Morgunblaðið - 22.08.2008, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 22.08.2008, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 2008 27 ÞÓRUNN Svein- bjarnardóttir um- hverfisráðherra ákvað fyrir ekki svo löngu að heildstætt um- hverfismat skuli fara fram vegna álvers- framkvæmda á Bakka. Það vekur spurningar um hvort þurfa muni að byggja nýjar vatnsaflsvirkj- anir fyrir álframleiðslu á Norður- landi. Raunsætt mat á mögulegri jarðvarmaorku fyrir norðan gefur til kynna að bygging vatnsaflsvirkj- ana verði nauðsynleg til að knýja áfram álver á Bakka. Stærð álversins Upphaflega áætlunin var sögð vera bygging 250.000 tonna álvers en Alcoa hefur áður sagt að fyr- irtækið álíti álver minna en 360.000 tonn „ósjálfbær“. Nú hefur fyr- irtækið sagt að álverið á Bakka muni framleiða a.m.k. 346.000 tonn á ári og það er ljóst að það hefur verið áætlunin frá byrjun. Upp- hafsrannsóknir gerðu ráð fyrir ál- veri af þessari stærð þótt tillaga að umhverfismati og áætlanir um orkuöflun hafi fjallað um minna ál- ver til að byrja með. Fyrir stærra en 250.000 tonna álver þyrfti að gjörbreyta og endurbyggja orkunet Norðurlands. Á endanum væri þá 500.000 tonna álver möguleiki. „Því stærra því betra“ sagði Bernt Reit- an, varaforseti Alcoa, við undir- skrift á Húsavík snemma í sumar. Orkuþörf 250.000 tonna álver þarfnast 400 MW rafmagns og myndi orkan þá koma frá jarðvarmavirkjunum á Norðurlandi. Ef bjartsýnismatið um 370 MW frá Kröflu 2 (þar sem nú er borað inn í Víti), Þeistareyki og Bjarnarflag mun standast, sem er alls ekki víst, vantar samt ennþá orku upp á. Þá yrðu 30 MW fengin frá Gjástykki, sem nú er óspillt og órannsakað svæði en myndi líða stórfenglegan skaða ef af virkjun yrði. Fyrir miðlungsstórt álver mun orkuþörfin svo aukast um a.m.k. 150 MW og stórt álver þyrfti að lágmarki 400 MW í við- bót. Hugsanlegar stíflur Ef álveri á Bakka verður ýtt í gegn er bygging nýrra stórstíflna nánast óumflýjanleg. Fyrirtæki að nafni Hrafnabjargavirkjun Hf. er nú þegar tilbúið til að hefja und- irbúning að því að reisa nýja 90 MW virkjun með þremur stíflum í Skjálfandafljóti. Fljótshnjúks- virkjun (tvær stíflur) í sömu á gæti framleitt önnur 58 MW. Orkuveita Reykjavíkur á 60% í fyrirtækinu en aðrir hluthafar eru m.a. Norður- orka og Orkuveita Húsavíkur. Fyr- irhuguð Skatastaðavirkjun kallar á stíflur í Jökulsá austari, Giljá, Fossá, Lambá og Hölkná, Orra- vatni og Reyðarvatni (norðan Hofs- jökuls), og gæti framleitt 184 MW. Villinganesvirkjun, með stíflur í bæði Vestari Jökulsá og Austari Jökulsá í Skagafirði, gæti framleitt 33 MW til viðbótar. 72 ferkílómetra uppistöðulón í Jökulsá á Fjöllum á austuröræfum (Arnardalsvirkjun) gæti framleitt 570 MW. Það lítur því út fyrir að það þyrfti að reisa nýjar stíflur í Skjálfandafljóti og Jökulsá austari annars vegar, eða í Jökulsá á Fjöll- um hins vegar, til þess að starf- rækja aðeins miðlungsstórt álver á Bakka. Frekari möguleikar væru svo virkjanir í Laxá í Aðaldal eða Eyjabökkum. Áhætta vegna jarðvarmavirkjana Áhættan sem fylgir því að reisa virkjanir á virkum jarðhitasvæðum spilar inn í og eykur til muna líkur á því að álver á Norðurlandi muni þurfa að reiða sig á vatnsaflsorku frekar en jarð- varmaorku. Jarð- fræðirannsóknir hafa gefið til kynna hætt- una á því að borholur skemmist vegna jarð- virkni, en það gerðist einmitt árið 1975 þeg- ar fjórar af sex bor- holum við Bjarnarflag skemmdust vegna eldvirkni á svæðinu. Þaðan á hluti orkunnar fyrir álver á Bakka að koma. Álbræðsla er við- kvæm og þarfnast stanslauss orku- forða, svo langtímaskortur á raf- magni getur eyðilagt hluta álvers. Því er lágmarksmagn af orku frá annarri uppsprettu æskilegt. Þessu til viðbótar er framleiðsla jarðhitaorku dýrari en vatnsafls- orku. Það er hvorki æskilegt né fram- kvæmanlegt fyrir Alcoa að starf- rækja álver nálægt Húsavík, sem einungis væri keyrt áfram af jarð- varmaorku. Það þyrfti að byggja nokkrar stíflur og umhverfisáhrif- in yrðu gífurleg. Á sama tíma er nú þegar tals- verður skaði af borun við Gjá- stykki og inn í eldfjallið Víti, auk þess sem stærðarinnar meng- unarlón hefur nú myndast við Þeistareyki vegna tilraunaborana, án þess að nokkurt umhverfismat hafi þótt nauðsynlegt. Þar af leiðandi kemur alls ekki á óvart að álverssinnar skuli and- mæla heildstæðu umhverfismati og hegða sér eins og þeir hafa gert síðustu daga. Það væri jú miklu þægilegra fyrir þá ef umfangs- minna umhverfismat færi fram fyrir hvert verkefni fyrir sig, helst þegar álverið væri hálfbyggt. Ef heildstætt umhverfismat fyr- ir álver á Bakka á að taka alvar- lega þarf það að fjalla um mögu- legar nýjar vatnsaflsvirkjanir og allan þann skaða sem boranir í kringum Mývatn leiða af sér. Jaap Krater skrifar um umhverfismál »Ef taka á heildstætt umhverfismat um ál- ver á Bakka alvarlega þarf það að innihalda fyrirhugaðar vatnsafls- virkjanir. Framkvæmd- in er ómöguleg án þeirra. Jaap Krater Höfundur er talsmaður Saving Iceland. Umhverfismat fyrir Bakka ætti að innihalda vatnsaflsvirkjanir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.