Morgunblaðið - 22.08.2008, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.08.2008, Blaðsíða 22
Viktor Logi Pétursson er að byrja í sex ára bekk í Sæmund- arskóla og honum líst bara vel á það. „Ég veit samt ekki hvers ég hlakka mest til,“ segir hann. Kanntu bókstafina? „Já ég kann alla stafina og líka að lesa og skrifa.“ Þarftu þá nokkuð að fara í skóla? „Jú,“ segir hann og finnst spurningin greinilega asnaleg. Af hverju? „Af því að ég er kominn með skólatösku. Maður má líka leika sér í skólanum.“ En ætlarðu ekki líka að vera duglegur að læra? „Jú, mig langar að lesa Skúla skelfi og fá Einingu eitt,“ segir hann ákveðinn en það síðarnefnda er reikningsbók. „Mig langar líka að fara í tölvuna.“ Hann kvíðir ekkert fyrir skólabyrjuninni. „Darri bróðir minn er líka í skólanum. Hann er níu ára.“ Áttu einhverja vini sem byrja með þér í skólanum? „Já, nokkra,“ segir Viktor og dregur seiminn. „Ég þekki líka Darra bróður minn og vin hans Þorra.“ Ertu búinn að hitta kennarann þinn? „Já, hún heitir Fríða og kenndi Darra.“ En skólastjórinn, langar þig að hitta hann? „Já, já,“ segir hann brosandi. „Ég hef hitt hann,“ og neit- ar alveg að vera hræddur við skólastjórann. „En maður þarf að vera þægur í skólanum.“ Hvað gerist ef maður er óþægur? „Ég veit það ekki alveg,“ viðurkennir þessi vaski strákur sem óhræddur gengur á vit nýrra ævintýra í nýjum skóla. |föstudagur|22. 8. 2008| mbl.is daglegtlíf Eftir Unni H. Jóhannsdóttur uhj@mbl.is Flutningur af einu skólastigi á annað erekki einkamál barna heldur ferli þarsem börn, félagar, fjölskylda og kenn-arar skipa mikilvægan sess. Það þurfa því allir að taka höndum saman til þess að reynsla barnsins í upphafi grunnskólagöngu þess sé sem best.“ Þetta segir Jóhanna Einarsdóttir, sem hefur gert nokkrar rannsóknir um upplifun barna og foreldra við upphaf skólagöngunnar. Hún segir að iðulega blandist þar saman tilhlökkun og kvíði. „Þær rannsóknir sem ég hef gert benda til þess að flest börn hlakki til að byrja í grunnskól- anum en beri jafnframt nokkurn kvíða í brjósti og eftirsjá eftir leikskólanum. Börnin hafa myndað sér ákveðna hugmynd um það sem þau munu gera í grunnskólanum. Þau gera ráð fyrir að dagar leiks og frjálsræðis séu á enda og framundan séu tímar alvöru og fræðslu.“ Börn sem í dag hefja grunnskólagöngu hafa flest nokkurra ára reynslu af því að vera í leik- skóla og læra í hópi jafnaldra auk þeirrar reynslu sem þau hafa frá heimilum sínum. „Starfshættir í leik- og grunnskólum hafa hins vegar verið nokkuð ólíkir og því upplifa börn oft miklar breytingar þegar þau byrja í sex ára bekk. Undirbúningur og aðlögun barnanna fyrir og eftir upphaf grunnskólagöngunnar skiptir því miklu máli. Þróunin þar er jákvæð og má t.d. nefna heimsóknir barna í hverfisskólann þegar þau eru á síðasta ári sínu í leikskóla. Þau fá þá nasasjón af því sem þau mega búast við,“ segir Jóhanna og bætir við að það sé jafnframt brýnt að í grunnskólanum sé byggt á því námi og þeirri reynslu sem börnin hafa úr leikskólanum. Hún segir mörg börn vera upptekin af skipu- lagi grunnskólans og þeim nýju reglum og sið- um sem þau þurfa að aðlagast. „Skólastjórinn er í huga sumra ógnvænlegri en leikskólastjórinn og skólabjallan og frímínútur eru fyrirbæri sem þau þekkja ekki.“ Foreldrar gegna lykilhlutverki Áhrif foreldra á skólagöngu barna hafa verið könnuð í fjölda rannsókna og gegna þeir lyk- ilhlutverki á þessum mikilvægu tímamótum. „Niðurstöðurnar benda til þess að jákvæð við- horf og afstaða foreldra gagnvart skólanum, þátttaka þeirra í skólastarfinu og jákvæð sam- skipti við skólann hafi áhrif á velgengni barna og vellíðan í skólanum. Samstarf á milli heimilis og skóla verður enn mikilvægara við upphaf grunnskólagöngunnar, því foreldrarnir eru þeir sem helst styðja börnin sín og þau reiða sig á. Það má því alls ekki vanmeta þátt þeirra í að skapa samfellu á milli leikskólans og grunnskól- ans. Foreldrarnir þekkja börn sín, hafa vitn- eskju um reynslu þeirra og gengi í leikskólanum og geta miðlað þeim upplýsingum til starfsfólks grunnskólans.“ Rannsóknir Jóhönnu hafa sýnt að margir for- eldrar eru rétt eins og börnin bæði spenntir og kvíðnir þegar barnið byrjar í grunnskóla. „For- eldrum finnst þeir fremur vera að sleppa hend- inni af börnum sínum þegar þau byrja á þessu skólastigi og óttast hvernig börnunum muni þá reiða af. Þeir sem tekið hafa þátt í rannsóknum mínum gera ráð fyrir að tengsl þeirra við kenn- ara barnanna muni breytast frá því í leikskól- anum og óttast að barnið sitt, sem þeim finnst oft vera svo lítið, muni týnast í stórum barna- hópi grunnskólans en einnig að það standi ekki undir þeim kröfum sem gerðar verða til þess þar.“ Félagar og vinir skipta máli Jóhanna segir að flestar rannsóknir bendi til þess að félagar og félagsleg tengsl séu börnum mjög mikilvæg á þessu tímabili. „Börn sem byrja grunnskólagönguna með vinum sínum eða þekkja einhvern í skólanum hafa jákvæðari mynd af skólanum og aðlagast skólaumhverfinu betur en börn sem hafa ekki slík tengsl. Börnum sem eiga vini í skólanum gengur betur að takast á við breytingarnar og námið. Rannsóknir hafa einnig sýnt að þau börn sem mynda vinatengsl við upphaf grunnskólagöngunnar og halda þeim aðlagast betur en þau sem gera það ekki eða er hafnað af skólafélögunum. Það er því mikilvægt að sjá til þess að börn hafi stuðning hvert af öðru og þeir sem t.d. voru vinir í leikskólanum fái tækifæri til að vera saman áfram.“ Nú í haust byrja rúmlega fjögur þúsund börn í grunnskóla. Upphaf grunnskólagöngunnar er mik- ilvæg tímamót í lífi barna og fjöl- skyldna þeirra. Dr. Jóhanna Ein- arsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands, segir að rannsóknir hér- lendis og erlendis sýni að stuðn- ingur foreldra, vina og félaga get- ur skipt sköpum fyrir börnin þegar þau byrja í grunnskóla. Skólabyrjun Dr. Jóhanna Einarsdóttir hefur rannsakað tilfinningar sex ára barna og foreldra þeirra til þess að byrja í grunnskóla. Morgunblaðið/Kristinn Ætlar að lesa Skúla skelfi„Tímar alvöru og fræðslu framundan“ Dr. Jóhanna Einarsdóttir veitir for- stöðu RannUng, sem er rannsókn- arstofa í menntunarfræðum ungra barna við menntavísindasvið Há- skóla Íslands. Markmið RannUng er að auka og efla rannsóknir á menntun og uppeldi barna að átta ára aldri. „Ef vel á að vera er mik- ilvægt að starfshættir í skólum og stefnumótun í skólamálum byggist á niðurstöðum rannsókna. Á vegum RannUng hafa verið unnin rann- sóknarverkefni um tengsl leik- og grunnskóla þar sem m.a. var leitað eftir viðhorfum og reynslu barna, foreldra og kennara af grunn- skólabyrjuninni,“ segir Jóhanna. RannUng gaf út í samvinnu við Há- skólaútgáfuna bókina Lítil börn með skólatöskur en þar eru kynnt- ar rannsóknir sem gerðar hafa ver- ið á þessu sviði. http://wp.khi.is/rannung Rannsóknir á menntun og uppeldi barna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.