fjölgaði sífellt en ljósmynd- urum fækkaði – og alltof margar myndir eyða þeirri einu réttu. Ljósmynd er einfaldlega augna- bliksteikning, gerð með vél. Og það var enginn betri í þeirri teikn- ingu en hann. efi@mbl.is Í SÝNINGARRÝMINU Suðsuð- vestur, Hafnargötu 22 í Keflavík, stendur nú yfir einkasýning Bjarkar Guðnadóttur undir hinni forvitnilegu yfirskrift „Kennsl“. Innsetningin samanstendur af þremur léréfts- skúlptúrum, tréristum og kart- onþrykki. Uppistaðan í skúlptúrunum er strigi – ekki ósvipaður málaradúk (sem einnig kallast léreft) en í einu til- viki einnig segldúkur. Strigaefninu, léreftinu, hefur verið komið fyrir á gólfi, á vegg og á eins konar stöpli en á þeim síðastnefnda getur að líta ónotaða barnaskyrtu, sniðna úr sama efni. Í hinum verkunum er léreftið látið falla á frjálslegan og „íburð- armikinn“ hátt líkt og um tjöld eða efnismikinn fatnað væri að ræða – eins og gjarnan sést í málverkum frá fyrri tíð. Björk lætur strigann/léreftið vera ómálað og „opið“ en dregur þess í stað fram myndrænt sjónarspil – og menningarlegar skírskotanir – með efninu einu saman. Léreftsskúlptúr- arnir standa þó fullþétt í sýning- arrýminu og við það dregur úr áhrifa- mætti hvers þeirra um sig. Þeir myndu vafalaust njóta sín betur í stærra rými. Auk skúlptúranna hangir nokkur fjöldi af tréristum á vegg sem allar sýna sama myndefni en í mismunandi útfærslu, þ.e. teikningu af smárri hönd sem teygir sig fram úr ermi og snertir með fingri þumalfingur á ann- arri og stærri hönd. Myndirnar eru fallegar í einfaldleika sínum, sumar skýrar, aðrar ógreinilegar, sumar svarthvítar eða grátóna, aðrar í mild- um ferskjulit sem kallast á við lit lér- eftsins. Áhorfandinn fær á tilfinn- inguna að skyrtan tengist barnshöndinni á tréristunum. Mynd- in af fingrunum sem mætast minnir á frægt verk endurreisnarmálarans Michelangelos þar sem fingur eru við það að snertast. Ætla má að þrykk- myndir (þrykk er snerting tveggja flata og því býsna viðeigandi í þessu samhengi) Bjarkar skírskoti því til þess hvernig líf og kenndir kvikna við snertingu. Af endurtekningu mynd- efnisins má ráða að tilfinningaleg og jafnvel „trúarleg“ vídd innsetning- arinnar lúti einkum að helgidómi í sambandi móður og barns – og helgi- dómi minninga, dulvitaðra hvata og skynjunar á lífsleiðinni. Kartonþrykkin í innra herberginu sýna útlínur fatasniða en í sjálfu sér bæta þau ekki miklu við sýninguna og eru sjónrænt síður áhugaverð en hin verkin. Innsetningin býr að öðru leyti yfir ljóðrænu látleysi í samspili efn- islegra og huglægra þátta – sem vissulega býður upp á ýmiskonar kennsl og tengsl. Snið og snertingar Anna Jóa MYNDLIST Suðsuðvestur Til 24. ágúst 2008. Opið lau. og su. kl. 13–17 og eftir samkomulagi. Aðgangur ókeypis. Kennsl – Björk Guðnadóttir Þrykk „Myndirnar eru fallegar í einfaldleika sínum, sumar skýrar, aðrar ógreinilegar, sumar svart- hvítar.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.