Morgunblaðið - 22.08.2008, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 22.08.2008, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ dagbók Í dag er föstudagur 22. ágúst, 235. dag- ur ársins 2008 Orð dagsins: Og orð hans býr ekki í yð- ur, því að þér trúið ekki þeim, sem hann sendi. (Jóh. 5, 38.) Víkverji dagsins á hund og gleðstyfir tilveru hans daglega; hvort sem litið er til þeirrar skemmtilegu skyldu að ganga með þessum lífs- glaða félaga á degi hverjum eða þess að hundurinn nánast tapar sér af hamingju í hvert skipti sem Víkverji kemur heim úr þeim erindum sem hann þarf að sinna utan heimilis. x x x Einn óhjákvæmilegur fylgifiskurþess að eiga hund er að hitta og spjalla við aðra hundaeigendur í daglegum túrum. Þeir eru auðvitað misjafnir eins og þeir eru margir og hundarnir þeirra sömuleiðis. Eitt vekur Víkverja ætíð furðu. Sú árátta smáhundaeigenda að grípa litla krílið í fangið í hvert skipti sem stærri hundur er í sjónmáli, t.d. hundur Víkverja. Þeir sem ástunda þessa hegðun skilja augljóslega ekki eðli hunda. Þeir virðast ekki vita að hundar lesa líkamstjáningu. Ef hundur, meðal- stór eða jafnvel stærri, sér að ein- hver mannvera nálægt honum gríp- ur hund, lítinn eða jafnvel minni, í fangið heldur sá stóri umsvifalaust að sér sé boðið þangað líka! Hann gæti jafnvel litið svo á að þegar þeim litla er lyft svo langt yfir höfuð sitt væri sér sýnd ógnun og hegðað sér samkvæmt því. Þegar hundi er ógn- að ógnar hann á móti. Það er eðli hans. Í báðum tilfellum getur eig- andi smáhundsins búist við því að fá stærri hundinn í fang sitt líka. Slíkt er algjörlega eðlileg hegðun hjá hundinum. x x x Í daglegum göngutúr nýlega komuskyndilega aðvífandi tveir ákaf- lega fallegir hundar. Lausir. Hundur Víkverja stansaði umsvifalaust og bjóst til að heilsa þessum frændum sínum á hefðbundinn hátt: með vina- legu hnusi. Þá brá svo við að hund- arnir tveir réðust grimmilega á hann. Víkverji brjálaðist algjörlega og hrakti þá í burtu – með hamrandi hjarta. Öskraði svo út í loftið: Svona kvikindi eiga að vera í bandi. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 þroti, 4 hvít- leitar, 7 moðreyks, 8 greinilegt, 9 nóa, 11 sjá eftir, 13 kunna skil á, 14 diskagrind, 15 illt, 17 tryggur, 20 gljúfur, 22 látna, 23 eins, 24 seint, 25 heyið. Lóðrétt | 1 baggi, 2 slátrar, 3 svara, 4 lýð- ur, 5 kvæði, 6 nagdýr, 10 óreiðu, 12 upplag, 13 skynsemi, 15 hrakn- ings, 16 tómið, 18 slitið sundur, 19 spillt, 20 veg- ur, 21 ófríð. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 utangátta, 8 skalf, 9 teppa, 10 afl, 11 rúður, 13 arður, 15 höggs, 18 skúta, 21 kák, 22 loðna, 23 eflir, 24 hræðilegt. Lóðrétt: 2 trauð, 3 nafar, 4 áætla, 5 tapið, 6 Æsir, 7 barr, 12 urg, 14 rok, 15 héla, 16 góðir, 17 skarð, 18 skell, 19 útlæg, 20 aurs. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3- reit birtist tölurnar 1-9. Það verð- ur að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Lausn síðustu Sudoki. www.sudoku.com © Puzzles by Pappocom Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 g6 6. Be3 Bg7 7. f3 Rc6 8. Dd2 O–O 9. Bc4 Bd7 10. O–O–O Hc8 11. Bb3 Re5 12. g4 b5 13. g5 b4 14. Rce2 Rh5 15. f4 Rc4 16. Bxc4 Hxc4 17. b3 Hc7 18. Rg3 Hc3 19. Rxh5 gxh5 20. Kb1 Da5 21. f5 Hfc8 22. f6 Staðan kom upp á alþjóðlegu atskákmóti í Mainz. Norska undrabarn- ið Magnús Carlsen (2775) hafði svart gegn Judit Polgar (2711). 22… e5! tryggir svörtum betri stöðu. 23. Rf5 Bxf5 24. exf5 Hxc2 25. Dxc2 Hxc2 26. Kxc2 Dxa2+ 27. Kd3 Bf8 28. Hc1 d5 29. Hhd1 Db2 svartur hefur nú unnið tafl enda nokkrum peðum yfir. Framhaldið varð: 30. Bd2 Dxb3+ 31. Ke2 e4 32. Be3 Db2+ 33. Ke1 Dxh2 34. Hxd5 Db8 35. Hcd1 b3 36. Hd8 Db4+ 37. Kf2 b2 38. Hb1 Da5 39. Ha8 Dxf5+ 40. Ke1 Da5+ 41. Kf2 Dc7 42. Hd1 Dh2+ 43. Ke1 Dh1+ 44. Ke2 Dxd1+, hvítur gafst upp. Svartur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Fljótfærni. Norður ♠Á104 ♥D ♦Á653 ♣G8742 Vestur Austur ♠953 ♠D ♥K104 ♥G87632 ♦D84 ♦KG9 ♣K953 ♣D106 Suður ♠KG8762 ♥Á95 ♦1072 ♣Á Suður spilar 4♠. Það vafðist ekki fyrir Martin Hoff- man að taka yfirslag í 4♠. Hann fékk út tígul, stakk upp ás, spilaði ♥Á og trompaði hjarta, fór heim á ♣Á og trompaði annað hjarta. Spaðadrottning féll undir ásinn og vörnin fékk aðeins tvo slagi á tígul. Spilið kom upp í tvímenningi og Hoffman átti von á meðalskor, eða þar um bil, „enda engin vandamál á ferð- inni, hvorki í sögnum né spila- mennsku“. Þegar til kom gáfu 11 slagir 70% skor. Eftir langa yfirlegu fann Hoffman skýringuna: Vestur hafði víða komið út með tromp, en í því „hjálp- lega“ útspili felst dulin hætta, sem margir sagnhafar höfðu ekki framsýni til að varast. Þeir létu sem sagt smátt úr borði. Hjörtun tvö varð svo að trompa með ♠Á10 og þá upphófst ♠9 vesturs í slag. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Hrúturinn er yfirleitt ekki mikið fyrir að segja hið augljósa, en þú gætir misst áheyranda í dag með því að gera ráð fyrir að viðkomandi sé inni í mál- unum. (20. apríl - 20. maí)  Naut Það er auðvelt að segja: bara að ég hefði vitað það sem ég veit núna. Góðu fréttirnar eru þær að þú veist það sem þú veist, svo nýttu þér það í dag. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Kannski bregstu ekki alltaf við á hinn fullkomna hátt, en þú getur alltaf þroskast. Hvíldu þig aðeins á hinum stranga dómara innra með þér. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Að eyða minna en maður aflar er einfaldasta leiðin til þess að draga úr streitu. Einhver leitar til þín með pen- ingatilboð og forðastu þau öll þótt það sé ofurmannlegt verkefni. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Þú ert í þrasgjörnum stellingum í dag og jafnvel að leita að einhverjum til að skylmast við með andríkið að vopni. Eru verðlaunin bardagans virði? (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Meyjan er skynsöm að eðlisfari og því verður það óskynsamlega sem hún tekur sér fyrir hendur skiljanlegt. Þetta ætti að kæta hana og ástvini hennar. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Þú ert hluti af hópi og hefur vald til þess að hafa umtalsverð áhrif á aðstæður. Vitandi það er það á þína ábyrgð að taka afstöðu með réttlátum málstað. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Dagurinn í dag er gerðu-það- sjálfur-dagur. Dragðu úr ósjálfstæði þínu gagnvart öðrum. Líkamlegt erfiði er gott fyrir lundina og skrokkurinn er alsæll. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Til þess að koma verkefni áleiðis þarftu að mynda ný sambönd. Það er best gert í anda léttúðar, léttleika og þokka. Það er betra að fara vítt en djúpt. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Þekkir þú einhvern sem er al- sæll og fjáður? Í stað þess að þræla sér út fyrir krónur á maður að vinna og vera ánægður með hlutina eins og þeir eru. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Þú rekst á fólk sem stendur ógn af þekkingu þinni. Vinalegur, blíður og góður er heppilegasta viðmótið. Skýrðu út jafnóðum, með orðalagi sem „áheyrendurnir“ skilja. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Þó að fiskurinn þekki sjálfan sig vel gefa himintunglin vísbendingar um að hann eigi eftir að hrökkva við, hissa á því sem blasir við honum í spegli lífsins. Stjörnuspá Holiday Mathis 22. ágúst 1922 Jón Kaldal setti Íslandsmet í 5.000 metra hlaupi, 15 mínút- ur og 23 sekúndur. Það stóð í áratugi. 22. ágúst 1926 Minnst var aldarafmælis Helga Hálf- dánarsonar sálmaskálds í öllum kirkj- um landsins. Hann samdi trúfræðirit og þýddi og frumsamdi fjölda sálma, m.a. Hin fegursta rósin er fundin, Sjá morgunstjarnan blikar blíð og Vor Guð er borg á bjargi traust. Í sálmabók kirkjunnar eru um níutíu sálmar eftir Helga. 22. ágúst 1966 Mesti afli í sögu íslenskra síld- veiða fékkst þennan dag út af Norðausturlandi og Austur- landi þegar 82 skip veiddu 16.116 lestir. 22. ágúst 1992 Vestnorrænu kvennaþingi á Egilsstöðum lauk með því að hlaðin var varða úr grjóti frá Grænlandi, Færeyjum og Ís- landi. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist þá … Ólafur Ásgeir Steinþórsson, Blöndubakka 9, Reykjavík er sjö- tugur í dag, 22. ágúst. Ólafur verður úti að aka á afmælisdaginn eins og flesta aðra daga. 70 ára Jóhanna F. Karlsdóttir, Vogatungu 53, verður áttræð sunnudaginn 24. ágúst. Jóhanna verður með heitt á könnunni á morgun, laug- ardaginn 23. ágúst, í efri sal Krossins frá kl. 14 til 18, fyrir vini og vandamenn vegna þessara tímamóta. 80 ára GUNNAR Gunnarsson, hagfræðinemi, er 25 ára í dag. Gunnar er fæddur í Reykjavík en flutti ungur að árum til Hafnarfjarðar þar sem hann ólst upp. „Ég er Hafnfirðingur í húð og hár, engin spurn- ing,“ segir Gunnar. Hann býr núna á stúdenta- görðum við Lindargötu og líkar vel. Gunnar stundaði handknattleik af kappi öll sín ungdóms- ár, fyrst með Haukum og síðan FH, en lét af hand- knattleiksiðkun skömmu fyrir tvítugt. Eftir stúd- entspróf frá Verzlunarskólanum var Gunnar að „þreifa fyrir sér“ með háskólanám en endaði í hagfræði í Háskóla Íslands. Aðspurður segir hann helstu áhugamál sín vera ferðalög, snjó- og brimbretti og afslöppun með félögunum. Gunnar fór til Suður-Afríku í þriggja mánaða brimbrettaferð vorið 2004. „Ég og félagi minn vorum í Cape Town í þrjá mánuði að læra á brimbretti. Eitthvað var um hvíthákarla í sjónum og einn heimamað- ur var bitinn á sama tíma og við vorum þarna. Hann missti fótinn. Svo var farið í safaríferð með viðkomu í Jóhannesarborg. Við tókum líka túr um álfuna og fórum til Bótsvana, Namibíu og Simbabve. Þetta var gríðarlega eftirminnileg ferð í alla staði,“ segir Gunnar. Hann fór fyrr í sumar með hagfræðinemum til Jamaíka. „Þetta var meiriháttar ferð. Maður kom sólbakaður til baka og það var nauðsynlegt að hlaða batteríin eftir átök vetrarins.“ thorbjorn@mbl.is Gunnar Gunnarsson 25 ára Brim og ævintýraferðir ;) Nýbakaðir foreldrar?Sendið mynd af nýja ríkisborgaranum ásamtupplýsingum um fæðingarstað og stund,þyngd, lengd og nöfn nýbakaðra foreldra,á netfangið barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.