Morgunblaðið - 22.08.2008, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 22.08.2008, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 2008 25 Leiðin út Ólafur F. Magnússon, fyrrverandi borgarstjóri, ætti ekki að vera í vandræðum með að rata út úr ráðhúsinu ef hann skyldi þurfa að forða sér í skyndi. G. Rúnar Blog.is Kristinn Petursson | 21. ágúst Barist fyrir skertum lífskjörum? Maður er gjörsamlega að verða forviða hvað sumt fólk virðist illa menntað. Hvernig er hægt að ljúka námi úr æðstu mennta- stofnunum þjóðarinnar en virðast jafnframt ekki hafa öðlast þroska til að skilja að þjóðin er háskalega stödd í dag fjárhagslega vegna niðurskurðar fiskveiða undanfarin ár svo og vegna mikillar hækkunar á olíu- verði og fleiri hrávörum. Okkur sárvantar meiri gjaldeyri strax til að brúa bilið. Ekkert annað en aukin framleiðsla verðmæta getur bjargað okkur úr þess- ari háskalegu stöðu. Ekkert! Sumt fólk í stjórnmálum virðist hvorki skilja né hafa áhuga á því að reyna að skilja að niðurskurður þorskveiða und- anfarin ár er tekjuskerðing fyrir hátt í 100 milljarða árlega. Stóralvarlegt mál sem er að setja sjávarútveg hérlendis í hrikalegan vanda sem svo er lítill áhugi fyrir að ræða. Ef við getum ekki gert ráðstafanir nú þegar til að afla gjaldeyris í stað þess- arar skerðingar (100 milljarða) þá ætti að vera nokkuð ljóst að fjárhagslegu sjálfstæði þjóðarinnar kann að vera stefnt í tvísýnu! Barátta gegn virkjunum og iðnaði er varla neitt annað en barátta fyrir stór- skertum lífskjörum hérlendis. Meira: kristinnp.blog.is Halla Rut | 21. ágúst Gísli Marteinn fær sárabætur Þau hljóta að vera að grínast í okkur. Er þessu fólki ekkert heilagt? Er hægt að vera spilltari? Auðvitað var búið að ákveða þetta allt fyr- irfram. Hanna Birna fær að vera borgarstjóri og Gísli Marteinn fær þær sárabætur að fara í nám á kostnað borgarbúa til útlanda. Fyrst var okkur talin trú um að þetta væru um 250.000 krónur á mánuði en nú vitum við að við vorum plötuð. Upphæðin átti alltaf að vera miklu hærri. Gísli segðu TAKK. Við sem búum hér í Reykjavík vorum að gefa þér yfir fimm milljónir. Meira: hallarut.blog.is Hjálmtýr V. Heiðdal | 21. ágúst Vinaveiðivon Aldrei hefur mér verið boðið í veiðitúr. Hvorki lax- eða silungsveiði. Þó virðist það vera nokkuð algengt að mönnum sé boðið, a.m.k. er oft sagt frá slíkum boðum í fjöl- miðlum. Og það er næsta víst að það er minnihluti slíkra boða sem kemst í há- mæli. Þegar hópur manna fer saman í veiðitúr er grunnhugmyndin yfirleitt sú sú að veiða og skemmta sér. En þegar hópurinn samanstendur af mönnum sem geta allir haft áhrif á gang mála hjá opinberum og óopinberum aðilum – og er beinlínis smalað saman í veiðikofann eftir pólitískum línum eða valdaaðstöðu – þá er fiskurinn orðinn aukaatriði. … Meira: gorgeir.blog.is Er nokkuð fallegra en litla barnið þitt á leið í skólann í fyrsta sinn með allt of stóra skólatösku og pínu kvíða í augnaráðinu? – Og svo leit barnið upp og brosti úr augum þess mátti greina virðingu og stolt – Er eitthvað sem fyllir hjarta manns meiri gleði en hamingja þess sem við elskum mest af öllu í lífinu, barnanna okkar? (Inga Bald.) Að gefnu tilefni sem foreldri barns sem sætti miskunnarlausu einelti í grunnskóla, þar sem níðst var kerfis- bundið á tilfinningum þess, sál og lík- ama, þá er það mér mjög mikilvægt að deila með ykkur hugleiðingum mínum um einelti. Við foreldrarnir berum ábyrgð á börnum okkar og kennum þeim mun- inn á réttu og röngu. Við kennum þeim hvernig koma á fram við náung- ann, sýna hvert öðru virðingu, ást og skilning. Við kennum þeim kurteisi, mannasiði, borðsiði og að fara eftir reglum samfélagsins. Börnum þarf að líða vel í skólanum til þess hreinlega að geta lært, til þess að ná árangri í því sem þau eru að ástunda. Börnin þurfa að hafa trú á því að þau geti náð árangri og hafa sjálfstraustið í lagi. Það er samt, því miður, ekki sjálf- gefið að barninu líði vel í skólanum. Barnið getur lent í því að vera hunds- að. Skólinn getur orðið líkastur mar- tröð fyrir það. Barnið getur kviðið fyrir að fara í skólann eða einhverja ákveðna tíma, eignast ekki vini í skól- anum, finnst það ekki geta gert neitt rétt eða almennilega og finnst það ómögulegt. Þá þarf barnið hjálp. Ef þig grunar að barnið þitt sé lagt í einelti í skólanum, settu þig strax í samband við umsjónarkennara barnsins og skóla- stjórnendur. Fáðu svör þannig að hægt sé að styrkja barnið eins og hægt er í vanmáttar- kennd þess og vanlíðan. Í öllum skólum á að vera til eineltisáætlun og hana á að nota, það er ekki nóg að veifa henni bara framan í foreldra og lýsa því yfir að hér sé einelti ekki liðið. Það þarf að herða baráttuna við eineltið mikið. Það er ekki nóg að tala um það heldur þarf að ná til gerend- anna og ekki síst for- eldra þeirra til að stöðva þá. Að sama skapi er mikilvægt að foreldrar gerenda taki á vandanum og við- urkenni hann. Ekki hugsa: Mitt barn gerir ekki svona! Oft gera foreldrar sér enga grein fyrir því að börn þeirra taka þátt í einelti en það er á þeirra valdi að stöðva það. Ekki skella skollaeyr- um við vandanum – til þess er alltof mikið í húfi. Í nágrannalandi okkar hefur það t.d. verið tekið til bragðs að láta barnaverndaryfirvöld fást við meint- an geranda með góðum árangri. Þá er öll fjölskylda gerandans sett undir smásjá barnaverndaryfirvalda og fé- lagsleg hegðun og atferlið skoðað of- an í kjölinn. Við foreldrar viljum börnum okkar allt það besta og leiðbeinum þeim eft- ir okkar bestu vitund og getu. Geta okkar er misjöfn og oft vitum við ekki betur. Barn sem leggur annað eða önnur börn í einelti veit ekki betur, það er ekki betur upplýst. Gerandinn kemur oft frá heimili þar sem hann er sjálfur beittur andlegu og/eða líkamlegu ofbeldi og fær útrás fyrir skömm sína og reiði með því að nið- urlægja aðra og meiða. Gerandinn þarf leiðsögn og hjálp og sama má segja um foreldra hans sem vita ekki betur, afneita ástandinu og neita að horfast í augu við raunveruleikann. Við foreldrar þolendanna getum lagt lóð á vogarskálar jafnréttisins með því að finna hvert annað inni í skólunum og standa saman sem hópur. Kall- ið hópinn saman og vinnið saman sem ein heild. Oftar en ekki er það svo að meintur ger- andi leggur fleiri en einn og fleiri en tvo í einelti. Fáið styrk hvert frá öðru, þá eruð þið ekki lengur ein. Með því að vinna saman sem hópur við að ná til gerendanna og til foreldra þeirra þrengir að gerendum, fylgjend- unum fækkar, þeir skammast sín flestir og fara, ásamt þöglu áhorfendunum sem þora ekki að segja frá. Gerandinn einangrast í atferli sínu, færri vilja taka þátt í þessum ljóta leik og fleiri vilja vera á vaktinni. Ég veit hversu mikill léttir það er að losna undan einelti og út úr eineltis- umhverfinu. Því miður. Að barn losni undan einelti, að barn losni undan gerendanum er dásamleg tilhugsun sem allir starfsmenn skólanna myndu fagna. Ég veit til þess að kennarar hafa verið áminntir fyrir hörku, gagnvart vinnu sinni með meinta gerendur. Gerendur sem hafa valtað yfir allt og alla og eru búnir að reyna á þolrif allra starfsmanna skólanna. Sjálf spyr ég af hverju gerandinn er ekki rekinn úr skólanum eða send- ur í annan skóla eins og gert er með þolendurna. Kannski af því að það myndi eng- inn skólastjórnandi vilja taka við ger- andanum með hans ferilskrá? Nei, ég bara spyr. Af hverju að verðlauna gerendurna endalaust með því að flytja þolendur á milli skóla, bæja eða landshluta. Einn enn farinn, hvað eru margir eftir? Það er engin skömm að því að eiga barn sem er lagt í einelti. Hins vegar er það sárara en orð fá lýst. Börn sem eru lögð í einelti hafa ekkert til þess unnið og allir geta orðið fórn- arlömb þess. Ef þú lesandi góður ert í þeirri stöðu sem ég er að lýsa á einn eða annan hátt þá mátt þú ekki gefast upp. Það er bannað. Ef við stöndum ekki með börnunum okkar og berj- umst gerir enginn það fyrir okkur, því það gerist ekkert sjálfkrafa. Höfum í huga að afneitun hjálpar engum. Afneitun gerir ekkert fyrir lítið, hrætt, einmana barn með kramið hjarta sem skilur ekki hvað það er að gera rangt. Ráðleggingar 1. Skrifaðu dagbók og færðu inn allt sem kemur uppá jafnt inni í skól- anum sem utan hans. Skrifaðu fullt nafn viðmælanda þíns. 2. Skráðu allar þínar símhringingar í skólann, viðtöl þín við umsjónar- kennarann eða skólastjórnendur. 3. Skráðu hjá þér allar ferðir til sér- fræðinga. Fáðu uppáskrifað mat þeirra og/eða álit. 4. Ef þér er boðið viðtal við sérfræð- ing á vegum skólans eða skóla- skrifstofunnar fáðu þá undirritað af viðkomandi sérfræðingi hvað hann ráðlagði. 5. Fylltu alltaf alla pappíra þar sem þú ert að sækja þjónustu eða hjálp samviskusamlega og nákvæmlega út lið fyrir lið. 6. Taktu ekkert sem sjálfgefið eða sjálfsagt þegar þú þarft á hjálp eða stuðningi að halda, þá verður þú ekki fyrir eins miklum von- brigðum og sársauka. Einelti hefur skelfilegar afleið- ingar fyrir börn og oft vinna þau sig aldrei almennilega frá því – jafna sig jafnvel aldrei. Í tilfelli sonar míns urðu afleiðingarnar þær að hann hafði á endanum ekki lengur bol- magn til að takast á við lífið – svo brotinn var hann eftir áralangar misþyrmingar. Þetta bréf er skrifað í þeirri von að bæði foreldrar og skólayfirvöld opni augu sín og takist á við þá miklu vá sem eineltið er. Það er í okkar valdi að stöðva eineltið. Því mundu … næsta fórnarlamb gæti orðið barnið þitt! Eftir Ingibjörgu Helgu Baldursdóttur » Afneitun hjálpar eng- um. Afneitun gerir ekkert fyrir lítið, hrætt, einmana barn með kramið hjarta sem skil- ur ekki hvað það er að gera rangt. Ingibjörg Baldursdóttir Höfundur er grunnskólakennari. Ekkert barn á að þurfa að lifa í ótta í skólanum Hanna Birna Jóhannsdóttir | 21. ágúst Til hamingju Hanna Birna! Góðar óskir sendi ég nöfnu minni sem nú er að taka við stjórn í höf- uðborg okkar allra. Það gleymist stundum í um- ræðunni að Reykjavík er skilgreind sem höfuðborg allra landsmanna og því er mjög und- arlegt að aðeins íbúar Reykjavíkur kjósi fulltrúa í höfuðborgarráð Íslands. Stjórn höfuðborgarinnar hefur því miður ein- kennst af sundurlyndi og valdapólitík... Því miður verður engin breyting í borg- armálum með innkomu Hönnu Birnu sem borgarstjóra, nema hún þori að taka á málum og málefnum, og hunsi skipanir að ofan. Meira: http://hbj.blog.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.